Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 VIÐTAL Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is „Það þarf að gefa íslensku bönkunum eins mikið frelsi og mögulegt er en á meðan Ísland er með krónu sem gjaldmiðil á ekki að heimila að ein- staklingar og minni fyrirtæki fái lán í erlendri mynt ef innkoma þeirra er í krónum,“ segir Rafael Martínez Fer- reira, prófessor í fjármálum við IE- viðskiptaskólann í Madrid en hann var staddur hér á landi til að halda erindi á fundi hjá spænsk-íslenska verslunarráðinu í gær. Hann segir að stór fyrirtæki sem eru með tekjur í erlendri mynt geti tekið slík lán en þar sem sveiflur í gengi geti verið of miklar sé ekki skynsamlegt fyrir rekstrareiningar eins og heimili og smærri fyrirtæki sem eigi viðskipti á íslenskum markaði með íslenskum krónum að taka lán í erlendri mynt. Jafnvel þó að það væri freistandi þar sem vextir á lánum eru mun lægri er- lendis en hér á landi. Á Spáni eru annars vegar hefð- bundnir bankar og svo sparisjóðir og segir Rafael að bankakerfið hafi virk- að mjög vel. „Það hefur enginn banki orðið gjaldþrota á Spáni sem er ann- að en það sem gerðist með marga banka í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.“ Hann segir að helsta ástæða þess að bankar á Spáni lifðu af fjármálahrunið sé að þeir hafi verið mjög vel reknir í gegnum tíð- ina. „Vandamálin verða til þegar verðmæti eigna verður lægra en verðmæti skulda. Lánastarfsemi þarf að stjórna mjög vel til að ekki fari illa. Markmiðið á að vera að fá lánið endurgreitt með ávöxtun. En fólk þarf að geta borgað lánin til baka því það er ekki hægt að sækja pen- inga til fólks sem á þá ekki til.“ Hann nefnir að verðtryggð lán og lán í er- lendri mynt geti breyst fyr- irvaralaust og fólk geti þá jafnvel ekki greitt þau til baka þar sem þau hafi hækkað of mikið. „Að endingu þarf að afskrifa hluta eða jafnvel allt lánið sem er mjög sársaukafullt.“ Viðskiptaafgangur í fyrsta sinn Rafael segir að efnahagslífið á Spáni hafi breyst heilmikið til batn- aðar að undanförnu. Hann nefnir sem dæmi að viðskiptajöfnuður hafi verið í fyrsta skipti jákvæður í marga áratugi. „Á minni ævi hef ég aldrei áður séð jákvæðan við- skiptajöfnuð og er þetta því í fyrsta skipti sem er viðskiptaafgangur með meiri útflutningi en innflutningi.“ Hann segir að síðustu 6 árin hafi efnahagslífið farið batnandi þó að enn sé mikið atvinnuleysi. „Atvinnu- leysi er ennþá vandamál á Spáni og líklega eitt af stærri vandamálunum í efnahagslífinu.“ Atvinnuleysið mældist fyrir nokkrum árum 26%, núna mælist það 22% og áætlanir gera ráð fyrir að atvinnuleysið kom- ist undir 20% í lok árs 2016. Rafael segist mundi vilja sjá atvinnuleysið vel undir 10% og þó að það hafi tekist að minnka það töluvert þá sé það ekki nægilega mikil lækkun. Hann segir að yfirvöld hafi komið með nýja vinnulöggjöf fyrir um 2 árum sem átti að liðka til á vinnumarkaði en tel- ur að það nægi ekki. „Það þarf að ganga miklu lengra í því að gera kerfið einfaldara milli atvinnurek- enda og launþega.“ Evran á að tryggja stöðugleika Hvað evruna varðar telur Rafael að það sé nauðsynlegt að bæði Spánn og Grikkland haldi sig við þann gjaldmiðil. „Það leysir engan vanda að yfirgefa evruna. Það vilja allir búa við stöðugleika í efnahagslífinu og hún á að tryggja það. Ef við tækjum upp annan gjaldmiðil værum við ekki að skapa slíkt umhverfi.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Rafael Hann segir að efnahagslífið á Spáni hafi tekið jákvæðum breytingum að undanförnu. Atvinnuleysið sé með- al annars að minnka og í fyrsta skipti í mjög langan tíma hafi útflutningur landsins verið meiri en innflutningur. Bankar láni í sömu mynt og innkoma  Enginn banki á Spáni gjaldþrota  Atvinnuleysi minnkar Spánn – Ísland » Íbúafjöldi á Spáni er 47 milljónir. » Landsframleiðsla á hvern íbúa Spánar er 29.000 dollarar eða 3,9 milljónir króna. » Íbúafjöldi á Íslandi er 325 þúsund. » Landsframleiðsla á hvern íbúa Íslands er 47.000 dollarar eða 6,2 milljónir króna. „Ég hef væntingar um að Apple muni gera ApplePay-greiðsluleið sína aðgengilega hér á landi áður en langt um líður.“ Þetta segir Við- ar Þorkelsson, forstjóri Valitor, en fyrirtæki hans var ásamt fimm öðr- um valið úr hópi 150 færsluhirða sem starfa á Evrópumarkaði til að þjónusta ApplePay sem nú hefur hafið innreið sína á Bretlandsmark- að. Þjónustan verður veitt af Val- itor í nánu samstarfi við bandaríska fyrirtækið Stripe en það starfar meðal annars með Twitter og Face- book auk Apple. Þannig munu breskar verslanir og þjónustuaðilar geta frá og með 1. júlí næstkomandi geta boðið viðskiptavinum sínum upp á greiðsluleið í gegn ApplePay. Samhliða þessu nýja samstarfi hefur Viðar átt samtöl við tengiliði samstarfsins hjá Apple og hvatt þá til að kanna möguleikann á því að opna fyrir þjónustu sína á Íslandi, ekki síst vegna þess hversu hátt hlutfall Íslendinga notast við greiðslukort og hversu mikil far- símanotkun er í landinu. Tekjur Valitor erlendis hafa tvö- faldast á einu ári og nema þær nú um 40% af heildartekjum þess. Við- ar segir að hann búist við áþekkri aukningu á næstu misserum. „Tekjuaukningin erlendis hefur verið mikil enda eru sóknarfærin hér heima ekki mjög mörg. Við ger- um ráð fyrir því að innan fárra ára verði erlendar tekjur Valitor um 70-80% af heildartekjum fyrirtæk- isins.“ Vonar að ApplePay komi senn til Íslands Morgunblaðið/Ómar Kort Viðar Þorkelsson er ánægður með nýjan samning við Apple. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON ÍSLENSKAR BÆKUR VIKAN 03.06.15 - 09.06.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Risaeðlur í Reykjavík Ævar Þór Benediktsson Breyttur heimur Jón Ormur Halldórsson Skutlubók Villa Vilhelm Anton Jónsson Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna Silja Aðalsteinsdóttir valdi Hilma Óskar Guðmundsson Hamingjuvegur Liza Marklund Blóð í snjónum Jo Nesbø Tapað fundið Árelía Eydís Guðmundsdóttir Auga fyrir auga Roslund & Hellström Skuggadrengur Carl-Johan Vallgren

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.