Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Qupperneq 4
föstudagur 30. janúar 20094 Fréttir Sandkorn n Væntanlegar kosningar eiga hug og hjarta margra. Sér- staklega velta menn því fyrir sér hverjir séu á leið í fram- boð og hverjir ekki. Nú hefur Sigmundur Ernir Rún- arsson, fyrr- verandi for- stöðumaður fréttasviðs Stöðvar 2, gefið sterk- lega í skyn að hann kunni að skella sér í stjórnmál- in nú þegar hann er laus við að þurfa að gæta fulls hlutleys- is. Sjálfur segir hann ekkert um hvern hann kynni að fara í framboð fyrir en einhverjir þykjast finna framsóknarlykt af honum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur Ernir er orðaður við framboð en hingað til hefur hann tekið vinnuna og fjölmiðlunina fram yfir stjórn- málin. n Sjálfstæðismenn hafa marg- ir hverjir verið með böggum hildar síðustu daga, eftir að þeir hrökkluðust út úr ríkis- stjórn. Nú er helgin þegar landsfundur sjálfstæð- ismanna átti að standa yfir en honum var frestað þegar Geir H. Haarde, fráfarandi formað- ur flokksins, tilkynnti um veik- indi sín. Þeir landsfundargest- ir sem voru orðnir spenntir að fá tækifæri til að spyrja ráð- herra flokksins út úr þurfa þó ekki að örvænta um að spyrja valdalausa menn í mars eða apríl. Sjálfstæðismenn boða til fundarhalda á föstudag og þar sitja ráðherrarnir fyrir svörum flokksmanna síðasta daginn áður en þeir detta úr stjórn. n Helga Lára Haarde, dótt- ir Geirs fráfarandi forsætis- ráðherra, er talin vera einn af framtíðar- pólitíkusum landsins. Hún er beitt- ur penni og lætur óhikað í ljósi skoð- anir sínar. En á meðan allt logaði í illdeilum innan ríkisstjórnar og fall blasti við var Helga Lára á Skagaströnd. Þar er hún að ljúka við að skrifa sálfræðiritgerð sína. Þegar stund gafst á milli stríða brá hún sér í Kántríbæ og drakk kaffi með Hallbirni Hjartar- syni, óumdeildum kántríkóngi Íslands. Trúverðugleiki á tombóluprís kristján hreinsson skáld skrifar. „Í nær tvo áratugi hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið að riðlast á undirstöðum þjóðlífsins.“ Síðustu árin hefur okkar einstöku þjóð ver-ið seldur trúverðugleiki þingmanna og ráðherra á slikk. Og nú er svo komið að út-salan er á enda. Ekki finnst ein einasta sála sem getur hugsað sér að greiða svo mikið sem einn eyri fyrir það sem eitt sinn hét tiltrú á kerfið. Lýð- ræðið er fótum troðið – flokksræði og einkavina- væðing hafa með dyggri aðstoð kerfiskarla náð að eitra alla innviði þess sem áður þótti þrifalegt þjóð- arbú – reist á traustri stjórnarskrá. Í nær tvo áratugi hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið að riðlast á undirstöðum þjóðlífsins. Og allan tím- ann hefur illkvittin ásjóna Davíðs Oddssonar vak- að yfir niðurrifinu. Megnið af tímabili eyðingarafla hefur sá skelfilegi flokkur fengið liðsinni Fram- sóknarflokksins og saman náðu þessir flokkar að lyfta þjóðinni efst á stall þegar mæld er spilling hins opinbera. Já, þessir tveir flokkar komu okkur í eitt af efstu sætunum yfir minnst spillta stjórnsýslu í veröld vorri. Núna eru þjóðir einsog Simbabve og Nígería að ýta okkur niður fyrir sig, því nú eru íslensku spillingaröflin öll að koma í ljós og ekki lengur hægt að fela andlit eymdarinnar. Ástandið er orðið svo hryllilegt að meira að segja Framsókn vill láta endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins. Að vísu hljómar þetta einsog flokkurinn hafi aldrei komið nálægt stjórn landsins. En það er nú önnur saga. Nýr formaður á víst að fegra ímyndina, jafn- vel þótt hann tengist Finni Ingólfssyni og S-hópn- um afar sterkum böndum. Þau tengsl þykja ekki góð fyrir þann mann, sem sagður var með frekar óflekkað mannorð, þótt ættartengslin stilltu hon- um upp í námunda við Kögun og eitt og annað misjafnt sem fortíðinni tilheyrir. Jæja, núna erum við laus við Sjálfstæðisflokkinn og vonandi kemst sá frjálshyggjuflokkur aldrei aft- ur til valda á Íslandi. Síðasta aulaverk og reyndar eitt af heilladrýgri óhæfuverkum flokksins var þeg- ar Geir Haarde sagði að hann ætlaði að gera allt til að koma í veg fyrir það sem hann kallaði stjórnar- kreppu, en um leið og þess var óskað að hann gæfi eftir forsætisráðherrastólinn til að bæta andrúms- loftið á stjórnarheimilinu, þá gaf hann skít í fyrri loforð og bauð stjórnarkreppunni inní stofu. Samfylking og Vinstrihreyfingin - grænt framboð ætla nú að stjórna þjóðarskútunni og verða, því miður, að reiða sig á stuðning þeirrar sýktu fylk- ingar sem í daglegu tali kallast Framsóknarflokk- ur. Í illri kreppu urðu stór átökin í bænum en Samfylkingin síðan fór í sæng með vinstri grænum. Skáldið Skrifar „Við ætlum fyrst og fremst að bjóða okkur fram sem nýjan valkost í for- ystu Frjálslynda flokksins og svara þeirri kröfu um endurnýjun,“ segir Guðrún María Óskarsdóttir skóla- liði sem ætlar að bjóða sig fram sem formaður Frjálslynda flokksins á komandi landsþingi í mars. Hún og Ásgerður Jóna Flosadóttir stjórn- málafræðingur, sem ætlar að bjóða sig fram sem varaformaður flokksins, vilja breytingar í flokknum ásamt því að halda í gömul gildi. Mikilvægt að konur fái að spreyta sig „Við viljum sjá auknar áherslur í baráttunni fyrir aðalmálinu sem er kvótamálið. Við viljum fá það yfir- stéttarþjóðfélag sem er hér við lýði á Íslandi á brott. Það er mikilvægt að minnka útgjöld ríkisins, þar sem þenslan er orðin of mikil, og færa verkin í hendur einstaklinga því frelsi einstaklingsins er leiðarljós Frjáls- lynda flokksins,“ segir Guðrún María og bendir á að það vanti konur í for- ystuna. „Okkur finnst sjálfsagt að bjóða okkur fram sem konur, þær eiga ekki að láta sitt eftir liggja. Við viljum sjá hér þjóðfélag jafnréttis og sýna að við konur sitjum ekki alltaf eftir heldur höldum áfram því ein- hver þarf að ryðja brautina.“ Ásgerður Jóna tekur í sama streng og segir að það séu ekki bara karlar í flokknum. „Það er fullt af konum sem hafa margt gott fram að færa, til að mynda hefur verið erfitt að fá konu sem ritara flokksins. Fólk verð- ur fyrst og fremst að fá að sanna hvað það getur í starfi.“ Getum lifað í yndislegu samfélagi Þær vilja efla og stækka flokkinn enda hefur hann mælst með töluvert minna fylgi í skoðanakönnunum en hann ætti í raun og veru að gera að þeirra mati. „Það er mjög slæmt að við getum ekki komið okkur betur á framfæri en raun ber vitni og við viljum efla flokkinn og þetta er okk- ar leið til þess,“ segir Ásgerður Jóna. Hún bendir á að málefni aldraðra og öryrkja séu mikilvæg. „Við eigum öll eftir að verða gömul og viljum ekki að það sé komið fram við okkur eins og komið er fram við eldri borgara í dag. Í raun ættu aldraðir að vera á stalli þjóðfélagsins. Við viljum lýðræði og réttlæti og að það haldist í hend- ur er mjög mikilvægt.“ Hún segir að hreinsunin í þjóðfélaginu sé hafin og það sé mikilvægt að halda því áfram. „Þegar það er búið að rusla þessu liði út úr stofnunum þjóðfélagsins sem hefur verið að maka krókinn síðustu áratugi í skjóli yfirvalda eigum við eftir að upplifa yndislegt samfélag.“ Eiga góða möguleika Guðrún María segir að flokkurinn eigi góða möguleika í komandi kosn- ingum. „Ég tel að flokkurinn geti nýtt sína stöðu því hann er hægra meg- in við miðju í pólítíkinni en hefur oft viljað stíga á bremsuna varðandi kvótakerfið og ýmis mál.“ Báðar hafa þær tekið þátt í starfi Frjálslynda flokksins í gegnum árin og ætla að kynna sig vel fyrir landsfundinn. „Við ætlum að fara vel ofan í stefnuskrána og kynna hana eins vel og við getum því stefnuskráin er mjög góð. Um leið og fólk áttar sig á stefnu flokksins munu menn gefa honum sín atkvæði og við viljum hvetja fólk til að skrá sig í flokkinn. Við ætlum einnig að dæla inn greinum í blöðin og vera sýnileg- ar þótt við höfum enga peninga. Svo er það undir flokksmönnum komið hvort þeir vilja sjá einhverjar breyt- ingar,“ segja þær báðar að lokum. Guðrún María Óskarsdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir ætla að bjóða sig fram sem formaður og varaformaður Frjálslynda flokksins á næsta landsþingi í mars. Þær segja mikilvægt að konur fái að sanna sig í starfi og berjast fyrir auknum réttindum aldraðra. Þær segja mikla vinnu fram undan og vilja leggja sitt af mörkum til að fá spillingu burt og leggja mikla áherslu á þjóðfélag réttlætis og jafnréttis. Boði loGason blaðamaður skrifar bodi@dv.is fara fraM GeGn flokksforYstU „Okkur finnst sjálfsagt að bjóða okkur fram sem konur, þær eiga ekki að láta sitt eftir liggja.“ Í framboð guðrún María og Ás- gerður jóna ætla að bjóða sig fram til forystu í frjálslynda flokknum. Mynd RÓBERt REynisson Varahlutir og viðgerðir 511 2222 Norðurhella 8 l 221 Hafnarfirði S: 511 2222 l Fax: 511 2223 varahlutir@varahlutir.is www.varahlutir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.