Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015
✝ GuttormurArnar Jónsson
fæddist á Sauð-
árkróki 19. febr-
úar 1932. Hann
andaðist á heimili
sínu laugardaginn
6. júní 2015. For-
eldrar Guttorms
voru Jón Sig-
tryggur Sigfússon,
f. að Brekku í
Svarfaðardal 1.
september 1903, d. 17. nóv-
ember 1987 og Sigurbjörg
Theodóra Guttormsdóttir, f. á
Síðu í Víðidal í Vestur-Húna-
vatnssýslu 4. október 1904, d.
19. febrúar 1952. Systkini Gutt-
orms eru Björn Haraldur, f.
1933, Hrafnhildur Svava, f.
1934, Lissý Björk, f. 1936, d.
2011, Anna Soffía, f. 1940, Sig-
urlaug, f. 1941 og Viðar, f.
1946.
Guttormur kvæntist 17. júní
1958 Hrefnu Einarsdóttur frá
Hraunprýði á Hellissandi, f. 20.
júní 1931, d. 17. desember
2004. Hrefna var dóttir Einars
Ögmundssonar vélstjóra, f. 26.
febrúar 1899 á Hellu í Beruvík,
d. 3. mars 1974 og Sigríðar
Sesselju Hafliðadóttur, f. 17.
Harpa Hrund, f. 1997, Eva Sól,
f. 2001 og Ólafur Hrafn, f.
2005, og fyrir átti Einar Emmu
Hönnu, f. 1986.
Fyrstu árin var Guttormur
með foreldrum sínum í Vest-
urhópi, en elst síðan upp í
Ketu, Skógargötu 26 á Sauð-
árkróki. Hann dvaldi mörg
sumur hjá móðurforeldrum sín-
um Arndísi og Guttormi á Síðu
þar sem honum leið afskaplega
vel. Á unglingsárunum vann
hann við brúargerð norður í
landi. Guttormur lauk prófi frá
Iðnskólanum á Sauðárkróki
1951 og sama ár flytur hann
suður til Keflavíkur. Hann hóf
fljótlega störf hjá Varnarliðinu,
fyrst sem kokkur, þá bílstjóri
og lengst af sem verkstjóri á
flutningamiðstöð Varnarliðsins,
og starfaði hann þar alla sína
starfsævi. Á þessum árum
kynntist hann verðandi eig-
inkonu sinni, Hrefnu. Búskap
sinn hófu þau á Þórustíg 12 í
Ytri-Njarðvík haustið 1953 og
fluttu síðan í eigið hús 1958
sem þau byggðu að Reykjanes-
vegi 16. Á Reykjanesveginum
bjuggu þau alla sína tíð ásamt
systrahópnum. Guttormur
hafði áhuga á veiðum og var
m.a. í Stangveiðifélagi Kefla-
víkur. Fjölskyldan var Gutt-
ormi hjartans mál og var hann
afskaplega frændrækinn.
Útför Guttorms fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag,
19. júní 2015, kl. 14.
júní 1908 í Berg-
holtskoti í Stað-
arsveit, d. 1. ágúst
1984. Dætur Gutt-
orms og Hrefnu
eru Sigurbjörg
Arndís, f. 15. des-
ember 1956, leik-
skólasérkennari,
gift Haraldi Auð-
unssyni, börn
þeirra eru Einar
Baldvin, f. 1985,
Jón Arnar, f. 1987 og Guðrún,
f. 1993; S. Harpa, f. 16. apríl
1958, stúdent, sambýlismaður
Orri Brandsson, sonur þeirra
er Guttormur Jökull, f. 1985;
Soffía, f. 19. desember 1962,
hjúkrunarfræðingur, var gift
Sighvati Halldórssyni, þau slitu
samvistum, börn þeirra eru
Hrefna Lára, f. 1990, Ástrós
Eir, f. 1995 og Elías Sturla, f.
1997; Alma Björk, f. 21. febr-
úar 1966, hjúkrunarfræðingur,
gift Björgvini Björgvinssyni,
börn þeirra eru Arna Björk, f.
1990, Björgvin Andri, f. 1994,
Davíð Hrafn, f. 1997 og Gutt-
ormur Arnór, f. 2005; Elfa
Hrund, f. 2. júní 1971, fé-
lagsráðgjafi, gift Einari Ásbirni
Ólafssyni, börn þeirra eru
Elsku pabbi, ekki átti ég von á
því að missa þig svona snemma
og skyndilega, var að vona að við
fengjum að hafa þig hjá okkur
lengur. Þú varst svo hress þegar
þú hringdir í mig kvöldið áður,
nýkominn úr matarboði hjá
yngstu dóttur þinni, Elfu, og fjöl-
skyldu hennar sem þú gerðir oft,
þar sem hún bjó næst þér, nýbú-
inn að panta þér ný heyrnartæki.
Við áttum gott spjall, komum
víða við, þú spurðir um nafna
þinn og ég nefndi að hann væri að
fara norður á Bíladaga, þið voruð
nánir og hann var nýbúinn að
heimsækja þig. Og hvað þið
mamma studduð vel við okkur
þegar nafni þinn gekk í gegnum
krabbameinsmeðferðirnar þrjár,
það var góður stuðningur. Marg-
ar eru minningarnar frá Reykja-
nesveginum, alltaf gott að koma á
æskuslóðirnar, þegar ég kom
suður í stutta heimsókn eða
lengri, eins og sumarið 2011 þeg-
ar ég flutti til þín og vann í Leifs-
stöð. Það var góður tími og þegar
við fórum tvö á Síðu þá um sum-
arið því Elfa hélt upp á afmælið
sitt þar. Það var skemmtileg ferð,
mikið spjallað á leiðinni um öll
heimsins mál, stoppað var í Borg-
arnesi eins og þú gerðir alltaf á
leiðinni norður og fékkst þér kaffi
og kleinu. Á Síðu leið þér alltaf
vel og vildir helst hvergi annars
staðar vera. Eftir skemmtilega
helgi með stórum hópi sem fagn-
aði tímamótunum með Elfu með
mikilli veislu kvölds og morgna
og öll rými á báðum hæðum voru
notuð þegar lagst var til svefns.
Eftir veisluna varst þú á Síðu í
nokkrar vikur. Þú gast ekki beðið
eftir því að það hlýnaði í veðri svo
að þú gætir farið á Síðu til lengri
eða skemmri dvalar þar sem m.a.
var fylgst með veiði í Víðidals-
ánni, athugað með sprettuna á
túnunum, horft eftir hrossunum
hans Viðars, farið í bíltúra um
sveitina, fékkst fólk í kaffi sem þú
hafðir mjög gaman af og tókst
mjög vel á móti með kaffi og með-
læti og kíkt í kaffi til frændfólks á
Hvammstanga eða í Víðigerði.
Á Síðu ég fer
læt ekki bíða eftir mér.
Þegar sól á lofti er
ég í sveitina fer
kaffi og kleina í Borgarnesi
er ómissandi hluti af ferðalagi.
Minningarnar eru margar,
þær verða rifjaðar upp á komandi
árum, beðið eftir hringingu frá
þér á hverju kvöldi sem var svo
notalegt að fá. Það tekur tíma að
átta sig á því að þú ert farinn og
að ég geti ekki hringt í þig og
spjallað eða fengið hringingu frá
þér. Allar góðu ferðirnar á Síðu
frá fæðingu fram á unglingsár og
þegar ég veiddi maríulaxinn
minn aðeins 14 ára í Vesturhóps-
vatni, 6 punda fallegan lax.
Þú mömmu rauðar rósir færðir
hvern föstudag.
Þeir dagar voru henni kærir
að fá blóm þann dag.
Elsku pabbi, ég sakna þín,
kem til með að ylja mér við allar
góðu minningarnar, þær verða
ljós í lífi mínu um ókomin ár. Þín
dóttir,
Harpa.
Elsku pabbi. Hver hefði trúað
því að þú féllir frá svona snöggt.
Fyrir mánuði síðan dreymdi mig
að þú værir dáinn, ég vaknaði
upp með tárvot augu, mikið var
ég fegin að þetta var bara draum-
ur, ég hugsaði með mér að ég
gæti bara ekki afborið að missa
þig, þú varst mér svo kær. Ég var
alltaf pabbastelpa, ég held að við
höfum verið lík á ýmsan hátt og
við skildum hvort annað. Þú gast
þér alltaf tíma til að spjalla, enda
var alltaf gott að leita til þín. Við
systurnar höfum misst mikið,
tengdasynir sjá einnig eftir góð-
um félaga og afabörnin sakna þín
sárt. Nú ert þú kominn til
mömmu, þinnar ástkæru eigin-
konu sem við misstum fyrir tæp-
um 11 árum síðan. Á morgun
haldið þið saman afmælisveislu í
tilefni afmælis móður okkar.
Þú varst stoltur af þínum upp-
runa. Hugur þinn leitaði alltaf á
Sauðárkrók þangað sem við ferð-
uðumst í sumarfríunum þínum og
gistum hjá föður þínum í nokkrar
vikur, þar áttir þú einnig frænd-
fólk og vini sem þú varst dugleg-
ur að heimsækja. Einnig dvöld-
um við á ættaróðalinu þínu á Síðu
í Víðidal þaðan sem móðurfor-
eldrar þínir voru. Þessi frí með
þér og mömmu voru okkur
ógleymanleg, þú lifðir fyrir þessi
frí. Uppáhaldsártími þinn var á
vorin, þá lifnaði allt við og þá
styttist í ferðalag á heimaslóðir.
Þú hafðir einnig gaman af lax-
veiðitúrum og fékk eiginmaður
minn þann heiður að fara í lax-
veiðferðir með þér í Víðidalsá og
tengdaföður mínum. Einnig fórst
þú í marga laxveiðtúra með Haf-
steini mági þínum. Mér er það
minnisstætt þegar þú komst
heim úr þessum túrum, þá var
veisla.
Fyrir ári síðan fórum við sam-
an á Síðu og gistum þar nokkrar
nætur í tengslum við fermingu,
ég naut þessara daga með þér og
fannst það forréttindi að fá að
vera ein með þér á Óðalinu. Á
kvöldin sátum við saman í eldhús-
inu og spjölluðum. Þú varst alltaf
að bíða eftir að hlýnaði í veðri svo
þú kæmist aftur á Óðalið, en þú
náðir ekki þangað aftur. Það
verður tómlegt að fara aftur á
Síðu án þín.
Þú varst alltaf svo mikill ung-
lingur, alltaf svo duglegur að
spjara þig. Þú fórst þínar ferðir
sjálfur. Þú áttir við slitgigt að
stríða og æðavandamál, varst oft
verkjaður vegna þess og áttir oft
erfitt með svefn, en alltaf var
stutt í brosið og húmorinn. Þú
varst mikill fjölskyldumaður og
fylgdist vel með okkur. Ég er
þakklát fyrir að hafa hóað í fjöl-
skylduna í súpuboð þremur vik-
um áður en þú fórst frá okkur. Ég
er svo þakklát fyrir að hafa heim-
sótt þig fjórum dögum áður en þú
fórst, stoppaði lengi hjá þér, fór-
um að leiði eiginkonu þinnar með
sumarblóm sem við völdum sam-
an. Það var þér ofarlega í huga að
setja niður sumarblóm hjá henni
þrátt fyrir að það væri hífandi
rok og varla stætt. Þú hringdir
síðan í mig tveimur dögum áður
en þú fórst , varst svo glaður í
bragði eins og alltaf.
Elsku pabbi minn, það mun
taka mig tíma til langan átta mig
á því að þú sér farinn frá okkur,
þú skilur eftir þig stórt tómarúm
í mínu hjarta, en minningarnar
um þig verða ekki teknar frá mér.
Ég elska þig, hvíl þú í friði.
Meira: mbl.is/minningar
Þín dóttir,
Alma Björk.
Elsku pabbi, núna ertu kom-
inn til mömmu. Það eru margar
minningar sem koma upp þegar
ég hugsa til baka. Það var alltaf
margt um manninn á æskuheim-
ilinu. Þið mamma eignuðust fimm
stelpur og fjölskyldan skipti ykk-
ur öllu máli. Það var fastur liður
að fara norður til afa á krókinn öll
sumur á meðan hann lifði. Þar
dvöldum við í góðu yfirlæti og
ferðuðumst um norðurlandið,
kíktum í ber og veiddum í soðið í
Faxalæk. Ég dáðist að þér alla
tíð, pabbi minn, hvað þú varst
duglegur að sinna mömmu eftir
að hún veiktist. Eftir fráfall
hennar vorum við svo heppin
hvað þú varst duglegur að heim-
sækja okkur. Börnin mín eiga
margar góðar minningar um þig
til að orna sér við. Ferðirnar á
óðalið þitt voru stór þáttur í lífi
þeirra. Að fara með afa á rúntinn
og kaupa ís í Víðigerði og renna
fyrir fisk eða bara að spjalla við
þig við eldhúsborðið. Þú hafðir
unun að því að segja sögur af
sveitinni og fuglalífinu. Þú
þreyttist aldrei á því að gefa fugl-
unum að borða, hvort sem það
voru smáfuglar eða hrafnar.
Elsku pabbi, þú máttir ekkert
aumt sjá og þú varst alltaf til
staðar fyrir okkur. Takk fyrir
allt, elsku pabbi. Ég var heppin
að eiga þig fyrir föður.
Þín dóttir,
Elfa Hrund.
Í dag kveð ég ástkæran
tengdaföður minn til margra ára,
hann Guttorm A. Jónsson. Ég
kynntist Guttormi þegar ég byrj-
aði með dóttur hans Soffíu. Ég
þóttist vita að Gutta litist nú
mátulega vel á mig fyrst um sinn
enda mjög kröfuharður maður.
Okkur Gutta varð vel til vina og
kunni ég mjög vel við hann. Gutti
hafði sterkar skoðanir á mönnum
og málefnum. Það gat nú líka haft
ákveðin áhrif út á við.
Það var alltaf gaman að um-
gangast hann og rökræða málin.
Oft var farið norður á Síðu en
Gutti var óðalsbóndinn þar og
hafði þar stjórn á öllum hlutum.
Þar var mikilvægt að allir hlutir
væru í föstum skorðum og að
leikreglunum væri fylgt í hví-
vetna. Ég minnist þess að dætur
hans tipluðu þar á tánum svo að
þær gerðu nú allt rétt. Það var
mér alltaf ánægja að grilla lamb-
ið fyrir hann og þá beið maður í
ofvæni eftir niðurstöðu dómarans
um ágæti lambsins, hvort það
væri ofsteikt og óætt eða meyrt
og fínt eins og hann vildi hafa
það. Hann sagði alltaf sína skoð-
un og því var nú mikilvægt fyrir
fólk að kunna að taka gagnrýni
og hafa móðgunarstuðulinn á
réttu róli. Við fórum nokkrum
sinnum saman norður á Síðu,
stundum til erindagjörða eða
bara til að anda að okkur norð-
lenska loftinu og njóta lífsins.
Gutta leið alltaf best á Síðu, enda
hans heimavöllur. Það var sér-
staklega gaman að aka Vatnsnes-
hringinn með Gutta því þar
þekkti hann hvern einasta stað
og maður var alltaf jafn uppnum-
inn af fróðleik hans og þekkingu
á staðháttum. Á Síðu gátum við
rætt málin ofan í kjölinn og þar
komu þá oft fram nýjar víddir á
vandamálum heimsins. Mjög
skemmtilegar voru fjölskyldu-
ferðirnar norður og var þá oft
mikið um leiki og skemmtun.
Skemmtilegt var að ganga upp í
Björg og krakkarnir höfðu mjög
gaman af að veiða í Faxalæk. Þar
nutu þau tilsagnar Gutta afa síns
enda mikill sérfræðingur í veiði.
Ég kveð nú hann Gutta tengda-
föður með sorg í hjarta. Hann fór
alltof snemma frá okkur. Ég
votta aðstandendum hans og vin-
um mína samúð.
Sighvatur Halldórsson.
Takk fyrir túrinn, já takk fyrir
veiðitúrinn. Já, við Gutti fórum
saman til veiða í Víðidalsá í nokk-
ur ár, minningarnar úr þessum
ferðum leita á hugann nú þegar
komið er að tímamótum.
Þegar andlát ber að höndum
þá rifjast upp minningar, minn-
ingar um góðan mann sem naut
þess að dveljast á óðalinu norður
í Húnavatnssýslu, já, Síða átti
hug hans allan mörg undanfarin
ár og hlakkaði hann jafnan mikið
til er vora tók og hann gat farið
að huga að norðurferð. Hann
hlakkaði til að kveðja skammdeg-
ið og kuldahroll vetrarins og taka
þess í stað á móti tíð hækkandi
sólar og vaknaði lífs.
Ég man það vel er ég kom á
Síðu í fyrsta skipti 1981 en þá var
ég leiðsögumaður við Víðidalsá,
þá var búskapur ennþá á bænum,
kýr í fjósi og kindur í túni. Ég
kom þar til að fá leyfi til að veiða í
Faxalæk og var það auðsótt mál,
mig grunaði ekki þá að stundirn-
ar á Síðu ættu eftir að verða
miklu fleiri, en enginn veit sína
framtíð, en það var svo árið 1985
að kynntist minni ástkæru eigin-
konu og um leið Guttormi Arnari
Jónssyni tengdaföður mínum.
Gutti tók mér strax vel og
fljótt kom í ljós að við áttum við
sameiginlegt áhugamál, nefni-
lega lax- og silungsveiði og var
okkur tíðrætt um þau málefni,
það var svo fyrir tilstilli föður
míns heitins að við Gutti héldum
til veiða í Víðidalsá og þar naut
hann sín best í ánni sinni í ná-
grenni við óðalið sitt.
Helsta einkenni Gutta var
traust og heiðarleiki, hann var
smekkvís maður og framúrskar-
andi vandvirkur í því sem hann
tók sér fyrir hendur, hann var
grandvar maður og var næmur á
jafnvel smæstu hluti.
Undanfarin ár átti Gutti við
nokkurn heilsubrest að stríða og
átti hann margar andvökunætur,
en með þrautseigju og ótrúlegum
viljastyrk þá hélt hann áfram
þrátt fyrir margar hindranir sem
urðu á vegi hans. Viljastyrkur
hans var aðdáunarverður.
Nú þegar komið er að þessum
tímamótum þá vil ég þakka þér,
Gutti, fyrir vináttuna, traustið og
samferðina undanfarin 30 ár,
minningin um góðan mann lifir.
Hugur minn er hjá þér, elsku
Alma mín, Guð gefi þér styrk til
að takast á við sorgina við andlát
föður þíns. Aðstandendum öllum
sendi ég mínar dýpstu samúðar-
kveðjur. Guð veri með ykkur öll-
um.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Björgvin V. Björgvinsson.
Guttormur var höfðingi heim
að sækja og ég kynntist því vel
eftir að ég fór að leggja leið mína
á heimili hans og Hrefnu á
Reykjanesveginum hér á árum
áður. Hann tók vel á móti mér,
sem betur fer, enda engum dreng
auðvelt að koma inn á heimili þar
sem eru eingöngu dætur, og það
fimm. Gutti var einnig höfðingi í
sér, hann hugsaði vel um sína og
var einkar natinn við dæturnar.
Alla tíð fylgdist
Gutti vel með barnabörnunum,
og hafði gaman af kraftinum í
þeim, enda kallaði hann fyrstu
drengina í þeim hópi skærulið-
ana.
Höfðingjar fara sínar eigin
leiðir, og það sama átti við um
Gutta. Alltaf var haft í flimting-
um í fjölskyldunni að Gutti færi
bara norður í sínum fríum, bein-
ustu leið, annað hvort styttri leið-
ina í Víðidalinn eða þá lengri í
Skagafjörðinn.
Hann var heldur lítið fyrir að
bregða út af þessum vana. Aðeins
einu sinni skrapp hann til út-
landa, alla leið til Oregon að
heimsækja okkur. Þetta var
sannkölluð ævintýraferð, og ferð-
uðust þau Gutti, Hrefna og for-
eldrar mínir saman í þrjár vikur
að líta eftir börnum sínum og
barnabarni. Það var greinilegt að
hann naut sín í ferðinni og hafði
gaman af að spjalla við heima-
menn, enda nánast á heimavelli
eftir langt starf á Vellinum. Og
þeir skemmtu sér vel, Gutti og
faðir minn og samtal þeirra og
vangaveltur um lífið og tilveruna
þarna úti var eins og unglingar
væru mættir á staðinn. Nokkur
nýyrði lærði ég af þeim félögum.
Líklega hefur Gutti viljað fylgj-
ast með sínu fólki þarna úti, eins
og honum var svo eiginlegt og
kært, þó að hann hafi ekki endi-
lega orðað það þannig. Kann ég
honum og Hrefnu einlægar þakk-
ir fyrir heimsóknina.
Gutti ólst upp á Króknum og
fluttist ungur suður í Njarðvík,
en það fór ekki fram hjá nokkrum
manni að honum leið betur fyrir
norðan. Á Síðu í Víðidal fór vel
um Gutta, og þegar dæturnar og
barnabörnin skelltu sér í veiði, í
Faxalæk eða upp í tjarnir þá var
hann í essinu sínu, að stússast
með veiðidót, spá í veiðina og
hvernig strengirnir reyndust hér
og þar í læknum. Hann kitlaði í
puttana að fá að gera að þegar
fiskum var slengt í vaskinn í eld-
húsinu á Síðu. Og minnið hjá kall-
inum – það var hreint aðdáunar-
vert hve vel hann mundi eftir
öllum staðháttum þó langt væri
um liðið frá því hann sjálfur hefði
gengið niður með Faxalæk eða
farið upp í Björg, og þess vegna
varð allt spjall með honum lifandi
og eins og hann hefði verið með í
veiðiferðinni, eða hvað það nú var
sem menn voru að þvælast.
Þegar fæturnir fóru að fúna
hjá Gutta, þá nýtti hann símann
skipulega við að fylgjast með sínu
fólki, og veðrinu. Það er nánast
útilokað að rifja upp símtal við
Guttormur Arnar
Jónsson
Bróðir okkar og frændi,
HARALDUR JÓNSSON
frá Fremra-Hálsi í Kjós,
lést miðvikudaginn 3. júní á
hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn
19. júní kl. 13.
.
Ósk Jónsdóttir,
Jenný Jónsdóttir,
Ása Jónsdóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir,
Jón Þorgilsson,
Eyvindur Þorgilsson,
Birna Grímsdóttir,
Ingi Valtýsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Melabraut 9,
Seltjarnarnesi,
lést á elliheimilinu Grund þann 14.
júní. Jarðarförin auglýst síðar.
.
Guðmundur Jóhannesson, Bergljót Helga Jósepsdóttir,
Alexander Jóhannesson, Helga Hafsteinsdóttir,
Anna B. Jóhannesdóttir, Steingrímur Ellingsen,
Guðlaug I. Hecker, Gary Hecker,
barnabörn og barnabarnabörn.