Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er óþarfi að láta hugfallast þótt aðrir hafi ekki alltaf þann tíma fyrir þig sem þú vilt. Þú ert áreiðanleg/ur og góð mann- eskja. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að koma skikki á hlutina og skila því starfi sem þér er ætlað. Varastu að láta hugmyndaflugið hlaupa með þig í gönur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Auðveldasta leiðin til að komast klakklaust í gegnum daginn er að gera ekki svona miklar kröfur til annarra. Sumt verður maður bara að gera sjálfur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú munu hlutirnir gerast hratt í lífi þínu. Þú áttar þig á því hversu mikil áhrif þú hefur á aðra og því sýnir þú kurteisi og persónutöfra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sýndu öðrum tillitssemi og umburðar- lyndi og þú munt fá þá framkomu endur- goldna þúsundfalt. En gakktu hægt um gleð- innar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur sem krefst þín. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt þú berir ábyrgð þýðir það ekki að þú þurfir að gera allt sjálf/ur og megir ekki þiggja aðstoð. Framkoma þín fer ekki framhjá augum yfirmanns þíns. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ekki er ólíklegt að fyrrverandi elskhugar og/eða ástkonur verði á vegi þínum á næst- unni. Nú er kominn tími til að bera sig eftir því sem þú óskar þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að halda ró þinni hvað sem tautar og raular. Einbeittu þér að styrk- leikum þínum, þú býrð yfir mörgum. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að vinna í því að ná tök- um á tilfinningum þínum. Taktu þér frí frá amstri dagsins og láttu aðra um þau verk sem þú þarft ekki að sinna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt aðrir sjái þig ekki í réttu ljósi núna mun verða breyting á því þegar árangur verka þinna kemur í ljós. Vertu einlæg/ur í hugsun. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það sem þig langar til þess að gera virðist glórulaust. Ekki láta smáatriðin gleypa þig, taktu þér stund til þess að skoða málið í heild, í ró og næði. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þetta er góður dagur til að velta fyrir sér hvernig eigi að bæta samskiptin við aðra. Vertu opin/n fyrir nýju fólki því að ókunnugir eru í raun vinir sem þú hefur ekki enn kynnst. Sigurlín Hermannsdóttir skrifaðií Leirinn á mánudaginn: „Nú þegar fyrsta haustlægðin herjar á okkur leiði ég hugann enn og aftur að alvöru sumarnóttum (eins og við fengum á laugardag) og nauðsyn þess að vaka að minnsta kosti eina fram yfir sólarupprás. Húmblá nótt er gegnsæ eins og gler af gætni sinnir börnum fiðruð móðir dottar lítið lamb sem markað er það leggur næsta dag á fjallaslóðir jafnvel vindblær virðist hægja á sér þó vaka sumir, stundar njóta hljóðir því innan skamms mun dagsbrún knýja á dyr draumræn andrá, veröld stendur kyrr. Tveim dögum síðar skrifaði Ólaf- ur Stefánsson í leirinn: „Nú eru allir að tala um bankamál, útgönguskatt, stöðugleikaskatt og nauðasamninga et cetera og álitið sjálfsagt að allir séu með á nótunum, bæði Jón og dr. Jón. Arionbanki er mikið nefndur en það er nýjasta nafnið á gamla Bún- aðarbankanum, og tekið úr grískri goðafræði, ef rétt er munað. Áður hét hann Kaupþing-banki, og enn áður Búnaðarbanki Íslands. Það þótti mér mest traustvekjandi og sérstaklega myndin af sáðmann- inum sem stóð styrkum fótum í ís- lenskri jörð og lét jörðina gefa arð- inn með hjálp guðs og góðra vætta. Ég sé eftir Búnaðarbankanum og blessa hann sífellt í þankanum. Hann gafst vel í sveitum var góður í leitum, en fremstur í Yenum og Frankanum.“ Hallmundur Kristinsson hefur gaman af því að leika sér að orðum og er þá ekki allt sem sýnist: Lifði á drafla, mysu og mjólk og munaðarfullum syndum. Það sem brallaði þetta fólk: Það var með ól í kindum! Hjálmar Freysteinsson veit hvað klukkan slær: Engin gerir axarsköftin okkar frækna stjórnarlið. Nú er verið að herða höftin og hefja þannig afnámið. Tíðin hefur verið rysjótt. Fía á Sandi getur ekki orða bundist: Fátt er hér sem fréttmætt er fíflast úti rokið. Lítið sólbað, lokið er því lognið, það er fokið. Eftir korter, upp hann rauk aldrei nokkur friður. Sólstóllinn til Fjandans fauk næst festi ég greyið niður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af alvöru sumarnóttum og Arionbanka Í klípu ,,AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ RÁÐA ÞIG AFTUR? SEINAST ÞEGAR Á REYNDI, ÞÁ HOPPAÐIRU AF SKIPINU.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger ,,ÞETTA ER SÍÐASTA TÆKIFÆRIÐ ÞITT. EF ÞÚ SKALLAR ÞENNAN, ÞÁ ERTU REKINN.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að komast að því að hann er líka góður dansari!! EF ÞÚ BORÐAÐIR MINNA, ÞÁ VÆRIRÐU LÉTTARI. ÁHUGAVERÐ KENNING... BARA EF ÞAÐ VÆRI LEIÐ TIL AÐ REYNA Á ÞAÐ. HVERSU LENGI ÆTLARÐU AÐ LÁTA ÞETTA RUSL FYLLA HÚSIÐ AF FÝLU?! HMMM... ÞETTA HLJÓMAR EINS OG BRELLUSPURNING... Þó að rignt hafi eldi og brennisteiniþessa vikuna og blásið úr öllum áttum hefur Víkverji ekki tekið eftir því heldur horft bjartsýnn fram á veginn. Aðgerð ríkisstjórnarinnar um losun hafta, sem greint var frá í vikubyrjun, og það sem henni hefur fylgt hefur haft þessi áhrif. x x x Það blés ekki byrlega fyrirskömmu, útlit fyrir að flug stöðvaðist, veitingahúsum og hót- elum yrði lokað og ástandið yrði í raun eins og á steinöld. En skyndi- lega birti til og svo mikil var birtan að enginn tók eftir því að Seðlabank- inn hækkaði vexti um miðja viku. x x x Það er sumar í lofti og gaman aðvera til. Nokkrar gráður til eða frá núllinu draga ekki úr gleðinni frekar en nokkrir dropar úr lofti eða blástur frá vinstri eða hægri, að framan eða aftan, ofan eða neðan. Hvað sem á dynur gengur Víkverji sinn breiða veg og árangur lands- manna lætur ekki á sér standa. x x x Sumir halda að lífið snúist um mið-bæjarhringinn í 101 og enginn sé maður með mönnum nema hann setjist þar niður og fái sér kaffi. Það er fjarri sanni og eins og Guð- mundur Hallvarðsson benti á í spjalli við Moggann í vikunni er besta kaffið að fá í Skoruvík á Langanesi. Te- drykkjumenn þurfa samt ekki að fara yfir lækinn til þess að ná í vatn- ið. x x x Handboltalandslið karla sinntiskylduverki sínu í Ísrael í fyrra- kvöld og er nú aðeins einu stigi frá úrslitakeppni Evrópumótsins í Pól- landi í janúar á næsta ári. Stigi sem það ætlar að sækja á móti Svart- fjallalandi í Laugardalshöll á sunnu- dagskvöld fyrir fullu húsi. x x x Karlalandsliðið í fótbolta hefuraldrei staðið betur og tekur í kvöld á móti Tékklandi í riðlakeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli. Þar verður fjörið og Víkverji leyfir sér að vera bjartsýnn. víkverji@mbl.is Víkverji Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. (Mt. 10:32.) VARAHLUTIR Í RACER OGMTB TAX FREE DAGAR! HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS SKOÐAÐUÚRVALIÐOGVERÐINÁGAP.ISEÐAKÍKTU ÍHEIMSÓKN ÍFAXAFEN7! LÉTTARIGREIÐSLUR VAXTALAUST Í ALLT AÐ 6MÁNUÐI Þegar þú verslar fyrir 75.000 eðameira getur þú dreift greiðslunni vaxtalaust í allt að 6mánuði FLEIRI HJÓL - HÆRRI AFSLÁTTUR Ef fleiri en einn í fjölskyldunni kaupa sér hjól þá eykst afslátturinn. FJÖLSKYLDUDÍLLINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.