Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2015/101 401
við erlendar rannsóknir sem benda til að börn sýni í auknum
mæli frávik í efnaskiptum.1,3,4
Næstum þrjú af hverjum 10 börnum
höfðu hækkað insúlín og þar af var þörf á inngripi hjá tæplega
þriðjungi þeirra. Mikilvægt er að grípa inn í áður en börn og ung-
lingar þróa með sér sykursýki af tegund 2. Til að unnt sé að gera
slíkt er nauðsynlegt að senda þau börn sem greinast með insúlín-
hækkun reglulega í blóðrannsóknir og kenna þeim að temja sér
hollari lífshætti strax í æsku.
Rannsóknir á fullorðnum einstaklingum benda til þess að
mittismál sé besti einstaki mælikvarðinn á áhættuþætti krans-
æðasjúkdóma auk annarra sjúkdóma sem rekja má til ofþyngdar
og kviðlægrar fitudreifingar.18,19 Niðurstöður þessarar rannsóknar
benda til að svo sé einnig í börnum með offitu. Athygli vekur að
forspárgildi mittismál SDS og SDS hlutfalls mittismáls og hæðar
er meira en BMI-SDS á insúlínhækkun. Þarna geta verið mikils-
verðar upplýsingar sem gætu reynst gagnlegar til að ákvarða
hvaða börn og unglinga er vert að skima með blóðprufum.
Niðurstöðurnar benda því til þess að gagnlegt sé að nota staðl-
að mittismál ásamt BMI-SDS í áhættumati fyrir efnaskiptavillu.
Einnig er athyglisvert að tíðni efnaskiptafrávika eykst með aldri.
Því virðist vera mikilvægara að fylgjast vel með blóðgildum ung-
linga heldur en yngri barna. Börn sem höfðu greinst með alvar-
leg frávik, það er fitulifur og/eða alvarlega insúlínhækkun, voru
marktækt feitari en önnur börn í úrtakinu, það er þyngri, höfðu
hærra BMI-SDS, og staðlað mittismál. Þessar niðurstöður koma í
sjálfu sér ekki á óvart en sýna að mikilvægt er að fylgjast vel með
blóðgildum þyngstu barnanna, sérstaklega hjá þeim sem eldri eru.
Mittismál er einföld og ódýr leið sem réttilega mætti nýta mun
betur við eftirlit barna með offitu. Hafa ber þó í huga að erfitt
getur reynst að staðla mælinguna milli meðferðaraðila. Með mitt-
ismælingu mætti skima fyrir börnum sem nauðsynlegt er að hafa
í reglulegu eftirliti með tilliti til frávika í blóði. Nokkrar greinar
tengdar mittismáli barna hafa verið birtar á undanförnum árum
og viðmiðunarmörk fyrir börn og unglinga hafa að einhverju leyti
verið þróuð.15,20,21 Hugsanlega mætti nýta þau viðmiðunarmörk
sem þegar hafa verið þróuð við eftirlit íslenskra barna en frekari
rannsóknir á þessu sviði þarf að gera hér á landi svo íslenskt
heilbrigðisstarfsfólk geti, út frá ákveðnum viðmiðunargildum,
ákvarðað hvenær þörf sé á frekara eftirliti. Þær rannsóknir sem
hafa verið gerðar á sambandi mittismáls og blóðgilda hjá börnum
benda til þess að mittismál hafi betra forspárgildi um insúlín-
ónæmi og hjarta- og æðasjúkdóma en BMI.22,23
R a n n S Ó k n
Tafla II. Niðurstöður og viðmiðunargildi blóðrannsókna.16, 24-30
blóðrannsókn n Miðgildi (5-95% bil) Minnstagildi
stærsta gildi
Efri
viðmiðunarmörk
Fjöldi yfir
viðmiðunarmörkum (%)
Gefur upplýsingar um eftirfarandi þætti:
se-insúlín 100 17,9 (5-51,2) 0,2-71,4 ≥25,0 µU/L 28 (28) Insúlínónæmi, sykursýki 2, áhættuþáttur
hjarta- og æðasjúkdóma24, 26
se-glúkósi 81 4,9 (4,4-5,6) 4,1-5,8 ≥5,6 mmól/L 6 (7) Insúlínónæmi, sykursýki29
se-ALAT 102 30,0 (15,1-60,5) 6,0-147,0 >45,0 U/L 9 (9) Fitulifur, hefur forspárgildi um sykursýki25, 27, 28
se-TSH 112 2,6 (1,2-5,3) 0,4-10,1 >4,2 mU/L 14 (13)
Hækkað TSH og lækkað FT4 benda til
vanstarfsemi skjaldkirtils.29 se-frítt T4 104 15,1 (11,8-19,2) 11,2-24,2 <12,0 eða >22,0
pmól/L
7 (7) undir mörkum, 1
(1) yfir mörkum
se-kólesteról 102 4,4 (3,6-5,9) 3,2-6,3 >6,0 mmól/L 1 (1) Áhættuþáttur hjarta-og æðasjúkdóma26
se-HDL 98 1,2 (0,9-1,8) 0,7-2,2 <1,0 mmól/L 15 (15) Hlutfall HDL og LDL er áhættuþáttur hjarta- og
æðasjúkdóma26
se-þríglýseríð 98 1,0(0,5-2,4) 0,4-3,6 >1,6 mmól/L 12 (12) Efnaskiptavilla, fitulifur, áhættuþáttur fyrir
hjarta- og æðasjúkdóma16, 30
ALAT (Alanine aminotransferase), TSH (Thyroid stimulating hormone), FT4 ( frítt týroxín), HDL (High-density lipoprotein).
Tafla III. Samanburður á þátttakendum með alvarleg frávik blóðgilda og öðrum
þátttakendum í Heilsuskólanum.
Alvarleg frávik
n=11
Aðrir
n=169
Meðaltal ± SD
eða % (n)
Meðaltal ± SD
eða % (n)
Mismunur
Stúlkur 36,4 (4) 57,4 (97)
Hæð (cm) 168,9 ± 11,9 152,7 ± 15,5 16,2**
Þyngd (kg) 103,7 ± 19,6 73,2 ± 23,9 30,5**
Þyngd SDS 5,8 ± 0,8 4,4 ± 1,2 1,4**
Aldur (ár) 13,2 ± 2,2 11,5 ± 2,8 1,7*
bMI (kg/m2) 35,7 ± 3,7 30,4 ± 5,2 5,3**
bMI-SDS 4,0 ± 0,7 3,4 ± 0,8 0,6*
Mittismál (cm) 118,4 ± 7,6 101,3 ± 13,1 17,1**
Mittismál SDS 3,3 ± 0,4 3,1 ± 0,4 0,2
Mitti/hæð 0,69 ± 0,04 0,66 ± 0,05 0,03
Mitti/hæð SDS 3,2 ± 0,2 3,1 ± 0,3 0,1
*p<0,05 **p<0,01 bMI (líkamsþyngdarstuðull, body Mass Index), bMI-SDS
(staðalfráviksstig bMI)
Tafla IV. Fylgni blóðgilda við mælikvarða offitu og aldur.
Þyngd
SDS r
bMI-
SDS r
Mittismál
SDS r
Mittismál/
hæð SDS r
Aldur r
se-insúlín 0,41** 0,20** 0,25** 0,25** 0,43**
se-glúkósi 0,17 0,02 0,15* 0,10 0,25
se-ALAT 0,22* 0,29** 0,12 0,14 0,12*
se-kólesteról -0,22 -0,27* -0,20 -0,24 -0,02
se-HDL -0,06 0,02 -0,12 -0,22* -0,39**
se-þríglýseríð 0,07 0,01* 0,09 0,17 0,34
*p<0,05 **p<0,01, ALAT (Alanine aminotransferase), HDL (High-density lipoprotein), r
fylgnistuðull.