Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 14
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Lokaáfangi viðræðna framkvæmdanefndar um afnám
hafta við helstu kröfuhafa hófst í mars og eftir um það bil
mánuð virtust menn að vera ná saman um uppgjörið.
Á þennan veg lýsir Lee Buchheit, lögmaður hjá lög-
fræðistofunni Cleary Gottlieb Steen & Hamilton í New
York, upplifun sinni af lokaáfanga viðræðnanna. Hann
tekur fram að ekki hafi verið um samninga að ræða.
Fremur hafi báðir aðilar skipst á skoðunum og kröfuhaf-
ar fengið að sjá hugmyndir að útfærslum við uppgjörið.
Að lokum hafi verið búið að draga upp sviðsmynd sem
kröfuhafar voru sáttir við. Helstu kröfuhafar í slitabúun-
um þremur hafi átt þrjá til fjóra fulltrúa við borðið. Þeir
hafi sýnt því skilning að uppgjörið yrði að fara fram með
þjóðhagslega hagsmuni Íslands í huga.
Spurður um ábata kröfuhafanna af uppgjörinu segir
Buchheit að ekki muni allir ríða feitum hesti frá því. Þeir
sem keyptu kröfurnar snemma í ferlinu hafi margir
hverjir selt þær og innleyst hagnað. Þeir sem komu inn á
síðari stigum hafi hins vegar ekki allir haft hag af því.
Buchheit segir slitastjórnir nú munu sækja um undan-
þágur frá höftunum sem Seðlabankinn muni taka af-
stöðu til. Hann reiknar með að kosið verði um áætlunina
á fundum kröfuhafa síðar í sumar og að uppgjörinu geti
lokið fyrir árslok. Hann segist aðspurður kunna að verða
kallaður til ráðgjafar í þessum samskiptum á næstunni.
Snúa sér að næstu þjóðríkjunum sem eru í vanda
Hann segir engan hafa átt von á því að höftin á Íslandi
yrðu við lýði í svo langan tíma og metur hann það svo að
óþreyju hafi verið farið að gæta hjá sumum kröfuhöfum.
Þeirra bíði ýmis tækifæri hjá þjóðríkjum sem eru í vanda
stödd vegna skuldavanda, á borð við Venesúela, Úkraínu
og eyríkið Púertó Ríkó, sem tilheyrir Bandaríkjunum.
Það er við þessa upptalningu sem Buchheit gerir hlé á
máli sínu og segir svo með áherslu: „Ég hef unnið með
Írökum síðan 2004 og þekki til vandamála margra ríkja.
Íslendingar hafa notið mikillar blessunar og hafa ástæðu
til bjartsýni. Þið hafið svo mörg tækifæri og komið svo
vel út úr miklum erfiðleikum. Á sama tíma og Ísland er
að fara úr fjármagnshöftum gætu önnur lönd verið að
fara inn í höft,“ segir Buchheit sem mun næst starfa fyr-
ir yfirvöld í Púertó Ríkó. Þau glími við mikinn skulda-
vanda eftir að hafa notið lánskjara á við sveitarstjórnir í
Bandaríkjunum. „Staðan þar er mjög flókin,“ segir hann.
Spurður hvort reynslan af viðræðunum við kröfuhafa
fyrir hönd Íslendinga muni gagnast honum í viðræðum
við kröfuhafa í öðrum ríkjum segir Buchheit að ekki sé
hægt að bera viðræðurnar hér saman við viðræður kröfu-
hafa við stórskuldug ríki. Á Íslandi hafi enda ekki verið
um að ræða ríkisskuldir eftir hrunið.
Buchheit er nú sá Bandaríkjamaður sem hvað best
þekkir til innanlandsmála á Íslandi en hann kom hingað
fyrst haustið 2008, nokkrum vikum eftir efnahagshrunið.
Hann segir aðspurður að hvorki hafi ríkt glundroði né
borið á ótta hjá Íslendingum á þessum örlagatíma.
„Fremur myndi ég segja að Íslendingar hafi verið í
losti. Það virtist enginn trúa því að þessi staða gæti komið
upp á fáeinum mánuðum,“ segir Buchheit og rifjar upp að
85% af íslenska bankakerfinu hafi horfið, nánast á einni
nóttu. Fyrir því séu fá, ef nokkur fordæmi.
Undir lok samtalsins leynir sér ekki að Buchheit er
ánægður með haftauppgjörið. Hann segist hafa bundist
Íslandi traustum böndum og bendir á veiðistangir á bindi
sinu. Hann geti hugsað sér að fara hér á veiðar.
Byrjuðu að sjá til
lands í aprílmánuði
Lee Buchheit segir ekki alla hagnast á kröfum í slitabúin
Morgunblaðið/Golli
Glaður í bragði Lee Buchheit er sáttur við uppgjörið.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015
35.900,-
Verð Kr.
USG CNIP4
Yfirskápur 4 skúffur.
Sterkur skápur með lás.
88.900,-
Verð Kr.
USG FIRP7B Verkfæraskápur
7 skúffur – 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett
Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir,
skralllyklar, meitlar, sexkantar, rennimál,
þjalir.
115.900,-
Verð Kr.
USG FIRP7B-FOAM Verkfæraskápur
7 skúffur með frauðefnisbökkum. 1/4",
3/8“ & 1/2" topplyklasett. Splittatangir,
skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar,
skiptilykill, meitlar, sexkantar, rennimál,
þjalir. 172 verkfæri í sterkum vagni með lás.
15.900,-
Verð Kr.
USG
B5094M
1/2“ & 1/4"
Topplyklasett 94 stk
Skrall 72 tanna, framlengingar,
hjörluliður, átaksskaft, djúpir-
toppar, kertatoppar, bitajárn.
USG GWB2045M
1/4“ Topplyklasett 45 stk
Skrall 72 tanna, framlengingar,
hjörluliður, átaksskaft,
bitar, sexkantar, bitajárn,
4.990,-
Verð Kr.
USG
GWB3029M
3/8“ Topplyklasett 29 stk
Skrall 72 tanna, hjöruliður,
djúpir & grunnirtoppar,
kertatoppar, framlengingar.
7.990,-
Verð Kr.
Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899
Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is
Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði
og forstöðumaður rannsóknarseturs
um kerfislæga áhættu við London
School of Economics, segir marga
sérfræðinga utan Íslands hafa notað
reynslu Íslendinga af höftunum til
stuðnings tilteknum sjónarmiðum.
Nóbelsverðlaunahafarnir í hag-
fræði, Paul Krugman og Joseph
Stiglitz, séu í þeim hópi.
„Ísland hefur verið notað af
ákveðnum aðilum erlendis. Má þar
nefna fræga hagfræðinga og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn sem hafa
notað Ísland til að réttlæta skoðanir
á því hvernig fyrirkomulag á fjár-
málamörkuðum á að vera. Þess
vegna hefur verið alþjóðlegur vilji til
þess að viðhalda höftunum. Ísland er
þá notað sem kennslubókardæmi
um nýja hugsun varðandi fyrir-
komulag fjármálamarkaða og eftir-
lit.
Maður rekst á mikið af svona fólki
í akademíunni og líka innan stofn-
anageirans. Það er mikið deilt um
fyrirkomulag reglugerða til að
tryggja kerfislægan fjármálastöðug-
leika. Hvað eiga að vera miklar regl-
ur um fjármálamarkaði? Margir
vilja hafa meiri stjórn á flæði pen-
inga, enda geti flæði peninga inn og
út úr löndum valdið óstöðugleika.
Þetta er hug-
myndafræði til
jafns við að vera
hagfræði. Að Ís-
land skuli hafa
sett á höft og að
nú sé farið að
ganga svona vel
efnahagslega eft-
ir hrunið er, sam-
kvæmt þessari
túlkun, haft til
sannindamerkis um að höftin hafi
verið rétt. Ísland hefur fengið meira
vægi vegna þessa,“ segir Jón.
Ranghugmyndir um Ísland
„Það hefur áhrif á þessa umræðu
að mikil andstaða sé við höftin á Ís-
landi. Margir hafa haft ranghug-
myndir um höftin og Ísland og það
vekur því athygli að svo mikil sam-
staða sé um að afnema þau … Hrun-
ið vakti mikla athygli á sínum tíma.
Lönd sem setja höft eru yfirleitt í
mikilli krísu. Losun hafta sendir því
jafnan þau skilaboð að tekist hafi að
ná tökum á vanda. Aftur á móti af-
létti Kýpur höftum um daginn og
það tók enginn eftir því. Því skyldi
ekki gera of mikið úr því hvað áætl-
unin á Íslandi þykir merkileg.“ bald-
ura@mbl.is
Notuðu höftin sem
rök fyrir íhlutun
Prófessor vísar til umræðunnar ytra
Jón
Daníelsson
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Eðli netárása og -innbrota hefur
tekið allmiklum breytingum und-
anfarin ár. Er nú svo komið að
skipulögð glæpasamtök og jafnvel
ríki standa að baki slíku athæfi í stað
einstaklinga líkt og áður þekktist.
Geta þetta verið glæpir, svo sem
blekkingar eða stuldur, sem í eðli
sínu mega teljast hefðbundnir en
aukast í umfangi vegna internetsins.
Er þetta meðal þess sem fram
kemur í skýrslu innanríkisráðherra
um net- og upplýsingaöryggi. Aðal-
verkefni skýrsluhöfunda er að móta
stefnu stjórnvalda um net- og upp-
lýsingaöryggi og vernd upplýsinga-
innviða sem varða þjóðaröryggi, þ.e.
upplýsingakerfa mikilvægra innviða
samfélagsins. Er því í skýrslunni
sett fram ákveðin framtíðarsýn, til
2026, og meginmarkmið stefnu svo
ná megi takmarkinu.
Framtíðarsýnin kveður á um að
Íslendingar búi við internet „sem
þeir geti treyst og þar séu í heiðri
höfð mannréttindi, persónuvernd
ásamt frelsi til athafna, efnahags-
legs ávinnings og framþróunar.
Örugg upplýsingatækni sé ein meg-
instoð hagsældar á Íslandi, studd af
öflugri öryggismenningu og traustri
löggjöf. Jafnframt sé samfélagið vel
búið til að taka á netglæpum, árás-
um, njósnum og misnotkun persónu-
og viðskiptaupplýsinga,“ segir í
skýrslu starfshópsins sem settur var
á fót árið 2013.
Fjórir lykilliðir
Meginmarkmið stefnunnar er í
fjórum liðum. Sá fyrsti snýr að efldri
getu og kveður á um að „almenn-
ingur, fyrirtæki og stjórnvöld búi yf-
ir þeirri þekkingu, getu og tækjum
sem þarf til að verjast netógnum“.
Í öðrum lið er mikilvægi bættrar
getu til greiningar, viðbúnaðar og
viðbragða sagt lykilþáttur. „Áfalla-
þol upplýsingakerfa samfélagsins og
viðbúnaður verði aukinn þannig að
hann standist samanburð við áfalla-
þol upplýsingakerfa á Norður-
löndum.“ Verður það m.a. gert með
bættri getu við greiningu á ógnum,
samvinnu og með því að öryggi verði
gert að órjúfanlegum þætti við þró-
un og viðhald net- og upplýsinga-
kerfa. Þá er kveðið á um bætta lög-
gjöf og mikilvægi þess að íslensk lög
séu „í samræmi við alþjóðlegar kröf-
ur og skuldbindingar á sviði net-
öryggis og persónuverndar.“ Fjórða
atriðið er svo traust löggæsla sem
býr yfir eða hefur aðgang að „fag-
legri þekkingu, hæfni og búnaði til
að leysa úr málum er varða net- og
upplýsingaöryggi.“
Til að hrinda stefnunni í fram-
kvæmd er lögð til skipan netörygg-
isráðs, með fulltrúum opinberra að-
ila, og myndun samstarfshóps um
net- og upplýsingaöryggi þar sem
hagsmunaaðilar eiga einnig fulltrúa.
AFP
Internetið Hættur tengdar netinu hafa breyst nokkuð að undanförnu og
hefur starfshópur hér á landi unnið að mótun aðgerðaáætlunar.
Netógn kallar á
aukin viðbrögð
Framtíðarsýn sett til ársins 2026