Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 ✝ Unnur Her-bertsdóttir fæddist á Myrká 10. febrúar 1930. Hún lést á Sjúkra- húsi Akureyrar 26. maí 2015. Foreldrar Unn- ar voru Herbert Ingimar Sigur- björnsson, f. 6.12 1906 í Saurbæjar- gerði í Hörgárdal, d. 19.11. 1985, og Lovísa Jó- hannsdóttir, f. 10.11. 1910 í Myrkárdal, d. 8.7. 1985. Hálf- bróðir Unnar sammæðra er Svavar Sigursteinsson bifreið- arstjóri, f. 10.6. 1937. Vegna veikinda föður Unnar fór hún fjögurra ára í fóstur til móð- ursystur sinnar Þóru Júníus- dóttur, f. 1902, d. 1981, og mannsins hennar Ármanns Hanssonar, f. 1888, d. 1986. Uppeldissystkini Unnar: 1) Ár- dís, f. 1919, d. 1994, 2) Álf- heiður, f. 1922, d. 2012, 3) Guðríður, f. 1924, d. 2013, 4) Rannveig, f. 1925, d. 2012, 5) Bryndís, f. 1927, d. 1940, 6) Þórólfur, f. 1928, 7) Sigrún, f. 1930, d. 2010, 8) Þórunn, f. 1937, 9) Bryndís Rósfríður, f. 1941. Unnur gekk í húsmæðra- skólann á Akureyri 1948-9 ásamt því að vinna ýmis önnur 1983. Sambýlismaður hennar er Hilmar Þór, f. 18.6. 1975. Börn þeirra eru fjögur. 3) Birgir bifreiðarstjóri, f. 2.6. 1958. 1950 fluttist Unnur ásamt eiginmanni sínum að Brúnastöðum á Þelamörk. Þetta var búlaus jörð en Unn- ur hafði í nægu að snúast enda með þrjá unga syni. Baldur vann alla tíð utan heimilisins, fyrst sem mjólkurbílstjóri, sá um póstflutninga fyrir sveit- irnar, flutningabílstjóri milli Akureyrar og Reykjavíkur á eigin bíl hjá Stefni svo að bú- skapurinn hvíldi mikið á herð- um Unnar. Unnur og Baldur bjuggu flest sín búskaparár á Ytri-Bægisá 2 í Hörgárdal, eða frá 1959 til 1988, er þau fluttu til Akureyrar, í Stapasíðu 10. Á þeim árum sem þau bjuggu á Ytri-Bægisá voru þau með blandaðan búskap, einnig var þar símstöð, olíu- og bens- ínsala. Herbert faðir Unnar átti sitt heimili hjá þeim hjón- um og sá að mestu um bensín- og símstöðina. Unnur var al- veg einstök húsmóðir, heimilið var stórt og mikill gestagang- ur þar sem margir komu vegna þeirrar þjónustu sem þar var. Unnur var alla tíð mjög gestrisin og hafði yndi af að sjá sem best um þá sem að garði komu. Einnig var hún sérstaklega barngóð og eru það ófá börnin sem hafa kallað hana ömmu í gegnum tíðina. Útför Unnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 12. júní 2015, og hefst athöfnin kl. 13.30. störf. Unnur gift- ist eiginmanni sín- um Baldri Þor- steinssyni mjólkurbílstjóra frá Efri- Vindheimum, f. 7.1. 1920, d. 3.4. 2011, hinn 25.12 1951. Foreldrar hans voru Þor- steinn Stein- þórsson, f. 19.6. 1884 á Hallfríðarstöðum í Hörgárdal, d. 4.7 1945, og Marzilína Sigfríður Hans- dóttir, f. 27.8. 1899 á Myrká í Hörgárdal, d. 3.8. 1987. Börn Unnar og Baldurs eru 1) Þor- steinn bifreiðarstjóri, f. 18.11. 1949, kvæntur Cenizu Írisi, f. 8.12. 1951. Börn Cenizu og fósturbörn Þorsteins eru a) Maria Ivy, f. 11.8. 1972. Eig- inmaður hennar er Erwin Pol- ines, f. 1974. Börn þeirra eru tvö. b) Ian Glen, f. 2.12. 1973. Eiginkona hans er Mary Jane, f. 1974. Börn þeirra eru fjög- ur. c) Ivan Ívar, f. 6.10. 1982. Sambýliskona hans er Gena Mae, f. 1980. Þau eiga eitt barn. d) Izaar Arnar, f. 10.10. 1985. 2) Ingimar Þór bifreið- arstjóri, f. 20.6. 1955, var í sambúð með Birnu Jóhann- esdóttur, f. 30.7. 1952. Þeirra barn er Unnur Erna, f. 7.2. Í dag kveð ég elsku hjartans ömmu mína og nöfnu. Það var mikil gleði þegar ég fæddist, fyrsta ömmubarnið, og varð ég strax í miklu uppáhaldi hjá ömmu minni og var alltaf kölluð „litla mín“. Mín fyrsta minning er þegar ég var svona 2-3 ára og amma gekk með mig um gólf til að svæfa mig. Amma var alveg ein- stök kona, hjartahlý, góð og kenndi mér aragrúa af bænum og söngvum. Ég var mikið hjá ömmu og afa og var heimili þeirra mitt annað heimili. Við bjuggum í sveit þegar ég var lítil og var ég mjög iðin við það að hringja til ömmu og biðja afa um að koma að sækja mig. Amma og afi fluttu inn á Akureyri 1988 og var ég hjá þeim nánast hverja helgi. Um helgar fórum við oft í bíltúra og stutt ferðalög, kíktum á handverksýningar, fórum í leikhús, í gönguferðir, fórum á kaffihlaðborð, á snyrtistofu og margt fleira skemmtilegt. Ég fékk iðulega að sofa út um helg- ar, man ég vel að ég fékk alltaf morgunmatinn í rúmið og sofnaði oft aftur fram að hádegi. Amma var mikil húsmóðir, ávallt vel til höfð og tignarleg. Hún hugsaði vel um sig og sína að allir væru vel til hafðir, í nýstraujuðum skyrtum og púss- uðum skóm. Hún hafði yndi af því að fá gesti og var mikill gestagangur á heimilinu, þá var öllu tjaldað til, lágmark tíu sortir af kökum og brauði og heitt súkkulaði á borðum. Árið 2001 eignaðist ég Kolbrúnu Birnu og var hún fyrsta langömmubarnið. Hjartað í ömmu stækkaði marg- falt og passaði amma Kolbrúnu mjög mikið og naut þess í botn. Kolbrún var alltaf kölluð „stóra mín“ af ömmu og afa. Í seinni tíð eftir að ég flutti suður heyrðumst við amma 1-2 sinnum í viku og voru símtölin skemmtileg, talað var um allt milli himins og jarðar. Ég var dugleg að skreppa norður og fékk amma mikið af mínum tíma enda sú allra besta sem fyrir- fannst og hafði virkilega nota- lega og afslappaða nærveru. Þegar við heyrðumst lygndi ég oft aftur augunum, naut þess að hlusta á hana segja frá og hlæja því ég vissi að einn daginn yrðu þessi samtöl ekki fleiri. Hector Leví fæddist og Aþena Lind, mátti sjá það í augunum hennar hve mikið hún naut þess að fá all- an hópinn sinn í heimsókn, gefa okkur gott að borða, baka stafla af pönnukökum og senda okkur með nokkrar sortir heim aftur. Ég og fjölskylda mín vorum nýlega flutt norður aftur, í lok mars. Ég og sambýlismaðurinn minn festum kaup á Gistiheim- ilinu Lónsá í Hörgársveit og var amma rosalega ánægð með að vera búin að fá okkur aftur norð- ur. Amma snöggveiktist um miðjan apríl og átti ekki aftur- kvæmt af sjúkrahúsinu, þar sem hún lést 26. maí síðastliðinn. Söknuðurinn er mikill en ég er svo þakklát fyrir tímann okkar síðustu dagana þína og fá að fylgja þér fram yfir síðasta and- ardrátt. Elsku fallegi engill, ég á eftir að sakna þess að heyra í þér, mæta í steik á sunnudögum, fá ömmukökur sendar fyrir jólin, sakna gleðinnar þegar þú hittir okkur, sjá ljómann í augunum við að fylgjast með börnunum mín- um en eins og ég sagði við þig undir lokin, við hittumst í draum- um mínum, góða nótt amma mín og góða ferð. Þín „litla“, Unnur Erna Ingimarsdóttir. Mér er ljúft að minnast Unnar Herbertsdóttur frá Ytri-Bægisá í Hörgárdal. Ég kynntist henni ár- ið 1977 er við sonur hennar Ingi- mar Þór fórum að vera saman. Hún var mér alla tíð einstaklega hlý og elskuleg og var börnunum mínum þrem einstök amma. Þeg- ar dóttir okkar Ingimars fædd- ist, hún Unnur Erna, þá kom ekkert annað til greina í mínum huga en að barnið yrði skírt í höf- uðið á ömmu sinni. Unnur amma tók miklu ástfóstri við barna- barnið og snérist í kring um það og gaf henni alla sína ást og um- hyggju. Unnur Erna var u.þ.b. 2-3 ára þegar hún var búin að læra að hringja í ömmu og afa og biðja afa sinn að sækja sig og ávallt kom hann og sótti stelp- una. Eftir að við Ingimar slitum samvistum átti Unnur Erna sitt annað heimili hjá afa sínum og ömmu. Unnur Erna hefur alla tíð haldið mikilli tryggð við ömmu sína Unni og ég veit að þær töl- uðust við í síma oft í viku þegar Unnur Erna flutti búferlum til Reykjavíkur fyrir níu árum. Það gladdi Unni ömmu mikið þegar sú yngri flutti aftur norður og keypti Gistiheimilið á Lónsá í Hörgársveit hinn 1. apríl sl. En lífið er hverfult. Unnur amma veiktist um miðjan apríl og fór á sjúkrahús og átti þaðan ekki aft- urkvæmt, þar sem hún lést 26. maí sl. Henni auðnaðist ekki að heimsækja barnabarnið á nýja heimilið eða vera við fermingu langömmubarnsins Kolbrúnar Birnu sem var fermd síðastliðinn laugardag hinn 6. júní. En Unnur amma var búin að hlakka mikið til að geta komist í fermingu hennar. Unnur amma var einstök kona sem mátti ekkert aumt sjá, talaði aldrei illa um nokkurn mann, einstaklega gestrisin, hvort sem þar var um góðbónda að ræða eða þreytta förukonu. Ég vil að leiðarlokum þakka ömmu Unni fyrir yndislega góða viðkynningu í gegnum árin og þakka henni fyrir hvað hún var börnum mínum einstök amma og langamma. Birna Jóhannesdóttir. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Elsku langamma, takk fyrir samveruna. Guð blessi þig og varðveiti. Þín „stóra“, Aþena Lind. Unnur Herbertsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma, þú varst alltaf svo góð við mig. Mér fannst alltaf gaman að koma til þín. Þú áttir alltaf suðusúkkulaði í skúffunni. Ég spyr oft um þig og veit þú ert á leið til himna. Takk fyrir samveruna, ég elska þig. Þinn „stóri“, Hector Leví. ✝ Elsa Bene-diktsdóttir fæddist á Þórkötlu- stöðum 20. mars 1938. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1. júní 2015. Foreldrar henn- ar voru Magnúsa Aðalveig Ólafs- dóttir húsfreyja og Benedikt Benón- ýsson útvegsbóndi. Systkini Elsu eru Fjóla, Þórlaug, Ólöf, Benóný, Jóhann Ragnar og Ólöf Sigurrós. Árið 1966 giftist Elsa Sigmari Björnssyni útgerðarmanni. Börn þeirra eru 1) Bjarný, f. 1967. Eiginmaður Bjarnýjar er Arnar Ólafsson og eiga þau Kjartan Orra og Arnar Þór. 2) Bjarki, f. 1973. Eig- inkona Bjarka er Anna Magnúsdóttir og börn þeirra eru; Brynjar Örn og Elsa Rós. Fyrir átti Elsa Þórkötlu Pét- ursdóttur og eru synir hennar; Frið- rik Arnar, Sigmar Örn og Magnús Veigar. Elsa starfaði á skrifstofu Hraðfrystihúss Þór- kötlustaða og síðar sá hún um fjármálin hjá Útgerðarfélaginu Festi ehf. Elsa gekk ung í Kven- félag Grindavíkur og hún söng í kirkjukór Grindavíkurkirkju í 50 ár. Útför Elsu fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 12. júní 2015, kl. 14. Elsa fæddist á Þórkötlustöðum. Foreldrar hennar voru Magnúsa Aðalveig Ólafsdóttir og Benedikt Benónýsson. Elsa var yngst sjö systkina. Mamma giftist pabba árið 1966. Fyrst fæddist Bjarný árið 1967 og svo Bjarki árið 1973. Fyrir átti mamma Kötlu. Mamma og pabbi byggðu hús í Mánasundi 1. Tvær af bestu vinkonum mömmu, Rún og Halla, bjuggu líka í Mána- sundinu með sínar fjölskyldur. Þær rifust aldrei, þeim varð aldrei sund- urorða, þrátt fyrir þennan áratuga vinskap. Þær höfðu þó ekki alltaf sömu skoðanir en virtu alltaf hver aðra. Mamma var sú eina sem keyrði bíl og fannst henni alltaf sjálfsagt að keyra vinkonur sínar ef svo bar undir. Það kom líka fyrir að þær pössuðu börnin hver fyrir aðra. Bergur Ingólfsson, sem nú er orð- inn leikari, vildi alltaf vera í pössun hjá Elsu Ben. Þegar hann kom sett- ist hann oftast á gólfið fyrir framan kexskápinn og raðaði kexi í kring- um sig og smakkaði svo, ef honum leist á það. Þegar Bergur hafði borðað úr kexskápnum settist hann oftast við píanóið og spilaði. Þegar tónleikunum lauk lék hann kannski leikrit á stofugólfinu. Mamma skammaði aldrei Berg, né nokkur önnur börn. Hún náði bara í borð- tuskuna og strauk klístrið af píanó- nótunum, þegar Bergur hafði hald- ið sína tónleika. Mamma var flink í höndunum og gerði mikið af fallegri handavinnu. Hún hafði líka einstaklega fallega rithönd. Hún gekk ung í Kvenfélag Grindavíkur og var meðal þeirra sem stofnuðu Sjálfstæðisflokkinn í Grindavík. Kirkjukórinn í Grinda- víkurkirkju þótti henni sérstaklega vænt um. Hún söng í rúm 50 ár í kórnum. Hún sinnti kórstarfinu vel, mætti á allar æfingar og athafnir í kirkjunni. Hún Elsa er ágætis kvinna örlítið bústin á kinn vel mun hún söngnum sinna og segir oft; væni minn. (Guðbrandur Eiríksson.) Eins og fram kemur í þessari vísu sinnti mamma kórstarfinu og ég man að mér fannst þetta stund- um svolítið þreytandi. Það var t.d. aldrei borðað heima hjá okkur fyrr en klukkan rúmlega 7 á aðfanga- dagskvöld, vegna þess að mamma var alltaf í messu klukkan 6. Senni- lega hef ég verið eitthvað þreytt á þessari bið eftir mömmu, þegar ég var eins árs því ég var víst búin að borða jólakúlur af trénu, þegar mamma kom heim úr kirkjunni. Líf mömmu var þó ekki alltaf auðvelt. Hún var aðeins fertug þeg- ar hún fékk heilablóðfall. Hún náði sér þó ótrúlega vel eftir þetta og gerði nánast hvað sem henni datt í hug. Hún var alltaf jákvæð og bjartsýn og hún hafði alveg ótrú- lega gott skap. Það þurfti mikið að ganga á til þess að hún skipti skapi og ég hef oft öfundað hana af þessu góða skapferli, sem ég hef því mið- ur ekki sjálf. Mamma var frábær kokkur og hún bakaði góðar kökur. Gestir fengu alltaf kaffi og meðlæti. Barnabörnin hennar nutu líka samvista við ömmu sína. Auðvitað bauð hún alltaf upp á eitthvað gott með kaffinu og svo hafði hún gam- an af því að spila við þau. Elsku mamma, hvíl þú í friði. Bjarný Sigmarsdóttir. Elsu kynntist ég fyrst í janúar 2010 þegar við sátum báðar í mat- salnum á HSS og hún kallaði til mín ert þú kærastan hans Ómars? Síðar í sama mánuði áttuðum við okkur á því að við áttum sama af- mælisdag, eftir þetta áttum við margar góðar stundir saman, þar sem fjölskyldur okkar tengdust fjölskylduböndum. Til dæmis eyddum við öllum jólum og ára- mótum saman. næstum öll fimmtudagskvöld fórum við saman og spiluðum fé- lagsvist, fyrst um sinn sótti hún mig alltaf, en svo fór sjónin hennar og taldi ég þá ekki eftir mér að sækja hana til að spila, það var jú eitt það skemmtilegasta sem hún gerði, aldrei heyrði maður Elsu kvarta þó að hún væri sárlasin, en nú hefur Elsa kvatt þessa jarðvist og er vonandi fullsjáandi og búin að finna nýja spilafélaga í nýjum heimkynnum. Ég sendi Simma, börnum, tengdabörnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Jóhanna Halldórsdóttir. Margar góðar og skemmtilegar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka um Elsu Ben. Allar bingóferðirnar í Vi- nabæ með Elsu eru ógleymanleg- ar, sem og allir dagarnir sem við spiluðum í Mánasundinu. Það var reyndar ótrúlegt hvað Elsa hafði mikla þolinmæði til að spila við mig því ég var (og er) afskaplega taps- ár. Það var þó líklega enginn betur til þess fallinn en Elsa Ben að „kenna“ mér að tapa. Síðustu ár fórum við Kristín oft í heimsókn í bústaðinn til Elsu og Simma. Þetta var orðinn árviss viðburður og skal engan undra því við vorum að sjálfsögðu í góðu yf- irlæti þar. Þetta voru eftirminni- legir tímar þar sem var spilað, ferðast um Austfirðina og margt fleira. Elsa var yndisleg manneskja og hún var amman sem skrifað er um í barnabókunum og allir vilja eiga. Hún var hlý, góð, fyndin og skemmtileg. Elsa gat þulið upp heilu samræðurnar sem hún hafði átt við einhvern og líklega sett þær í skemmtilegri búning. Hún var ótrúlega ánægð með hann Simma sinn og voru þau góð hjón. Elsa gat alltaf, þrátt fyrir að vera orðin nánast blind, séð hvort hann Simmi hennar væri í hreinum bol eða hversu skeggjaður ég ákvað að vera. En í dag er komið að leið- arlokum og ég kveð Elsu Ben með söknuði í hjarta. Arnar Þór Arnarsson. Elsa Benediktsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PETRA ÓSK GÍSLADÓTTIR, áður Hólavegi 26, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks laugardaginn 6. júní. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 13. júní kl. 14. . Gísli Hafsteinn Einarsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Guðlaug Ragna Jónsdóttir, Einar Stefánsson, Ingimar Jónsson, barnabörn og langömmubörn. Elsku fallega, ástkæra móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 8. júní. Útför hennar fer fram föstudaginn 19. júní kl. 11 frá Vídalínskirkju í Garðabæ. . Helga Garðarsdóttir, Jóhann G. Kristinsson, Harpa Jóhannsdóttir, Thelma Jóhannsdóttir, Grímur A. Garðarsson, Helga Árnadóttir, Marta Grímsdóttir, Róbert Grímsson. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG HELGA ÁRNADÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 9. júní. . Árni Kolbeinsson, Sigríður Thorlacius, Áslaug Árnadóttir, Arnar Þór Guðjónsson, Kolbeinn Árnason, Eva Margrét Ævarsdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.