Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 25
föstudagur 30. janúar 2009 25Umræða Hver er konan? „ragnhildur sigurðardóttir, leiðsögumaður, sagnfræðingur og lögfræðingur.“ Hvað drífur þig áfram? „Leit að réttlæti og virðing fyrir manneskjunni.“ Hvar ólstu upp? „Ég ólst upp í reykjavík og austur á Hellu.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „fiskur.“ Hvað hefur þú að segja um Ísland í dag? „Við erum í ótrúlegri klípu sem erfitt er að ráða fram úr en við erum jafnframt stödd í einhvers konar uppróti hugmyndagervis sem spennandi er að takast á við. Hvernig við gerum það á eftir að hafa áhrif á hversu lengi kreppan varir og hvers konar samfélag skapast úr þessu umróti.“ Af hverju Neyðarstjórn kvenna? „upphaflega grasrótarhugsjónin að styðja við bakið á konum í kreppunni og sjá til þess að jafnrétti sé ekki bara verkefni sem detti út af borðinu þegar þetta er yfirstaðið. Við stöndum frammi fyrir efnahagsvanda og reynum að hugsa um jafnrétti. Hugmyndin á bak við þetta er að konur hafi vettvang til að koma hugmyndum sínum á framfæri og vinna sig saman út úr kreppunni.“ Hvað þarf að gera núna varðandi ástandið? „Bretta upp ermarnar og vinna sig út úr því.“ Eruð þið tilbúnar í framboð? „Í kjölfar þessa gerðum við samfélags- sáttmála þar sem við skrifuðum niður draumasamfélagið þar sem jafnrétti, virðing og velferð eru mikilvæg gildi . Við ákváðum líka að athuga hvort það væri grundvöllur fyrir kvennaframboði og höfum fengið góðar undirtektir. Það ræðst af því hver viljinn er.“ Hafið þið fengið einhver viðbrögð frá karlkyninu? „Ekkert nema jákvæð viðbrögð, fyrir utan smá á Eyjunni.is en við þurfum ekki að hlusta á það.“ Hver er draumurinn? „að skapa réttlátt þjóðfélag þar sem allir fá notið sín óháð kyni, kynferði og litarhætti.“ Hvað finnst þér um ákvörðun sjávarútvegsráðHerra að leyfa Hvalveiðar rétt áður en Hann Hætti? „Mér finnst það nú ótímabært og búa til vandamál fyrir komandi ríkisstjórn.“ Oddur THOrArENsEN 50 ára tæknifræðingur „Mér finnst tími til kominn að leyfa það. Það bæði gefur okkur meiri fiskveiðikvóta og eflir efnahaginn til muna.“ ErliNg VAlur iNgAsON 29 ára VEfsÍðuHönnuður „Mér finnst það tímaskekkja. Þetta er embættisverk sem klárlega á ekki að gera á síðustu dögum í embætti.“ guNNAr sTEiNN ÞórssON 43 ára starfsMaður EiMskips „Ég hef enga skoðun á því.“ guNNAr VAldimArsssON 48 ára Múrari Dómstóll götunnar rAgNHildur sigurðArdóTT- ir er ein þeirra sem standa á bak við grasrótarhreyfinguna neyðarstjórn kvenna en stofnfundur var haldinn á Hallveigarstöðum í gærkvöldi. Hreyfingin var stofnuð vegna efnahagskreppunnar og stefnir að uppbyggingu VettVangur konunnar „Ég held það sé bara allt í lagi.“ mAgNús gissurArsON 80 ára rafVirkjaMEistari maður Dagsins „Hvernig geturðu sagt að það sé gott að lifa á þessum voðatímum - sagði léttmóðguð vinkona mín fyrr í vik- unni og þegar ég var svona rétt að byrja að skammast mín fyrir mína kærulausu tilfinningu bætti hún við - nefndu mér eitthvað eitt sem gladdi þig í vikunni og í guðs bænum slepptu - Stjórnin er fallin - því við vitum ekk- ert hvaða húllumhæ tekur við. Ég sagði henni einsog var að ég hefði fyrir tveimur dögum endurnýjað ást mína á Þulu frá Týli eftir Jóhannes úr Kötlum og svo las ég ljóðið fyrir hana og eftir lesturinn vorum við sam- mála um að Þula frá Týli (Íslandi) væri einn heimsins óður til friðar, fegurðar og vonar og að við ættum öll að hafa hana yfir að minnsta kosti einu sinni á dag á tímum vargaldar og ótta.“ Horfumst í augu fögnum morgunhvítri sólinni laugum iljar okkar í dögginni biðjum um frið leggjum grasið undir vanga okkar vermum frækornið í lófa okkar stígum varlega á moldina biðjum um frið borum fingrinum í sandinn sendum vísuna út í vindinn speglum okkur í hylnum biðjum um frið reikum um fjárgöturnar teljum stjörnurnar hlustum á silfurbjöllurnar biðjum um frið göngum að leiði móður okkar göngum að leiði föður okkar minnumst hins liðna biðjum um frið tökum í hönd systur okkar tökum í hönd bróður okkar lyftum því sem er biðjum um frið lítum í vöggu dóttur okkar lítum í vöggu sonar okkar elskum hið ókomna biðjum um frið horfumst í augu horfumst í augu gegnum fjarlægð irnar horfumst í augu gegnum aldirnar biðjum um frið. Þula frá Týli kjallari VigdÍs grÍmsdóTTir rithöfundur skrifar „Lítum í vöggu dóttur okkar, lítum í vöggu sonar okkar, elskum hið ókomna, biðjum um frið“ mynDin gæsAfANs Mannfólkið er víst ekki eitt um að þurfa stundum að klóra sér á hökunni, eins og þessi gæs fékk að kynnast á dögunum. fyrir utan smá kláða undi hún sér þó vel í grasagarðinum þar sem hún vappaði um í nýföllnum snjónum. myNd rAkEl ósk sigurðArdóTTir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.