Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Síða 36
föstudagur 30. janúar 200936 Helgarblað Efnahagsástandið á Íslandi virðist hafa lítil áhrif á fólksfjölgun landsmanna. fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar eiga von á nýjum fjölskyldumeðlimum á árinu. Ekkert er meira gleðiefni en þegar lítill ungi skríður í heiminn og munu þessir litlu englar vonandi færa landanum þá bjartsýni sem er öllum nauðsynleg á þessum síðustu og verstu tímum. Frjóse i í kreppunni Hrafnhildur Hafsteinsdóttir fegurðardrottningdrottning Bubba kóngs er ein þeirra fjölmörgu þjóðþekktu kvenna sem eru konur eigi einsamlar þessi dægrin. Hrafnhildur á von á sér á næstu vikum en það verður fyrsta barn þeirra saman. Hrafnhildur á fyrir eina dóttur og Bubbi þrú börn úr fyrra hjónabandi en skötuhjúin kynntust fyrir rúmum þremur árum og létu pússa sig saman við fallega og látlausa athöfn síðastliðið sumar. Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar Elín arnar, ritstjóri Vikunnar, á von á sínu fyrsta barni í apríl. Elín var með vinsælt blogg á sínum tíma þar sem hún skrifaði um stefnumótamenningu landans og upplifun sína af henni. Móðurhlutverkið mun eflaust bæta ritstjórnarhæfileika Elínar enn frekar á einu kvenmiðaðasta tímariti landsins. Birgitta Haukdal söngkona Í vor á söngkonan geðþekka Birgitta Hauk dal von á erfingja með eiginmanni sínum, Benedikt Einarssyni. Erfinginn er fyrsta bar n þeirra hjóna en Birgitta og Benedikt hafa verið saman í rúm fimm ár og giftu sig í ok tóber síðastliðnum. Parið kynntist er þau lé ku bæði í söngleiknum grease árið 2003 og h afa verið saman æ síðan. Rósa Birgitta Ísfeld Sigríðardóttir söngkona söngkona hljómsveitarinnar sometime, ró sa Birgitta Ísfeld sigríðardóttir, einnig þekk t sem diva de La rosa, á von á stúlkubarni í apríl. rósa og kærasti hennar, finnur Háko nar- son hljóðmaður, hafa verið saman í um tvö ár og er þetta fyrsta barn tónelska parsins Guðmundur Steingrímsson og Alexía Jóhannsdóttir leikkona athafnaparið guðmundur steingrímsson og alexía jóhannsdóttir brosir breitt þessa dagana en þau eru í hópi þeirra þekktu Íslendinga sem taka þátt í barnasprengju ársins. Leikkonan er sett í byrjun mars og því ekki langt í að nýi fjölskyldumeðlimurinn líti heiminn augum. Á flokksþingi framsóknarflokksins fyrir stuttu sást til parsins og er óhætt að segja að tilhlökkunin hafi skinið af þeim. Ljóst er að lítill drengur er í kúlunni og er nú bara spurning um hvort lítill pólitíkus að nafni steingrímur sé þar á ferð. Kristín Ólafsdóttir kvikmyndaframleiðandi Eiginkona ríkasta manns landsins, að minn sta kosti fram að bankahruninu síðastliðið haust, Björgólfs thors Björgólfssonar, ber annað b arn þeirra undir belti. fyrir eiga þau soninn daníel darra. Kristín á að eiga í febrúar en dV hefur ekki komist á snoðir um hvort er fða- prinsinn daníel sé að eignast lítinn bróður eða hvort krúttleg erfðaprinsessa sé vænt anleg í næsta mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.