Morgunblaðið - 19.06.2015, Page 35

Morgunblaðið - 19.06.2015, Page 35
tengslum við lýtalækningar bæði í Bandaríkjunum og Frakklandi og flutt fyrirlestra á lýtalæknaþingum hérlendis og erlendis og verið með- höfundur að vísindagreinum. Áhugamál Þórdís var í Barnamúsíkskólanum frá 5 ára aldri og lærði á píanó til 17 ára aldurs. „Þó að ég sé ekki mjög iðin við píanóið í dag þá hefur þetta nám án efa átt sinn þátt í því að ég valdi skurðlækningar. Eins hefur það komið að góðum notum við áhugamál mitt, að syngja djass. Var í djassbandi í Frakklandi og tróð reglulega upp með því. Mikil spennulosun og frábærlega skemmtilegt. Hef aðeins verið að syngja síðan ég kom til Íslands en þó ekki nóg. Hlusta mikið á tónlist og þá fyrst og fremst djass. Byrjaði í skátunum 9 ára með góð- um vinkonum úr Fossvoginum og við höfum haldið hópinn æ síðan. Hittumst alltaf reglulega og erum allar að fara með mökum í hjólreiða- ferð í tilefni af afmæli okkar til Kró- atíu í júlí. Önnur áhugamál eru hjólreiðar, er í hjólahóp sem fer reglulega í ferðir í nágrenni Reykjavíkur og síð- an erlendis, og skíði. Fer reglulega í veiði og er í Árdísunum, mjög skemmtilegum hóp kvenna sem skipuleggur nokkrar veiðiferðir á hverju sumri. Nýjasta áhugamálið er uppeldi dóttur okkar, Þórdísar Láru, sem er yndislegur gleðigjafi í lífi okkar og gaman að sjá lífið upp á nýtt með henni. Ég er mjög ánægð yfir því að eiga 50 ára afmæli á 100 ára afmæli kosn- ingaréttar kvenna. Ég fékk þau skilaboð í uppeldinu að láta eitthvað verða úr mér fyrst ég ætti afmæli sama daga og konur fengu kosninga- rétt.“ Fjölskylda Eiginmaður Þórdísar er Sigurður R. Ragnarsson, f. 10.6. 1965, verk- fræðingur og framkvæmdastjóri Ís- lenskra aðalverktaka. Foreldrar hans eru Ragnar Stefán Hall- dórsson, f. 1.9. 1929, verkfræðingur og fyrrv. forstjóri ÍSAL, og k.h. Margrét Kristín Sigurðardóttir, f. 27.3. 1931, viðskiptafræðingur. Fyrri maki: Páll Þórhallsson, f. 24.9. 1964, lögfræðingur hjá forsæt- isráðuneytinu. Börn: Hjalti Pálsson, f. 6.6. 1991, Kjartan Pálsson, f. 13.2. 1996, Bjarki Már Sigurðsson, f. 10.11. 1996, Mar- grét Eva Sigurðardóttir, f. 17.10. 1999 og Þórdís Lára Sigurðardóttir, f. 19.11. 2013. Systkini: Þorbergur Kjartansson, f. 1.11. 1961, rafvirki í Reykjavík, Björg Kjartansdóttir, f. 5.1. 1967, fjárfestingarstjóri AREV í Reykja- vík, Ragna Vala Kjartansdóttir, f. 23.1. 1970, innhússarkitekt og versl- unareigandi í Montréal í Kanada, Auður Elfa Kjartansdóttir, f. 20.5. 1975, sérfræðingur í snjóflóðum hjá Veðurstofu Íslands og fram- kvæmdastjóri Reykjavík hiking, Sif Haukdal Kjartansdóttir, f. 14.3. 1987, félagsfræðingur í Reykjavík. Foreldrar: Kjartan O. Þorbergs- son, f. 2.7. 1936, tannlæknir í Reykjavík, Oddný Sv. Björgvins, f. 25.2. 1940, blaðamaður og rithöf- undur í Reykjavík. Fósturmóðir: Svala Haukdal Jónsdóttir, f. 31.5. 1952, starfsmaður Nýherja, bús. í Reykjavík. Í Þórsmörk Hjónin og Þórdís Lára. Úr frændgarði Þórdísar Kjartansdóttur Þórdís Kjartansdóttir Oddný Jóhanna Sveinsdóttir húsfr., f. í Brekkuborg í Breiðdal Björgvin Þorsteinsson kaupm. í Ási á Fáskrúðsfirði Ragnheiður Björgvinsdóttir Lee verslunareigandi á Englandi Sverrir Einarsson listmálari í Rvík, síðar í Hveragerði Oddný Sv. Björgvins blaðam. og rith. í Rvík Kristjana R. Kristjánsdóttir Hall húsfr., fædd á Borðeyri Einar Magnúsen Jónasson sýslum. í Barðastr.sýslu og lögfr. í Rvík Hjálmfríður Marsibil Kristjánsdóttir húsfreyja í Rvík og á Ísafirði Sigurjón Kristjánsson vélstjóri í Reykjavík Guðríður Þórdís Sigurjónsdóttir húsfr. og vann á Hótel Loftleiðum Þorbergur Kjartansson kaupmaður í Rvík Kjartan O. Þorbergsson tannlæknir í Reykjavík Oddný Runólfsdóttir húsfreyja í Skál á Síðu Kjartan Ólafsson bóndi í Skál á Síðu, V-Skaft. Jóhann Gunnar Þorbergsson læknir í Rvík Óskar Þór Jóhannsson krabbameins- læknir í Rvík ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 90 ára Auður Þórðardóttir 85 ára Ester Helgadóttir Geir Sigurjónsson Magnús R. Gíslason Sigríður F. Guðmundsd. Sigurlaug Pétursdóttir Sigvaldi Sigurjónsson 80 ára Alexander G. Guðmundss. Arnar Eysteinn Sigurðsson Guðríður Sigurðardóttir Hörður Ívarsson Júlíus Guðlaugsson Lóa Ingólfsdóttir Magnús Thejll Ragnar Magnússon Örn Jensson 70 ára Ástráður K. Sigurðsson Bjarni G. Bjarnason Gerður Guðrún Aradóttir Guðbjörg Ingólfsdóttir Guðrún Laufey Magnúsd. Jón Rafn Sigurðsson Kristín Dýrmundsdóttir Sigurbjörg Eiríksdóttir 60 ára Arnheiður R. Auðbergsd. Eyjólfur Bragason Gunnlaugur Axel Einarsson Hildur Ingvarsdóttir Jóhanna Sigurðardóttir Kristín Jóhannsdóttir Ólöf Björnsdóttir Rannveig G. Halldórsdóttir Þorgrímur Ólafsson 50 ára Birgir Ingimarsson Böðvar Fjölnir Sigurðsson Einar Aðalsteinsson Helga Liv Óttarsdóttir Hermann Sæmundsson Jón Benjamín Einarsson Katla Rán Svavarsdóttir Linda Viðarsdóttir Margrét Friðjónsdóttir Ríkharður Reynisson Rúnar Ólafur Axelsson Sigurbjörn Sveinsson Stefán B. Guðjónsson Þórdís Lilja Jensdóttir 40 ára Edgar Konráð Gapunay Elena Zaytseva Elín Engilbertsdóttir Guðný St. Hreiðarsdóttir Gunnar Freyr Steinsson Halla Magnúsdóttir Helena Lind Svansdóttir Hulda Hr. Bergþórsdóttir Ingimundur Ó. Sverrisson Jóhannes Magnússon Jóna Erlendsdóttir Ragnheiður Tryggvadóttir Skúli Húnn Hilmarsson Valdís Beck Víðir Garðarsson Þorvarður G. Guðmundss. Þröstur Erlingsson 30 ára Birkir Magnússon Dagbjört Örvarsdóttir Elsa Rut Hjaltadóttir Erna Aðalsteinsdóttir Guðmundur S. Bergmann Halldór Þór Helgason Kamil Cabaj Kristinn Erlingsson Nirosha S. Palliya Guruge Rafal Baranowski Rannveig Jónsdóttir Samúel Ingi Stefánsson Sigurður Rúnar Sigurðsson Snorri Sigurðss. Norðdahl Þorbjörn Sigurgeirsson Til hamingju með daginn 30 ára Brynjar er Hafn- firðingur en býr á Álfta- nesi og er smiður hjá HBH byggir. Maki: Lovísa Karítas Magnúsdóttir, f. 1985, kennari í leikskólanum Krakkakoti. Börn: Elín Máney og Theodór Gauti, f. 2012. Foreldrar: Steingrímur Páll Björnsson, f. 1959, tollvörður, og Elín Sigurð- ardóttir, f. 1963, mat- ráður, bús. í Hafnarfirði. Brynjar Örn Steingrímsson 30 ára Erna er Álftnes- ingur og býr þar og er ráðstefnustjóri á Hótel Sögu. Maki: Hróðmar Eydal, f. 1988, þjónn á Vox Hótel Hilton. Systur: Björg Eyjólfs- dóttir, f. 1968, og Hrefna Þórarinsdóttir, f. 1986. Foreldrar: Þórarinn Ey- þórsson, f. 1937, banka- maður, og Sigríður Eiríks- dóttir, f. 1951, húsmóðir, bús. á Álftanesi. Erna Þórarinsdóttir 30 ára Svanhildur er frá Þórshöfn á Langanesi en býr á Akranesi og er stuðningsfulltrúi í Brekku- bæjarskóla. Maki: Hjálmar Þór Ingi- bergsson, f. 1979, ofn- gæslumaður hjá Elkem á Grundartanga. Börn: Lilja Rós, f. 2003, og Ingibergur, f. 2010. Foreldrar: Björn Gott- skálksson, f. 1963, og Rósbjörg Sigríður Stef- ánsdóttir, f. 1968. Svanhildur Sigríður Ríkarðs Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína við guð- fræði- og trúarbragðafræðideild Há- skóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Andlegir, trúarlegir og tilvistarlegir þættir innan líknarmeðferðar. Rann- sókn byggð á eigindlegum og meg- indlegum rannsóknaraðferðum (Spiri- tuality as a Dimension of Palliative Care – An Icelandic Mixed Methods Study). Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi sem framkvæmd er innan guðfræði og tekur líknar- meðferð til skoðunar. Tilgangur henn- ar var að öðlast dýpri skilning á því hvernig fólk sem er deyjandi skynjar andlega, trúarlega og tilvistarlega þætti í lífi sínu. Í rannsókninni tóku þátt einstaklingar sem þáðu líknar- meðferð á líknareiningum Landspít- alans. Eigindleg viðtöl voru tekin við 10 manneskjur og tvö mælitæki frá European Organization for Research and Treatment of Cancer voru lögð fyrir 30 einstaklinga, mælitæki sem snertir andlega, trúarlega og tilvist- arlega þætti og lífsgæðaspurninga- listi. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að and- legir, trúarlegir og tilvistarlegir þætt- ir eru margbrotnir og snerta mis- munandi svið mannlegrar til- veru. Einnig komu fram tengsl á milli þess hvernig þátt- takendur mátu andlega vellíðan sína og lífsgæði. Þegar grundvallarþemun í eigindlegu viðtölunum voru skoðuð kom í ljós ákveðin samsvörun við þau atriði sem mælitækinu um andlega, trúarlega og tilvistarlega þætti er ætl- að að meta. Niðurstöðurnar draga fram mikilvægi tengsla, þ.e. tengsl manneskjunnar við sjálfa sig, tengsl við Guð/æðri mátt sem birtist einkum í notkun bænarinnar og tengsl við fjöl- skyldu. Tilvistarlegir þættir endur- spegluðust í einkennum andlegrar og tilvistarlegrar kreppu og í hugmyndum um dauðann og líf eftir dauðann. Rannsóknin kynnir guðfræðilegt líkan sem nýtist í sálgæslu en megináhersla guðfræðinnar er að mæta andlegum, trúarlegum og tilvistarlegum þörfum. Guðlaug Helga Ásgeirsd. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir varð stúdent frá MH 1980 og lauk embættisprófi í guðfræði, cand. theol. frá guðfræðideild HÍ 1988. Hún kláraði framhaldsnám í fjölskyldumeðferð við Endurmenntunarstofnun HÍ 1997. Guðlaug Helga starfaði sem prestur við öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar um árabil. Hún hefur gegnt embætti sjúkrahúsprests þjóðkirkjunnar frá 1998. Eiginmaður Guðlaugar Helgu er Lárus S. Marinusson, forstöðuheilsuþjálfari á Reykjalundi og eiga þau þrjú börn, Einar Daða, Guðnýju Helgu og Elías Hlyn. Doktor VARAHLUTIR Í RACER OGMTB TAX FREE DAGAR! HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS SKOÐAÐUÚRVALIÐOGVERÐINÁGAP.ISEÐAKÍKTU ÍHEIMSÓKN ÍFAXAFEN7! LÉTTARIGREIÐSLUR VAXTALAUST Í ALLT AÐ 6MÁNUÐI Þegar þú verslar fyrir 75.000 eðameira getur þú dreift greiðslunni vaxtalaust í allt að 6mánuði FLEIRI HJÓL - HÆRRI AFSLÁTTUR Ef fleiri en einn í fjölskyldunni kaupa sér hjól þá eykst afslátturinn. FJÖLSKYLDUDÍLLINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.