Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015
Eftir barnaskóla fór Sigríður
Auður í Kvennaskólann í Reykja-
vík: „Hann var þá gagnfræðaskóli,
eingöngu ætlaður stúlkum, og þar
var haldið uppi aga.“
Sigríður Auður lauk stúdents-
prófi af náttúrufræðibraut frá MR,
stundaði nám í lögfræði við HÍ og
lauk þaðan embættisprófi 1991:
„Árin í lagadeildinni voru krefjandi
en skemmtileg. Þar eignaðist ég
góða vini. Við erum sjö vinkonur úr
lagadeildinni sem höfum haldið
hópinn og hittumst alltaf einu sinni
í mánuði. Þetta eru yndislegar og
öflugar stelpur.“
Sigríður Auður var m.a. lögfræð-
ingur Neytendasamtakanna um
skeið. Hún hefur starfað í umhverf-
is- og auðlindaráðuneytinu frá
1998, var skrifstofustjóri á nokkr-
um sviðum þess, staðgengill
ráðuneytisstjóra í sjö ár og svo
skipuð ráðuneytisstjóri í mars sl.
Þar með urðu í fyrsta skipti fleiri
konur ráðuneytisstjórar en karlar.
Sigríður Auður var stundakenn-
ari í umhverfisrétti við lagadeild
HR um skeið: „Ég hef mjög gaman
af því að sinna umhverfismálum,
þau eru svo fjölbreytt og tengjast
mjög daglegu lífi okkar.“
Sigríður Auður hefur setið í og
stýrt fjölda nefnda vegna starfa
sinna. Hún er m.a. formaður
stjórnar Ofanflóðasjóðs.
Áhugamál Sigríðar Auðar tengj-
ast útivist og ferðalögum: „Við fjöl-
skyldan ferðumst töluvert, bæði
innanlands og utan og með vinum
okkar. Skíðaferðirnar eru ekki síst
í miklu uppáhaldi. Það er þessi
frelsistilfinning, að vera á fjöllum á
skíðum, njóta víðáttunnar og út-
sýnis og geta tæmt hugann.
Svo er ég að fikra mig áfram í
golfinu. Félagsskapurinn og útiver-
an eru helsti kostirnir við golfið,
færnin og keppnisandinn hljóta svo
að fylgja í kjölfarið.“
Fjölskylda
Eiginmaður Sigríðar Auðar er
Vilhjálmur Örn Sigurhjartarson, f.
16.3. 1962, viðskiptafræðingur og
forstöðumaður hjá Samskipum.
Foreldrar hans: Sigurhjörtur
Pálmason, f. 29.1. 1926, d. 28.4.
2001, byggingarverkfræðingur,
Reykjavík, og Unnur G. Vilhjálms-
dóttir, f. 2.7. 1935, skrifstofumaður
í Reykjavík
Dóttir Sigríðar Auðar og Vil-
hjálms Arnar er Unnur Svala Vil-
hjálmsdóttir, f. 4.11. 1996, nemi í
Verslunarskóla Íslands.
Systkini Sigríðar Auðar eru Stef-
án Már Arnarson, f. 19.6. 1957,
verslunarmaður í Reykjavík; G.
Svala Arnardóttir, f. 16.11. 1959,
leikhúsfræðingur og listgreina-
kennari í Reykjavík, og Helgi Arn-
arson, f. 7.3. 1970, sérfæðingur hjá
Nýherja, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Sigríðar Auðar eru
Örn Helgason, f. 21.5. 1932, sál-
fræðingur í Reykjavík, og Val-
gerður Þóra Benediktsson, f. 8.5.
1935, bókasafnsfræðingur í Reykja-
vík.
Úr frændgarði Sigríðar Auðar Arnardóttur
Sigríður Auður
Arnardóttir
Elín Guðmundsdóttir
húsfr. í Botni
Bjarni Aron Þorláksson
b. í Botni í Mjóafirði við Djúp
Gunnfríður Bjarnadóttir
húsfr. á Björk
Helgi Daníelsson
b. á Björk í Eyjafirði
Örn Helgason
sálfr. í Rvík
Kristbjörg Helgadóttir
húsfr. í Eyjafirði
Daníel Tryggvi Þórðarson
b. á Björk í Eyjafirði
Finnboga Árnadóttir
húsfr. í Reykhólasveit
Oddur Jónsson
héraðslæknir í
Reykhólasveit
Sigríður Oddsdóttir Benediktsson
húsfr. í Rvík
Stefán Már Benediktsson
kaupsýslum. í Rvík
Valgerður Þóra Benediktsson
bókasafnsfr. í Rvik
Valgerður Einarsdóttir
Zoëga
húsfr. í Rvík
Einar Benediktsson
skáld og athafnam.í Rvík
Einar
Benediktsson
sendiherra
Pétur Einarsson
framkvæmdastj. í Rvík
Katrín Einarsdóttir
framkv.stj. þýðingarmiðst.
utanríkisráðuneytisins
Ragnheiður
Kristín
Benediktstson
uppeldisfr.
og kennari
Orri Hauksson
forstjóri Símans
Þórdís Hauksdóttir
kennari
Katrín Svala Benediktsson Daly
viðskiptafr. í Bandaríkjunum
Margrét Svala Benediktsson
cand. med. frá Berlín
Oddur
Benediktsson
prófessor í
tölvunarfr.
við HÍ
Guðrún Oddsdóttir
sálfr. í Rvík
Katrín Oddsdóttir
lögm. í Rvík
Auður Helgadóttir
húsfr. á Húsavík
Hreinn Hjartarson
verkfr. á Húsavík
Gaukur Hjartarson
verkfr. og skipulags-
og byggingarfulltr. í
Þingeyjarsýslu
Hólmdís Hjartardóttir
hjúkrunarfr. í Rvík
Kjartan fæddist á Völlum íSvarfaðardal 12.6. 1894.Foreldrar hans voru Ólafur
Jónsson, bóndi og barnakennari, og
Jórunn Jóhannsdóttir húsfreyja.
Þau fluttu síðar að Ytra-Kálfskinni á
Árskógsströnd en þar lést Jórunn er
Kjartan var fjögurra ára. Hann ólst
síðan upp hjá föðursystur sinni,
Sesselju Jónsdóttur, og manni henn-
ar, Guðmundi Magnússyni bónda í
Arnarnesi.
Eiginkona Kjartans var Kristjana
Blöndhl er lést 1972 og eignuðust
þau þrjú börn, Áslaugu Cassata,
Magnús Blöndahl, og Gunnar Dofra.
Kjartan lauk prófum frá Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri, stúd-
entsprófum frá MR 1915, embættis-
prófi í læknisfræði frá HÍ 1920, varð
Member of Royal College of Surg-
eons í Bretlandi 1922, licentiat of
Roylal College of Physicinas í Lond-
on, nam við St. Bartholomews
Hospital í London 1921-22 og við
Royal Infirmary í Edinborg 1922.
Kjartan var héraðslæknir í Borg-
arneshéraði 1923 en fór til Vínar
sama ár og lauk þar prófum í augn-
lækningum við Üniversitats Augen-
Klinik 1925. Hann var augnlæknir í
Reykjavík 1928-45 og einhver fær-
asti sérfræðingur á því sviði hér á
landi á þeim tíma, þótti sérlega
traustvekjandi læknir og var auka-
kennari í augnlækningum við lækna-
deild HÍ 1927-54 með hléi 1944-48 er
hann fór til Bandaríkjanna. Hann
sinnti lækningum fyrir Bandaríkja-
menn á stríðsárunum og í framhaldi
starfaði hann í New York í tvö ár.
Kjartan var tæplega meðalmaður
á hæð, spengilega vaxinn og grann-
holda, samsvarði sér vel. Hann var
knár og lipur í hreyfingum, enda
stundaði hann íþróttir á yngri árum.
Kjartan þótti sérlega handlaginn og
fær skurðlæknir, hafði þægilega
barítón rödd, talaði skírt og rólega
og bjó yfir miklum orðaforða. Hann
var meistari samræðulistar, enda vel
menntaður og hugmyndaríkur, víð-
lesinn, glaður og reifur og jafnan
með spaugsyrði á vörum, mikill
ferðamaður, brá sér oft upp til dala
og fjalla og tók þá fallegar ljós-
myndir.
Kjartan lést 25.6. 1956.
Merkir Íslendingar
Kjartan
Ólafsson
90 ára
Elín Ágústsdóttir
Margrét Ólafsdóttir
85 ára
Gísli Felixson
Katrín Marteinsdóttir
80 ára
Guðmundur Þórisson
Gunnar Gunnlaugsson
Hadda Árný
Hálfdanardóttir
75 ára
Ingibjörg Sigurðardóttir
Sigurður Þórarinsson
Skúli Svanberg
Engilbertsson
Steinunn Guðmundsdóttir
Örn Herbertsson
70 ára
Fjóla Guðbjartsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir
Unnur Jónsdóttir
Þorvaldur Þorvaldsson
60 ára
Brynjólfur Gíslason
Eufemia Berglind
Guðnadóttir
Guðrún Bjarnveig
Magnúsdóttir
Guðrún Sveinsdóttir
Hulda Hafdís Helgadóttir
Jón Björnsson
Ólöf Gerður Helgadóttir
Stefán Ásgeirsson
Stefán Eðvald Stefánsson
50 ára
Anna Margrét Hauksdóttir
Björgvin Árni Gunnarsson
Edvard Dan Eðvarðsson
Halla Jóhannesdóttir
Helga Eygló Hilmarsdóttir
Helgi Kristinn Hannesson
Jaroslaw Marek Swic
Kristín B... Reynisdóttir
Ólöf Björg Hjaltalín
Jónsdóttir
Valgarð Ingibergsson
Yongxiang Li
40 ára
Andri Már Jóhannsson
Björg Guðmundsdóttir
Carsten Petersen
Densie Lebumfacil
Soleminio
Guðmundur Geir Björnsson
Guðmundur Óli Sveinsson
Jón Eiríkur Jóhannsson
Muhammad Azfar Karim
Nína Hildur Oddsdóttir
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Þórunn Elsa Bjarnadóttir
30 ára
Atli Freyr Marteinsson
Ásgeir Ingi Einarsson
Dóra Björk Magnúsdóttir
Friðjón Árni Sigurvinsson
Guðmundur Geir
Einarsson
Halla Bryndís Jónsdóttir
Ívar Kristinsson
Ívar Örn Marteinsson
Kristín Stefánsdóttir
Kristján Ingvi Einarsson
Kristrún Guðmundsdóttir
Marta Maria Wiacek
Regína Ósk Óðinsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Sigurður býr á
Suðurnesjum, lauk próf-
um í megatróník – há-
tæknifræði frá HÍ, rekur
fyrirtækið Mekano og
fékk nú nýverið viður-
kenningu sem besti nýliði
í rekstri sprotafyrirtækja
frá Íslandi á vegum Nord-
ic Startup Awards.
Foreldrar: Hannes Sölvi
Valsson, f. 1954, við-
skiptafræðingur og Hulda
Hreindal Sigurðardóttir, f.
1959, listakona.
Sigurður Örn
H. Hannesson
30 ára Sigmar býr í
Kópavogi, lauk BSc-prófi í
tölvunarfræði frá HR og
er hugbúnaðarsérfræð-
ingur við Landsbankann.
Maki: Helena Rós Hrafn-
kelsdóttir, f. 1982, starfs-
maður hjá Símanum.
Synir: Hjörtur Hilmar, f.
2003, og Magnús Ingi, f.
2012.
Foreldrar: Jóhanna I. Sig-
marsdóttir, f. 1944, og
Kristmundur M. Skarp-
héðinsson, f. 1955.
Sigmar Ingi
Kristmundsson
30 ára Ragnheiður ólst
upp í Háholti í Gnúpverja-
hreppi, lauk BS-prófi í bú-
vísindum frá LbhÍ og er
bóndi í Akurnesi I.
Maki: Sveinn Rúnar
Ragnarsson, f. 1987,
bóndi í Akurnesi I..
Dætur: Björg, f. 2010, og
Auður, f. 2013.
Foreldrar: Már Haralds-
son, f. 1953, d. 2004,
bóndi, og Margrét Stein-
þórsdóttir, f. 1946, leik-
skólakennari og bóndi.
Ragnheiður
Másdóttir
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Laugavegi 34, 101 Reykjavík
Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf
V E R S L U N
Buxur 14.900,- stk.
Buxur frá