Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2009, Qupperneq 24
miðvikudagur 7. janúar 200924 Ættfræði 30 ára n Julius Caesar Deiparine Keldulandi 5, Reykjavík n Katarzyna Urszula Jankowska Holtsgötu 34, Njarðvík n Svava Gísladóttir Bárugranda 11, Reykjavík n Katla Sigurðardóttir Fagrabergi 36, Hafnarfjörður n Sigurður Örn Kolbeins Nýbýlavegi 60, Kópavogur n Páll Þórir Daníelsson Þorláksgeisla 43, Reykjavík n Unnur Ingimundardóttir Lyngdal 7, Vogar n Sveinn Sævar Frímannsson Lækjartúni 16, Akureyri n Jenný Lovísa Árnadóttir Túngötu 12, Grindavík 40 ára n Guðrún Kristmanns Birgisdóttir Rauðási 12, Reykjavík n Ragnar Kristinn Ingason Melseli 14, Reykjavík n Þorbjörn Sigurðsson Áshlíð, Flúðir n Guðmundur H Kjartansson Kirkjuteigi 31, Reykjavík n Valgerður Halldórsdóttir Sólheimum 22, Reykjavík n Þórdís Sólmundardóttir Lóurima 9, Selfoss n Ari Þór Jónsson Vesturgili 4, Akureyri n Hulda Júlía Sigurðardóttir Skipasundi 69, Reykjavík n Hlynur Örn Sigurðsson Gullengi 11, Reykjavík n Elísabet Á Sigurjónsdóttir Grasarima 6, Reykjavík n Rögnvaldur Kristbjörnsson Krummahólum 2, Reykjavík 50 ára n Haraldur Guðmundsson Hraunbæ 6, Hveragerði n Jómundur G Hjörleifsson Heggsstöðum, Borgarnes n Þorsteinn Einarsson Seilugranda 9, Reykjavík n Benóní Torfi Eggertsson Langholtsvegi 161, Reykjavík n Hilmar Heiðar Eiríksson Víðivangi 14, Hafnar- fjörður n Rannveig Pálsdóttir Hólabergi 80, Reykjavík n Margrét Kjartansdóttir Foldahrauni 30, Vestman- naeyjar n Guðný Ólafsdóttir Melseli 8, Reykjavík n Gunnar Magnússon Sogavegi 28, Reykjavík n Jóhann Gestur Jóhannsson Grjótási 8, Njarðvík n Árný Gyða Steindórsdóttir Vesturgötu 71, Reykjavík 60 ára n Guðrún Guðmundsdóttir Hraunbæ 55, Reykjavík n Guðmundur Óli Scheving Brávallagötu 6, Reykjavík n Bergur Höskuldsson Reynihólum 1, Dalvík n Páll Gunnar Loftsson Sundstræti 35b, Ísafjörður n Ásta Jónsdóttir Ugluhólum 10, Reykjavík n Gísli Geir Jónsson Nýhöfn 5, Garðabær n Hildur Sveinsdóttir Daltúni 31, Kópavogur n Valgerður Guðmundsdóttir Álfheimum 32, Reykjavík n Þórdís Guðmundsdóttir Brekkuhvammi 12, Hafnarfjörður n Inga Jóna Andrésdóttir Háholti 6, Garðabær n Bjarni Reykjalín Furulundi 19, Akureyri n Knútur Eyjólfsson Stararima 57, Reykjavík n María N Guðmundsdóttir Skerjavöllum 9, Kirkjubæjarkl. n Þorsteinn G Benjamínsson Kveldúlfsgötu 14, Borgarnes 70 ára n Þórunn Lýðsdóttir Markarvegi 13, Reykjavík n Dagný Þ Ellingsen Akurholti 11, Mosfellsbær 75 ára n Viggó Þorsteinsson Laufrima 4, Reykjavík n Þórir Þorsteinsson Ásgarði 77, Reykjavík n Sæunn Magnúsdóttir Reynimel 50, Reykjavík n Marteinn Jónsson Óðinsgötu 6a, Reykjavík 80 ára n Jónas Thorarensen Rekagranda 3, Reykjavík 85 ára n Kristján Larsen Lönguhlíð 11, Akureyri NÍU ÁRA Í ÞRJÁTÍU ÁR Jón Víðis Jakobsson, forseti Hins íslenska töframannagildis og verk- efnastjóri hjá frístundaheimilinu Álfheimum í Hólabrekkuskóla, er 39 ára í dag. Jón ætlar ekki að blása til stórafmælisveislu í tilefni dagsins og býst við að hann verið með hefð- bundnu sniði. „Þetta leggst mjög vel í mig. Dagurinn verður eins og venjulega, ég fer í vinnuna og segi börnunum að ég sé níu ára á morg- un. Þá er ég búinn að vera níu ára í heil þrjátíu ár,“ segir hann í samtali við DV. Alltaf að töfra í afmælum Jón Víðis heldur upp á afmæli sitt með pompi og prakt á tíu ára fresti. Hann verður fertugur á næsta ári og segist líka það ágætlega að aðeins eitt ár sé í stóra afmælið. Hann sé eftir allt ennþá níu ára. Hann seg- ir að eftir vinnudaginn á frístunda- heimilinu sé hann boðinn í mat til móður sinnar. Að öðru leyti hefur hann engin sérstök áform á afmæl- isdaginn. Aðspurður hvort hann sé mikið afmælisbarn, svarar hann: „Ég fer í fullt af afmælum sem töframaður og ég er mikið afmælisbarn að því leyti. Svo er ég líka á fullu í jólaboð- um. Var til dæmis að töfra í jóla- boði hjá forsetanum um síðastliðna helgi.“ Þá var jólaboð fyrir börn er- lendra sendiráðsstarfsmanna og sýndi Jón Víðis nokkur galdrabrögð þar. Margir í stórfjölskyldu Jóns Víðis eiga afmæli í kringum jól og áramót og því myndaðist sú hefð á árum áður eftir að jólavertíðinni lauk, að stórfjölskyldan fór gjarnan saman í bíó á afmælisdaginn hans. Stundum allt upp í tuttugu manns. „Þá fórum við gjarnan öll saman á aðal jóla- myndina sem var í bíó hverju sinni. Við höfum reyndar ekki gert mikið af því undanfarið,“ segir hann Nóg að gera í töfrabransanum Jón Víðis er greinilega með marga bolta á lofti í einu.„Það eru áhöld um það hver er aðalvinnan mín. Ég er fyrir hádegi að undirbúa daginn og starfið. Svo frá eitt til fimm eftir hádegi er ég að að vinna með börn- unum á frístundaheimilinu Álf- heimum. Svo er ég pantaður í ýmis boð sem töframaður,“ segir hann. Jón Víðis lætur vel af starfi töframannsins. Hið íslenska töfra- mannagildi telur alls 23 meðlimi og því er ljóst að nóg framboð er af töframönnum hér á landi. Að- spurður hvort mikil samkennd eða samkeppni sé innan stéttarinnar, svarar hann: „ Það er bæði mjög heilbrigð samkeppni en líka góð og mikil samkennd.“ Jón Víðis hefur nóg að gera, hann er pantaður í boð bæði fyrir fullorðna og fyrir börn. Algengt er að hann sé pantaður í stórafmæli hjá fullorðnum til þess að töfra fyrir börnin. „En þá eru börnin líka á öll- um aldri,“ segir hann glettinn. Þess fyrir utan hefur Hið ís- lenska töframannagildi haldið ár- leg töfrakvöld og farið saman á er- lendar töfraráðstefnur svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem vilja kynna sér starfsemi töframanna hér á landi geta skoðað vefsíðuna toframenn. is, en Hið íslenska töframannagildi er félagi í hinu alþjóðlega bræðra- lagi töframanna og er hringur núm- er 371 í því. Þá heldur Jón Víðis sjálfur úti vefsíðunni tofrar.is og þar er hægt að fræðast um töframanninn sjálf- an. Til hamingju með afmælið! „Ég geri nú bara ráð fyrir því að vera í vinnunni til að verða hálf níu í kvöld,“ segir afmælisbarn dagsins, Guðrún Kristmanns Birgisdóttir, spurð um plön dagsins. Guðrún vinnur sem leikskóla- liði og deildarstjóri á leikskóla og segir langan dag fyrir höndum þar sem fundarhöld taki við að loknum vinnudegi. „Þannig hljómar nú bara afmæl- isdagurinn þetta árið,“ segir Guðrún hógvær en viðurkennir þó að hún muni halda upp á daginn síðar. „Mér skilst að eiginmaðurinn sé með einhver plön næsta föstudags- kvöld sem ég veit ekkert um. Ég á því vonandi skemmtilegt kvöld í vænd- um.“ Guðrún viðurkennir að hún sé mikið afmælisbarn í eðli sínu þó svo að hún hafi nú ekki verið mikið fyrir að halda stórveislur. „Ég er meira fyr- ir að halda góð partí með gítarspili og söng. Ég bý svo vel að eiga góða vini sem kunna á gítar og geta haldið uppi góðri stemningu.“ Guðrún segir aldurinn leggjast vel í sig og að í dag muni hún bera glæsi- legt barmmerki með tölunni fjörutíu. „Systir mín, sem er fjórtán mánuðum eldri en ég og því nýbúin að ganga í gegnum þessi tímamót, var svo sæt að færa mér þetta forláta barmmerki og mun ég bera það með stolti í dag,“ segir Guðrún í gamansömum tóni. Það er ekki bara nóg að gera inn- an um öll börnin í leikskólanum hjá Guðrúnu því sjálf á hún þrjú börn. „Ég á þrjú yndisleg börn sem ég eign- aðist á fjórum árum,“ segir afmælis- barn dagsins að lokum sem óskar sér þess eins í afmælisgjöf að allt gangi vel hjá sér og sínum. kolbrun@dv.is Guðrún Kristmanns Birgisdóttir er fertug í dag: Óvænt kvöld í vændum Vinnur allan afmælisdaginn guðrún verður vinnandi fram á kvöld á sjálfan afmælisdaginn. Jón Víðis Jakobsson, forseti Hins íslenska töframannagildis, er 39 ára í dag:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.