Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 ✝ Ingibjörg Mel-korka Ásgeirs- dóttir fæddist á Akranesi 8. mars 1998. Hún lést á gjörgæsludeild LHS við Hring- braut 2. júní 2015. Foreldrar henn- ar eru Kristín Frí- mannsdóttir, f. á Blönduósi 9.6. 1969, grunnskóla- kennari, og Ásgeir V. Hlina- son, f. á Akranesi 14.8. 1964, náttúrufræðingur og múrari, en þau eiga tvo syni, Tryggva Snæ og Bjarka Fannar, og Guðrúnu Birnu Blöndal Ás- geirsdóttur, f. 8.5. 1989, vél- virkja, hennar sambýlismaður er Sæþór Sindri Kristinsson og dætur hennar eru Kristín Ólína og Stefanía Rut, tvær al- systur, Ásdísi Ösp, f. 4.1. 1996, nemi í FB, sambýlismaður Stefán Logi Grímsson, og Úlf- heiði Emblu, f. 10.10. 1999, nema. Ingibjörg Melkorka ólst upp á Akranesi og bjó þar allt sitt líf. Hún var nemandi í Menntaskólanum í Borgarnesi og starfaði í N1 Hyrnunni, áð- ur hafði hún starfað hjá KFC í Grafarholti. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 12. júní 2015, kl. 15. fósturfaðir Stefán Þór Sigurðsson, starfsmaður í El- kem Ísland. Ingi- björg Melkorka átti einn hálf- bróður, samfeðra, Benedikt Þór Ás- geirsson, f. 11.8. 1986, tvær hálf- systur sammæðra, Birgittu Rán Ás- geirsdóttur, f. 19.7. 1987, byggingartækni- fræðing, hennar sambýlis- maður er Bjarni Tryggvason Hún Ingibjörg Melkorka, litla fallega stelpan mín, er látin. Þessi staðreynd er enn jafn skelfilega sár og hún var á þeirri stundu sem við gerðum okkur ljóst að ekki væri unnt að bjarga henni. En eftir lifir minning um fallega, hugmyndaríka og glaða stelpu, sem hafði ýmis verkefni að fást við á sinni stuttu ævi. Ingibjörg Melkorka var glaðlynt og líflegt barn. Hún fékk skraut- legar hugmyndir og fram- kvæmdi margar þeirra. Það leiddist engum í kringum hana og þar var líf og fjör. Snemma varð ljóst að hún var skarp- greind og hjálpsöm, það gekk svo langt að strax í leikskóla var hún farin að hjálpa félögunum á þann hátt að hún spilaði fyrir tvo í myndalottói, því hinn átti í erf- iðleikum með að ráða við spilið. Hún hafði líka ákveðnar skoð- anir og stóð við þær. Ef hún sá ekki tilgang með verkefnum og námsefni var hún vís með að sleppa því, en ef það vakti áhuga hennar þá sökkti hún sér í efnið og fór oft með þau lengra en ætl- ast var til. Mér er minnisstætt hve undrandi ég var þegar hún kom heim með slakar einkunnir úr samræmdum prófum í 10. bekk. Er ég spurði hana um það var svarið: Ég er á móti sam- ræmdum prófum, svo til hvers að taka þau. Ingibjörg Melkorka var mikill dýravinur og var oft að bjarga dýrum, sem sumum þeirra þurfti ekki að bjarga. Kettir voru í sér- stöku uppáhaldi og í návist þeirra fylltist hún kærleika og ró. Hún hafði stórt hjarta og gaf samferðafólki ríkulega af kær- leika og gleði og var amma Gunna henni sérlega kær. Hún var alla tíð hjálpsöm og nærgæt- in. En hún átti líka sérstök áhugamál, las mikið og kunni bækurnar um Ísfólkið nánast ut- an að, vissi allt um galdrafárið á Íslandi, hafði brennandi áhuga á goðafræði, var læs og skrifandi á rúnir og ýmislegt fleira sem er ekki algengt að unglingar hafi gaman af. Ingibjörg Melkorka átti líka við sína erfiðleika að stríða og hafði orðið fyrir áföllum á lífs- leiðinni sem hún þurfti að leggja hart að sér til að vinna úr. Hún átti líka sínar þungu stundir. En fyrst og fremst kenndi hún mér svo margt. Ég hef stundum gantast með að hún hafi komið til okkar í þeim tilgangi að kenna mér og það voru ríkulegar kennslustundir. Á sinni stuttu ævi kenndi hún mér ekki minna en ég kenndi henni. Eftir situr gríðarleg sorg og söknuður, meiri en nokkur orð fá lýst. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elsku stelpan mín, ég kveð þig nú í hinsta sinn, með sorg og kærleika í hjarta, þakklát fyrir þau ár sem ég fékk að hafa þig hjá mér. Þín mamma. Ingibjörg Melkorka var tekin frá okkur á hrikalegan og ógn- vekjandi hátt sem erfitt er að átta sig á. Hún var manneskja sem hefur skilið eftir djúp spor í sálu þeirra sem þekktu hana og mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Ingibjörg fór alla tíð sínar eig- in leiðir og hafði sérstaka sýn á heiminn. Það var alltaf sterkur í henni listamaðurinn, bókaormur- inn, dýravinurinn og spekingur- inn. Við þökkum fyrir þessa kosti hennar því hún skilur eftir sig bæði ljóð og myndir sem færa okkur nær henni. Ingibjörg var frekar ung þeg- ar fram fór að koma hugsuðurinn og prakkarinn í henni. Þau voru ófá skiptin sem Ingibjörg lét sig hverfa til að gera ótrúlegustu hluti. Dæmi um ást hennar á dýrum var að eitt sinn fann hún spör- fuglsunga sem virtist yfirgefinn og ákvað hún því að taka hann með sér heim. Mamma var ekk- ert endilega hrifin af þessu og sagði henni að sleppa unganum. Hún þóttist hafa sleppt honum en faldi hann svo í skúffu undir rúminu sínu. Auðvitað ómuðu skrækirnir í greyinu um allt hús, en alltaf þóttist Ingibjörg vera saklaus. Seinna þegar hún fattaði að þetta myndi ekki ganga reyndi hún að koma sökinni yfir á Ásdísi með því að setja ungann yfir í hennar rúm. Eitt sinn eyddi hún ásamt Úlf- heiði og nokkrum vinum þeirra heilu sumri niðri á Ægisgötu í að ráfa um vinnusvæðið. Þau fundu gamlan fiskikofa og var hann gerður að höfuðstöðvum hins ný- stofnaða leynifélags. Um sumar- ið fóru svo heilu og hálfu dag- arnir í að gera upp fiskikofann. Ýmislegt misgáfulegt dót fannst sem var eins og fjársjóður fyrir leynifélagið. Mikið var verið að vinna á svæðinu og þar sem Ingibjörg varð nú skotin í einum vinnumanninum voru þær vin- konurnar mikið að sniglast í kringum hann og gera honum líf- ið leitt. Ingibjörg fór alltaf sínar eigin leiðir í lífinu og gerði það hana að þeirri einstöku stúlku sem hún var. Ef Ingibjörg ákvað eitthvað fór hún alla leið með það og ef það var eitthvað sem hún vildi ekki gera gerði hún það ekki, sama hvaða maður sagði. Eitt af því sem okkur finnst einkenna hana var að hún var svolítið forn í því sem hún gerði, hún ákvað að læra rúnir og var læs og skrifandi á þær, þetta er nokkuð sem við höldum að ekki margir geti státað af. Einnig voru bækurnar um Ísfólkið í uppáhaldi og kunni hún til að mynda fyrstu bókina utan að og gat þulið hana upp fyrir mann. Hversu mikill bókaormur Ingi- björg var, var að okkar viti ein- stakt. Líf Ingibjargar var ekki alltaf auðvelt og þurfti hún að taka marga dansa við sín andlegu veikindi. Þau gerðu líf hennar oft á tíðum mjög erfitt og eyddi hún ófáum tímunum á BUGL. Við viljum þakka öllu starfsfólki þar þá vinnu og hjálpsemi sem þau sýndu henni. Ingibjörg skilur eftir sig risa- stórt skarð í systkinahópi okkar sem mun marka okkur um ókomna tíð. Við munum halda minningu hennar lifandi og heiðra hana í okkar lifandi lífi. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Saknaðarkveðjur. Meira: mbl.is/minningar Birgitta, Rúna, Ásdís og Úlfheiður. Elsku litla stelpuskottið mitt!! Ein röng ákvörðun og þú ert farin, svo snögglega, svo endan- lega og það er svo óendanlega sárt. Sumt bara einfaldlega skil- ur maður ekki og sér ekki til- ganginn með. Það er sárara en tárum taki að þurfa að kveðja þig. Aldrei hefði ég trúað því, þegar ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi fyrir rúmum 17 árum að fá að verða vitni að því kraftaverki að þú fæddist, að ég ætti eftir að þurfa að fylgja þér til grafar og það svona fljótt. Það er stórt skarð höggvið í fjölskylduna okkar og foreldrar þínir upplifa mesta áfall sem nokkur manneskja getur þurft að ganga í gegnum, að jarða barnið sitt. Hvernig geta svona hlutir gerst og hver er tilgang- urinn? Þegar stórt er spurt verð- ur fátt um svör. Ég trúi því að þú hafir verið kölluð í æðra hlutverk annars staðar og að þú hafir lokið þínu hlutverki hér í þessu jarðlífi. Þú varst alltaf svo einlæg, opin og hreinskilin að stundum þótti manni alveg nóg um. Þú talaðir um alla hluti, allt var svo sjálf- sagt og ekkert var falið. Þú hafð- ir að geyma svo einlæga og fal- lega sál. Þú varst óslípaði demanturinn okkar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinn- ar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúm- að. (Úr Spámanninum e. Kahlil Gibran.) Það er mín einlæg von að þessi örlagaríka ranga ákvörðun þín verði til þess að aðrir taki rétta ákvörðun og segi „nei takk“ . Það er stutt vegferð á milli lífs og dauða og á milli hláturs og gráts og þessi eina ranga ákvörðun getur orðið sú síðasta sem tekin verður í þessu jarðlífi. Elsku Ingibjörg mín, með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig að sinni og þakka þér fyrir samfylgdina. Ég veit að það var vel tekið á móti þér í Draumalandinu og þar munum við sjást síðar. Megi Guð og góðar vættir styrkja og blessa foreldra þína og systkini í þeirra miklu sorg. Far þú í friði, frænka mín kær. Ingibjörg M. Ásgeirsdóttir ✝ Sigurður HólmJóelsson fæddist á Stóru- Ökrum Blönduhlíð í Skagafirði 21. maí 1923. Hann lést á dvalarheimili Heil- brigðisstofnunar Sauðárkróks 4. júní 2015. Foreldrar Sig- urðar voru Jóel Guðmundur Jóns- son, f. 29.8. 1892, d. 28.10. 1985, bóndi á Stóru-Ökrum og Ingi- björg Sigurðardóttir, húsmóðir, f. 21.7. 1891, d. 9.6. 1976. Hinn 21. maí 1949 kvæntist Sigurður Önnu Jónsdóttur, f. 25.6. 1925, d. 1.3. 1999, hús- móður og kennara. Hún var dóttir Jóns Ferdinandssonar húsasmiðs, f. 9.8. 1892, d. 9.12. 1952, sem bjó á Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði S-Þingeyj- barnabörn. 3) Sólveig, f. 3.10. 1953. Maki Björn Björnsson, f. 27.2. 1951. Eiga þau fjögur börn og 11 barnabörn. 4) Jón, f. 26.4. 1957. Maki Hulda Ásgríms- dóttir, f. 3.11. 1958. Eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. 5) Helga, f. 23.6. 1959. Maki Óli Rúnar Ástþórsson, f. 13.1. 1957. Á hún tvö börn og fjögur barna- börn. 6) Ragna, f. 14.11. 1960. Maki Jón Einarsson, f. 19.7. 1961. Á hún fjögur börn og þrjú barnabörn. 7) Katrín, f. 21.8. 1963. Maki Eiríkur Tómasson. Á hún eitt barn og þrjú barnabörn. Árið 1945 útskrifaðist Sig- urður sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Sigurður starfaði lengst af við landbúnað og sinnti sínum eigin búskap frá árinu 1949. Hann var mikill áhuga- maður um jarðrækt og gerði miklar jarðabætur á jörð sinni. Sigurður vann einnig mikið við múrverk á yngri árum. Hann var um tíma virkur félagi í Karlakórnum Feyki. Útför hans verður gerð frá Miklabæjarkirkju í dag, 12. júní 2015, kl. 14. arsýslu, og Hólm- fríðar Jónsdóttur húsmóður, f. 9.11. 1882, d. 13.1. 1973. Þau kynntust í Reykjavík árið 1946, og árið 1948 fluttust þau í Birn- ingsstaði í Ljósa- vatnsskarði og bjuggu þar í eitt ár. Fluttu síðan í Vík- urkot 1950 og leigðu þá jörð fyrst en keyptu síðan árið 1954. Árið 1956 fluttu þau síðan í Stóru-Akra og bjuggu þar alla tíð síðan. Börn Sigurðar og Önnu eru: 1) Hólm- fríður Birna, f. 13.2. 1950. Maki Kristján Steingrímsson, f.17.3. 1946. Á hún eitt barn, tvö stjúp- börn og átta barnabörn. 2) Ingi- björg, f. 19.2. 1951. Maki Rögn- valdur Árnason, f. 2.11. 1950. Eiga þau þrjú börn og fimm Elsku pabbi, við kveðjum þig með þessum fallegu ljóðlínum. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Börnin þín. Hólmfríður Birna, Ingi- björg, Sólveig, Jón, Helga, Ragna og Katrín. Elsku afi. Nú ertu kominn til ömmu sem að við söknum svo mikið. Ég var svo ótrúlega heppin að fá að alast upp með ykkur. Það var alltaf opið hús og oft vildi ég fara í fjósið með pabba bara til þess að geta skroppið upp á Hól til ömmu og afa. Þú svafst oft ansi mikið og hroturnar í þér heyrðust langt út á hlað og það var ekki auðvelt að vekja þig ef þess þurfti. Það var alltaf eitthvert góðgæti að fá hjá ykkur, yfirleitt molar og ís. Amma var yfirleitt með eitthvað nýbakað og sérstaklega í kring- um sauðburðinn, þá var nóg til og svarta dollan með rauða lok- inu uppi á ísskápnum var full af nammi. Þú varst ótrúlegur í kringum kindurnar. Þó að sjónin væri ekki mikil þekktir þú allar kind- urnar og lömbin. Þetta var nú ekki mikið mál þegar við vorum komin í hlauparana, gúmmí- skóna, og með staf í hönd að setja kindurnar með lömbin inn á kvöldin og hverja í sitt spil. Þær voru ófáar stundirnar okkar þar sem við sátum og ræddum búskapinn fram og til baka og lífið í sveitinni. Ég skildi samt lítið í ættfræð- inni sem þú hafðir svo gaman af. Þú fylgdist alltaf vel með okkur öllum og vissir ef að einhver var að fara í próf, eða þess háttar. Núna síðustu árin þegar sjónin var alveg farin lýstir þú samt fjöllunum og dölunum í kringum bæinn okkar rétt eins og þú hefðir séð það allt saman í gær. Elsku afi góðar minningar um ykkur ömmu fylgja okkur áfram. Hvíldu í friði. Anna Hlín Jónsdóttir. Nú sit ég hér og fer yfir allar þær minningar sem ég hef átt með þér. Ég var ein af þeim heppnu sem fengu að vera hjá ykkur ömmu á Hólnum stóran part á hverju sumri og margar helgar. Ég vildi hvergi annars staðar vera enda var maður um- vafinn ást og kærleik allan sól- arhringinn og alltaf söngstu fyr- ir mig ef ég átti í erfiðleikum með að sofna og var okkar uppáhaldslag „Brúðan mín á belti“. Það var alltaf jafn nota- legt að koma á Hólinn, sitja úti á palli, spjalla um heima og geima og hlusta á fuglana syngja. Ég minnist þess enn þegar ég fór eina ferðina af mörgum með þér niður að fjósi og við vorum að fara að reka hross þar sem þau höfðu sloppið og þú í æs- ingnum kallaðir á mig: „Kolla, farðu fyrir hrossin, svona nú farðu fyrir þau, stelpa,“ og ég brást hin versta við og sagði að þau gætu bara farið sjálf og strunsaði svo upp á Hól til ömmu. Já, ég skildi ekki allt þetta sveitamál en alltaf hafðir þú samt ótrúlega þolinmæði og allan tíma í heiminum fyrir mig. Ég minnist þess líka að ófá kvöldin hringdi ég í þig þegar mamma var í kvöldskólanum og söngstu mig í svefn í gegnum símann. Eftir að ég fékk bílprófið fór- um við annað slagið á rúntinn og skoðuðum í kringum okkur og hittum gamla vini þína sem þú áttir um allt land og dáist ég að þér að hafa þorað með mér í þessar ferðir. Ég man svo vel eitt af síðustu skiptunum sem þú komst til mín til Reykjavíkur, ég skutlaðist á mettíma norður á gulu hættunni og náði í þig og við hlógum alla Sigurður Hólm Jóelsson HINSTA KVEÐJA Við álfarnir viljum senda þér kveðju með ljóði sem Hekla samdi um þig Afi þú hefur kennt mér margt, hvað er hvítt og hvað er svart. Þú varst langafi minn eini og varst sá besti í heimi. Fjölskylda er svo góð þess vegna samdi ég um hana ljóð. Hvíl í friði. Anna Sigríður, Hekla og Katla. Þakklæti er það fyrsta sem kemur upp í hugann, þegar ég hugsa um hann Sigga Jóels, afa minn, hann kenndi mér margt og sýndi mér ómælda hlýju og um- hyggju. Elsku afi minn, takk fyr- ir allt og allt. Hvíl þú í friði. Bráðum kem á betri mið birtan er að dofna. Ljúfi drottinn ljá mér frið leyf þú mér að sofna. Seinna kemur sól og vor Þá svíf eg létt um geiminn. Eftir endað ævispor ég ætla að kanna heiminn. (Sigurlaug Jóhannsdóttir.) Kveðja Birna Sólveig. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.