Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015
er leiðandi framleiðandi
LED lýsingar og stýringa
og býður heildarlausnir
fyrir hótel og
ráðstefnusali
Leitaðu upplýsinga hjá löggiltum rafverktökum,
lýsingarhönnuðum og arkitektum
Fáðu fagmann í verkið til að tryggja rétta
meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er þitt öryggi.
www.reykjafell.is
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástr-
alíu, hvatti í gær Kyrrahafsþjóðirnar
í Asíu til að berjast gegn Ríki íslams
og sagði að samtökin vildu ná ítökum
á heimsvísu. Féllu ummælin á ráð-
stefnu í Sydney um aðgerðir gegn
hryðjuverkaáróðri.
Á ráðstefnunni, sem lýkur í dag,
eru ráðherrar 25 landa, þar á meðal
Malasíu, Singapúr, Japans, Laos, Ví-
etnams og Nýja-Sjálands. Þá eru þar
einnig fulltrúar frá Google, Facebo-
ok og öðrum samfélagsmiðlum.
Meira en hundrað ástralskir borg-
arar berjast fyrir íslamista í Mið-
Austurlöndum samkvæmt upplýs-
ingum frá Ástralíu. Yfirvöld þar í
landi hækkuðu á síðasta ári viðbún-
aðarstig í þriðja stig af fjórum og
hafa ráðist í töluverðar aðgerðir
gegn hryðjuverkum síðan þá.
„Ríki íslams mun ráðast gegn sér-
hverri manneskju og sérhverri rík-
isstjórn, með einföld skilaboð:
„Gefðu þig okkur á vald eða deyðu.“
Þú getur ekki samið við slíkan
aðila heldur aðeins barist
gegn honum,“ sagði Abb-
ott í opnunarræðu sinni.
Koma ummælin í kjölfar
ákvörðunar Baracks
Obama Bandaríkja-
forseta um að
senda aukinn
herafla til
Íraks til að
þjálfa herlið
ríkisstjórnar-
innar.
Tony Abbott varar ná-
grannalönd við Ríki íslams
Segir skilaboðin vera: „Gefðu þig okkur á vald eða deyðu“
Grikkir aftur í loftinu
Gríska ríkissjónvarpið hóf aftur út-
sendingar í gær eftir að þær höfðu
legið niðri síðastliðin tvö ár. Var út-
sendingum hætt í sparnaðarskyni en
þáverandi ríkisstjórn hafði meðal
annars kallað rekstur sjónvarpsins
„eyðsluparadís“. Eitt helsta kosn-
ingaloforð Syriza-flokksins sem
vann kosningarnar í janúar var að
opna fyrir útsendingar sjónvarpsins
á ný. Segir flokkurinn að öllum 2.600
fyrrverandi starfsmönnum hafi ver-
ið boðin vinna við stöðina.
AFP
Útsending Aftur eftir 2 ára hlé.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Yfirstandandi þurrkur í Norður-Kóreu gæti vald-
ið því að uppskera landsins skerðist um allt að
tuttugu prósent. Kemur þetta fram í tilkynningu
frá svokölluðu sameiningarráðuneyti Suður-Kór-
eu, sem fylgist grannt með málefnum hins ein-
angraða nágranna í norðri.
Áætlar ráðuneytið að fæðuframleiðsla í Norð-
ur-Kóreu, undir stjórn einræðisherrans Kim
Jong-Un, muni minnka um allt að tíu prósent í
ár, en sú tala mun hækka haldi þurrkarnir áfram,
að því er segir í tilkynningunni.
Fjölmargir bændur í landinu hafa horfið frá
hrísgrjónaræktun og gróðursetja þess í stað
hveiti, þar sem vatn er af sífellt skornari
skammti. Yfirvöld hafa nú einnig brugðið á það
ráð að skipa öðrum bændum að gera sömu ráð-
stafanir, en þau hafa lýst þurrkunum sem þeim
verstu hingað til og kvatt almenna borgara og
herlið til aðstoðar.
Vatnsbirgðirnar minnkað frá síðasta ári
Sameiningarráðuneytið segir að ef vatnsskort-
urinn vari fram í næsta mánuð sé líklegt að kart-
öflu- og hrísgrjónauppskera muni fara ört dvín-
andi, auk þess sem hveitivöxtur geti einnig orðið
fyrir áhrifum þurrksins.
Norður-Kórea þurfti einnig að kljást við mikla
þurrka á síðasta ári, en þá var vandinn leystur
með því að notast við vatn frá stíflum og uppi-
stöðulónum. Þurrkurinn í ár hefur þó ógnað þeim
birgðum og ekki er sama vatnsmagn til staðar og
fyrir þurrkinn í fyrra. Á þeim tíma hafði úrkoma
í landinu aðeins náð 61% af meðalúrkomu árin
1981 til 2010. Nú í maí var hlutfallið ennþá lægra
og hafði aðeins rignt 56,7% af úrkomu meðalárs.
Magn framleiddrar fæðu í landinu nálgast það
sama og var í hungursneyðinni á árunum 1994 til
1998 þegar rúm hálf milljón manna lét lífið, sam-
kvæmt upplýsingum frá bandarískum stjórnvöld-
um. Gögn Sameinuðu þjóðanna sýna að sjötíu
prósent íbúa landsins búa við óöryggi hvað varð-
ar fæðu.
Suður-Kórea samþykkti í apríl að senda fimm-
tán tonn af áburði auk landbúnaðartækja norður
yfir landamærin, í fyrsta skipti í fimm ár. Rík-
isstjórnin í Seúl hefur hins vegar neitað að út-
vega mataraðstoð nema stjórnvöld í Pjongjang
samþykki að ganga að samningaborðinu á ný.
Óttast hungursneyð í N-Kóreu
Fjölmargir bændur hafa horfið frá hrísgrjónaræktun 70% íbúa landsins búa
við fæðuóöryggi Suður-Kórea sendi 15 tonn af áburði auk landbúnaðartækja
AFP
Glaðbeittur Þessari mynd af Kim
Jong-Un var dreift í byrjun júní.
Indónesískur bóndi sinnir bústörfum á meðan eldfjallið
Sinabung spýr ösku yfir nærliggjandi svæði. Á þriðja
þúsund manns hefur verið gert að rýma heimili sín eft-
ir að stjórnvöld Indónesíu færðu varúðarstig vegna eld-
fjallsins í það hæsta mögulega. Eldfjallið, sem er á
norðurhluta eyjunnar Súmötru, hefur gosið oft og með
reglulegu millibili síðan í ágúst árið 2010. Hafði fjallið
þá legið í dvala í rúmar fjórar aldir.
AFP
Bóndinn lætur gosið ekki á sig fá
Þrjú þúsund manns verið gert að rýma heimili sín á Súmötru
Í september á síðasta ári höfðu
um þúsund manns farið frá
Kyrrahafssvæði Asíu og gengið
til liðs við Ríki íslams, sam-
kvæmt upplýsingum frá Banda-
ríkjaher. Meira en 500 hafa far-
ið frá Indónesíu, fjölmennasta
múslimalands heims, auk
tuga fólks frá Malasíu.
Hafa samtökin ákveðið
að stofna heila deild
utan um þennan fjöl-
menna hóp sökum
þessa.
Þúsund manns
NÝLIÐUN Í KYRRAHAFI
Tony Abbott