Morgunblaðið - 19.06.2015, Page 12

Morgunblaðið - 19.06.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Plankaparket í miklu úrvali Burstað, lakkað, olíuborið, hand- heflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutnings- maður áfengisfrumvarpsins svo- kallaða, þar sem fjallað er um heimild til smásölu áfengis í versl- unum, segir að frumvarpið sé „ekki sofnað“. Þvert á móti hafi nýlegar skýrslur, m.a. um ósjálfbærni áfengissölu í ÁTVR, styrkt það í sessi. „Málið er á biðlista núna. Svo er bara eftir að koma í ljós hvort það kemst að þegar samið verður um hvaða mál munu komast í gegn á þinginu,“ segir Vilhjálmur. Búið er að afgreiða frumvarpið úr alls- herjar- og menntamálanefnd og bíður það annarrar umræðu á þingi. „Frá því málið var afgreitt úr nefndinni hefur komið skýrsla Clever Data sem sýnir að rekstr- argrundvöllur ÁTVR er ekki til staðar og skýrsla frá Bretlandi sem sýnir að hrakspár standast ekki,“ segir Vilhjálmur. Engin umsögn frá SÁÁ 58 umsagnir hafa borist um frumvarpið og fagnar Vilhjálmur þessum mikla áhuga. „Það sem kom á óvart var hve margir voru reiðubúnir að taka þátt í um- ræðunni. Þeir sem styðja frum- varpið hafa gert það út frá mjög fjölbreyttum forsendum, t.a.m út frá byggðasjónarmiðum, sam- keppnis- og hagræðingar- sjónarmiðum,“ segir Vilhjálmur. Hann segir einnig vekja athygli hverjir hafi valið að senda ekki um- sagnir. Engin umsögn barst frá SÁÁ, lögreglunni og heilbrigðis- stofnunum þó að félög tengd heil- brigðisstofnunum hafi sent um- sögn. „Þeir sem hafa verið á móti frumvarpinu, og sent umsögn, hafa sagt að rannsóknir sýni að aukið aðgengi auki misnotkun, án þess að vitna til rannsókna,“ segir hann. Nokkuð hefur verið um að lýst hafi verið yfir áhyggjum af því að aukið aðgengi muni leiða til auk- innar neyslu almennt og hjá fólki undir lögaldri. Vilhjálmur telur að slík rök haldi ekki. „Aðgengi er gott á flestum stöðum og það mun ekki aukast nema úti á landi þar sem það er takmarkað eða ekki til staðar í dag,“ segir Vilhjálmur. Þá bendir hann á það að áfengisleyfi verslana sé m.a. háð því að þær gerist ekki sekar um að selja fólki undir lögaldri áfengi. „Sumir hafa áhyggjur af því að áfengisverð muni lækka og neysla aukast þess vegna, en ríkið hefur alltaf þann valkost að hækka áfengisgjaldið til að sporna við slíkri þróun,“ segir Vilhjálmur. Mun halda áfram með málið Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á það hvaða mál verða tekin til atkvæðagreiðslu á loka- metrum þingsins. Vilhjálmur er vongóður um að málið komist að á þinginu. „Málið hefur verið tekið til umræðu og langeðlilegast væri að taka málið til atkvæðagreiðslu núna. En ef ekki þá verður málið aftur tekið upp í haust,“ segir Vil- hjálmur Vínfrumvarpið „ekki sofnað“  Vilhjálmur vongóður um að áfengisfrumvarpið verði tekið til atkvæðagreiðslu  Skýrslur hafa styrkt frumvarpið í sessi  Andstæðingar vitna ekki til rannsókna  Stuðningur á fjölbreyttum forsendum Morgunblaðið/Júlíus Áfengi Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vongóð- ur um að áfengisfrumvarpið verði tekið til atkvæða á núverandi þingi. „Reynsla okkur hefur verið mjög góð og engin vandamál tengd þessu. Við höfum fengið mikil og jákvæð við- brögð, bæði frá gestum og þeim sem búa í nágrenninu,“ segir Pétur Magnússon, for- stjóri Hrafnistu, en þar hefur verið starfrækt kaffihús með vínveitingaleyfi undanfarin þrjú ár. Hann segir að rúm- lega 5% sölunnar á kaffihús- inu séu áfengir drykkir. „Fram komu tröllasögur um að þeir sem myndu ganga framhjá Hrafnistu yrðu dauðadrukknir en reynslan sýnir að slíkt er fjarri lagi,“ segir Pétur. Opið er á kaffi- húsinu til kl. 8 á kvöldin. Sambærilegt kaffihús hefur verið opnað á Hrafnistu í Hafnarfirði og vínveit- ingaleyfi er á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Tröllasögur um Hrafnistu VÍNVEITINGALEYFI Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem brynjadogg@mbl.is Ný BA-ritgerð um hefndarklám ber með sér að 7,23% af 470 þátttak- endum hafa komið að hefndarklámi ýmist sem gerendur eða þolendur. Umfangið kom höfundum vissulega á óvart en tíðni hefndarkláms virðist fara vaxandi. Kynboð (e. sexting) teljast líklegur áhættuþáttur fyrir hefndarklám, en með kynboði er átt við að senda, fá sent og deila með öðrum kynferðislegum myndum eða texta á rafrænu formi, til dæmis í gegnum snjallsíma eða önnur fjar- skiptatæki. Kynboðið verður svo að ofbeldi þegar viðtakandi mynd- eða textaefnisins dreifir efni sem ein- ungis var ætlað viðkomandi. Afleið- ingar hefndarkláms eru heilmiklar og ekki að ástæðulausu sem hefndar- klám er oft flokkað undir kynferðis- ofbeldi og rafrænt einelti. Fyrsta rannsóknin Aðalbjört María Sigurðurdóttir og Elínborg Þrastardóttir skiluðu ný- lega af sér BA-ritgerð um hefndar- klám á Íslandi, sem lokaverkefni í sálfræðinámi við Háskólann á Ak- ureyri. „Þetta er í raun fyrsta rann- sóknin á tíðni og áhrifum hefnd- arkláms sem farið hefur fram á Íslandi,“ segir Elínborg. Þær stöllur eru sammála um að þörf sé á að rannsaka efnið frekar og leggja helst áherslu á fólk undir 25 ára aldri, hóp- inn sem helst virðist senda kynboð. Þá sé einnig mikilvægt að stunda forvarnarstarf. Elínborg segir kynjaskiptingu gerenda og þolenda í rannsókninni ekki hafa komið á óvart sé horft til kynjaskiptingar í ofbeldismálum al- mennt. Rannsókn þeirra leiddi í ljós að karlmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta gerendur og konur þol- endur. Af þeim 34 einstaklingum sem höfðu orðið þolendur hefndar- kláms voru konurnar 32 en aðeins tveir karlmenn. Þá voru sjö konur sem höfðu bæði verið gerendur og þolendur, svo að í reynd voru þolend- urnir fleiri. Aðeins ein kona féll í hóp gerenda hefndarkláms, án þess að vera jafnframt þolandi. Aðalbjört segir þessar niðurstöður samræmast vel rannsókn sem sýnir að unglings- drengir stundi frekar rafrænt einelti en stúlkur. Eins og fram hefur komið eru kyn- boð einn af áhættuþáttum hefndar- kláms. „Þau eru notuð sérstaklega af ungu fólki til samskipta og þá sér- staklega milli fólks í rómantískum hugleiðingum,“ segir Aðalbjört. Hún tekur fram að mikilvægt sé að fræða börn um afleiðingar sendinga kyn- boða og þess að áframsenda slíkt efni án samþykkis. Flestir þátttak- endur í rannsókn þeirra voru á aldr- inum 21-25 ára en þolendur voru líka í yngri kantinum, sá yngsti aðeins 12 ára. Ungmenni leita sér ekki hjálpar Andleg áhrif hefndarkláms virðast vera mikil. Þolendur í rannsókninni mæltust að meðaltali með lægsta sjálfstraustið, glímdu við alvarlegan kvíða, þunglyndi og streitu. Sú nið- urstaða rannsóknarinnar að fæstir leituðu sér hjálpar eftir hefndarklám telst því áhyggjuefni og telja Að- albjört og Elínborg mikilvægt að huga sérstaklega að börnum og ung- mennum og efla forvarnarstarf. Kvenréttindafélag Íslands lagði til að hugtakið hrelliklám yrði notað í stað hefndarkláms. Bæði Elínborg og Aðalbjört eru á sama máli og benda á að hefnd sé nefnilega ekki alltaf hluti af ásetningi geranda. Tíðni hefndarkláms virðist vera að aukast  Kynboð er líklegur áhættuþáttur  Slæmar afleiðingar Morgunblaðið/Ernir Hefndarklám Ýmiss konar símaöpp eru notuð til að dreifa hefndarklámi. Elínborg Þrastardóttir Aðalbjört María Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.