Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015
helgina, að sögn Kára. Viðhafnar-
útgáfan mun innihalda ljós-
myndabók, aukalög og aukaútgáfur
af lögum sem ekki hafa heyrst áður,
sögu Ágætis byrjunar í máli og
myndum o.fl., að sögn Kára.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarss
1999 Syfjuð Sigur Rós á milli trommara árið 1999. Kjartan fremstur, Jónsi
sitjandi og Georg standandi. Orri tók við sem trommari sumarið 1999.
Kjartan Már Ómarsson
kmo@mbl.is
„Þetta er sem sagt um flugslys sem
verður í stríðinu árið 1941, í Kol-
grafafirði. Það farast þarna sex
breskir flugmenn. Eyrarsveit er
mjög einangruð sveit á þessum
tíma. Mannlífið fremur rólegt og
stríðið hafði í rauninni ekkert kom-
ið inn á gafl hjá þessu fólki, en þá
verður þetta flugslys,“ segir
Hjálmtýr Heiðdal um umfjöllunar-
efni heimildarmyndar sinnar,
Svartihnjúkur – Stríðssaga úr Eyr-
arsveit, sem sýnd verður í kvöld í
Bíó Paradís.
„Bretarnir koma á staðinn og allt
í einu fyllist sveitin af hermönnum.
Þeir vissu að vélin hefði farist
þarna í fjöllunum en vissu ekki
hvar. Nema það að Bretarnir voru
það illa búnir að það endar með því
að íslenskir bændur eru skipaðir í
leitarflokka og þeir finna vélina við
Svartahnjúk, sem er innst í Kol-
grafafirði. Það var hrikaleg að-
koma. Það fundust bara fjögur lík
af þeim sex sem áttu að vera þarna
og út af þessu öllu hafa lifað sögur.
Það er í raun þannig að við tökum
þennan atburð og skoðum hann
eins mikið og hægt er. Við finnum
út hverjir mennirnir voru sem fór-
ust, við tölum við ættingja þeirra,
við tölum við flugmenn sem voru
hér í stríðinu, sem segja okkur
hvað þeir voru að gera og hvernig
aðbúnaður þeirra var.“
Þrjár ferðir til Englands
„Við fórum þrjár ferðir til Eng-
lands til að ná í þetta fólk. Síðan
erum við búnir að taka viðtal við
fullt af fólki úr Eyrarsveit sem
man þennan atburð, eins og hann
hefði gerst í gær. Hún hefur lifað
mjög sterkt, þessi saga. Þetta var
nefnilega stór atburður þá. Stríðið
skall svolítið allt í einu inn í veru-
leika þess, en fólk hafði í raun ekki
orðið mikið vart við stríðið fram að
þessu. Þarna voru engir vegir. Það
var aðeins einn sími í allri sveitinni
og fólk var bara að stunda sinn
venjulega búskap. Það er rifið upp
úr sínum störfum, fer á fjöll og
finnur þessi lík. En það finnast
aldrei tveir, og þá spinnast sögur
um hvað varð um þessa tvo. Það
fundust hins vegar tvær fallhlífar,
útspenntar, skammt frá slys-
staðnum. Menn fóru strax að fabúl-
era um það hvort einhverjir hefðu
komist af úr slysinu. Svo gengur ís-
lenska þjóðtrúin lengra og það eru
alltaf að sjást tveir menn á gangi
þarna, draugar. Þessar sögur eru
allar í myndinni. Það er fólk sem
segir þessar sögur og það segir það
blákalt: Við sáum þessa menn og
þeir gengu fram fyrir bílinn hjá
okkur. Svo fer það að leita að spor-
um í snjónum en ekkert finnst. Við
erum með þrjú vitni að þessum at-
burði. Það er fjöldi manns sem hef-
ur orðið var við þessa tvo menn, á
þessum stað þar sem líkin voru
lögð til, innst í firðinum. Þetta er
íslensk þjóðtrú, eða draugatrú get-
um við sagt, og hún lifir þarna enn,
ansi sterkt.“
Rúm þrjú ár í vinnslu
- Hvernig kom þessi saga til þín?
„Sá sem gerði handritið með
mér, Karl Smári Sveinsson, er leið-
sögumaður og er mikið á ferðinni.
Hann heyrði þessar sögur og fór að
rannsaka þetta. Við höfðum gert
eina mynd saman áður og ákváðum
að gera þessa heimildarmynd úr
þessu.“
Er myndin búin að vera lengi í
vinnslu?
„Þrjú ár, rúm.“
Þið leituðuð ykkur styrkja í
gegnum Karolina Fund, er það
ekki?
„Jú, það var til svolítið mikið af
góðu stríðsmyndaefni sem var tek-
ið hér á landi og það var dálítið
dýrt að nálgast það og ég kaus líka
að auka gæðin með því að uppfæra
efnið. Taka gömlu myndirnar og
keyra þær í gegnum tæknibúnað
sem kemur þeim yfir í háskerpu.
Það var allt saman lagað, en það er
langt ferli og dýrt. Það lukkaðist
hins vegar mjög vel. Söfnunin gekk
ágætlega og við náðum þessari
hálfu milljón sem við stefndum að.“
- Hafði þetta mál verið rann-
sakað áður?
„Það hafa nú bara lifað þessar
sögur. Það eru til dagbækur þarna
líka, eins og kemur fram í mynd-
inni. Einn bóndinn sem var í leitar-
hópnum hélt til dæmis dagbók.
Annar sem var í leitarhópnum
hafði sent bróður sínum bréf þar
sem hann sagði frá þessu, þannig
að það voru til heimildir af fyrstu
hendi.“
- Heldurðu að þessir tveir muni
einhvern tíma finnast?
„Það er í sjálfu sér engin von.
Það er búið að hrynja grjót þarna
niður í sjötíu ár. Við fórum í neðri
hluta gilsins, eins og er sýnt í
myndinni, þar sem við erum að
leita. En það er faktískt alveg bor-
in von að nokkuð finnist.“
- Hvernig hafa sýningar gengið
hingað til?
„Við frumsýndum hana á Skjald-
borgarhátíðinni á Patreksfirði og
svo erum við búin að vera með
tvær sýningar á Grundafirði, svo er
það þessi frumsýning í Reykjavík í
Bíó Paradís. Það er bara búið að
semja um þessa einu sýningu enn
sem komið er. Ef það verða fleiri
sýningar verður það bara auglýst
þegar þar að kemur. En við erum
enn að ræða þau mál. Hún fer svo í
sjónvarpið. En myndin er það ný
að maður er ennþá bara í starthol-
unum með þetta flestallt,“ segir
Hjálmtýr.
Stríðssaga úr Eyrarsveit
Íslensk heimildarmynd um flugslys
breskra hermanna í Kolgrafafirði
Talið er að tveir gangi aftur
Morgunblaðið/RAX
Stóratburður „Hún hefur lifað mjög sterkt þessi saga. Þetta var nefnilega stóratburður þá,“ segir Hjálmtýr um
umfjöllunarefni heimildarmyndar sinnar, Svartihnjúkur – Stríðssaga úr Eyrarsveit.
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM STEVEN SPIELBERG KEMUR
EIN FLOTTASTA MYND SUMARSINS
POWERSÝNING
KL. 10:35
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus
Ódýrt í bíó
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS
SÝND KL. 5
SÝND KL. 5
Miðasala og nánari upplýsingar