Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.07.2015, Blaðsíða 10
9. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR ÞINGSJÁ | 10 ÞINGSJÁ GJALLAR- HORNIÐ ➜ Úr þingsal Forseti Alþingis brýndi forystumenn flokkanna til að setjast niður og bæta þá stjórnmálamenningu sem hvíldi eins og farg á þinginu. AF ÞIN GPÖ LLU N U M K O LB EIN N Ó T TA R SSO N P R O P P É Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Þá er þessu maraþonþingi lokið. Loksins, myndu sumir segja, og þar á meðal margir þingmenn. Stemningin á göngum Alþingishússins var einkar létt eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra hafði lesið upp forsetabréf um þingfrestun á föstudaginn. „I’m free,“ hrópaði einn þingmaður og brosandi gekk þingheimur út í sólina sem vermdi velli. Vonandi ómuðu orð Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis, þó enn í eyrum einhverra þing- manna. Einar fór yfir þingveturinn og lýsti því meðal annars sem ólíkt er með Alþingi og þjóðþingum Norðurlandanna. Þar fer mun meiri vinna fram í þingnefndum en hér og að sama skapi minni tími í umræður í þingsal. Ekki er örgrannt um að sú hugsun leiti á mann að slíkt fyrirkomulag sé betra en það sem hér er við lýði. Mikið hefur verið rætt um þá menningu sem ríkir á Alþingi og í Þingsjá hefur sjónum ósjaldan verið beint að henni. Það vill þó oft gleymast að aðeins lítill hluti af starfi þingmanna fer fram í þingsal. Í þingnefndum eru málin reifuð, sérfræðingar mæta og skoðanaskipti fara fram. Einar gerði meira en að fara yfir málin, hann brýndi þingheim allan til dáða. Hann sagði það vera sjálfstætt og óumflýjanlegt verkefni að breyta þeirri stjórnmálamenningu sem hvíldi eins og farg á þinginu. „Ég leyfi mér því að varpa fram þeirri hugmynd að forustumenn flokka, eða fulltrúar þeirra, setjist niður og fari yfir þennan þátt sérstaklega í því skyni að sam- mælast um leiðir til að vinna hér bót á.“ Þingsjá kveður að sinni og vonar að þegar þráður- inn verður aftur tekinn upp í haust hafi stjórnmála- menn tekið forseta Alþingis á orðinu. Brýning um bætta stjórnmálamenningu Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis, við þingfrestun. „Þingstörfin í vetur og vor, og nú fram á sumar, hafa fjarri því gengið fyrir sig eins og ég hefði kosið. Ég get ekki hér og nú leynt vonbrigðum mínum með það, persónulegum vonbrigðum, enda hef ég lagt áherslu á að starfsáætlun standist og það ekki að ástæðulausu. Það var rauður þráður í máli flestra ræðumanna í eldhúsdagsumræð- unum í fyrrakvöld, jafnt stjórnarliða og stjórnar- andstæðinga, að endur- skoða þyrfti vinnubrögðin hér á Alþingi. Þetta var einkar eftirtektarvert. Nú vil ég taka þingmenn á orðinu. […] Verði allir alþingismenn og ráðherrar tilbúnir að leggja sitt af mörkum til þeirrar endurskoðunar hef ég trú á því að góðir hlutir gerist. En þá dugar ekki að skyggnast bara eftir flísinni frægu í auga náungans. Við þurfum öll, undanbragðalaust, að líta okkur nær.“ Helgi Hrafn Gunnarsson við þingfrestun. „Ég vil fyrir hönd alþingismanna flytja forseta þakkir fyrir sam- starfið á líðandi þingi. Mikið hefur gengið á, oft í miklum ágreiningi um fundarstjórn forseta. Sá ágreiningur hefur kostað mikinn tíma og mikla vinnu, ekki síst forseta sjálfs. Nú höfum við starfað í um það bil mánuð án starfsáætlunar og veit ég að fáum er jafn illa við þá stöðu og virðu- legum forseta. Án þess að benda á nokkurn mann vitum við að forseti hefur þurft að sýna fádæma umburðarlyndi gagn- vart ýmsu sem hér hefur gengið á. Kannski er það ekki þrátt fyrir aðstæður heldur vegna aðstæðna sem þakka ber forseta sérstaklega fyrir sín oft og tíðum erfiðu störf á þessu þingi.“ Þingfundir Þingfundir voru samtals 147 og stóðu alls í tæpar 838 klst. Meðallengd þingfunda var 5 klst. og 41 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 15 klst. og 12 mín. og lengsta umræðan var um frumvarp til fjárlaga sem stóð í 68 klst. Þingfundadagar voru alls 126. Frumvörp og þingsályktanir Af 207 frumvörpum urðu alls 105 að lögum, 102 voru óútrædd. Af 115 þings- ályktunartillögum voru 22 samþykktar en 93 tillögur óútræddar. Skýrslur 23 skriflegar skýrslur voru lagðar fram, þar af ein skv. beiðni, en níu beiðnir um skýrslur höfðu borist er þingi var frestað. Þrjú álit nefnda um skýrslur bárust. Fyrirspurnir Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 466. Munnlegar fyrirspurnir voru 101 og var 91 svarað, tvær voru kallaðar aftur og tvær biðu svars í lok þings en sex voru felldar niður vegna ráðherraskipta. 365 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 319 þeirra svarað og 37 bíða svars er þingi var frestað en níu voru felldar niður vegna ráðherraskipta. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 294, þannig að alls svöruðu ráðherrar 704 fyrirspurnum frá þingmönnum ýmist á þingskjölum eða óundirbúið. Annað Sérstakar umræður voru 43 og munnlegar skýrslur ráðherra voru þrjár. Fastanefndir þingsins höfðu haldið um 600 fundi þegar þingfundum var frestað. Ráðherrar svöruðu alls 704 fyrirspurnum á nýafstöðnu þingi, ýmist á þingskjölum eða óundirbúið: Tölfræðiupplýsingar um nýafstaðið þing Alls voru samþykkt 90 stjórnar- frumvörp á nýyfirstöðnu þingi, eða 73 prósent þeirra 120 frumvarpa sem ríkisstjórnin lagði fram. Það þýðir að þriðjungur frumvarpa frá ríkisstjórninni dagar uppi og þarf að leggja þau fram að nýju í haust eigi þau að fást samþykkt. Staðan er enn verri þegar litið er til allra lagafrumvarpa, það er að segja bæði stjórnarfrumvarpa og þeirra sem þingmenn leggja fram. Alls voru lögð fram 207 lagafrumvörp og 105 þeirra urðu að lögum. Það þýðir að rétt um helmingur frumvarpa nær í gegn, hinn helmingurinn dagar uppi. Á síðustu dögum þingsins runnu málin í gegn eins og á færibandi. Vik- urnar þar á undan var hins vegar allt í lás og engin mál fóru í gegn, utan lög á verkfall Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga og BHM. Svo virðist sem betri líkur séu á því að þingsályktunartillögur nái í gegn, að því gefnu að þær komi frá ríkisstjórninni. Ráðherrar lögðu fram 19 þingsályktunartillögur og 16 þeirra voru samþykktar. Af þeim fjórum þingsályktunartillög- um stjórnarinnar sem ekki urðu að lögum eru tvær ættaðar frá utan- ríkisráðherra: Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2016-2019 (Þróunarsamvinnustofnun) og Þjóð- aröryggisstefna fyrir Ísland. Að auki er það tillaga umhverfis- og auðlinda- ráðherra um Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og fjögurra ára samgöngu- áætlun innanríkisráðherra fyrir árin 2015 til 2018. Þegar litið er til allra þingsálykt- unartillagna sem fram eru lagðar er hlutfallið hins vegar mun verra og ljóst að það eykur líkurnar umtals- vert á því að slíkar tillögur séu sam- þykktar að þær komi frá ráðherra. Alls voru lagðar fram 115 þingsálykt- unartillögur en aðeins 22 samþykkt- ar. Það þýðir að af 96 þingsályktun- artillögum sem óbreyttir þingmenn lögðu fram voru aðeins sjö samþykkt- ar. Þó erfitt sé að fullyrða hvað séu stór mál, er óhætt að segja að á meðal þeirra stærstu sem ekki fóru í gegn séu frumvörp félags- og húsnæðis- málaráðherra um húsnæðismál; Þriðjungur frumvarpa frá ríkisstjórninni dagar uppi Af 123 lagafrumvörpum ríkisstjórnarinnar á nýyfirstöðnu þingi voru 90 samþykkt. Á meðal stórra mála sem ekki kláruðust eru húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra. Um helmingur allra frumvarpa verður að lögum. Í ÞINGSAL Ríkisstjórninni tókst að koma 73 prósentum lagafrumvarpa sinna í gegnum nýyfirstaðið þing. Aðeins sjö af 96 þingsályktunar- tillögum óbreyttra þingmanna eru samþykktar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM húsaleigulög, húsnæðisbætur og hús- næðissamvinnufélög. Fjögur lagafrumvörp sem ráð- herrar lögðu fram voru aldrei tekin á dagskrá og biðu því enn fyrstu umræðu þegar þingi var frestað. Þar af eru þrjú frá innanríkis- og dóms- málaráðherra: Frumvarp um aðgerð- ir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, frumvarp um almanna- varnir og frumvarp um tekjustofna sveitarfélaga. Þá var frumvarp heil- brigðisráðherra um staðgöngumæðr- un í velgjörðarskyni ekki heldur tekið á dagskrá. kolbeinn@frettabladid.is ➜ Yfirlit yfir afdrif mála Stjórnarmál Lagafrumvörp Samþykkt: 90 Bíða 1. umræðu: 4 Í nefnd: 15 Bíða 2. umræðu: 14 Þingsályktunartillögur Samþykktar: 15 Bíða fyrri eða einnar umræðu: 1 Í nefnd: 2 Bíða síðari umræðu: 1 Alls Lagafrumvörp Samþykkt: 105 Bíða 1. umræðu: 38 Í nefnd: 46 Bíða 2. umræðu: 18 Þingsályktunartillögur Samþykktar: 22 Bíða fyrri eða einnar umræðu: 43 Í nefnd: 44 Bíða síðari umræðu: 6 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 7 -2 6 B C 1 7 5 7 -2 5 8 0 1 7 5 7 -2 4 4 4 1 7 5 7 -2 3 0 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.