Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 Í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Bjarna Vilhjálms- sonar, cand. mag., þjóðskjalavarðar. Bjarni var mikið af- mælisbarn og þegar hann lifði vildi hann minnast afmælis- dags síns. Bjarni fæddist í Hátúni á Nesi í Norðfirði. Nú er Hátún Hlíðar- gata 33 í Neskaupstað. Foreldr- ar hans voru hjónin í Hátúni, Kristín Árnadóttir frá Græna- nesi og Vilhjálmur Stefánsson frá Hofi. Grænanes og Hof eru í Norðfjarðarsveit. Stefán Pjetursson, samstarfs- maður Bjarna, sagði í afmælis- grein: „Hirði ég ekki að rekja ættir hans enda finnst mér það skipta miklu meira máli hvað menn eru af sjálfu sér en af for- feðrum eða formæðrum. En hafi hann fengið skapgerð sína og gáfur að einhverju leyti frá þeim hefur það vissulega verið gott fólk og vel gert um marga hluti.“ Á hundrað ára afmælisdegi hans er rétt að horfa til baka og hugsa um veðrið þegar hann fæddist. Til eru upplýsingar um veður á Seyðisfirði og Teigar- horni við Berufjörð þennan dag. Á Seyðisfirði var kl. 13 austan fjögur vindstig, léttskýjað og hiti 9,8 stig. Á Teigarhorni var sama dag kl. 15 logn, alskýjað og hiti 5,1 stig. Á Nesi í Norðfirði hefur væntanlega verið meinlaust veð- ur – en ekki gott að segja hvort sólskin hefur verið eins og á Seyðisfirði eða alskýjað eins og á Teigarhorni. Daginn áður var suðvestan hvassviðri á Seyðis- firði og hiti var 10,3 stig. Aðfaranótt þess dags sem Bjarni fæddist dreymdi móður hans Bjarna Gíslason formann á vélbátnum Báru, sem var í eigu Ingvars Pálmasonar útgerðar- manns á Norðfirði og síðar al- þingismanns. Þá nótt fórst Bjarni við fjórða mann á báti sín- um. Sá Bjarni sem hér um ræðir hafði róið með Vilhjálmi föður Bjarna Vilhjálmssonar árið áður og eftir honum var hinn nýfæddi Bjarni nefndur við skírn. Bjarni var fimmti í ellefu al- systkina hópi sem upp komust. Að auki voru fjögur hálfsystkini, börn Vilhjálms og Sveinhildar Hildibrandsdóttur fyrri konu Vilhjálms. Enn fremur var hálf- systir þeirra, dóttir Sveinhildar af fyrra hjónabandi hennar. Jóhannes Stefánsson, vinur Bjarna, skrifaði svo um uppvaxt- arár þeirra á Norðfirði: „Það var mikið líf á uppvaxtarárum okkar í Tröllaneshverfinu og inn á Strönd. Mikill fjöldi báta, skúra, fiskreita og bryggja. Börnin fóru ung að hjálpa til við útgerðina. Heimilin voru barnmörg. Alltaf nógir leikir, fara í húsbolta, slag- bolta, felingaleik, rúlla gjörð, Hróa Hött inn á Villatúni og margt fleira. Krakkarnir komu oft saman frá Mel, Stóra-Trölla- nesi, Hátúni, Hin- rikshúsi, Framnesi, Valdemarshúsi, Bjarnarborg, Lár- usarhúsi og inn að Jakobshúsi.“ Æskuárin liðu og unglingsárin tóku við. Bjarni hélt til Akureyrar í Menntaskóla. Valdemar V. Snævarr skólastjóri „… reri að því öllum árum að Bjarni færi í menntaskóla …“ Til Akureyrar hélt Bjarni með Stefáni, syni skólastjórans. Líklega hefur skólastjórinn talið að drengurinn gæti ekki orðið sjómaður. Bjarni skrifaði eitt sinn um ferðina til Akureyrar: „Þó að mér hafi vissulega fylgt góðar óskir alls heimafólks úr garði, eru mér þó minnisstæðastar fyr- irbænir og blessunaróskir ömmu minnar við þessa fyrstu heiman- för mína til vetrardvalar á nýjum stað, þar sem ég vissulega sá nýjan himin og nýja jörð.“ Í danska bænum á Akureyri opnaðist fyrir Bjarna nýr heim- ur. Allt var miklu stærra en á Norðfirði sem þá var orðinn Neskaupstaður. Bjarna var vel tekið af Sigurði Guðmundssyni skólameistara og varð meðal hans uppáhaldsnemenda. Sig- urður Bjarnason, skólabróðir Bjarna, sagði um hann: „Hin skýra hugsun og glögga greind hans naut sín strax á námsárum hans. Hann var frábær íslenzk- umaður og er engum gert rangt til, þótt sagt sé að hann hafi skarað fram úr öllum er með honum voru í menntaskóla á því sviði. En hann var jafnframt mjög alhliða námsmaður og jafn- vígur á tungumál sem talna- speki.“ Víst er að áhrif Sigurðar skólameistara settu mark sitt á Bjarna. Bjarni launaði meistara sínum vistina með því að skrifa grein um hann, „Orðasmíð Sig- urðar skólameistara“. Eftir skólavistina hjá Sigurði lagði Bjarni stund á íslensk fræði í Háskóla Íslands, sem þá var í Al- þingishúsinu. Þá voru íslensk fræði fjölþætt námsgrein, mál- fræði, bókmenntir og saga. Mál- fræði var höfuðnámsgrein Bjarna og lauk hann námi sínu með kandidatsritgerð um „Ný- yrði í stjörnufræði Ursins“ þ.e. í þýðingu Jónasar Hallgrímsson- ar, skálds og náttúrufræðings. Vissulega urðu íslensk fræði starfsvettvangur Bjarna. Fyrst kennsla og útgáfustörf en síðar skjalavarsla með útgáfustörfum. Mestu stórvirkin í útgáfustarf- inu voru Þjóðsögur Jóns Árna- sonar í sex bindum, sem hann vann í samvinnu við Árna Böðv- arsson. Einn merkasti þjóð- sagnafræðingur Evrópu á síð- ustu öld, írski fræðimaðurinn Séamus Ó Duilearga, hefur látið þau ummæli falla að Þjóðsögur Jóns Árnasonar væru þjóð- sagnasafn sem ætti engan sinn líka í víðri veröld. Þótti þeim Bjarna og Árna hrósið gott. Þessi þjóðsagnaútgáfa var ekki sú eina sem Bjarni vann að því að síðar gaf hann út Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar í 4 bindum. Litlu minna verk var Íslenskt málsháttasafn, sem hann vann í samvinnu við Óskar Halldórs- son. Um aðrar útgáfur er of langt að telja hér. Útgáfustörfum fylgir gjarnan að fylgja verki úr hlaði með greinargerð í formála verksins. Ekki síður fylgir þeim nákvæm vinnsla í atriðisorða- og nafna- skrá. Þannig var 6. bindi Þjóð- sagna Jónas Árnasonar atriðis- orða- og nafnaskrá sem hefur reynst notadrjúg við lestur og rannsóknir á þjóðsagnasafninu. Einn var sá þáttur í lífi Bjarna sem honum þótti skemmtilegur, þótt fæðing verksins væri erfið. Það var að rita stutta greinar um efni á fræðasviði sínu. Þar ber hæst tvær greinar. Önnur þeirra er „Hugljómun um Kölska“, þar sem hann færði rök fyrir því að kölski væri ekki sá er flestir héldu, fulltrúi hinna illu afla, heldur væri hann hinn spottsami stríðnispúki. Hin greinin fjallaði um orðasambandið „Við borð lá“. Þar færði hann rök fyrir því að orðasambandið komi ekki úr sjó- mannamáli, við borð í skipi, held- ur úr spilamáli þar sem við borð lá það, sem lagt var undir í spili. Um þá grein sagði Kristján Eld- járn í bréfi: „… ég held að allir muni fallast á að þú hefur komist að réttri niðurstöðu. Sem betur fer mun ég halda áhuga mínum á orðum og orðasamböndum máls- ins. Satt að segja held ég að mér þyki alltaf meira og meira gaman að lífi málsins eftir því sem lengra líður á ævina.“ Jóhannes Nordal sagði um Bjarna og störf hans: „Hann var sannur arftaki þeirra kynslóða fræði- og lærdómsmanna, margra nú ónafngreindra, sem varðveitt hafa og ávaxtað menn- ingararf íslenzku þjóðarinnar. Eins og þeir vann hann verk sín í kyrrþey og hugsaði um það eitt að skila verðmætum fortíðar sem bezt í hendur nýrra kynslóða.“ Lífstarf sitt vann Bjarni í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Húsakynni heimilisins voru tak- mörkuð og börnin fjögur þurftu sitt. Því voru útgáfustörfin oft unnin í sölum Landsbókasafns. Síðar fékk hann fast starf sem skjalavörður í Þjóðskjalasafni. Að lokum varð hann þjóðskjala- vörður þar til aldur bauð að láta af starfi. Þar var starfsvettvang- urinn allt frá dögum Snorra í „Reykjaholtsmáldaga“ til skjala frá ríkisstofnunum nútímans. Ánægðastur var Bjarni þegar gömul skjöl skiluðu sér í safnið. Má þar nefna skjöl er vörðuðu Ísland fyrir 1814 og komu frá Noregi árið 1974. Auk embættisstarfa tók hann að sér ýmis önnur störf með set- um í nefndum. Má þar nefna ís- lenska málnefnd, örnefnanefnd og landsprófsnefnd: Hann var einnig forseti Þjóðvinafélagsins og ritari hugvísindadeildar Vís- indasjóðs. Ekki má gleyma að- stoð við útgáfur þar sem hans var ekki getið; prófarkalestur skáldagna. Það varð mjög sér- stakt samband þeirra Bjarna og Indriða G. Þorsteinssonar. Þeg- ar ný skáldsaga Indriða var komin út kom hann með viskí- flösku með þökk fyrir aðstoðina. Ein slík fór fyrir lítið því hún var geymd þar til allur kengur var úr víninu. Bjarni var ekki einn í lífs- hlaupi sínu. Hann kvæntist Kristínu Eiríksdóttur, sem hafði flust til Reykjavíkur frá Hest- eyri í Jökulfjörðum. Um Krist- ínu sagði Ragna Jónsdóttir vin- kona þeirra hjóna: „Kristín er mannkostakona, ræktarsöm og nærgætin.“ Þau gengu í hjóna- band hinn 3. júlí 1943. Hjóna- vígslan fór fram á Lokastíg 13 í Reykjavík, þar sem sr. Stefán Snævarr dvaldi á sinodus. Ekki var í mörg hús að venda fyrir ung hjón. Fyrst bjuggu þau hjá vinkonu Kristínar, Mildríði Fals- dóttur, síðan hjá frænda Bjarna, Ármanni Halldórssyni skóla- stjóra og konu hans Sigrúnu Guðbrandsdóttur í fjölbýlishúsi við Hringbraut. Síðar komust þau í litla íbúð í kjallara hjá Brandi bróður Bjarna á Laug- arnesveginum. Þau eignuðust sína fyrstu íbúð í fjölbýlishúsi við Lönguhlíð árið 1949. Kristín sagði það sinn stærsta sigur í líf- inu að hafa eignast íbúð með baði. Lengst af stóð heimili þeirra í Grænuhlíð 9. Þangað var flutt í maí 1957 og þar andaðist Bjarni hinn 2. mars 1987. Þau bjuggu heimilið af smekkvísi þar sem blandað var saman bókum og málverkum þegar leið á æv- ina. Það kom í ljós þegar efni bötnuðu að í Bjarna blundaði listrænn áhugi. Hreifst hann mjög af þeim málurum sem komu fram eftir stríð. Vissulega var það sérstakt að maður sem tengdist íslenskri bókmennta- klassík skyldi dást að íslenskum módernisma í myndlist. Á heiml- inu var gestkvæmt, Martha syst- ir Kristínar þegar hún bjó á Akranesi, og systkini og ættingj- ar Bjarna að austan á ferð í Reykjavík, og þá var spilað, brids eða lomber. Sá er þetta ritar er yngsta barnið sem lengst var heima. Hann var afskiptalítill faðir, í bestu merkingu! Það var alltaf hægt að leita til hans með heima- nám. Tilsögnin hófleg en um- fram allt gagnleg og skiljanleg. Einu sinni útskýrði Bjarni vandamál fyrir manni; maðurinn vissi ekki hvenær átti að nota að og af; svarið var einfalt, „hugs- aðu bara um hvort kona er aðlað- andi eða aflaðandi“. Á síðasta degi lífs síns fór hann í afmæli til Rögnu Jóns- dóttur vinkonu sinnar. Hún var samferða til Akureyrar og út- skrifaðist með honum úr MA hálfri öld fyrr. Ragna sagði í minningargrein: „Svo hélt Bjarni ræður, vitnaði í Jóns sögu helga og sagði frá Ingunni nokk- urri sem var á Hólum ein kvenna og engum vöskum lærisveininum lægri í bóklistum. Við töluðum saman í síma um kvöldið. Þá var Bjarni farinn að blaða í bókum sínum og við ræddum svolítið um Ingunni, það var gott samtal – svo lagðist lágnættið yfir og Bjarni var allur.“ Faðir minn var okkur öllum í fjölskyldunni harmdauði. Við vorum þakklátt fyrir að hann hélt góðu vinnuþreki þrátt fyrir veikindi sem lögðust á hann 49 ára gamlan. Söknuðurinn var mikill, ekki síst hjá móður okkar. Hún lifði hann í 22 ár. Í útfararræðu sagði sr. Arn- grímur Jónsson: „Hann naut þess að starfa að fræði- og vís- indastörfum og var í því sem öðru iðjusamur, gætinn, vandað- ur og traustur fræði- og vísinda- maður. Hann átti einnig afburða- gott minni. Vott um þetta bera ritstörf og útgáfustörf hans í ís- lenzkum fræðum og af skyldum toga, sem voru mikil að vöxtum, þótt hann hafi gefið út ein og önnur mikil rit ásamt öðrum samstarfs- og fræðimönnum. Bjarni var merkur maður bæði af því sem hann vann og var.“ Að lokum kveðjuorð sr. Stef- áns Snævarr: „Megi minning um Bjarna Vilhjálmsson heiðrast í vitund ykkar.“ Vilhjálmur Bjarnason. Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður Aldarminning ✝ Sigurður Hall-grímsson fædd- ist í Látravík í Eyr- arsveit á Snæfellsnesi 25. maí 1920. Hann lést 1. júní 2015. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jakobsdóttir hús- freyja og Hall- grímur Sigurðsson, útvegsbóndi í Látravík. Sigurður var elstur fimm barna þeirra, en af þeim lifir yngsti bróðirinn, Jens Jak- ob, einn eftir. Hin systkinin voru Sigríður, Ragnhildur og Árni Jóhannes. Sigurður lauk gagnfræða- prófi frá Héraðsskólaum í Reyk- holti í Borgarfirði og síðar verslunarprófi úr Verzl- unarskóla Íslands í Reykjavík. Að því loknu hélt hann til Bret- lands árið 1946 og stundaði þar frekara verslunarnám. Að því búnu hóf Sigurður störf sem erindreki hjá Fiski- félagi Íslands í Reykjavík en rak erindi félagsins víðs vegar um landið næstu fjögur árin. Árið 1950 var hann ráðinn til að sjá um fjármál og rekstur hrepps- skrifstofunnar í Stykkishólmi og hafði þann starfa með höndum um þriggja ára skeið. Eftir það gerðist hann starfsmannastjóri og síðar og lengst af skrif- stofustjóri hjá skipafélaginu Jöklum hf., og starfaði Sigurður þar í 15 ár, allt til ársins 1968. Jafnframt starfi sínu þar stund- aði Sigurður versl- unarrekstur um skeið í félagi við aðra, sem síðar varð hlé á, en tók þann þráð upp aft- ur á árunum 1970 til 1977. Sigurður réðst síðan til starfa hjá Brunabótafélagi Ís- lands árið 1968 en stóð þar við stutt, því tveimur árum síðar stofnaði hann eigin bókhaldsþjónustu sem hann rak næstu 25 árin. Sigurður kvæntist 28. sept- ember 1957 eftirlifandi eig- inkonu sinni, Önnu Ragnheiði Thorarensen. Ragnheiður er fædd á Flateyri við Önund- arfjörð, dóttir hjónanna Ingi- bjargar Markúsdóttur Thor- arensen og Ragnars Daníels Thorarensen. Synir þeirra eru þrír; Ragnar Thor ljósmyndari, Hallgrímur Gunnar verkfræð- ingur og Sigurður Árni sagn- fræðingur. Ragnar Thor er kvæntur Ásdísi Gissurardóttur. Börn þeirra eru Hilmar Þór- arinn, Elías Ragnar og Ragn- heiður Mekkin. Hilmar Þór- arinn er kvæntur Hjördísi Sif Bjarnadóttur og eiga þau þrjú börn, Birtu Dís, Atla Þór og Hjört Þór. Hallgrímur Gunnar er kvæntur Önnu Þórhalls- dóttur. Dóttir þeirra er Guðrún Andrea. Kona Sigurðar Árni er Margrét Jónsdóttir. Útförin fer fram frá Áskirkju í dag, 12. júní 2015, kl. 13. Það var mikið happ fyrir mig að fá þann mæta mann Sigurð Hallgrímsson til að sjá um bók- hald fyrirtækis míns fyrstu árin frá stofnun þess. Sigurður var einstaklega samviskusamur, nákvæmur og mikið snyrtimenni. Hann var sannarlega af gamla skólanum sem ég kunni svo vel að meta. Allt handskrif- að í sjóðbækur og alltaf stóðst allt varðandi útreikninga og annað. Ég á Sigurði mikið að þakka að hafa leitt mig í gegn- um fyrstu árin mín í fyrirtækja- rekstri, og hef búið að því allar götur síðan. Allir hlutir gerðir á einfaldan hátt (debet og kredit). Að lokum vil ég þakka Sigurði þann góða hug og velvild sem hann sýndi mér á þeim árum sem við áttum saman. Fjöl- skyldu Sigurðar sendi ég sam- úðarkveðju. Lárus Loftsson. Sigurður Hallgrímsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Innilegar þakkir fyrir samúð, kveðjur og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLMA KRISTINS JÓHANNSSONAR, Sléttuvegi 13, Reykjavík. . Ólafía Jóhanna Bjarnadóttir, María Pálmadóttir, Sverrir Þórarinn Sverrisson, Jóhann Bjarni Pálmason, Stella Önnud. Sigurgeirsd., Pálmi Gautur Sverrisson, Lilja Sif Þorsteinsdóttir, Ólöf Þóra Sverrisdóttir, Salka Þorgerður Jóhannsd. Stelludóttir, Markús Máni og Matthildur María Ólafarbörn, Áskell Einar Pálmason. Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir fyrir þá vináttu og hlýhug sem okkur fjölskyldunni hefur verið sýnd við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS GÚSTAFSSONAR frá Ásbyrgi, Djúpavogi, síðast til heimilis á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Höfða fyrir einstaka umönnun sem hann varð aðnjótandi, og hlýju til okkar fjölskyldunnar. . Hilmar Björnsson, Hanna Rúna Jóhannsdóttir, Lea H. Björnsdóttir, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Jón Valdimar Björnsson, Selma Guðmundsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Júlíus Ólafsson, Hreinn Björnsson, Ingibjörg J. Ingólfsdóttir, Hlíf Björnsdóttir, Magnús F. Ingólfsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.