Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Page 56
föstudagur 30. janúar 200956 Lífsstíll Kaftur engifersins slæm flensa herjar nú á landann og svo virðist sem annar hver Íslendingur hafi nú nælt sér í þessa skæðu flensu. fyrirbyggjandi ráð fyrir þá sem ekki lang- ar að leggjast í rúmið í heila viku er að fara í næstu heilsubúð sem býður upp á heilsusafa og biðja um engiferskot. Lækn- ingarmáttur engifersins er mikill og þykir ekki ólíklegt að hægt sé að koma í veg fyrir heljarinnar flensu með því að taka eitt skot á dag í nokkra daga. Láttu reyna á það. umsjón: koLbrún páLÍna heLgadóttir, kolbrun@dv.is njóttu þess að slaKa á Hvíld á klukkustundar fresti ef þú ert að vinna við mjög krefjandi verkefni skaltu láta vekjaraklukkuna hringja á klukkustundar fresti. hvíldu þig stutta stund og kannaðu hvort þú sért í raun með hugann við verkið. Hafðu hnetur og fræ við höndina bæði hnetur og fræ hafa róandi áhrif á heilastarfsemina. Þau eru prótínrík og innihalda amínósýrur sem vekja vellíðunartilfinningu með myndun serótíníns. hafðu góða hnetublöndu í skúffunni, til dæmis möndlur, heslihnetur, sólblóma- og sesamfræ. Afslappandi hádegisverður Veldu léttan og róandi, en í senn heilaörvandi og orkumikinn hádegisverð og vertu laus við miðdegisdrungann. Síðdegishressing ferskt ávaxtasalat er streitulosandi, sérstaklega ef þú notar kantalópu- eða hunangsmelónu, apríkósur, banana eða vatnsmelónu, því þessir ávextir eru allir mjög ríkir af kalíum sem hefur góð áhrif á blóðþrýsting- inn. Dragðu djúpt andann fólk sem er undir miklu álagi heldur oft ósjálfrátt niðri í sér andanum. gerðu hlé á vinnunni í nokkrar mínútur. Lokaðu augunum og einbeittu þér að andardrættinum. Loftið streymir inn um nasirnar og fyllir lungun svo brjóstkassinn þenst út, síðan streymir það aftur frá þér. haltu einbeitingunni og endurtaktu öndunina nokkrum sinnum, ekki láta neitt utanaðkomandi trufla þig. Þetta er auðveld leið til að upplifa innri ró. Umbun er nauðsynleg ef þér finnst lífið snúast um eintómar kröfur og að umbun sé sjaldgæfur draumur, skaltu taka málin í þínar hendur og gera eitthvað sem gleður þig og lætur þér líða betur. Þú gætir til dæmis skroppið í blómabúð og valið þér fallegan blómvönd, komið við í uppáhalds- bakaríinu þínu, skotist til að hitta vinkonu eða vin á kaffihúsi eða gefið þér tíma til að lesa kafla í spennandi bók. Hugaðu að Heilsunni Almennt eru ungar konur í dag heilsuhraustar, sem eru góðar fréttir. Hins vegar eiga konur það til að tileinka sér ákveðið mynstur í lífinu eða fara illa með sig á einhvern hátt, til dæmis með óreglulegu mataræði, of miklu álagi í vinnu og fleiru sem getur valdið vandamálum síðar á lífsleiðinni. Hér kíkjum við á fjögur helstu heilsufars- vandamál kvenna nú til dags. StreSS ungar konur nú til dags þekkja það allar að vera undir miklu álagi. Í fyrsta lagi vilja flestar konur standa sig á vinnumarkaðnum, í öðru lagi eru kröfur um menntun sífellt að aukast og eru margar hverjar því bæði í vinnu og skóla. ekki má svo gleyma fjölskyldunni, barnauppeldinu, heimilishaldinu og að lokum félagslífinu. Það má því gera ráð fyrir því að allar konur hafi á einhverjum tímapunkti lífs síns fundist þær vera að kikna undan álagi og hafi þá látið sjálfar sig og allt sem viðkemur sjálfsrækt sitja á hakanum. gættu þess að festast ekki of lengi í slíku ástandi. SlæmAr mAtArvenjUr konur eiga það til þegar þær eru undir álagi að gleyma því mikilvægasta, mataræðinu. Þær grípa gjarnan til óhollrar fæðu á óreglulegum tímum og til lengri tíma litið fer það ekki vel með líkamann. Leti og/eða tímaleysi spilar að vissu leyti þarna inn í en eins og við vitum er ekki flókið verk að byrja daginn með hollri máltíð og allar konur ættu að huga meira að því að taka með sér hollt nesti til að grípa til yfir daginn. Þær sem taka hins vegar upp á því að svelta sig bara til að passa í flottu gallabuxurnar sínar ættu að huga að langtíma afleiðingunum áður en þær fara að misbjóða líkama sínum. mjög algengt er að konur missi tökin og enda sumar hverjar fárveikar þó svo að það hafi aldrei verið ætlunin. ÓörUggt kynlíf Það eru sérstaklega ungar konur sem eiga það til að stunda óöruggt kynlíf eða taka getnaðarvarnarpilluna óreglulega. smokkanotkun er eitthvað sem allar konur ættu að huga að því óöruggt kynlíf getur ekki bara valdið því að konur verði þungaðar, heldur er hættan mikil á hinum ýmsu kynsjúkdómum og í verstu tilfellunum geta þeir valdið varanlegri ófrjósemi. erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að ein af hverjum fjórum fjórtán til nítján ára stúlkum hafa smitast af kynsjúkdómi og er óhætt að segja að það séu allt of háar tölur. DepUrð stór hluti kvenna upplifir einhvern tímann á lífsleiðinni depurð eða leiða. gæta þarf þess þó vel að fylgjast náið með líðan sinni þegar depurðin segir til sín og hafa vit á að leita sér hjálpar verði hún langvarandi. Þegar þú ert farin að skrópa í skóla eða vinnu vegna líðanar þinnar, hætta við að hitta vini, eiga erfitt með að einbeita þér, ert farin að missa alla löngun til að stunda kynlíf með maka þínum, eða sefur orðið óreglulega er ástæða til að leita sér hjálpar. farðu vel með þig!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.