Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 23
Júlíana Sveinsdóttir
Í dag er þess minnst að 100 ár eru
liðin frá því íslenskar konur fengu
kosningarétt. Á þeim tímamótum er
rétt að líta yfir farinn veg og huga að
sjónlistum íslenskra kvenna. Þar ber
í raun eitt orð hæst. Það er orðið
hönnun. Í fyrstu var það einungis
notað í sambandi við iðju kvenna,
hannyrðir, fyrir utan það sem kemur
fram í Ólafssögu helga, „ hagur og
sjónhannar um smíðir allar, hvort er
hann gerði eða aðrir menn“. Íslensk-
ar konur hafa komið að sjón-
menntum frá því land byggðist.
Það er hægt að rekja nútíma-
myndlist á Íslandi til upphafs síðustu
aldar. Íslenskar konur voru í hópi
frumherja í íslenskri myndlist. Blek-
berinn hefur haft yndi af íslenskri
myndlist. Sá áhugi beinist ekki hvað
síst að framlagi íslenskra kvenna til
íslenskrar myndlistar.
Að þessu sinni ætlar blekberi að
beina sjónum að fimm íslenskum
konum sem hafa hver á sinn hátt
leitt sjónmenntir, sumar á Íslandi en
aðrar jafnframt erlendis. Blekberi
ætlar ekki með þessu að gera lítið úr
framlagi annarra íslenskra kvenna
eða karla. Miklu fremur lýsir greinin
hugljómun blekberans þegar greinin
er skrifuð.
Frumherjar íslenskrar myndlistar
máluðu gjarnan upphafið landslag
með fegurðina að leiðarljósi. Í lands-
laginu ríkti fegurðin ein. Að auki
fóru íslenskir málarar að vinna úr
bókmenntaarfinum, þjóðsögum og
fornsögum. Þetta er sú klassík sem
flestar þjóðir fara í gegnum. Arfur
fortíðar er mun glæstari en það sem
nútíðin hefur að bjóða! Þrátt fyrir
allt hefur nútíðin meiri þekkingu en
fortíðin. Í módernisma er tekist á við
framtíðina í gegnum nútímann.
Júlíana Sveinsdóttir var meðal
frumherja í íslenskri málaralist. Hún
málaði og starfaði í Danmörku en
reyndi þó að búa sér heimili á Ís-
landi. Myndir hennar frá heimaslóð-
um hennar í Vestmannaeyjum eru
ekki upphafning á fegurð eyjanna,
miklu fremur er Júlíana að brjótast
úr klassíkinni og í nokkrum uppstill-
ingum hennar þar sem hún málar
vasa, skálar og borð virðist sem hún
sé fremur að fást við strangflatarlist,
geometríu, en klassíska uppstillingu.
Nína Tryggvadóttir var í næstu
bylgju íslenskra málara. Hún hélt á
aðrar slóðir en Júlíana en hún nam í
París. Portrait-myndir hennar bera
keim af geometríu og kúbisma. Í
námi sínu málaði Nína hlutbundnar
myndir en um leið og hún fékk tæki-
færi til frjálsrar listsköpunar skap-
aði hún sinn eigin stíl. Þrátt fyrir að
hallast að óhlutbundnu formi í list
sinni, þá er hið hlutbundna til í huga
hennar og höndum. Eitt hennar
stóra meistaraverk er altarismynd í
Skálholti þar sem Frelsarinn kemur
til mannsins úr tóminu. Stórkostlegt
verk í einfaldleika sínum.
Það þótti fréttnæmt fram yfir
miðja síðustu öld þegar konur luku
háskólaprófum. Hlutskipti þeirra
var í hæsta lagi ófaglærð skrif-
stofuvinna að loknu námi í gagn-
fræðaskóla eða verslunarskóla. Guð-
munda Andrésdóttir starfaði á
skrifstofu en varð fyrir hugljómun
þegar hún sá málverkasýningu eftir
stríð. Hún ákvað að nema málaralist.
Hún málaði aldrei mynd með hlut-
bundnu myndformi. Líkt og Nína
Tryggvadóttir þróaði Guðmunda sitt
myndform í geometríunni. Það var
oft sagt að Guðmunda væri föst í
hringaformi. Það kann að vera að
Guðmunda hafi ekki klárað myndina
en eftir stendur tilraun til að fanga
hreyfingu í fleti. Þar er Guðmunda
einstök.
Gerður Helgadóttir sagði skilið
við klassíska myndbyggingu um leið
og hún hóf nám á erlendri grundu.
Geometrísk verk hennar einkennast
af léttleika, verkin eru ekki efnis-
mikil en umfram allt eru verkin til af
sjálfum sér, ekki neinni fyrirmynd
þó þau hafi hlutbundna skírskotun í
nöfnum. Gerður vann verk sín í
málma, mósaík og steingler. Gluggar
Skálholtskirkju eru merkilegir fyrir
meira en litadýrðina. Í gluggunum
eru krossform, eitt geometrísku for-
manna. Að auki er í þeim fólgin mikil
og þrauthugsuð táknhyggja.
Að lokum verður að nefna konu
sem aldrei fór mikið fyrir og dó fyrir
aldur fram. Eyborg Guðmundsdóttir
hafði starfað á skrifstofu hjá Bún-
aðarfélaginu en ekki fengist við nám
í myndlist. Hún hafði kynnst form-
byltingu eftirstríðsáranna. Kunn-
ingjar hennar í íslenskri myndlist
hvöttu hana til að afla sér þekkingar
í listum. Hún gerði eins og hugur
hennar stóð til og hóf nám í hring-
iðunni í París. Þar fékk hún að sýna
meðal þeirra sem voru fremstir á
sviði sjónvillu, op art, í geometrí-
unni. Meðal lærimeistara hennar var
Victor Vasarely.
Þessar fimm konur voru í fremstu
röð formbyltingarmanna í íslenskri
myndlist. Allt orkar tvímælis þá sagt
er eða gert. Það sem hér er sagt er
ekki til þess að hallmæla nokkurri
konu eða karli sem fengist hefur við
sjónmenntir. Þessar konur og marg-
ar fleiri hafa lagt drjúgan skerf til
heimslistar og heimalistar. Þær hafa
göfgað mannsandann í umhverfi
sínu. Hlutur ofangreindra kvenna er
ótvíræður.
Íslenskar konur, til hamingju með
daginn.
Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það þótti fréttnæmt
fram yfir miðja
síðustu öld þegar konur
luku háskólaprófum.
Höfundur er alþingismaður.
Konur í klassík til módernisma
Gerður Helgadóttir
Guðmunda Andrésdóttir
Eyborg Guðmundsdóttir
Guðmunda Andrésdóttir
Eyborg Guðmundsdóttir
Gerður Helgadóttir
Júlíana Sveinsdóttir
Nína Tryggvadóttir
Ljósmynd/Salbjörg Rita Jónsdóttir
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015