Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Side 52
föstudagur 30. janúar 200952 Lífsstíll Linsubaunir hoLLar Linsubaunir eru afar prótínríkar, fitulitlar og kolvetnasnauðar og því góðar til að nota í heilsufæð- ið. Þær innihalda líka mikið af trefjum, fólínsýru og B1- vítamíni. Þess má þó geta að grænar linsubaunir eru miklu trefjaríkari en þær rauðu. Linsubaunir eru oftast notaðar í grænmetisrétti og með til dæmis hrísgrjónum skapast gott hlutfall æskilegra bæti- efna en nauðsynlegt er að neyta bæði kolvetna og prótína en vera vel á verði gagnvart hlutfalli fitu í fæðunni. Setjið allt nema rúsínur í hrærivél- arskál og hrærið vel saman. Bætið rúsínum út í og blandið vel saman. Hitið olíuna í 190°C. Sumir djúp- steikingarpottar ná þeim hita og er mjög gott að nota slíka potta ef þið eigið, annars bara stálpott. Það er ágætt ráð til að athuga hvort olían er nógu heit að setja svolítið af deigi út í og ef olían freyðir vel í kring- um það er hún tilbúin. Gætið þess að hafa olíuna ekki of heita því þá dökkna ástarpungarnir of fljótt og verða hráir að innan. Setjið deig- klumpa á stærð við valhnetur út í olíuna, 5-6 stk. í einu, og steikið þar til ástarpungarnir verða fallega brúnir eða í 3-4 mínútur. Veiðið þá upp úr með gataspaða og setjið á fat með nokkrum blöðum af eldhús- pappír undir svo olían renni af. Ást- arpungarnir eru bestir nýbakaðir en það er upplagt að frysta þá. Uppskrift: Sigríður Björk Bragadótt- ir Uppskrift úr nýjasta tbl. Gestgjafans. Þjóðlegt góðgæti: ÞjóðLegt góðgæti umsjón: koLBrún páLína heLgadóttir, kolbrun@dv.is girniLegar uppskriftir fyrir þá sem hafa gaman af því að prófa nýja hluti í eldhúsinu er um að gera að kíkja inn á heimasíðu Wholefoods-verslunarkeðjunnar. Wholefoods er ein virtasta matvöruverslanakeðja Bandaríkj- anna og jafnframt sú girnilegasta. Verslanirnar selja meðal annars íslenska lambið, smjörið og skyrið. á heimasíðu Wholefoods má finna aragrúa af uppskriftum fyrir hvert einasta tækifæri og eru þær allar mjög spennandi. auðvelt er að slá í gegn í næsta teiti eða matarboði með hjálp Wholefoods. slóðin er www.wholefoodsmarket.com. einfaLdur eftirréttur fátt er betra en að gæða sér á góðum eftirrétti eftir ljúffenga máltíð án þess að hafa mikið fyrir því. einnig getur verið dýrt að búa til flottan eftirrétt en til eru ýmsar gómsætar uppskriftir sem kosta lítinn pening. ein þeirra hljómar svona: skerðu niður nokkur rauð epli í skífur og byrjaðu á því að steikja þau á pönnu upp úr kókosolíu. Leyfðu þeim að malla um stund og bættu síðan niðurskornum döðlum við. Þú ræður magninu. dreifðu síðan kanil yfir. einfaldara verður það ekki. til að krydda upp á desertinn má bjóða upp á ís eða rjóma til hliðar eða jafnvel strá góðu súkkulaði yfir. sterkur matur bætir Yfir köldustu mánuðina er nauðsyn- legt að hlúa vel að líkamanum. sterkur matur örvar blóðrásina og hækkar á sama tíma líkamshitann. fyrir fólk sem býr í heitu loftslagi hefur sterkur matur öfug áhrif og kælir niður líkamann. Yfir vetrartím- ann er sterkur matur góður kostur til þess að koma í veg fyrir flensu. indverskur matur er dæmi um frábæran vetrarmat. hann er bragðsterkur og rífur í. Það sama má segja um bragðsterkar súpur og jafnvel mexíkóskan mat. ekki er slæm hugmynd að eiga alltaf chilli- pipar til þess að hressa upp á matargerðina yfir vetrarmánuðina. Ljúffeng baunasúpa Í nýjasta tölublaði Gestgjafans má finna gómsætar uppskriftir að hollum og matarmiklum súpum sem ættu að láta öllum líða betur yfir vetrarmánuðina. Ástarpungar 500 g hveiti 200 g sykur 3 tsk. lyftiduft 1 egg 1-2 msk. brætt smjör 3 dl mjólk 1 tsk. vanilludropar 2 dl rúsínur olía til að steikja upp úr, t.d. Wesson- grænmetisolía Mynd: Kristinn Magnússon uppskrift: sigríður Björk Bragadóttir Myndir: kristinn magnússon uppskrift úr nýjasta tbl. gestgjafans. ofan á: 4-6 msk. sýrður rjómi söxuð steinselja fersk eða þurrkuð steikið laukinn í smjörinu þar til hann fer að verða glær. Bætið gulrótum, sellerístilkum og hvítlauk út í og steikið góða stund í viðbót. Bætið engifer, karrímauki og kóríanderdufti út í og steikið 1-2 mín., setjið linsubaunir, grænmetissoð og tómatdjús út í og látið súpuna sjóða í 30 mín. Bætið kókosþykkni út í. hellið súpunni í skálar og setjið 1 msk. sýrðan rjóma, sneiddar paprikur og smávegis af steinselju í hverja skál. ofan á: 2-3 rauðar paprikur stillið ofninn á grill. skerið paprikurnar í fjóra bita eftir endilöngu og raðið þeim á ofnrist. grillið undir heitu grillinu í u.þ.b. 5-10 mín. eða þar til húðin á paprikunni er svört eða myndar blöðrur. Það er ágætt að hafa ofnskúffu undir því það rennur safi úr paprikunni þegar hún grillast og vont að fá hann á botninn í ofninum. takið paprikurnar út, leggið hreint viskastykki yfir og látið bíða í 5-10 mín. flettið hýðinu af og skerið paprikuna í strimla. Krydduð baunasúpa fyrir 4-6 30 g smjör 2 laukar, saxaðir 2 gulrætur, saxaðar 4 sellerístilkar, saxaðir 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 3 cm engiferrót, söxuð 1-2 msk. karrímauk 1 tsk. kóríanderduft 100 g rauðar linsubaunir 1 l grænmetissoð eða vatn og kraftur 2 dl tómatdjús eða maukaðir tómatar 50 g kókosþykkni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.