Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 Með verkefni Landsbyggðarvina, LBV, á ensku Fri- ends of Rural Deve- lopment, FORD, er unnið í samstarfi við skóla um land allt að því að vekja áhuga og virkja unga fólkið, aðallega í 7.-10. bekk, til að hugsa um heimabyggð sína, tækifærin sem þar bjóðast og fylgja þeim eftir á eigin forsendum. Markaðssetning verk- efnisins er nánast engin! Það eitt segir þó ekkert um verðmæti verk- efnisins. Segir það þó ekki sína sögu, að verkefni, reist eingöngu á eigin verðleikum, hafi gengið sam- fellt í 11 ár? Kjörorð verkefnisins er: Sköp- unargleði – heimabyggðin mín: Ný- sköpun, heilbrigði og forvarnir, öðru nafni: Framtíðin er núna! Nemendur líta í eigin barm og velta fyrir hvað þeir geti gert fyrir heimabyggð sína, frekar en hvað getur hún gert fyrir þá. Unglingarnir virða og bera hlýj- ar tilfinningar til nærumhverfis síns. Til marks um það er verð- launaverkefnið besta lausn fyrir betri og skemmtilegri heimabyggð vorið 2015: Kerin í Kolgrafafirði. Framlag og útfærsla fjögurra stúlkna í 8. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar um að nýta heitt vatn, sem streymir úr jörðu í Kolg- rafafirði. Núna engum til gagns. Kolgrafafjörður er alkunnur fyrir síldardauða. Verði hugmyndir stúlknanna að veruleika getur Kolgrafafjörður orðið frægur fyrir heit jarðböð. Hver veit? Önnur athyglisverð hugmynd – einnig frá fjórum stúlkum í 8. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar – fólst í að huga betur að íþróttaaðstöðu og útivistarsvæðum á staðnum. Dóm- nefnd taldi hér um brýnt sam- félagsverkefni að ræða, sem gæti aukið lífsgæði íbúa Grundarfjarðar og að- dráttarafl staðarins. Sautján nemendur, allir 9. bekkjar nem- endur Patreksskóla, hlutu sérstök verðlaun fyrir verkefnið: Ung- lingafjör á Patró. Það snýst um að bjóða ein- um 10. bekk frá hverj- um landshluta til Pat- reksfjarðar. Höfðu nemendur sett saman vandaða dagskrá fyrir um 80 manns með stanslausu fjöri yfir eina helgi vorið 2016. „Vel framkvæmanlegt“ að mati dóm- nefndar. Á uppskeruhátíð góðra hug- mynda fyrir lífvænlegri heima- byggð í Norræna húsinu 27. maí þar sem verðlaun voru afhent var lesið bréf frá bæjarstjóra Grund- arfjarðar, Þorsteini Steinssyni. Vitna ég í það með leyfi höfundar: „Að fá hugmynd er eitt, annað að útfæra hana og hanna og þriðja að hrinda henni í framkvæmd og láta hana verða að veruleika. Í Grundarfirði hefur verkefnið skapað mikinn áhuga hjá nem- endum grunnskólans að vinna að skapandi verkefnum fyrir sveitarfé- lagið. Hugmyndir þær sem útfærð- ar voru í Grundarfirði voru unnar af nemendum undir leiðsögn kenn- ara. Vinna af þessum toga þjálfar nemendur í frjórri hugsun og því hvernig best er að kynna verkefnin. Unga fólkið sér hlutina á svo tæran, einlægan og hreinskilinn hátt að ekki er unnt annað en að dást að því. Gott er því að taka mið af þeim hugmyndum sem koma fram á svo skýran og einlægan hátt. Hugmyndasamkeppni af þessum toga er mikils virði. Ég vil þakka aðstandendum verkefnisins fyrir mjög skemmti- legt og gagnlegt verkefni. Eins og ekki síður vil ég þakka öllum þátttakendum fyrir þeirra framlag og óska verðlaunahöfum og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með góðan árangur.“ Lífvænlegri heimabyggð Eftir Fríðu Völu Ásbjörnsdóttur »Unglingarnir virða og bera hlýjar tilfinningar til nær- umhverfis síns. Fríða Vala Ásbjörnsdóttir Höfundur er formaður Landsbyggðarvina. Sigurvegararnir Áslaug Stella, Emilía Rós, Freyja Líf og Lydía Rós. Ljósmyndir/Héðinn Steingrímsson Verðalaunaafhending Fríða Vala Ásbjörnsdóttir, Unnur Birna Þórhalls- dóttir, umsjónarkennari 8. bekkinga Grunnskóla Grundarfjarðar, Tanja Lilja, Brynja Gná, Björg og Elva Björk, sem urðu í 2. sæti, og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Götur í Bandaríkjum N-Ameríku eru að verða kirkjugarðar fyr- ir svarta þar í landi, sérstaklega þó fyrir unga svarta karlmenn. Hvítir lögreglumenn leika með þá og drepa þá viljandi og vísvitandi að það sé rangt. Það er aldrei slys þegar blökkumaður er drep- inn. Það er ekkert nýtt samt, nema hvað núna er ekki hægt að fela morð- in lengur. Það þarf bara að taka upp ofbeldið með snjallsíma og senda á netið og alheimurinn sér og veit og verður vitni að morði og ofbeldi af þessu tagi. Óeirðirnar í Ferguson og reyndar alls staðar Bandaríkjunum hófust eftir að hvítur lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan unglings- pilt, Michael Brown, til bana á götu úti. Hann var skotinn sex skotum, þar af tveimur í höfuðið. Lengi hefur mikil spenna ríkt í Ferguson á milli svartra íbúa, sem eru yfir 76% og lög- reglunnar þar sem 96% lögreglu- manna eru hvítir. Engar raunveru- legar framfarir hafa átt sér stað í samskiptum hvítra og svartra í land- inu í mörg ár. Frá 2013 til maí 2015 hafa 465 svartir menn verið drepnir í Bandaríkjunum af hvítum lög- reglumönnum. Og það er vitað mál að oft er ekki einu sinni sagt frá sem þýðir það við getum aldrei vitað ná- kvæmlega hversu margir eru drepnir í raun og veru. Það er líka vitað mál að lögreglumenn sem ákærðir eru fyrir morð af svörtu fólki eru oft látn- ir lausir. Þar sem dómararnir eru líka oft hvítir kemur þetta ekki á óvart fyrir þá sem þekkja til dómskerfisins. Margir muna eftir Rodney King- málinu sem kom upp á sínum tíma. Þegar lögreglumenn börðu Rodney King næstum til dauða. En svo voru allir sýknaðir af ofbeldinu. Líka hafa fjölmargir blökkumenn verið rang- lega dæmdir og eru í fangelsum landsins. Ljóst er að þarna er eitt- hvað óhugnanlegt að gerast sem í raun hefur verið til staðar frá því að þrælahald var bannað. Það vita allir að svart fólk var þolendur mannréttindabrota í Bandaríkjunum síðan það var flutt þangað sem þrælar í kringum 1792, allt þar til Banda- ríkin samþykktu mann- réttindalöggjöfina, Civil Rights Act, árið 1964. Árin 1861-1865 var borgarastyrjöld milli Norðurríkja og Suð- urríkja Bandaríkjanna sem oft hefur verið nefnd þrælastr- íðið“ (þrælarnir voru notaðir í stríð- inu og drepnir). Ku Klux Klan voru og eru hryðjuverkamenn í Suðurríkj- unum sem kúguðu og kúga, blökku- menn og drápu 200 þeirra árlega á síðasta hluta 19. aldar án dóms og laga. Kynþáttafordómar af verstu gerð hafa verið í Bandaríkjunum frá upphafi þrælasölu, en það er engu líkt að enn skulu þetta vera fram- kvæmdir í landi sem telur sig frjálst land með mannréttindi sem forgang í stjórnarskrá sinni. Kynþátta- fordómar eru svo sannarlega rót- grónir og fastir eins og plága í mönn- um í Ameríku. Lögreglumennirnir eru bara hluti af stærra og mjög flóknu ferli sem er alls staðar í sam- félaginu og felur í sér alls konar mannréttindabrot, mismunun, mis- rétti, ójafnræði, óréttlætti o.s.frv. Enginn er hér að halda með hættu- legum glæpamönnum sem sætt hafa réttlátum dómum. Bara svo það sé al- veg á hreinu. Erum hér að tala um að í Bandaríkjunum alast margir upp við það að þeim er sagt að forðast og jafnvel hata ákveðið fólk. Einnig að það sé allt í lagi að taka upp vopn og drepa þetta fólk. Þannig læra margir það að vera með mikla og hættulega kynþáttafordóma innra með sér strax má segja frá fæðingu. Það er sem sagt hættulegt að vera svartur í Bandaríkjunum sama hvernig maður kýs að horfa á það. Nema maður sé Michael Jordan eða Denzel Wash- ington. Það er stundum jafnvel hættulegt að komast inn í eigið hús í hverfum þar sem hvítir eru í meiri- hluta. En þrátt fyrir það að eiga þetta stóra þjóðfélagsvandamál eru Banda- ríkjamenn frekar uppteknir af því að djöflast í og skipta sér af alls staðar í heiminum. Þeir eru með puttana í öll- um málum alls staðar, hvort sem það kemur þeim við eða ekkert. Banda- ríkin telja sig sjálfkrýnda talsmenn heimsins og vilja kenna okkur öllum hvernig sé best að lífa lífinu. En Bandaríkjamenn geta ekki einu sinni kennt sjálfum sér að taka algerlega úr umferð vopnalöggjöf sem hefur orðið mörgum að bana allt of lengi. Ef þetta er ekki hræsni þá er hræsni ekki til. Utanríkisráðherra þeirra ferðast um allan heim sem predikari um heimsfrið. En á maður ekki fyrst að byrja heima hjá sér að laga það sem þarf að laga. Það var búið til slagorð „The American Dream“ eða „Ameríski draumurinn“. En enginn í Bandaríkjunum sjálfum veit ná- kvæmlega hvað það þýðir. Það er rétt að segja að kynþáttahatrið hefur náð að teygja sig um öll Bandaríkin. Það er líka bara einfaldlega staðreynd að Bandaríkjamenn afneita raunveru- leikanum eins og hann er. Og þar af leiðandi hefur ekkert breyst í kyn- þáttahatri frá upphafi og mun aldrei breytast, nema þjóðarsálin fari í sjálfsskoðun, hvað þetta mál varðar og ef menn hætta að loka augunum og eyrunum og halda áfram eins og vandamálið sé ekki til. Kynþáttur hefur alltaf verið mál í Bandaríkj- unum en menn vilja bara ekki við- urkenna það. Þannig heldur ofbeldið gagnvart svörtu fólki líklega því mið- ur áfram um ókomna tíð. Nema blökkumenn taki sig saman og geri eitthvað í málunum. Bandaríkjamenn sýna hræsni, helgislepju, hörku og yfirgang Eftir Akeem Cujo Oppong »Hatur hefur oft náð að tvístra öllu. Fólk í Bandaríkjunum þarf að líta í eigin barm og ein- beita sér í að laga og lækna sjálft sig en ekki alheiminn. Akeem Cujo Oppong Höfundur er framkvæmðastjóri Ísland Panorama Centre. Bjarni Benedikts- son, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæð- isflokksins, hefur á síð- ustu misserum verið að styrkja mjög sína stöðu hjá landsmönnum, hvort sem þeir styðja Sjálfstæðisflokkinn eða aðra flokka. Ástæðan er að Bjarni er yfirvegaður í sínum málflutningi og flestir telja hann einlægan og heiðarlegan stjórn- málamann. Bjarni hefur barist fyrir hag fyrirtækja og heimila til að lífs- kjör geti enn batnað. Lögð er áhersla á atvinnuuppbyggingu, lægri skatta, afnám hafta, úrbætur í húsnæðis- málum og tekið undir kröfuna um 300 þúsund krónur lágmarkslaun. Við erum 40 þúsund Allt sanngjarnt fólk fagnar að í ný- gerðum kjarasamningum verða tryggð 300 þúsund krónur lágmarks- laun. Það er nú viðurkennt að það sé algjört lágmark til að einstaklingur geti framfleytt sér. En hvað með hóp eldri borgara? Á Íslandi eru nú 40 þúsund ein- staklingar 67 ára og eldri. Er þetta einhver annar þjóðflokkur, sem þarf lægri upphæð til að geta framfleytt sér? Aldraðir þurfa alveg eins og ann- að fólk að borða og klæða sig. Lág- markslaun eru nú við- urkennd 300 þúsund. Það hlýtur að gilda fyrir aldraða. Það eru mikil von- brigði reynist það rétt að aldraðir eigi ekki að sitja við sama borð og launþegar. Auðvitað eru kjör eldri borgara mis- jöfn. En það er allt of stór hópur eldri borgara sem hefur það mjög slæmt og er ekkert ná- lægt því að hafa 300 þúsund krónur á mánuði. Á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins var meðal annars eftirfarandi sam- þykkt frá Velferðarnefnd: „Sú kjaraskerðing,sem eldri borg- arar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009 verði tafarlaust afturkölluð.“ Hefur verið staðið við það? „… að um leið og öllum séu tryggð- ar lágmarkstekjur til lífsviðurværis verði að gæta þess að ekki sé dregið úr hvatanum til sjálfsbjargar og möguleikum aldraðra og öryrkja til að bæta kjör sín.“ Nú er ákveðið að lágmarkstekjur verði 300 þúsund krónur á mánuði. Bjarni við treystum á þig að framfylgja samþykkt lands- fundar. Í stjórnmálaályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir: „Hækka þarf að nýju lífeyrisgreiðslur aldr- aðra og öryrkja og eyða þeirri mis- munun sem birst hefur í aðgerðum stjórnvalda undanfarin ár.“ Hér er sterkt tekið til orða og við eldri borg- arar treystum á að staðið verði við orðin. Einnig var samþykkt á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins: „Landsfundur hvetur þingmenn flokksins til að leggja sig fram í baráttu fyrir bætt- um kjörum aldraðra og öryrkja.“ Þetta eru skýr fyrirmæli til þing- manna, sem nú hafa meirihlutavöldin á Alþingi. Hvað um forystu launþega- hreyfingarinnar? Þeir sem nú fá greiðslur frá lífeyr- issjóði og/eða Tryggingastofnum hafa í flestum tilfellum verið áratug- um saman á vinnumarkaðnum. Því fylgdi að greiða gjöld til stétt- arfélagsins. Það vekur því undrun að forsvarsmenn launþega skuli ekki hafa sett það sem úrslitaatriði til að skrifa undir nýjan kjarasamning samning að lágmarkslaun næðu einn- ig til eldri borgara. Við treystum á þig, Bjarni Eftir Sigurð Jónsson » Aldraðir þurfa alveg eins og annað fólk að borða og klæða sig. Lágmarkslaun eru nú viðurkennd 300 þúsund. Það hlýtur að gilda fyrir aldraða. Sigurður Jónsson Höfundur er formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.