Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Side 22
föstudagur 30. janúar 200922 Helgarblað Sífellt fleiri bandarískir hermenn hafa svipt sig lífi undanfarið, þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið verji meiri fjármunum í að finna þá her- menn sem glíma við vandamál og veita þeim þá hjálp sem þeir þarfn- ast. Staðfest hefur verið að að minnsta kosti eitt hundrað tut- tugu og fimm hermenn hafi fram- ið sjálfsvíg árið 2008, miðað við eitt hundrað og fimmtán 2007, eitt hundrað og tvo 2006 og áttatíu og sjö árið 2005. Talið er að fjöldi þeirra sem frömdu sjálfsvíg á síð- asta ári geti hækkað enn frekar því herinn rannsakar nú sautján till- felli þar sem hugsanlega var um sjálfsvíg að ræða. Flestir úr landgönguliðinu Landgöngulið bandaríska flotans tilkynnti um fjörutíu og eitt tilfelli á síðasta ári þar sem hugsanlega var um sjálfsvíg að ræða, miðað við þrjátíu og þrjú tilfelli árið 2007, að sögn embættismanna í varnar- málaráðuneytinu, sem fréttastofa NBC vitnaði í. Í sjó- og flugher gætti minni fjölgunar að sögn embætt- ismannanna, sem allir kröfðust nafnleyndar. Samkvæmt opinberum tölum frömdu ellefu óbreyttir borgarar af hverjum eitt hundrað þúsundum sjálfsvíg árið 2005, en það er síðasta árið þar sem fullnægjandi gögn eru fyrirliggjandi. Að sögn embættismanna var fjöldi þeirra sem frömdu sjálfsvíg í landgönguliði flotans á síðasta ári nítján hermenn af hverjum eitt hundrað þúsundum, en í flughern- um var fjöldinn 11,5 og í sjóhern- um 11,3 á hverja eitt hundrað þúsund hermenn. Um er að ræða marktæka fjölgun sjálfsvíga innan hersins miðað við árið 2007. Ekki er með góðu móti hægt að bera tíðni sjálfsvíga innan hersins saman við tíðni sjálfsvíga í banda- rísku samfélagi sem heild, því her- inn er ekki þverskurður þess. En innan þess hluta sem að mestu leyti endurspeglar samsetningu hersins – karlmanna á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra – frömdu um 19,8 einstaklingar af hverjum eitt hundrað þúsundum sjálfsvíg árið 2005. Fjármagn til rannsókna Á sama tíma og þeim fjölgar sem sinna virkri herskyldu eykst tíðni sjálfsvíga umfram fjölgun virkra hermanna í öllum deildum Banda- ríkjahers og eru embættismenn varnarmála slegnir vegna þróun- arinnar. „Þeir hafa allir misst vin. Þeir hafa verið ofurseldir mest eyði- leggjandi umhverfi sem þekkt er í stríði – í líkamlegu, sálfræðilegu, andlegu og siðferðilegu tilliti,“ sagði Loree K. Sutton, undirhershöfðingi í landher Bandaríkjanna. Fimmtíu milljónir bandaríkja- dala hafa runnið til rannsókna á ástæðum sjálfsvíga innan hersins og til að treysta framkvæmdaáætl- un sem miðar að því að bera kennsl á þá hermenn sem eru hrjáðir á sál- inni og veita þeim aðstoð. Þrátt fyr- ir að eitthvað hafi áunnist á síðasta ári telur Mark. A. Graham, yfirmað- ur herstöðvarinnar í Carson-virki í Colorado, að betur megi ef duga skal. Að hans mati skortir herinn sérfræðinga í atferlisfræðum. Árið 2007 upplýsti samband bandarískra sálfræðinga að skort- ur á sálfræðingum í hernum næmi fjörutíu prósentum. „Í ljósi þeirrar streitu sem þjakar hermenn okkar og fjölskyldur, þá tekur hann [skort- urinn] sinn toll,“ sagði Graham. Barist við fordóma Mark A. Graham hefur ekki farið varhluta af vandamálinu því tut- tugu og eins árs sonur hans, Kevin, framdi sjálfsvíg í júní 2003. Að sögn Grahams er stór hluti vandans for- dómar í garð þeirra hermanna sem leita sér ráðgjafar eða annarrar að- stoðar vegna sálrænna vandamála. Átta mánuðum síðar, þegar Graham íhugaði að setjast í helgan stein, féll annar sonur hans, Jeff, í sprengingu í Írak. Graham viðurkennir að hann hafi sjálfur verið þeirrar skoðun- ar að „það væri veikleikamerki“ af hálfu hermanns að viðurkenna að hafa fengið sálrænt áfall. „Vitið þið hvað? Í raun komst ég að því hvað ég lagði á fjölskyldu mína,“ sagði Graham. Hann segir að sjálfsvígsfaraldur innan hersins sé viðvörun og vinnur nú ásamt eigin- konu sinni hjá samtökum sem vinna að því að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Graham sagði að hann og eigin- kona hans hefðu staðið frammi fyr- ir því að láta þessa harmleiki verða sögu þeirra, eða kafla í sögu þeirra. Þau völdu það síðarnefnda. „Þeir hafa allir misst vin. Þeir hafa verið ofurseldir mest eyði- leggjandi umhverfi sem þekkt er í stríði – í líkamlegu, sálfræði- legu, andlegu og sið- ferðilegu tilliti.“ Sífellt fleiri bandarískir hermenn svipta sig lífi. Á síðasta ári fjölgaði sjálfsvígum samanborið við árið 2007. Aukið fjármagn hefur verið veitt til rannsókna og fyrirbyggjandi ráðstafana. Betur má ef duga skal að mati Mark A. Graham undirhershöfðingja sem hefur misst tvo syni sína; annar féll í Írak, hinn framdi sjálfsvíg. KolBeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is HERMENN FALLA FYRIR EIGIN HENDI Mál Jasons scheuerMan n Árið 2005 fór kafteinn í her Bandaríkjanna í Írak þess á leit að óbreyttur hermaður undir hans stjórn fengi sálfræðilegt mat. Hermaðurinn, jason scheuerman, var þekktur fyrir að setja hlaup byssu sinnar í munn sér og endaði mál hans á borði réttindalauss sálfræðings, en á fyrstu árum stríðsins í Írak var það ekki með öllu óþekkt að réttindalaust fólk væri fengið til ráðgjafar í slíkum tilfellum. sálfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að jason, þá tvítugur, „gæti gert sér upp sálræn veikindi“ og með því ráðskast með yfirmenn sína. Hann þjáðist að mati sálfræðingsins ekki af sálrænum vandamálum. Þremur vikum síðar fór jason inn í skáp í herskála og skaut sig til bana. Á skáphurð- ina hafði jason neglt miða með orðsendingu. Á miðanum stóð: „Kannski get ég að lokum öðlast frið.“ GriMMd oG einelti n Það er ekki eingöngu bandaríski herinn sem glímir við fjölgun sjálfsvíga í sínum röðum. Árið 2007 framdi 341 maður úr röðum rússneska hersins sjálfsvíg og svarar sá fjöldi hér um bil til þess fjölda sem fyllir eitt herfylki. Þrátt fyrir að það hafi verið fimmtán prósenta fækkun frá árinu 2006 fer ekki hjá því að yfirmenn í hernum hafi áhyggjur. Einar helstu ástæður sjálfsvíga í rússneska hernum eru taldar vera grimmd og einelti hinna eldri í garð nýliða. Í rússneska hernum gildir, að sögn stevens Eke, sérfræðings BBC í málefnum rússlands, bókstaflega „vald hinna eldri“ – hefðbundið og gjarna ofbeldisfullt einelti, sem algengt er að hreki unga hermenn til sjálfsvígs. rússneskir fallhlífahermenn nýliðar í rússneska hernum sæta miklu harðræði sem hrekur marga til sjálfsvígs. Herkirkjugarðurinn í Arlington í Banda- ríkjunum um 300.000 hermenn hafa fengið hinstu hvílu í kirkjugarðinum síðan 1864.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.