Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Qupperneq 32
Þ að er auðvitað nærtækt en samt á margan hátt villandi að draga samasem-merki milli kreppunnar á fjórða áratugnum og þess sem við erum að ganga í gegnum núna. Ástæð- ur og framgangur kreppunnar þá voru af öðru tagi en kreppan nú. Helsti lær- dómurinn sem nú má draga af þeirri kreppu sem geisaði þegar ég var ung- ur maður snýst um úrræðin; að við megum alls ekki bregðast við með því að reisa utan um okkur höft og varnar- múra sem munu tefja efnahagsbatann gríðarlega ef slík verður niðurstaðan í of langan tíma.“ Sá sem hér mælir hefur vit á hlut- unum. Jónas Haralz lifði ekki bara „kreppuna miklu“ á fjórða áratugnum og eftirköst hennar, heldur er hann vel lærður í hagfræði, þrautreyndur banka- stjóri hér heima og virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi. Og hann átti mikinn þátt í að Íslendingar létu loks af þeirri haftastefnu sem hér var tekin upp í kjölfar kreppunnar miklu. Þótt Jónas sé kominn á efri ár stundar hann enn margvísleg störf á sínu sviði og vakti mikla athygli þegar hann kom fram í Silfri Egils síðastliðið haust og mælti þar með þátttöku í Evr- ópusambandinu og evrunni sem eina nothæfa úrræði okkar Íslendinga til að byggja upp nýtt efnahagskerfi eftir bankahrunið. „Eitt af því sem er ólíkt með kreppunni þá og hruninu nú er að- dragandinn. Núna byrjaði lánsfjár- kreppan vissulega 2007 en svo verð- ur þetta algjöra hrun í einu vetfangi haustið 2008. Kreppan mikla hegðaði sér öðruvísi. Erlendis hófst hún með kauphallarhruni í Bandaríkjunum haustið 1929, en það hafði í fyrstu lít- il áhrif hér á landi. Á fyrri hluta ársins 1930 féll Íslandsbanki en það stafaði ekki af alþjóðakreppunni, heldur öðr- um ástæðum. Hrun bankans var áfall en eigi að síður minnist ég ársins 1930 fyrst og fremst sem árs gleði og bjart- sýni. Klaufaskapur á Alþingishátíðinni Ég var vissulega bara barn að aldri þá en ég hefði áreiðanlega skynjað það ef ótti hefði ríkt í samfélaginu. En þetta ár héldum við Íslendingar Alþingishátíð- ina og lögðum mikla áherslu á að bjóða hingað erlendum gestum og gera há- tíðina sem glæsilegasta. Það var bein- línis tilgangur hennar að sýna fram á að við Íslendingar værum komnir í hóp nútímaþjóða og allir lögðust á eitt um að gera hátíðina sem best úr garði. Það tókst líka með miklum sóma þó ég minnist klaufalegra mistaka sem urðu þegar fulltrúar erlendra ríkja voru að flytja ávörp sín. Um leið og fulltrú- arnir töluðu voru fánar ríkja þeirra dregnir að húni. Skátarnir höfðu verið fengnir til að annast þetta enda voru þeir taldir kunna manna best að fara með fána. En þegar fulltrúi Dana steig í ræðustól brá svo við að fáni Austurríkis var dreginn að húni. Þetta þótti neyð- arlegt en skýringin var náttúrlega sú að fánar bæði Danmerkur og Austurríkis eru rauðir og hvítir og einhver skátinn hafði ruglast á þeim samanbrotnum. En strax að lokinni ræðu danska full- trúans baðst Tryggvi Þórhallsson for- sætisráðherra, sem var fyrir hátíðinni, afsökunar á mistökunum og rétti fán- inn var dreginn við hún. Þetta var eini hnökrinn sem ég man eftir á hátíðinni, annars fór allt frábær- lega vel fram og bjartsýni var ríkjandi. Skelfileg fátækt er verst lét Það var ekki fyrr en 1931 sem krepp- an dundi yfir í alvöru. Þá féllu mark- aðirnir í löndunum í kringum okkur. Ísfiskmarkaðurinn var á Bretlandi og í Þýskalandi, þangað sigldu togararn- ir með ísfisk á sumrin og haustin, en á vetrarvertíðinni var verkað í salt. Salt- fiskurinn var seldur til Spánar og þar fór verðið að lækka. Togaraútgerð- in, sem hafði gengið þokkalega árin á undan, fór nú að tapa. Það er kannski vert að taka fram að það hefur aldrei verið neinn stórgróði af togaraútgerð á Íslandi, þvert ofan í það sem margir halda. Svo kom að vísu eitt gott ár, 1933, þegar aflabrögð voru sérlega góð og þá var togaraútgerðin nokkurn veginn í jafnvægi en svo fór aftur að halla und- an fæti. Og atvinnuleysið fór að bíta. Fá- tæktin varð skelfileg hjá mörgum. Það sem helst skapaði atvinnuleysið hér á Reykjavíkursvæðinu var að draga varð úr úthaldi togaranna. Togarafélögin, sérstaklega Kveldúlfur, voru gagnrýnd mikið fyrir að halda ekki togurunum meira úti en útgerðarmenn áttu ekki hægt um vik. Svo kom síldin í miklu magni 1935. Það voru nokkur góð síld- arár í röð og þó verðið væri lágt hjálp- aði síldin okkur mikið. Ástandið úti á landi var tiltölulega mun betra en í Reykjavík. Þar var ekki raunverulegt atvinnuleysi lengst af, nema þá helst á Akureyri. Það lá bara í hlutarins eðli vegna þess hvernig at- vinnulífið var byggt upp. Í smábæjun- um úti á landi var samfélagið sveigjan- legra og meiri hreyfanleiki á vinnuafli. „Menn reyndu að bjarga sér“ Ég man vel eftir sumrinu 1933, þeg- ar ég var að verða 14 ára og vann sem beitingastrákur á Norðfirði. Þá var í rauninni flest þar í góðu gengi. Gömlu útgerðirnar og gömlu kaupmennirnir, þeir sem höfðu verið aðalvinnuveit- endurnir, voru vissulega í vandræðum, en það var komið fram mikið af nýjum litlum fjölskyldufyrirtækjum þar sem menn reyndu að bjarga sér. Það var hver fjölskylda með sinn bát og sína bryggju eftir allri strandlengjunni og lengst inn í fjörð. Og þarna var verið að verka saltfisk. Og svo á veturna, þeg- ar ekki var fiskur fyrir austan, þá fóru menn suður á Djúpavog eða Höfn í Hornafirði eða jafnvel alla leið suður í Sandgerði og gerðu bátana út þaðan. Áfallið fyrir þessa atvinnugrein kom eiginlega ekki fyrr en 1936 þegar borg- arastríðið hófst á Spáni og saltfisk- markaðurinn þar lokaðist. Þá komst allt í voða víða út um landið. Og í raun- inni fór ekki að rétta úr kútnum fyrr en í heimsstyrjöldinni.“ Var það ekki mikið andlegt högg þegar kreppan skall á? Eftir bjartsýni Alþingishátíðarinnar og tiltölulega gott árferði á þriðja áratugnum? „Jú, það breytti ýmsu, ekki síst í stjórnmálunum. Kommúnistarnir blómstruðu í kreppunni, það er óhætt að segja. Þeir klufu sig út úr Alþýðu- flokknum þegar árið 1930 sem voru mikil tíðindi. Ég varð fyrir áhrifum frá þessu og varð býsna róttækur. Kommúnistar og nasistar Mest varð ég fyrir áhrifum frá Eiríki Magnússyni sem var heimiliskennari okkar og nokkurra fleiri fjölskyldna í Laugarnesinu. Ég sat í rauninni ekki á skólabekk í venjulegum skilningi fyrr en ég kom í menntaskóla. Eiríkur hafði verið að læra guðfræði en gerð- föstudagur 30. janúar 200932 Helgarblað „Haftabúskapurinn var óttalega andstyggilegur“ Jónas Haralz Hagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri. Kreppuárin Íslendingar líkt og heimsbyggð- in öll fundu fyrir kreppunni miklu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar. Illugi Jökulsson ræðir við Jónas Haralz um kreppuárin á fjórða áratugnum. V er ö ld sem Va r maÐUrINN n Jónas Haralz fæddist 1919. Faðir hans var séra Haraldur Níelsson, einn kunnasti prestur landsins á sinni tíð og ekki síst þekktur fyr- ir áhuga sinn á spíritisma. Hann lést þegar Jónas var barn að aldri. Móðir Haraldar var Aðalbjörg Sigurðardóttir. Eftir stúdentspróf 1938 hélt Jónas til náms í verkfræði í Stokkhólmi en skipti tveim árum seinna yfir í hagfræði. Á skólaárunum hafði Jónas verið vinstrisinnaður sósíalisti en með hagfræðinámi sínu tók hann að færast til hægri og varð að lokum kunnur sjálfstæðis- maður. Hann tók magisterspróf í hagfræði 1944. Næstu árin starfaði Jónas á Íslandi en 1950 fór hann til starfa fyrir Alþjóðabankann og var fulltrúi hans í ýmsum löndum fram til 1957- 1958 er hann varð efnahagsráðunautur ríkis- stjórnar Íslands og síðan ráðuneytisstjóri. Jónas var forstjóri Efnahagsstofnunar 1962-1969 en gerðist þá bankastjóri Lands- bankans og gegndi því starfi til 1988. Í nokkur ár eftir það var hann aðalfulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðabankans í Washington en hef- ur síðan stundað margvísleg rannsóknar- og ráðgjafastörf víða um lönd og hvergi dregið af sér þótt aldurinn færist yfir. Hann hefur skrif- að heilmikið um efnahagsmál, bæði ritgerðir og bækur, og flutt fyrirlestra og ræður um víða veröld. Árið 1988 var hann gerður að heiðursdokt- or frá Háskóla Íslands. Kona Jónasar var Guðrún Erna Þorgeirs- dóttir og áttu þau einn son.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.