Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 20
9. júlí 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Áhrif loftslagsbreytinga munu líklega verða „harkaleg, útbreidd og óafturkræf“ segir í skýrslu loftslagsnefndar Samein- uðu þjóðanna (IPCC) sem kom út í fyrra. Flestum er ljóst að afleiðingarnar verða alvarlegar ef ekki verður spornað við losun gróðurhúsalofttegunda með afger- andi hætti. Evrópusambandið er öflugur talsmaður alþjóðlegs samstarfs á sviði umhverfismála. Þau 195 ríki sem eiga aðild að rammasamningi SÞ um loftslagsbreyt- ingar samþykktu aðgerðir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem ESB lagði fram árið 2011. Einnig er ESB aðili að fjölda alþjóðlegra samninga um umhverfismál sem fela í sér skuldbindingar til að aðstoða þróunarríki við framkvæmd þessara samn- inga. Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa sam- þykkt markmið fyrir árið 2020, svokölluð 20-20-20 markmiðin sem fela í sér að draga skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda innan ESB svo losunin verði a.m.k. 20% minni en árið 1990, að hlutfall endurnýjanlegra orku- gjafa verði aukið í 20% af heildarorkunotk- un ESB og að dregið verði úr notkun frum- orku um 20% miðað við spár með aukinni orkunýtni. Þetta er allt saman gott og blessað en sá galli er á umræðunni að þegar fjallað er um loftslagsbreytingar eru það gjarna sérfræð- ingar sem tala við aðra sérfræðinga á ráð- stefnum. Stjórnvöld og náttúruverndarsam- tök leggja umræðunni lið, móta stefnu og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en almenn- ingur stendur oft utan umræðunnar og telur sig lítið geta lagt af mörkum. Vissulega er mikilvægast að stjórnvöld móti stefnu og setji fyrirtækjum skorður varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en vandinn snertir alla og því er mikilvægt að almenningur átti sig á vandanum og því smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum. Evrópustofa, Náttúruverndarsamtök Íslands, Umhverfisstofnun, Reykjavíkur- borg, franska sendiráðið og Upplýsinga- skrifstofa Sameinuðu þjóðanna standa saman að ljósmyndaleik í sumar með það að markmiði að vekja almenning til umhugs- unar um loftslagsbreytingar og sjálfbær- ari umgengni við náttúruna. Fólk er hvatt til að taka mynd af einhverju sem minnir það á loftlagsbreytingar og merkja mynd- ina #mittframlag á Instagram, Twitter eða deila henni á Facebook-síðu eða vefsíðu verkefnisins, mittframlag.is. Myndirnar í verkefninu má skoða á vefsíðunni mittfram- lag.is en þar safnast þær saman af sam- félagsmiðlum. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir flottustu myndirnar en ríkuleg- ustu verðlaunin eru þau að taka þátt í verk- efni sem hefur það að markmiði að efla árvekni almennings um allt það smáa sem hver og einn getur lagt af mörkum, því margt lítið gerir eitt stórt. Þitt framlag til loftslagsmála UMHVERFIS- MÁL Dóra Magnús- dóttir framkvæmdastjóri Evrópustofu www.netto.is Kræsingar & kostakjör FERSKJUR PLÓMUR EÐA NEKTARÍNUR ASKJA,500 GR 279 ÁÐUR 349 KR/PK -20% ANANAS GOLD DEL MONTE 195 ÁÐUR 398 KR/KG -50% JARÐARBER FERSK, 250 GR 359 ÁÐUR 479 KR/PK -25% Ferskir ávextir! T ilgangur fangelsa er að þar séu fullnustaðir refsidómar dæmdra manna. Afplánun þeirra má nálgast út frá tveimur pólum, refsistefnu og betrunarstefnu. Í frumvarpi með lögum um fullnustu refsinga kemur fram að það sé meginmarkmið með fangelsun að hún fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt og tilætluð sérstök og almenn varnaðaráhrif hennar séu virt. Þjóðhagslega sé hagkvæmt að draga úr líkum á endurkomu dæmdra manna í fangelsi vegna nýrra brota og því mikilvægt að þeim sé tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, mannleg og virðingarverð samskipti séu höfð í fyrirrúmi og fyrir hendi séu aðstæður og umhverfi sem hvetur fanga til að takast á við vandamál sín áður en snúið er aftur út í samfélagið. Í Fréttablaðinu í gær lýstu bæði fangelsismálastjóri og forstöðu- maður Litla-Hrauns því yfir að vilji þeirra stæði til þess að fangar geti haft aðgang að internetinu. Samkvæmt lögum er það bannað til þess að koma í veg fyrir refsi- verðan verknað, meðal annars að fangar geti fengið eða sent ólöglegt efni sem hægt sé að nálgast á netinu eða skipulagt ólöglega starfsemi. „Hafa ber í huga að fangavistin, og sú einangrun sem af henni leiðir, væri næsta gagnslaus ef fangi hefði ótakmarkaðan aðgang að netinu,“ segir í greinargerð laganna. Þrátt fyrir að internetið hafi vissulega haft gífurleg áhrif á líf okkar allra þá verður þetta að teljast alveg ótrúleg fullyrðing löggjafans. Í því samhengi verður að benda á að fangar hafa alla jafna leyfi til símhringinga að vild úr fangelsinu eftir ákveðnum reglum og eftirliti. Þess ber að geta að fangar eiga að jafnaði kost á að fylgjast með gangi þjóðmála með í gegnum dagblöð, útvarp og sjónvarp. Það er rökstutt með þeim hætti að tilgangurinn sé að fangarnir einangrist ekki í fangavistinni og eigi auðveldara með að aðlagast samfélaginu á ný að afplánun lokinni. Ákvæðið hefur staðið óendurskoðað frá árinu 2005 og ljóst að frá þeim tíma hefur tækninni og samskiptamáta fleygt fram með tilkomu samskiptamiðla hvers konar, auk þess sem þjóðmála- og fréttaumfjöllun fer að miklu leyti fram á internetinu. Internetið, sem er svo stór hluti daglegs lífs hjá meirihluta þjóðar- innar, stendur flestum föngum aðeins til boða við nám. Því hefur smygl á nettengibúnaði inn í fangelsi aukist og fer mikil vinna í að koma í veg fyrir óheimila notkun. Töluverður hluti agaviðurlaga er vegna þessa. „Með tímanum fara samskipti í sífellt meiri mæli í gegnum netið sem leiðir til þess að fangar verða enn einangraðri frá samfélaginu,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri, sem vill að fangar geti haft samband við fjölskyldu og vini í gegnum netið og þannig sé dregið úr afleið- ingum frelsissviptingar. Hann setur augljósa og eðlilega fyrirvara við þessa tillögu sína um takmarkanir vegna agaviðurlaga og slíkt. Refsitilgang fangelsisvistar má rekja aftur í aldir og grundvallast á því að samfélagið verði að refsa þeim sem brýtur af sér. Hefndin er stór þáttur sem og fælingarmáttur. Refsistefnan hefur átt undir högg að sækja enda endurkomutíðni í fangelsi oft og tíðum há og ljóst að fangelsisvist ein og sér skilar sér ekki í fækkandi afbrotum. Betrunar- stefna gengur hins vegar út á að hinn brotlegi bæti sig, samfélaginu og ekki síður sjálfum sér til góða. Snúi fanginn við blaðinu sé hann ólíklegri til að fremja aftur afbrot. Íslensk refsistefna virðist eiga að byggjast á samblandi af stefnum, þrátt fyrir að illu heilli verði hin fyrri of oft ofan á. Það að meina föngum að fylgjast með og vera í samskiptum við sína nánustu og fylgjast með þjóðmálaumræðu mun ekki bæta neinn. Það er refsing. Betrun fanga er eftirsóknarverðari en refsing: Netleysi er refsing Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Vaknið og finnið lykt af kaffi Samanlagt fylgi fjórflokksins á Íslandi samkvæmt nýlegri könnun MMR er 55,7%. Þriðjungur landsmanna myndi kjósa Pírata ef gengið yrði til kosninga í dag. Píratar eru á góðri leið með að verða burðarás í íslenskri pólitík. Þessi könnun sýnir enn og aftur þann stórkostlega vanda sem fjórflokkurinn býr við í dag. Í hugum fjölmargra kjósenda eru þessir gömlu flokkar ekki raunhæfur kostur í dag. Nú eru tvö ár, í mesta lagi, þar til kosið verður að nýju til Alþingis. Ef þessir flokkar hafa í sér einhvern snefil af vilja til að afstýra algjöru afhroði verða þeir að opna augun fyrir þeirri staðreynd að haugur af kjósendum hefur snúið við þeim baki. Pólitískir mýrarflákar Spóinn er hinn vænsti vorboði ís- lenskra vaðfugla. Kjörlendi hans er margs konar mýrlendi þar sem hann heldur til, étur bjöllur og vellir graut mörlandanum til yndisauka. Síðastliðið vor hefur einkennst af gríðarlegum deilum á vinnumarkaði þar sem barátta fyrir hækkun lægstu launa hefur verið hvað háværust. Verkalýðurinn reis upp á afturlapp- irnar og öskraði á bætt kjör. Slíkar aðstæður eru fyrir vinstriflokka líkt og mýrlendi spóans; kjörlendi til að vaxa og dafna. Nái þessir flokkar ekki styrk sínum í þeim póli- tíska mýrarfláka er líklegra en ekki að það gerist ekki nema eitthvað annað komi til. Hannes með sínum augum Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor gerir stjórnmálaástandinu skil á Facebook-síðu sinni og skilur vel að fólk vilji ekki vinstri flokkana. „Hitt þykir mér furðulegt,“ segir Hannes, „að menn lýsi þess í stað yfir stuðningi við Pírata, sem hafa enga stefnu, nenna ekki að mæta á þing- fundi eða taka þátt í þingstörfum og finna ekki til neinnar ábyrgðar fyrir hönd þjóðarinnar, heldur reika inn og út af þingi eftir eigin hentisemi.“ Þessi orð prófessorsins í stjórnmála- fræðum gætu verið vísbending um að hann hafi kannski verið að fylgjast með allt öðru Alþingi en undirritaður síðastliðinn vetur þar sem Píratar hafa í hverju málinu á fætur öðru sýnt ábyrgð, tekið þátt og nennt að vinna. sveinn@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 7 -0 E 0 C 1 7 5 7 -0 C D 0 1 7 5 7 -0 B 9 4 1 7 5 7 -0 A 5 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.