Morgunblaðið - 19.06.2015, Page 29

Morgunblaðið - 19.06.2015, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 Gutta sem ekki hófst á spjalli um veður og tíðarfar fyrir norðan og fyrir honum var það eins og að segja sæll. Lífið var Gutta gjöfult og hann er ríkur. Þau Hrefna eignuðust fimm glæsilegar og kröftugar dætur og minningin um Gutta og Hrefnu er dýrmæt. Ég þakka Gutta fyrir gjöfula samfylgd. Þinn tengdasonur, Haraldur Auðunsson. Elsku afi, þú ert einn mesti töffari sem ég hef kynnst. Þú varst alltaf með allt á tæru, nýgreiddur, -klipptur og síungur, líkt og þú værir ekki deginum eldri en á þeim degi sem ég man fyrst eftir þér. Einnig var húmorinn alltaf til staðar, já það var mikið fjör í kringum þig enda fór aldrei fram hjá neinum að hann Guttormur væri mættur. Þú varst svo sannarlega með bein í nefinu og sjálfum þér sam- kvæmur. Ein gjöf sem þú gafst mér er mér afskaplega kær. Á unglings- árunum lagði ég mikla orku í há- stökk og uppskar ágætlega, og auðvitað fylgdist þú manna best með. Gjöfin var silfurmedalía sem þú fékkst í þrístökki á ung- lingamóti í Skagafirði. Þó fæt- urnir hafi háð þér mikið seinni ár- in, voru þeir greinilega kröftugir hér áður fyrr! Ég hlakkaði mikið til sumars- ins, að koma á Síðu í Víðidal og vera með þér yfir helgi. Já, það var hápunktur allra sumra að komast á Síðu. Takk, elsku afi, fyrir þau ár sem ég fékk að eiga með þér og allar dýrmætu minningarnar. Guð geymi þig, afi minn, þitt barnabarn, Guðrún Haraldsdóttir. Elsku afi minn, Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur og það svo skyndilega. Þú varst svo góð fyrirmynd og munum við alltaf minnast þín sem sterks, ákveð- ins, trausts, góðhjartaðs, orku- mikils og duglegs manns. Þú varst alltaf með húmorinn á rétt- um stað og það var endalaust hægt að hlæja yfir því sem þú lést útúr þér. Það sem ég hugsaði oft: vá, hversu fyndinn er hægt að vera, þó þú værir ekki einu sinni að reyna að vera fyndinn. Þú hugsaðir alltaf um að öllum liði vel og lést aðra ganga fyrir. Ég mun geyma dýrmætar minningar sem ég á um þig og ömmu, allar stundirnar á Síðu og þegar ég kom með rútunni til að gista hjá þér um helgar á Reykja- nesveginum þegar ég var yngri þar sem þú varst búinn að búa um gestarúmið fyrir mig. Það sem mér fannst gaman að koma til þín, fara í sjoppuna þar sem þú keyptir handa mér ís eða það sem ég bað um og fara á rúntinn með þér. Á morgnana varstu svo bú- inn að leggja á borð fyrir mig. Merkilegast við þetta allt sam- an er þó öll þessi fjölskylda sem þú lætur eftir þig. Þvílíkt stór- virki sem þú ert búinn að byggja. Ég veit að þú ert stoltur af þess- ari frábæru fjölskyldu sem við eigum saman, við eigum þér allt að þakka. Við erum heppin með að hafa átt þig að, elsku góðhjartaði afi minn. Það sem mér þykir vænt um þig. Með söknuð og þakklæti í hjarta, þín, Arna Björk Björgvinsdóttir. Elsku afi minn, það var alltaf gaman að heimsækja þig í Njarð- vík. Þá hitti ég oft Óla frænda og við fórum í Njarðvíkurskóla í körfubolta. Það var líka gaman að vera með þér á Síðu á sumrin, þar var gaman að leika úti og veiða í Faxalæk. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Þitt afabarn, Guttormur Arnór. Ég var svo lánsöm að fá að um- gangast afa minn alla daga. Hann afi Gutti var einstaklega góður maður og vildi öllum vel. Þau voru ófá skiptin sem ég heimsótti afa eftir skóla, þá sat hann vana- lega í stólnum sínum að lesa dag- blöðin með kíkinn sér við hlið. Afi var mjög meðvitaður um um- hverfi sitt og þekkti nánast hvern mann í Njarðvík. Afi stóð oft við stóra gluggann sinn á efri hæð- inni og fylgdist með lífinu í bæn- um. Mér hlýnaði í hvert skipti sem ég vinkaði afa og ég fann fyr- ir miklu öryggi í hans nærveru. Afi var alltaf til staðar fyrir alla og ávallt tilbúinn að rétta hjálp- arhönd. Afi var mjög heiðarlegur og hreinskilinn maður sem lá ekki á skoðunum sínum, það er eitt sem einkenndi elsku afa. Ég var svo heppin að fá að fara hvert einasta sumar með afa í sumar- húsið okkar, Síðu, sem honum var mjög annt um, þær ferðir sitja fast í minni mínu. Á Síðu fór- um við niður að Faxalæk og þar fylgdist afi með okkur barna- börnunum og kenndi að veiða sil- unga og bleikjur, hann sýndi okk- ur hvernig ætti að gera að aflanum og fylgdumst við börnin áhugasöm með. Það var alltaf stutt í húmorinn hjá afa, hann var vinsæll fyrir blótsyrðin sín og gleymi ég því aldrei þegar afi sagði „Að blóta, það er það sem gefur lífinu gildi.“ Því er ég inni- lega sammála, afi minn. Elsku afi, þú hefur kennt mér svo mikið í gegnum tíðina og verð ég þér ævinlega þakklát fyrir það, sem og tímann sem við fengum saman hér. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu og fylgja mér hvert sem ég fer. Ég trúi því inni- lega að þið amma hafið sameinast á ný og vakið nú yfir okkur á himnum um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku afi. Þitt barnabarn, Harpa Hrund Einarsdóttir. Elsku besti afi minn, þegar ég hugsa um þig þá koma upp marg- ar góðar og skemmtilegar minn- ingar um tímann sem við áttum saman bæði á Reykjanesveginum og Síðu þar sem þér fannst best að vera. Á Síðu áttum við barna- börnin og dætur þínar góðar stundir með þér og Hrefnu ömmu þegar við komum öll þar saman á sumrin. Þar var alltaf mikið fjör. Þú varst einstaklega hjartahlýr, hjálpsamur og góður maður sem vildir öllum vel. Það var gaman að sjá hvað þú hafðir sterkar skoðanir á hlutunum enda varstu með sterkan persónuleika sem ég kunni vel að meta og það var allt- af stutt í húmorinn hjá þér. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, elsku afi minn, en ég veit að þú ert kominn á betri stað núna og að Hrefna amma hefur tekið vel á móti þér. Þó sólin skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burtu varstu kallaður á örskammri stundu. Í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varstu ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr En örlög þín ráðin – mig setur hljóðan, við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf ókunnugur). Hrefna Lára Sighvatsdóttir. Í dag er til moldar borinn mág- ur minn Guttormur Arnar Jóns- son, en hann var giftur systur minni, Þórveigu Hrefnu Einars- dóttur, sem lést 17. desember 2004. Þau eignuðust fimm glæsi- legar og vel gefnar dætur sem hafa reynst góðir þegnar okkar samfélags. Guttormur og Hrefna áttu fallegt heimili sem margir heimsóttu og var ávallt vel tekið á móti þeim sem þangað komu. Ég man þá tíð er móðir mín var lengi veik, að við yngri systkinin áttum góða að er við heimsóttum þau Hrefnu og Guttorm. Yngsti bróð- ir Guttorms og systursonur hans bjuggu tíðum þar og var tekið eins og þeir væru synir þeirra, með góðri umhyggju og væntum- þykju. Guttormur var góður stangaveiðimaður og voru marg- ar ferðirnar farnar á hans slóðir við Vesturhópsvatn til silunga- veiða. Hafsteinn, eldri bróðir minn, fór oft með honum til lax- veiða og áttu þeir góðar stundir saman við ýmis skilyrði. Hrefna veiktist alvarlega er aldurinn færðist yfir og reyndust dæturn- ar og eiginmaður henni vel allt til yfir lauk. Þegar litið er yfir líf kunnugra er margs að minnast, en flestar góðar minningar eru geymdar í huganum og koma stundum fram er vel til hagar og sér í lagi er aldurinn færist yfir. Það er sagt að þegar erfiðleikar steðja að, þá sé mikið atriði hvernig maður tekur þeim og þannig var Guttormur er hann varð ekkjumaður fyrir rúmum tíu árum, að hann sýndi skilning og auðmýkt og reyndist dætrum sín- um og barnabörnum vel sem og þau honum. Spámaðurinn Kahlil Gibran segir: Vissulega getur engin gjöf verið meiri en sú, sem breytir öllu lífi manns í þurrar varir og veröldinni í uppsprettu. Með þessu hafið þið launað mér og heiðrað mig, að hvenær sem ég kem að lindinni til að drekka, finn ég vatn lífsins, sem þyrstir sjálft. Og það drekkur mig og ég það. Sum ykkar halda að ég sé of stoltur og hæverskur til að þiggja gjafir. Ég er of stoltur til að taka við launum, en ekki gjöfum. Kæru dætur Guttorms og Hrefnu ásamt ættingjum og vin- um. Við vottum ykkur öllum inni- legustu samúð okkar við fráfall Guttorms og megi minning hans lengi lifa. Sólmundur Tr. Einarsson og fjölskylda. Fregnin um andlát Gutta móð- urbróður míns var ekki neitt sem maður átti von á strax en svona er nú lífið, enginn veit hvernig það þróast og síst af öllu við mannfólkið. Veikindi hans síð- ustu árin hafa greinilega tekið meiri toll en maður gerði sér grein fyrir. Nú er lítið annað hægt að gera en að horfa um öxl, þakka fyrir og minnast. Ekki er hægt að minn- ast Gutta án þess að minnast einnig Hrefnu eiginkonu hans sem kvaddi þennan heim fyrir tíu árum síðan. Þau hjónin voru alltaf eitt í mínum huga. Sem barn dvaldi ég langdvölum á heimili þeirra Gutta og Hrefnu í Njarðvíkun- um. Þar fékk ég skjól og festu, al- úð og hlýju sem hvert barn þráir. Þegar mig rak á fjörur þeirra voru þau í blóma lífsins og tóku mér opnum örmum. Ég varð strákurinn á heimilinu og undi mér vel hjá þeim og dætrum þeirra fimm, þó að ég væri eng- inn snillingur í dúkkuleik. Það má með sanni segja að Gutti og Hrefna tóku virkan þátt í því sem hefur mætt mér á lífsleiðinni og verið stór hluti af mínu lífi. Síðustu árin hafa samskipti okkar frænda einkennst af skemmtilegum símtölum og heimsóknum þar sem Gutti hefur verið óþreytandi að segja mér frá ýmsum atburðum og frá líðan ættingja okkar því hann var frændrækinn mjög. Skagafjörð- urinn var Gutta sérstaklega hug- leikinn enda var það skoðun hans og trú að loftið væri betra þar, veðrið væri betra og svo mætti lengi telja. Ekki þótti honum heldur leiðinlegt að dvelja á sveitasetrinu Síðu í Vesturhópi þó það væri ekki í Skagafirði en það er „norðan heiða“, eins og hann var vanur að segja. Gutti sagði mér ótalmargar sögur frá Skagafirði og flestar voru þær af einstaklingum sem voru nálægt honum í aldri og kunni ég því oft engin deili á þeim. Gutti lét ekki stoppa sig hversu fáfróður ég var um hans samferðamenn og taldi víst að ég þekkti alla Skagfirðinga þrátt fyrir að ég hafi farið frá Króknum töluvert fyrir fermingaraldur. Til að ergja ekki hann Gutta minn ákvað ég fljótlega að hætta að spyrja hver væri hvað og þóttist þekkja alla þá sem hann var að vitna í eða fjalla um. Svona er jú bara lífið, oft er bara betra að hlusta heldur en að trufla og pirra sögumanninn. Við Helga og krakkarnir minn- umst Gutta með þakklæti og kærleika og hugsum með ein- lægri samúð til systranna, fjöl- skyldna þeirra og annarra ást- vina. Nú trúi ég að hann Gutti sé búinn að hitta hana Hrefnu sína og munu þau eflaust halda upp á afmæli hennar sem er á morgun 20. júní. Jón Viðar. Látinn er kær bróðir og mág- ur, Guttormur Arnar Jónsson, sem lengi var búsettur að Reykjanesvegi 16 í Ytri Njarð- vík. Guttormur fæddist á Sauð- árkróki og ólst þar upp að mestu leyti, en var mörg sumur á Síðu í Víðidal hjá ömmu sinni, Arndísi Guðmundsdóttur. Þegar búskap var hætt á Síðu keyptu Guttorm- ur og bræður hans ásamt frænd- um þeirra jörðina og hafa haldið þar öllu í góðu horfi og notað til skiptis sem sumardvalar aðstöðu. Síða hefur ætíð verið Guttormi mjög kær og hefur hann dvalið þar löngum stundum nú í seinni tíð, utan fáeina síðustu mánuðina sökum heilsubrests. Ánægjulegt var að heimsækja Guttorm á Síðu alla tíð og konu hans, Hrefnu, meðan hún var á lífi en hún lést árið 2004 eftir erfið veikindi. Um tvítugt hóf Guttormur að starfa hjá varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli og fór svo að hann settist að á Suðurnesjum, kynntist sinni ágætu og myndarlegu konu, Þór- veigu Hrefnu Einarsdóttur, og eignuðust þau fimm dætur, sem bera ásamt afkomendum sínum foreldrum sínum fagurt vitni. Guttormur var glaðsinna mað- ur, hress í tali og hreinskilinn og hinn mesti reglumaður í hví- vetna. Um skeið var það þannig þegar við hjónin áttum leið til út- landa, þá var það venja að gista hjá þeim nóttina fyrir brottför. Var þá bíllinn geymdur hjá þeim og okkur skutlað upp á flugvöll og svo gjarnan sótt, þegar komið var heim aftur. Margar ferðir áttu þau einnig til okkar í sveitina og voru jafnan aufúsugestir. Hrefna átti góðar myndavélar og tók mikið af myndum alla tíð. Þakklæti er efst í huga fyrir mikil samskipti fyrr og síðar. Guttormur var mjög öt- ull að hringja til vina og vanda- manna nú í seinni tíð og var sann- kallaður fréttamiðill. Við sendum dætrunum og þeirra fólki innilegar samúðar- kveðjur. Hrafnhildur og Jóhannes, Syðra-Langholti. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KOLBEINN HELGASON, fv. skrifstofustjóri, Hrafnistu í Hafnarfirði, lést á Landspítalanum, Fossvogi, fimmtudaginn 11. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 22. júní kl. 13. . Guðrún Emilía Kolbeinsdóttir, Einar Indriðason, Indriði Helgi Einarsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Kolbeinn Vormsson, Vormur Þórðarson, Yngvild Svendsen, Sindre Einarsson, Freyr Einarsson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, VIÐARS VALDIMARSSONAR, Heiðarhrauni 4, Grindavík. Starfsfólk Víðihlíðar fær sérstakar þakkir. . Þóra Sigurðardóttir, Sigurður R. Viðarsson, Ragnheiður Magnúsdóttir, Guðlaugur V. Viðarsson, Guðlaug Þóra Snorradóttir og barnabörn. Þökkum af heilum hug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulega EIRÍKS LEIFS ÖGMUNDSSONAR, Denna. Fyrir hönd aðstandenda, . Alfreð Erlingsson, Birna Bragadóttir, Sæunn K. Erlingsdóttir, Ragnar G.D. Hermannsson, systkinin og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma, JÓHANNA Þ. AÐALSTEINSDÓTTIR, Orihuela Costa Alicante, lést 31. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn 19. júní kl. 13. . Valdimar Jóhannsson, Aðalheiður Gylfadóttir, Ásgeir Ólafsson, Magnea Gylfadóttir, Hörður Einarsson, Soffía Valdimarsdóttir, Davíð Guðmundsson, Jóhann Valdimarsson og afkomendur. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.