Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2015/101 395 R i T S T J Ó R n a R G R E i n Börn og unglingar hafa aukið þyngd sína jafnt og þétt frá því 1970-80 og má tala um alþjóðlegan faraldur í því samhengi. Hlutfall barna með ofþyngd og offitu hefur víða þrefaldast í Norður-Evrópu á þessum tíma, þó svo að tölur síðustu 6-8 ára hafi gefið ástæðu til bjartsýni þar sem aukn- ingin hefur nú stöðvast í mörgum löndum. Fjöldi þeirra barna sem er of þungur er þó mikill. Í samfélögum Norður-Evrópu er allt að fimmtungur barna of þungur.1 Börn með ofþyngd og offitu hafa mikla tilhneig- ingu til að sitja uppi með sama vanda og fullorðnir, það er offita vex iðulega ekki af börnum. Að fyrirbyggja ofþyngd og offitu meðal barna er því mikið keppikefli. Hins vegar eigum við mikið ólært í þeim efnum enn og á það líka við um hvernig best er staðið að meðferð þeirra barna sem eiga við þessi vandamál að etja.2 Ljóst er þó að vandinn á sér mjög samsetta skýringu og lausn hans er fjölþætt. Ofþyngd og offita fullorðinna er skil- greind með líkamsþyngdarstuðli (LÞS) 25 kg/m2 og 30 kg/m2. Hjá börnum er ekki hægt að nýta einstakar tölur þar sem börn eru í vexti og LÞS eykst með aldri. Því þarf að notast við kynsértækar kúrfur fyrir LÞS þar sem hægt er að skrifa inn LÞS á móti aldri. Inn á þessar kúrfur (gjarnan percen- tilkúrfur eða SD-kúrfur) eru svo gjarnan ritaðar línur sem skilgreina ofþyngd og svo offitu. Mörg lönd (þar á meðal Ísland) notast við alþjóðlegar skilgreiningar Inter- national Obesity Task Force (IOTF), þar sem skilgreiningar á ofþyngd og offitu eru tengdar skilgreiningunni hjá fullorðnum við 18 ára aldur. LÞS hefur sína annmarka, gefur takmark- aðar upplýsingar um líkamssamsetningu og engar upplýsingar um fitudreifingu. Hár LÞS skýrist þó venjulega af of miklum fitumassa hjá börnum og við höfum séð í Vaxtarrannsóknni í Björgvin (vekststudien. no), sem undirritaður er ábyrgur fyrir, að samsvörun LÞS við önnur þyngdartengd líkamsmál, svo sem mittismál, mittismál/ hæð og húðfellingar, eru sterk og sterkust milli LÞS og mittismáls.3 Gagnlegt er, eink- um í rannsóknum, að notast við LÞS SDS, þar sem leiðrétt er fyrir aldri. Bent hefur þó verið á að notkun LÞS SDS hjá þyngstu börnunum getur verið varhugaverð þar sem efstu SD-línurnar geta verið mjög sveigðar upp á við, og stór breyting í LÞS getur af sér litla breytingu í LÞS SDS.4 Þrátt fyrir umrædda annmarka er notkun LÞS til að meta þyngd barna mjög útbreidd, bæði í fyrirbyggjandi starfsemi heilsugæslunnar, til að greina þá einstak- linga sem sýna hraða þróun þyngdar, og sérfræðiþjónustunni, þá sérstaklega til að meta áhrif meðferðar sem gefin er börnum með offitu. Ástæðan fyrir vinsældum LÞS er aðgengileiki og einfaldleiki, það er að auðvelt er að mæla hæð og þyngd og slíkar upplýsingar höfum við oftast tiltækar. Aukið mittismál hjá börnum hefur verið tengt aukinni blóðfitu, háum blóðþrýstingi, hækkuðum fastandi insúlínmælingum og hættu á lifrarfitu. Mæling á mittismáli er hluti af skilgreiningu International Diabetes Federation á efnaskiptavillu.5 Þrátt fyrir þetta eru mælingar á mittismáli eða mitti/hæð hlutfallinu ekki útbreiddar. Hluti af skýringunni er mögulega skortur á aðgengilegum vaxtarkúrfum, en þar sem mittismál eykst með aldri þarf að styðjast við slíkar. Eitt af markmiðum Vaxtarrann- sóknarinnar í Bergen var einmitt að finna slík viðmiðunargildi. Annað er að slík mæling krefst einnig lítilsháttar skól- unar, en þó að mæling á mittismáli sé einföld er mikilvægt að fylgja þar staðlaðri aðferðafræði. Talsvert meiri breytileiki er á milli endurtekinna mælinga mittismáls sem framkvæmdar eru af sama einstak- lingi eða milli mismunandi einstaklinga en til dæmis hæðar. Mælingar á mittismáli eru því í dag helst gerðar á sérhæfðum göngudeildum (til dæmis offitudeildum) eða í rannsóknum þar sem vel þjálfaðir starfsmenn framkvæma mælingarnar. Vegna takmarkana LÞS og tengsl mittismáls við iðrafitu og áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, er eðlilegt að bæta við mælingu á mittismáli þegar við metum börn og unglinga sem eiga við offituvandamál að etja. Þetta á sérstaklega við um þá heilbrigðisþjónustu sem beinist að börnum með offitu. Grein Ásdísar Evu Lárusdóttur og félaga, sem getur að líta í þessu hefti Læknablaðsins, styður þetta. En á sérhæfðum offitugöngudeildum er einnig ástæða til að nota tækni sem gefur upplýs- ingar um hlutfallslegt magn líkamsvefja og þarmeð beina mælingu á fitumassa, einsog BIA (viðnámsmæling) og DXA (tvíorku- dofnunarmæling). Greinin minnir okkur ennfremur á að offita er heilbrigðisvandamál hjá börnum og unglingum, vandamál sem reyndar krefst aðgerða á mörgum sviðum sam- félagsins þar sem vandinn, og þarmeð lausn hans, er margþætt úrlausnarefni. Heimildir 1. Lobstein T. Prevalence And Trends Across The World. In M.L. Frelut (Ed.), The ECOG’s eBook on Child and Adolescent Obesity. 2015. ebook.ecog-obesity.eu 2. Oude Luttikhuis H, Baur L, Jansen H, Shrewsbury VA, O’Malley C, Stolk RP, et al. Interventions for treating obe- sity in children. Cochr Datab Syst Rev 2009, Issue 1. Art. No.: CD001872. 3. Brannsether B, Eide GE, Roelants M, Bjerknes R, Júlíusson PB. Interrelationships between anthropometric variables and overweight in childhood and adolescence. Am J Hum Biol 2014; 26: 502-10. 4. Woo JG. Using body mass index Z-score among severly obese adolescents: A cautionary note. Int J Ped Obes 2009; 4: 405-10. 5. The IDF consensus definition of the metabolic syndrome in children and adolescents. International Diabetes Federation 2007. idf.org/webdata/docs/Mets_definition_ children.pdf – ágúst 2015. How should obesity be measured in childhood? Pétur b. júlíusson MD, PhD Consultant Pediatric Endocrinologist/Postdoctor Department of Paediatrics, Haukeland University Hospital, bergen, Norway Pétur B. Júlíusson innkirtla- og efnaskiptalæknir á barnadeild Haukeland- háskólasjúkrahússins í Bergen í Noregi petur.juliusson@uib.no http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.09.38 Hvernig er best að mæla offitu barna? Virk innihaldsefni: Hver stök innöndun gefur skammt (skammt sem fer í gegnum munnstykkið) sem er 65 míkróg af umeclidiniumbrómíði sem jafngildir 55 míkróg af umeclidiniumi og 22 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hver skammtur inniheldur u.þ.b. 25 mg af laktósa (sem einhýdrat). Ábendingar: ANORO er ætlað til notkunar sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð gegn einkennum hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna lungnateppu. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtar: Fullorðnir: Ráðlagður skammtur er ein innöndun af ANORO 55/22 míkróg einu sinni á dag á sama tíma dag hvern til að viðhalda berkjuvíkkun. Sérstakir sjúklingahópar: Aldraðir sjúklingar: Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum eldri en 65 ára. Skert nýrnastarfsemi: Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Skert lifrarstarfsemi: Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með væga eða miðlungsalvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi. Notkun ANORO hefur ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi og skal gæta varúðar við notkun þess. Börn: Notkun ANORO við ábendingunni langvinnri lungnateppu á ekki við hjá börnum (yngri en 18 ára). Lyfjagjöf: ANORO er aðeins til innöndunar. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Aukaverkanir: Nefkoksbólga (9%) var algengasta aukaverkunin sem greint var frá við notkun umeclidiniums/ vílanteróls í klínískum rannsóknum. Aðrar algengar aukaverkanir (≥1/100 til 1/10): Höfuðverkur, þvagfærasýking, skútabólga, kokbólga, efri öndunarfærasýking, hósti, verkur í munnkoki, munnþurrkur og hægðatregða.Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (október 2014): 1 innöndunartæki, 30 skammtar. R, G, 11.683 kr. ATC-flokkur: R03AL03. Markaðsleyfishafi: Glaxo Group Limited. Fulltrúi markaðsleyfishafa er GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Rvk. Sími 530 3700. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins: 08.05.2014 Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar - www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. IS/UCV/0005/14a Október 2014 ® (umeclidinium/vílanteról) ® Anoro® Ellipta® 55 míkróg/22 míkróg innöndunarduft, afmældir skammtar Ný samsett berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð gegn einkennum hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna lungnateppu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.