Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Qupperneq 18
föstudagur 30. janúar 200918 Helgarblað Upphafið að stofnun líftæknifyrirtækisins deCODE má rekja til umræðna Kára Stefánssonar og Davíðs Odds- sonar á 25 ára stúdentsafmæli árið 1995. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar í rekstri fyrirtækisins og hefur deCODE farið frá því að vera óskabarn þjóðarinnar um aldmótin 2000 yfir í að vera olnbogabarn sem ný- verið fékk ríflega fyrirgreiðslu frá Landsbankanum til að halda lífi. DV skoðaði dramatíska sögu deCODE sem tapað hefur rúmum 55 milljörðum síðan árið 1997. Árið 1995 hittust Kári Stefánsson og Davíð Oddsson á 25 ára stúdentsaf- mæli. Þeir höfðu verið skólabræður í Menntaskólanum í Reykjavík. Þar léku þeir meðal annars saman í Bubba kóngi þar sem Davíð lék kónginn en Kári keisara. Á stúdentsafmælinu viðr- aði Kári hugmyndir sínar um stofnun deCODE. Þar innsigluðu þeir áform- in um framtíð félagsins. Fyrirtækið var síðan formlega stofnað í ágúst árið 1996 í Delaware-fylki í Bandaríkjunum. Bandarískir áhættufjárfestar höfðu þá lagt fram 400 milljónir króna. Til að byggja traust á fyrirtækinu var Vigdís Finnbogadóttir fengin til að taka sæti í stjórn þess. Hún lét af emb- ætti forseta í ágúst árið 1996 þegar Ól- afur Ragnar Grímsson tók við. Með gagnagrunnslögunum sem tóku gildi í desember árið 1998 voru lögð drög að viðskiptahugmynd félagsins. Baldur Guðlaugsson, núverandi ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu og einka- vinur Davíðs Oddssonar, var fenginn til að semja frumvarpið. Baldur hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna sölu á hlutabréfum sínum í Landsbankanum rétt fyrir bankahrun- ið. Plötuðu bankana Vorið 1999 tókst deCODE síðan að fá Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins, Landsbankann og Bún- aðarbankann til að fjárfesta fyrir sex milljarða króna í fyrirtækinu. Um var að ræða 17 prósenta hlut í fyrirtækinu. Á sama tíma keyptu Kári og Hannes Smárason hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Hannes var aðstoðarforstjóri fé- lagsins frá byrjun þangað til hann hætti árið 2004 til að snúa sér að Flugleiðum og síðar FL Group eins og frægt er. Eftir að bankarnir höfðu keypt í deCODE hófu þeir að selja Íslend- ingum hlutabréf sín í fyrirtækinu á svokölluðum „gráa markaði“. Um var að ræða svokölluð B-bréf. Það eru hlutabréf sem ekki eru skráð á skipulegan hátt. Upplýsingaskylda þeirra er mjög takmörkuð og því þurftu forsvarsmenn fyrirtækis- ins ekki að upplýsa mikið um fjár- hagsstöðu félagsins né um áætlað fjárflæði til langs tíma. Hlutabréfaæði Eftir kaup bankanna í deCODE greip um sig hlutabréfaæði á Íslandi. Bankarnir þrír sem keypt höfðu sex milljarða hlut í deCode hófu að selja hlutabréf og veittu einnig lán til þeirra. Þótti Búnaðarbankinn ganga hvað harðast fram. Frægt er þegar Árni Oddur Þórðarson, þáverandi forstöðumaður markaðsviðskipta Búnaðarbankans, lét þau orð falla árið 1999 að það væri meiri áhætta að kaupa ekki hlutabréf í deCODE. Árni Oddur er í dag forstjóri Eyrir Invest, stærsta hluthafa Marels. Hann var nýverið kosinn viðskiptamaður árs- ins 2008 af Viðskiptablaðinu. Einn- ig má nefna að Ársæll Hafsteinsson var yfirlögfræðingur Búnaðarbank- ans. Hann á sæti í skilanefnd Lands- bankans. Árið 2001 voru sett lög í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins þar sem verðbréfafyrirtækjum er gert skylt að grafast fyrir um hæfni fjárfesta. Með þeim var „gráa mark- aðinum“ að mestu leyti útrýmt. Kaupréttur Kára Kári gerði kaupréttarsamning sem tryggði honum tvær milljónir stofn- hluta. Hann keypti hlutina fyrir 2.000 dollara sem þá voru 140 þús- und krónur. Þess skal getið að ís- lensku viðskiptabankarnir keyptu fyrir sex milljarða á genginu 17. Það er 17 þúsundfalt hærra verð en Kári greiddi. Þegar ævintýrið náði hæstu hæðum á Íslandi árið 2000 náði verðið á „gráa markaðinum“ 65 doll- urum. Það er 65 þúsundfalt verðið sem Kári greiddi. Hrundu fljótt Bréf deCODE voru sett á markað af Nasdag í Bandaríkjunum 18. júlí árið 2000. Upphafsgengi bréfanna var þá 18 dollarar en eins og áður var sagt fór gengið á „gráa markað- inum“ hæst í 65 dollara. Netbólan svokallaða var að springa á svipuð- um tíma en Nasdaq-vísitalan hafði náð hæstu gildum 10. mars árið 2000 um fimm mánuðum áður en deCODE fór á markað. Við lok fyrsta viðskiptadags á Nasdaq-hlutabréfa- markaðnum var það komið upp í 25,44 dali. Næstu vikur á eftir sveiflaðist gengi bréfanna töluvert en hæst náði lokagildið 28,75 dölum 11. september árið 2002. Bandaríkja- menn virðast ekki hafa gleypt við deCODE-ævintýrinu líkt og Íslend- ingar. Morgan Stanley kom félag- inu á markað og átti um tíma sjálft í því. Þegar greinargerð var gerð um félagið kom loks í ljós að framtíðar- sjóðsstreymi fyrirtækisins á næstu árum gæti ekki staðið undir þáver- andi verðlagningu hlutabréfa fé- lagsins. annaS SigmunDSSOn Og ingi F. VilHjálmSSOn blaðamenn skrifa: as@dv.is og ingi@dv.is DeCODe HæKKar um 58% á 4 mánuðum „Hlutabréf í deCOdE genetics hafa hækkað um 58% frá því í júní síðastliðnum þegar 17% hlutur stofnfjárfesta var keyptur af innlendum aðilum. gengi hlutabréfanna er nú um 27 dollarar á hlut og hefur verið að hækka síðustu daga, að því er fram kom í morgunkorni fjárfestingarbanka atvinnulífsins í gær.“ Frétt Morgunblaðsins 20. október árið 1999. BanKarnir ViðurKenna Verðmæti DeCODe Kaup fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankans og Búnaðarbankans á 17 prósenta hlut í deCOdE genetics Inc., móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagrein- ingar, sýna svo ekki verður um villst að í ÍE liggur eitt magnaðasta viðskipta- tækifæri sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir. Það er ekki nóg með að fyrirtækið hafi flutt til landsins fjölda vísindastarfa og sérþekkingu. Það er að ryðja brautina fyrir íslensk þekkingarfyrirtæki til að afla fjár til starfsemi sinnar erlendis. ÍE er að notfæra sér nýuppgötvaðar auðlindir og beitir markaðsöflun- um til að virkja þær. Á sama tíma er fyrirtækið orðið umræddasta og jafnframt eitt umdeildasta fyrirtæki landsins. Miðað við kaupgengi bankanna þriggja er félagið orðið það verðmætasta á landinu, með markaðsverðmæti upp á 500 milljónir bandaríkjadala, eða 37 milljarða íslenskra króna. greiningarmenn og sérfræðingar þessara þriggja banka hljóta að hafa orðið sáttir við þetta mat eftir ýtarlega skoðun. Bankar geta ekki leyft sér að nota svo stóran hluta eigin fjár síns til hlutabréfakaupa, nema vera alveg vissir í sinni sök. Frétt Morgunblaðsins 1. júlí árið 1999. SPrenging á gengi BréFa í DeCODe sannkölluð sprenging varð á gengi hlutabréfa í deCOdE í morgun í kjölfar rekstrarleyfis Íslenskrar erfðagreiningar á gagnagrunni á heilbrigðissviði. Bréfin eru á svokölluðum gráa markaði og því erfitt að sjá gengi þeirra en hjá Kaupþingi fengust þær upplýsingar að verið væri að selja þau á 65 dollara hlutinn en bréfin voru seld á 51 dollara á föstudaginn og höfðu þá hækkað lítillega frá því um miðja vikuna. Frétt Morgunblaðsins 24. janúar árið 2000. telja ummælin Vart SVaraVerð forsvarsmenn bankanna vísa á bug þeirri gagnrýni sverris Hermannssonar, formanns frjálslynda flokksins og fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, að þeir hafi „narrað vankunnandi Íslendinga“ til að kaupa hlutabréf í deCOdE, móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, á margföldu verði. telja þeir gagnrýnina vart svara verða. sverrir lét þessi ummæli falla á landsfundi flokksins á föstudag. Beindi hann orðum sínum sérstaklega að Landsbankanum en talaði einnig um önnur fjármálafyrirtæki í sömu andránni. Bankastjóri Landsbankans, Halldór j. Kristjánsson, vísaði þessari gagnrýni sverris einnig á bug í frétt í sunnudags- blaðinu. finnur reyr stefánsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Íslandsbanka- fBa, sagði að bankinn kannaðist ekki við að hafa narrað einn eða neinn til viðskipta með bréf deCOdE frekar en önnur bréf. Bankinn hefði tekið þátt í því sumarið 1999 að kaupa bréf í deCOdE af stofnfjárfestum félagsins. Þau hefðu verið seld til innlendra fagfjárfesta en bankinn haldið hluta bréfanna sjálfur. Frétt Morgunblaðsins 23. janúar árið 2001. ÓSKABARNIÐ SEM ÓX EKKI ÚR GRASI erfiðir tímar deCOdE náði nýlega að selja Landsbankanum skuldabréf sitt. Kaupverðið var 1,4 milljarðar króna. Þetta tryggði áframhaldandi rekstur um stund. Óvíst er þó með að félagið nái að fjármagna sig til langframa þar sem markaðsaðstæður eru nú mjög erfiðar. mynD Heiða HelgaDóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.