Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Page 24
Seðlabanki Íslands hefur enn og aftur gefið út hughreystandi spá um þróun efnahagsmála á Íslandi. Hann spáir því að verðbólgan fari í 2,5% eftir ár. Svo heppilega vill til að það er einmitt verðbólgumarkmið Seðlabankans. Davíð Oddsson og félagar spá því sem sagt að þeim muni takast ætlunar- verk sitt, sem þeim hefur ekki tekist í áraraðir. Meira að segja Eurovision-söngvakeppnin er þróað-ari en íslensk efnahags-stjórnun. Enginn myndi taka mark á því ef Friðrik Ómar og Regína Ósk hefðu spáð fyrir um eigin gengi í keppninni. Til þess eru óháðir aðilar sem spá fyrir um niðurstöður keppninnar og hafa enga persónulega eða stofnanalega hagsmuni í því. En við eigum að trúa því að Seðlabank- inn spái rétt um árangur eigin verka. Eðlilegri forspár má finna á heimasíðu Lottó, lotto.is, þar sem tölfræðireikn- ingar eru birtir um hversu líklegt sé að talan 38 komi upp, eða að Liverpool vinni Wigan Athletic. Spá Seðlabankans um þróun verð-bólgu er svipuð og spá Arons Pálma Ágústssonar um eigin velgengni í Idol-Stjörnuleit. „Ég á eftir að vinna þetta,“ sagði Aron Pálmi áður en hann hóf þátttöku. „Að ári gæti verðbólga verið komin niður í u.þ.b. 2½%,“ segir orðrétt í nýjustu spá Seðlabankans. Munurinn er sá að Aron Pálmi virtist vera að grínast. Davíð og félagar eru vonandi ekki að grínast, því velferð þjóðarinnar veltur á þeirra aðgerðum. „Tíminn líður hratt á gervihnattaöld,“ sagði Davíð reyndar sposkur á svip þegar hann hækkaði stýrivextina um sex prósent eftir að hafa lækkað þá um þrjú og hálft prósent nokkrum dögum áður. Kannski þetta sé bara spé. Nú og hvernig ætli Seðla-bankinn spái fyrir um verð-bólguna? Jú, fyrst og fremst með því að spá fyrir um árangur sinn í að viðhalda gengi krón- unnar. Og hvernig getur hann það? Jú, honum finnst ólíklegt að honum mis- takist. „Hún mun því hjaðna hratt um leið og krónan styrkist og gæti horfið að mestu leyti á árinu,“ segir bankinn um verðbólguna. Seðlabankinn spáir líka fyrir um hversu háir stýrivextir hans verða. Í lok ársins 2007 spáði hann 4% stýrivöxtum á árinu 2009. Þá spáði hann því að verðbólga myndi mest geta farið í 6%, en minnst í 0% árið 2010. Nú í haust átti verðbólgan að sigla þægilega inn í 2,5% markmið Seðla- bankans. Árið 2004 spáði Seðlabankinn undraverðum eigin árangri. „Með hækkun stýri- vaxta sem kynnt var hér að framan hefur bankinn þegar tekið skref í átt til þess að verðbólga verði minni en felst í spánni.“ Þá spáði bankinn því að honum tækist að halda verðbólgunni í 4%. Seðlabankinn spáir alltaf bestu mögulegu niðurstöðu, enda væri býsna furðulegt ef hann spáði fyrir um eigin mistök. En hver varð raunin? Seðla-bankanum mistókst. Þegar hann hækkaði stýrivexti flæddu peningar inn í íslenskt efnahagslíf, vegna þess hve góðir vextir fengust hérlendis í samanburði við önnur lönd. Kaupþing Edge og Icesave ollu fjármagnsflóði yfir landið, gríðarlegri skuldsetningu og ógur- legri verðbólgu. Seðlabankinn rústaði íslenskt efnahagslíf. Og nú þegar við megum alls ekki við því að meiri pen- ingar fari úr landi vilja vitringarnir þrír sem stjórna Seðlabankanum lækka stýrivextina, sem myndi leiða til þess að sparifjáreigendur hefðu enn minni ástæðu til að halda peningunum hér. Vitringarnir þrír þykjast vita betur en hagfræðingar bankans, eins og þegar Glitnir var þjóðnýttur. Þeir þykjast líka vita betur en Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn. En svo vill til að tilkoma gjaldeyr- issjóðsins í íslenskri efnahagsstjórnun er staðfesting á vanhæfni bankans og stjórnvalda. Kannski er það bara óskamm-feilni, en gæti verið að það hefði borgað sig að hafa ein-hvers konar Þjóðhagsstofn- un, sem væri óháð? Þannig að Seðla- bankinn þyrfti ekki að spá fyrir um eigin árangur, með augljós- lega lélegum árangri? Öðrum kosti væri allt eins gott að gera Aron Pálma að seðla- banka- stjóra. föstudagur 30. janúar 200924 Umræða Davíð og aron Pálmi svarthöfði spurningin „Hver er eiginlega þessi Grétar Mar?“ Grétar Mar Jónsson, þingmaður frjálslynda flokksins í suðurkjördæmi, sakar Einar Bárð- arson, aðstoðarmann Kjartans Ólafssonar þingmanns, um sýndarmennsku vegna þess að Einar hefur afþakkað laun næstu mánuði. Ertu mEð skíta- móral yfir um- mælum grétars? sandkorn n Flestir reikna með því að komandi prófkjörsbarátta verði með þeim sóðalegri frá upphafi lýðveldis á Íslandi. Tekið er eftir því að endalausar sögur berast nú úr smiðju skrímsladeildar Sjálfstæðis- flokksins um þá fram- bjóðend- ur. Sérstak- lega virðist stjórnend- um deildar- innar vera uppsigað við Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur, varaformann Sjálfstæð- isflokksins, og óhróðurinn um hana streymir fram sem elfur. Sjálf mun hún vera hin brattasta og íhugar formannsframboð eða að minnsta kosti að verja vígi sitt sem varaformaður. n Stóra spurningin innan Sjálf- stæðisflokksins er sú hvort límið í flokknum haldi eða klofningur brjótist fram. Helstu fylgismenn Davíðs Oddssonar, fráfarandi seðlabankastjóra, mega ekki til þess hugsa að Þorgerður Katr- ín, sem ein hefur staðið uppi í hári leiðtogans, verði formað- ur. Aftur á móti mun hluti ná- hirðarinnar geta sætt sig við að Bjarni Benediktsson alþingis- maður hreppi hnossið. Hann gæti því verið maðurinn sem sameinar stríðandi fylkingar. n Umfjöllun Kastljóssins um meint risalán KB-banka upp á 300 milljarða króna til Bretans Robert Tchenguiz hefur fengið blendin viðbrögð. Yfirlýsingar hafa streymt fram um rang- hermi og að málið standist ekki. Athygli vekur að Kastljósið og Fréttastofa RÚV láta nægja að reifa mótmælin við sannleiks- gildinu. Þórhallur Gunnarsson og félagar segjast hvorki standa við umfjöllunina né biðjast af- sökunar á ranghermi. Frétta- stofa RÚV hefur samkvæmt mælingum mikið traust lands- manna þótt það nái ekki sömu hæðum og hjá Landsbankanum fyrir hrun. n Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur mun fá óskabyr. Þjóðin hefur tröllatrú á forsætisráð- herranum verðandi og það mun fleyta nýrri stjórn talsvert. Sú hugmynd að gera Jóhönnu að forsætisráðherra kom mörg- um á óvart, enda talið að Össur Skarphéðinsson væri sjálfsagð- ur í skarð Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur. Honum var enda boðið hlut- verkið en af- þakkaði það af alræmdum pólitískum klókindum og stakk upp á Jóhönnu í sinn stað. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á nEtinu: dv.is aðalnúmEr: 512 7000, ritstjÓrn: 512 7010, ásKriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Viðtal eftir viðtal, tölvupóst- ur eftir tölvupóst.“ n Heimir Karlsson útvarpsmað- ur um þá gríðarlegu athygli sem þátturinn Í bítið hefur fengið í Bretlandi eftir að hafa safnað lopafatnaði fyrir kalda eldri borgara. – DV. „Það var skrúfað fyrir allan aðgang að fjármagni.“ n Guðmundur Steingrímsson um að einkavæðing bankanna hafi bitnað illa á norðvesturkjördæmi. – DV. „Það er auðvitað skrítið að einn maður sé hengdur fyrir eitthvað sem allir 30 starfsmenn lagnadeildar- innar hafa vitað í tvö ár.“ n Ónafngreindur pípari sem segir Sigurð Ragnarsson, forstjóra BYKO, hafa vitað af bjórsmygli í fyrirtækinu. „Mér finnst þetta nú vera dálítil sýndar- mennska.“ n Grétar Mar Jónsson um að Einar Bárðarson ætli ekki að þiggja laun sem aðstoðarmaður þingmanns fram að kosningum. – DV. „Þetta eru frábærir tímar fyrir listina.“ n Sjónvarpsstjarnan Pacas sem opnar myndlistarsýningu um helgina. – Fréttablaðið Meðbyr Jóhönnu Leiðari Þjóðin virðist almennt fagna vænt-anlegri ríkisstjórn Samfylkingar og vinstri grænna einhuga, sama hvar í flokki menn standa. Á þeim tím- um kreppu og svartsýni er fyrsta skrefið í átt- ina að jafnvægi á ný fólgið í breyttu hugar- ástandi. Undanfarnar vikur og mánuðir hafa einkennst af bölsýni sem sprottið er af að- gerðaleysi síðustu ríkisstjórnar og auðvitað fjárhegskreppu sem skellur á næstum hverju heimili og fyrirtæki í landinu. Við þessar að- stæður er nauðsynlegt að einhver sólarglæta nái að brjóta sér leið í gegnum sortann. Þar liggur galdur Jóhönnu Sigurðardóttur, verð- andi forsætisráðherra. Hún hefur alla sína tíð sem stjórnmálamaður notið fádæma hylli, sérstaklega hjá alþýðufólki. Hún hefur yfir sér þá áru að vera laus við þá spillingu og valdafíkn sem gegnsýrt hefur samfélag- ið á mörgum undanförnum árum. Hún er ekki aðili að samtryggingu valdablokkanna á Íslandi. Fráleitt er að hún muni af annar- legum ástæðum skipa vini sína eða hand- bendi í embætti eins og lenska hefur ver- ið hjá ákveðnum ráðherrum. En það mun reyna á nýja ríkisstjórn á næstu vikum. Til að snúa baki við vonarvölinni verður að sýna ábyrgð í fjármálum. Jóhanna er sökuð um að hafa verið útgjaldapólitíkus. Sem forsætisráðherra verður hún að kveða niður þá ímynd. Hún verður að taka erfiðar ákvarðandir um gríðarlegan niðurskurð og aðhald. Styrkur hennar felst þá í því að hafa fólkið í landinu með sér. En jafnframt er ljóst að ef hún held- ur ekki rétt á spilunum hrynur goðsögn- in um heilaga Jóhönnu. Í andrúmsloftinu sem nú er meðal þjóðarinnar er örmjó lína á milli vinsælda og óbeitar. Jóhanna verður því að nýta sér meðbyrinn til þess að vinna þau verk sem þurfa að koma til svo Ísland rísi úr öskunni. Hreinsunarstarfið þarf að vera í öndvegi þann tíma sem er til kosninga. Það þarf að fjarlægja spillta, óhæfa embættis- menn og huga að hag heimila og fyrirtækja samhliða því að skera niður í ríkisrekstri. Takist það mun stjórnarflokkunum farnast vel í komandi kosningum. rEynir traustason ritstjóri skrifar. Það þarf að fjarlægja spillta, óhæfa embættismenn. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.