Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Page 16
Miðvikudagur 7. janúar 200916 NÁMSKEIÐ&SKÓLAR
DV0901068231
Alda Björk Valdimarsdóttir
„Á upphafsskeiði þöglu myndanna voru kvikmyndastjörnur ekki til.“
DV0811199093.jpg
Tom Cruise og Katie Holmes
Cruise er dæmi um þegar ímynd stjörnu er orðin það sterk að hún verður að hálfgerðu fyrirbæri.
DV0901065018
Bette Davis
Ein þeirra Hollywood-stjarna sem fjallað er um á námskeiðinu.
Námskeið um stjörnukerfið í Hollywood verður kennt við Háskóla Íslands á komandi vorönn. Alda Björk Valdi-
marsdóttir, sem kennir námskeiðið, segir að slíkt stjörnukerfi gæti að líkindum aldrei þrifist hér á landi.
Stjörnufræði Hollywood
Eitt af þeim námskeiðum sem kennd
verða við kvikmyndafræðiskor Há-
skóla Íslands á komandi vorönn er
námskeið með yfirskriftinni Stjörnu-
fræði. Að sögn Öldu Bjarkar Valdi-
marsdóttur, sem kennir námskeiðið,
hefur lengi skort ítarlega umfjöll-
un um hlutverk stjörnunnar í heimi
kvikmyndanna. Á síðustu árum hafi
þó hlaupið líf í þetta fræðasvið og
stjarnan verið könnuð meðal ann-
ars frá sjónarhóli táknfræði, við-
tökufræði, sálgreiningar, femínisma
og menningarfræði. Alda tekur líka
sérstaklega fyrir nokkrar stjörnur,
til dæmis Bette Davis, Joan Craw-
ford, Marlon Brando og Tom Cruise,
og munu nemendur horfa á myndir
sem þessir leikarar leika í.
„Þetta er svolítið fræðilegt nám-
skeið þar sem ég nota mikið greinar
úr bókinni Kvikmyndastjörnur,“ seg-
ir Alda. „Ég byggi námskeiðið meðal
annars á greinum eftir fræðimennina
Richard Dyer, Molly Haskell og Jack-
ie Stacey sem hefur skoðað samband
stjörnu og áhorfenda.“
StjöRNuRNAR oRÐNAR
„vENjuLEgRI“
Margir standa vafalítið í þeirri trú að
stjörnur séu einungis yfirborðsleg
fyrirbæri. Þetta er eitt af því sem Alda
kemur inn á á námskeiðinu.
„Dyer vill meina að þetta sé miklu
flóknara. Það megi ekki afgreiða
stjörnur sem eitthvað yfirborðslegt
því þær hafi ákveðna hugmynda-
fræðilega virkni í samfélaginu sem
þurfi að skoða þetta í samhengi við.
A
T
A
R
N
A
… vertu á grænni grein