Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 28
416 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Segja má um Örvar Gunnarsson sér- fræðing í krabbameinslækningum að hann sé staðfesting þess að nokkur við- snúningur hafi átt sér stað á Landspítala eftir að læknar gerðu nýjan kjarasamn- ing um síðustu áramót. Örvar er einn þeirra ungu sérfræðimenntuðu lækna sem snúið hafa heim á síðustu mánuðum eftir langt og strangt sérnám erlendis en ein helsta röksemd lækna í kjarabaráttu þeirra var að ungir sérfræðingar fengjust ekki til að flytja heima vegna lakra kjara. Spennandi og skemmtileg sérgrein Örvar verður reyndar hálfvandræðalegur þegar þetta ber á góma í samtali okkar og segir að hann hafi alltaf ætlað sér að búa og starfa á Íslandi. Hann útskrifaðist úr læknadeild HÍ vorið 2005 og eftir kandí- datsárið hóf hann nám í lyflæknisfræði við lyflækningadeild Landspítala. Hann hélt síðan til Bandaríkjanna í framhaldsnám í almennum lyflækningum við Boston University Medical Center og eftir þrjú ár þar flutti hann sig yfir til Hospital of the University of Pennsylvania og sérhæfði sig í lyflækningum krabbameina í önnur þrjú ár. Hann hóf síðan störf á krabbameins- deild Landspítala í júní síðastliðnum. Hann segist hafa hneigst smám saman til að velja sérgreinina og krabbameinslækn- ingar séu bæði spennandi og skemmtileg grein. „Sjúklingarnir eru sannarlega mjög alvarlega veikir flestir en það er afskaplega margt sem hægt er að gera fyrir þá og í krabbameinslækningunum er ekki verið að eyða tímanum í smámuni. Þetta eru oftast alvarlegustu veikindin sem fólk stendur frammi fyrir á lífsleiðinni og það er afskaplega gefandi að hjálpa fólki í gegnum þau eða að lífslokum, eftir því hvernig sjúkdómurinn þróast. Hvert ein- asta tilfelli er bæði gefandi og lærdómsríkt og þetta er mjög skemmtileg vinna hversu undarlega sem það kann að hljóma.“ Í sérnámi sínu lagði Örvar sérstaka áherslu á meðferð krabbameina í þvag- færum og segir deildina á háskólasjúkra- húsinu í Fíladelfíu hafa hvatt til þess. „Ég hafði þó alltaf í huga að ég væri á leiðinni heim til Íslands eftir námið og því væri kostur að hafa breiðari þekkingu. Það er kannski einn mesti munurinn á því að starfa hér heima og á stórri krabbameins- deild á stóru háskólasjúkrahúsi í Banda- ríkjunum. Þar eru sérfræðingar sem fást einungis við eina tegund krabbameina en hér verður maður að geta fengist við fleiri tegundir og það er skemmtilegra en einnig mun erfiðara. Það er einfaldlega erfiðara að vera góður í mörgu en einhverju einu afmörkuðu og ég finn það að ég á eftir að læra svo óendanlega margt ennþá. Þá kemur samstarfsfólkið sér vel sem hefur mikla reynslu og alltaf hægt að leita til með hvaðeina.” Hér mætist besta þekking tveggja heimsálfa Hann segir samanburðinn milli háskóla- sjúkrahússins í Fíladelfíu og Landspítala vera bæði ósanngjarnan og óraunhæfan. „Landspítali er í rauninni mjög lítill spítali í þeim samanburði og krabbameins- deildin hér er engin undantekning frá því. Það segir hins vegar ekkert um gæði lækninganna og læknisfræðin sem hér er stunduð stenst samanburð við það besta hvar sem er í veröldinni og hér eru starf- andi frábærlega vel menntaðir og vel þjálf- aðir sérfræðingar. Einn helsti kosturinn við íslenska sérfræðilækna er að þeir hafa sótt menntun sína til bestu háskólasjúkra- húsa í Evrópu og Bandaríkjunum og hér á Landspítala skapast því mjög frjósamt um- hverfi þar sem þekkingin mætist og bland- ast. Það eru einnig sterkustu rökin fyrir því að hringrásin megi ekki rofna, ungu sérfræðingarnir verða að skila sér heim svo nýjasta þekkingin sé ávallt til staðar í bland við reynsluna og þekkinguna sem fyrir er. Í mínum huga er þetta það sem gerir það hvað eftirsóknarverðast að starfa hér heima.“ Hann nefnir fleiri kosti við að starfa í íslenska umhverfinu. „Hér þekkjast allir og boðleiðir eru stuttar og óformlegar. Það er einfalt og fljótlegt að bera sig upp við kollegana og öll samskipti eru einfaldari og þægilegri. Það er líka allt önnur tilvera að vera starfandi læknir á stóru sjúkra- húsi erlendis þar sem félagsleg tengsl utan vinnu eru miklu grynnri og stopulli heldur en hér heima. Ræturnar hér liggja einfaldlega miklu dýpra. Ég fór út einn og vildi ekki festa ráð mitt erlendis heldur hafa frjálsar hendur með að flytja heim aftur.“ Talið berst aftur að sérgreininni krabbameinslækningum og Örvar segir engan vafa í sínum huga um að þetta sé ein mest spennandi greinin í læknis- fræðinni í dag. „Það er gríðarlega mikið að gerast varðandi ný lyf sem hafa verið að koma fram á seinustu árum og eiga eftir að hafa mikil áhrif. Þessi nýju lyf byggja á því að beita ónæmiskerfi líkamans sjálfs til að vinna á krabbameinsfrumum og það eru bundnar miklar vonir við rann- sóknir á þessu sviði og lyfin sem eiga eftir að koma fram í viðbót við þau sem fyrir eru. Nýju lyfin eru öflugri og valda minni aukaverkunum en þó verða eldri lyfin sem gefið hafa góða raun að sjálfsögðu notuð áfram.“ Hann segir að breytingar á lífsstíl og umhverfi hafi áhrif á þróun krabbameina en það gerist þó mjög hægt og taki áratugi að kortleggja slíkt. „Það er þó alveg ljóst að með minnkandi reykingum dregur úr nýgengi lungnakrabbameina en við erum í rauninni að fást mest við þessar algeng- ustu tegundir krabbameina í lungum, brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Það er mjög erfitt að sjá fyrir hver þróunin verður en skimun fyrir ákveðnum tegundum krabbameina er tvímælalaust öflugasta forvörnin og síðan að halda upp stöðugri fræðslu um áhættuþætti eins og reykingar Ræturnar hér liggja mun dýpra - segir Örvar Gunnarsson sem sneri nýverið heim eftir sex ára sérnám í Bandaríkjunum ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.