Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 3
LÆKNAblaðið 2015/101 391
læknablaðið
the icelandic medical journal
www.laeknabladid.is
Hlíðasmára 8
201 Kópavogi
sími 564 4104
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Engilbert Sigurðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Gerður Gröndal
Hannes Hrafnkelsson
Magnús Gottfreðsson
Sigurbergur Kárason
Tómas Guðbjartsson
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður og
ljósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir
sigdis@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1800
Áskrift
12.400,- m. vsk.
Lausasala
1240,- m. vsk.
Prentun, bókband
og pökkun
Prenttækni ehf.
Vesturvör 11
200 Kópavogi
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu
formi, svo sem á netinu. Blað þetta má
eigi afrita með neinum hætti, hvorki að
hluta né í heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru
skráðar (höfundar, greinarheiti og
útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna:
Medline (National Library of Medicine),
Science Citation Index (SciSearch),
Journal Citation Reports/Science
Edition og Scopus.
The scientific contents of the Icelandic
Medical Journal are indexed and abst-
racted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
Sindri leifsson (f. 1988) er
höfundur verksins á forsíðu
Læknablaðsins, Sawyer frá árinu
2013. Það er hluti úr röð nokkurra
skúlptúra með sama heiti sem voru
saman á sýningu. Til sýnis voru
einhvers konar útgáfur af sögum
og sagarblöðum sem stillt var upp
á þar til gerða járnstanda. Hér er
valin handsög með hefðbundnu
lagi sem stendur á gólfi. Hún hvílir
lóðrétt á enda blaðsins með hand-
fangið upp þannig að hún svignar
lítillega undan eigin þunga. Útlit og
efnisáferð veldur því að sá grunur
læðist að manni að verkfærið
sé ekki fengið úr hefðbundinni
byggingavöruverslun. Sindri setur
gjarnan fram verk sem vísa með
einhverjum hætti í sig sjálf fremur
en afmarkað, utanaðkomandi við-
fangsefni sem er listamanninum
hugleikið. Þvert á móti hefur hann
áhuga á því verkferli sem liggur að baki listsköpun og að
vissu leyti mætti segja að listaverkin sjálf séu fjarri góðu
gamni í Sawyer-verkefninu. Það sem er til sýnis eru
verkfærin sem bjuggu verkin til,
ef þau voru þá nokkurn tímann
búin til. Um leið eru verkfærin ekki
lokahnykkur í sköpunarferli, heldur
aðeins í biðstöðu uns þau kunna
að verða tekin til notkunar á ný við
gerð nýrra hluta. Sagirnar sjálfar eru
smíði listamannsins - og þar með ef
til vill hin eiginlegu verk. Þær bera
einkenni og form ólíkra sagagerða
sem hver og ein hefur mótast allt
eftir mismunandi tilgangi í sögu tré-
smíðinnar. Þessar vangaveltur setur
Sindri á borð fyrir okkur áhorfenda
og laumar um leið að þeim orðaleik
að í heild sé verkaröðin einhvers
konar „saga saga“. Sindri Leifs-
son nam myndlist við Listaháskóla
Íslands og brautskráðist þaðan árið
2011. Að því loknu fór hann til Malmö
í framhaldsnám sem hann lauk árið
2013. Hann býr ýmist hér á landi eða
í Svíþjóð og hefur tekið þátt í ýmsum
sýningum í báðum löndum. Á döfinni hjá honum er meðal
annars þátttaka í sýningunni Reykjavík Stories í Den
Haag í Hollandi ásamt hópi íslenskra listamanna.
Markús Þór andrésson
L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S
Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar stóð
fyrir norrænni ráðstefnu í Reykjavík og Reykholti
dagana 12.-16. ágúst. Ráðstefnuna sóttu nær 100
manns frá öllum Norðurlöndunum auk gesta frá
Þýskalandi, Kanada, Argentínu og Ísrael.
Ráðstefnan var sett með ræðuhöldum og
tónlistarflutningi í hinu sérhannaða lækninga-
minjasafnshúsi á Seltjarnarnesi, sem reyndar er
allsendis óvíst hvort gegna muni því hlutverki í
framtíðinni.
Dagskrá ráðstefnunnar var fjölbreytt og vegleg
en fyrirhuguðum flutningi og fyrirlestrahaldi í
Vestmannaeyjum var aflýst vegna veðurs og í
stað þess haldið að Reykholti í Borgarfirði þar
sem gestir nutu óbreyttrar dagskrár auk fróðleiks
og leiðsagnar um Reykholt og Borgarfjörð. Að
sögn Óttars Guðmundssonar formanns félagsins
tókst framkvæmd ráðstefnunnar vel í alla staði
þrátt fyrir inngrip veðurguðanna og gestir héldu
ánægðir af landi brott.
Á myndinni er stjórn FÁSL, þau Óttar Guð-
mundsson formaður, Ólöf Garðarsdóttir gjaldkeri,
Vilhelmína Haraldsdóttir ritari og meðstjórnend-
urnir Jón Jóhannes Jónsson og Helgi Sigurðsson.
Saga læknisfræðinnar í öndvegi
ábendingar1
Pradaxa®(dabigatran)
5
NÝ
IS
-P
R
A-
14
-0
1-
30
, A
U
G
14
Meðferð hjá
fullorðnum við segamyndun í
djúplægum bláæðum og(DVT)
til fyrirbyggjandi meðferðar við
endurtekinni segamyndun í
djúplægum bláæðum
Meðferð hjá
fullorðnum við lungnasegareki
og til fyrirbyggjandi(PE)
meðferðar við endurteknu
lungnasegareki
Forvörn
gegn bláæðasegareki (VTE)
hjá fullorðnum sjúklingum sem
hafa gengist undir valfrjáls
mjaðmarliðskipti
Forvörn
gegn bláæðasegareki (VTE)
hjá fullorðnum sjúklingum sem
hafa gengist undir valfrjáls
hnéliðskipti
Fyrirbyggjandi
meðferð gegn heilaslagi og
segareki í slagæðum hjá fullorðnum
sjúklingum með gáttatif sem ekki
tengist hjartalokum, ásamt einum
eða fleiri áhættuþáttum*
Varðandi heimild og nánari upplýsingar er vísað í stytta samantekt á eiginleikum lyfsins á bls. XX
* Til að mynda að hafa áður fengið heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient
ischaemic attack, TIA); aldur 75 ára; hjartabilun (NYHA (New York Heart Association)≥
�okkur II); sykursýki; háþrýstingur.≥