Morgunblaðið - 19.06.2015, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015
Sigríður Matthildur Guðjohnsen stendur svo sannarlega á tíma-mótum um þessar mundir því ekki er nóg með að hún sé fimm-tug í dag heldur mun hún einnig útskrifast með BA-próf í upp-
eldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands á morgun. Sigríður er
einnig menntuð sem snyrtifræðingur og starfaði um árabil hjá Snyrti-
akademíunni í Kópavogi eða frá 1999 til 2007. Árið 2009 ákvað hún að
að leggjast aftur á skólabekk árið við Háskóla Íslands.
Í sumar segist Sigríður ætla að gera það sama og við hin, bíða eftir
að sólin láti sjá sig. Hún segir dætur sínar vera á leið í íþróttaferðalög
í sumar en hún fari ekki með þar sem dætur hennar séu orðnar svo
sjálfstæðar, „nema þegar kemur að því að borga, þá tek ég fullan
þátt,“ skýtur hún inn í. Sigríður starfaði einnig fyrir skautahreyf-
inguna sem gjaldkeri stjórnar en dóttir hennar er mikill skautaiðk-
andi. Hún segir að börnin hafi alltaf verið í forgangi hjá sér.
Sigríður er ekki sú eina sem á afmæli í dag en kosningaréttur
kvenna er 100 ára. „Ég er rosalega stolt af því skal ég segja þér, ég
fæddist á fimmtíu ára afmælinu,“ segir Sigríður og í dag er hún ná-
kvæmlega helmingi yngri en kosningarétturinn.
Sigríður er gift Björgvin Ingvari Ormarssyni vélaiðnfræðingi hjá
Mannviti. Hún á fjögur börn, Guðrúnu Elísabet 15 ára, Þuríði Björgu
17 ára, Söndru Dögg 22 ára og Ásgeir Arnór 28 ára. Auk þess á hún
tvo stjúpsyni, Sigþór 34 ára og Ágúst 36 ára. isak@mbl.is
Afmælisbarnið Sigríður bíður eftir því að sólin láti sjá sig.
Ósköp látlaust
fimmtugsafmæli
Sigríður Guðjohnsen er fimmtug í dag
Þ
órdís Kjartansdóttir
fæddist í á Fæðingar-
heimilinu í Reykjavík
19. júní 1965. Fjöl-
skyldan bjó á Bollagötu
hjá föðurömmu Þórdísar til 5 ára
aldurs, flutti þá í Fossvoginn og þar
bjó hún til fullorðinsára. Þórdís vann
á sumrin við barnapössun og í ung-
lingavinnunni. „Síðan var ég í mörg
sumur í Skógræktarfélagi Rvk, sem
var alveg frábær sumarvinna. Svo
vann ég alltaf á veturna með skóla.
Ég heimsótti ömmu mína stundum á
sumrin, sem bjó á Englandi og rak
þar antikbúð í borginni Colchester.
Ótrúlegt að hugsa til þess núna en
við Björg systir máttum fara einar
til London 11 og 13 ára að versla í
Oxford-stræti! Og auðvitað ferð-
uðumst við einar milli landa en villt-
umst stundum í neðan-
jarðarlestunum í London.“
Náms- og starfsferill
„Ég var í Fossvogsskóla og síðan í
Réttarholtsskóla og fór í hverfa-
menntaskólann minn sem var
Menntaskólinn við Sund. Fór til
Frakklands sem skiptinemi með
AFS á 3. ári, tók síðan 3. og 4. bekk
saman til að geta útskrifast með
mínum árgangi, vorið 1985.
Þórdís útskrifaðist úr læknisfræði
frá Háskóla Íslands ’93. Við höfum
haldið hópinn níu stelpur úr þessum
hóp og höfum m.a. ferðast saman er-
lendis á slóðir þar sem við vorum í
sérnámi, yndislegur vinahópur. Ég
fór í framhaldsnám á háskólasjúkra-
húsinu í Strassborg í Frakklandi
1997 og þar voru við stjórn tveir
kvenprófessorar, Bruan-Rodier og
Wilk, sem „ólu“ mig upp sem lýta-
lækni. Engin spurning að það mót-
aði mig að lýtalækninum sem ég er í
dag.“
Þórdís bar ábyrgð á uppbyggingu
brjósta eftir krabbamein og meðferð
brunasára í Strassborg frá því að
hún fékk sérfræðiviðurkenningu þar
2003. Hún starfaði á Lýtalækn-
ingadeild LSH 2007-2013. Byrjaði
eigin stofurekstur á Íslandi 2007 og
stofnaði Lýtalækningastöð Reykja-
víkur, Dea Medica, 2011. Þórdís hef-
ur sótt margvísleg námskeið í
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir – 50 ára
Fjölskyldan Stödd á Sikiley nú í júní. Efri röð: Kjartan, Hjalti og Sigurður með Þórdísi Láru. Neðri röð: Ines
tengdadóttir, Þórdís, Margrét Eva og Kristín Inga tengdadóttir. Á myndina vantar Bjarka Má.
Stolt að vera 50 ára á
100 ára kosningaafmæli
Pétur R. Antonsson og
Sigrún K. Jónsdóttir áttu
60 ára demantsbrúð-
kaupsafmæli 16. júní
síðastliðinn.
Árnað heilla
Demantsbrúðkaup
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
...með nútíma
svalalokunum
og sólstofum
Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is
Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16
• Svalalokanir
• Glerveggir
• Gler
• Felliveggir
• Garðskálar
• Handrið
Við færumþér logn & blíðu