Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 18
406 LÆKNAblaðið 2015/101 komandi hjólaði við stigvaxandi álag (6-12 mínútur) þar til hann gafst upp eða prófið var stoppað af læknisfræðilegum ástæðum. Fylgst var með 12 leiðslu hjartarafriti (CS- 200, Schiller, Baar, Sviss) og blóðþrýstingur var mældur á mínútufresti eða oftar. Skráð voru hámarksafköst sjúklings á hjólinu (í vöttum) og reiknað út þrek viðkomandi (hámarksafköst/líkamsþyngd; v/kg). Göngupróf voru stöðluð 6 mínútna göngupróf7 þar sem viðkomandi gekk eins langa vegalengd og hann gat á 6 mínútum. Sex mínútna göngu- próf er ekki hámarksþolpróf, en er góður mælikvarði til að meta þrek og endurspegla getu við athafnir daglegs lífs. Það er þekkt að mikil fylgni er milli hámarksþolprófs og útkomu í 6 mínútna gönguprófi.9 Við upphaf meðferðar voru gerð tvö göngupróf og það betra valið, en við lok meðferðar og í endurkomum var gert eitt próf í hvert sinn. Hreyfispurning er stöðluð spurning um lík- amlega virkni síðustu þrjá mánuði.10 Svarið gefur stig á bilinu 1-4, þar sem stig 1 er aðallega kyrrseta, stig 2 er létt líkamleg áreynsla í minnst tvo tíma á viku, stig 3 er hreyfing með talsverðri áreynslu í að minnsta kosti tvo tíma á viku og stig 4 er stíf reglubundin þjálfun oft í viku. Við úrvinnslu gagna hér var ekki gerður munur á stigi 3 og 4. Eitt af skilyrðum fyrir þátttöku í hjartaendurhæfingu er að vera reyklaus eða hafa þann ásetning að verða reyklaus. Mikill stuðn- ingur við reykleysi er veittur í meðferðinni ef þess er þörf. Spurt var um reykingar við upphaf og lok endurhæfingar og einnig í endurkomum. Tölfræðileg úrvinnsla gagna var gerð í Microsoft Excel 2013, StatView 5.0.1, SAS Institute Inc og R. Niðurstöður eru settar fram sem meðaltöl og staðalfrávik nema annað sé tekið fram. Saman- burður milli hópa var gerður með ópöruðu t-prófi fyrir samfelldar breytur en kí-kvaðrat prófi fyrir nafnabreytur. Breytingar innan hvors sjúklingahóps frá upphafi til loka meðferðar voru reiknaðar með pöruðu t-prófi. Mat á breytingum hjá rannsóknarhópnum yfir rannsóknartímann (upphaf, lok, þriggja og sex mánaða eftir- fylgd) var gert með dreifigreiningu (ANOVA) fyrir endurteknar mælingar fyrir samfelldar breytur en með McNemar-prófi fyrir nafnabreytur. Leiðrétt var fyrir endurteknum samanburði með Fischer post hoc-prófi. Efniviður og aðferðir Rannsókn þessi var framskyggn hóprannsókn þar sem öllum þeim sjúklingum sem hófu hjartaendurhæfingu á Reykjalundi á 18 mánaða tímabili frá 1/7 2011 til 31/12 2012 og voru með sykursýki af tegund 2, var boðin þátttaka í rannsókninni og samþykktu allir. Sykursýki var skilgreind til staðar hjá þeim sem tóku sykursýk- islyf eða höfðu þekkta greiningu á sykursýki af tegund 2. Einnig var sykursýki greind samkvæmt hefðbundnum skilmerkjum ef fastandi blóðsykur var ≥7,0 mmól/L við tvö tilvik, eins og miðað er við í klínískum leiðbeiningum landlæknis.7 Endurhæfing hjartasjúklinga með sykursýki var eins og ann- arra hjartasjúklinga og í jafn langan tíma, nema þeir fyrrnefndu fengu sérstaka sykursýkisfræðslu á meðferðartímanum og komu í endurkomur vegna rannsóknarinnar þremur og sex mánuðum eftir að meðferð lauk. Endurhæfing á stigi II er að jafnaði 4 vikur, en í sumum tilvikum 5-6 vikur, sérstaklega hjá einstaklingum með hjartabilun. Í henni felst markviss styrk- og þolþjálfun, sálræn og félagsleg aðlögun, meðferð áhættuþátta og fjölþætt fræðsla. Þjálf- unin er einstaklingsmiðuð, ákefð þjálfunar byggir á sjúkdóms- greiningu, sögu og niðurstöðum úr þolprófi við komu. Hver ein- staklingur er að jafnaði í 3-4 þjálfunartímum á dag (um það bil 90-150 mín) alla virka daga með stigvaxandi álagi yfir tímabilið.8 Allir sjúklingar með sykursýki fengu sérstaka fræðslu, meðal annars um æskilegt mataræði. Mynd 1 sýnir yfirlit yfir þær mælingar sem gerðar voru við upphaf og lok endurhæfingar og í endurkomum. Til að meta hvort munur væri á rannsóknarhópnum og öðrum þeim sem voru í hjartaendurhæfingu á sama tíma, voru bornar saman niðurstöður þolprófa, blóðprufa og mælinga á líkams- þyngdarstuðli (LÞS) sem gerðar voru við upphaf og lok endurhæf- ingar. LÞS var reiknaður út frá mældri hæð í cm og vigtaðri þyngd í kg. Fituhlutfall var mælt með rafleiðnimæli að morgni dags (BIA 310 Bioimpedance analyser, Seattle Washington USA). Mittismál var mælt samkvæmt leiðbeiningum frá Hjartavernd þar sem um- mál mittis er mælt milli mjaðmakambs og neðstu rifja í láréttu plani, beint á húð með sjúkling standandi. Blóðsýni voru tekin fastandi að morgni dags. Mælingar voru gerðar samdægurs á blóð- rannsóknarstofu Landspítala á eftirfarandi: S-glúkósi, s-HDL, s- þríglýseríð, og b-HbA1c, nema við lok meðferðar þegar aðeins var mældur s-glúkósi. Þolpróf var gert á þrekhjóli (VIA sprint 150P, Ergoline, Þýskaland) við upphaf og lok meðferðar, þar sem við- R a n n S Ó k n Mynd 1. Myndin sýnir þær mælingar sem gerðar voru við upphaf og lok meðferðar og í endurkomu (E.) eftir 3 og 6 mánuði. LÞS er líkamsþyngdarstuðull. A sýnir þær mælingar sem hjartasjúklingar með sykursýki af tegund 2 fóru í (rannsóknarhópurinn). B sýnir þær mælingar sem allir fóru í sem voru í hjartaendurhæfingu á rannsóknar- tímabilinu og notaðar voru til samanburðar við rannsóknarhópinn. Mynd 2. Yfirlit yfir mætingu og brottfall hjartasjúklinga með sykursýki af tegund 2 (rannsóknarhópurinn). 16                           Mynd  2.  Yfirlit  yfir  mætingu  og  brottfall  hjartasjúklinga  með  sykursýki  af  tegund  2   (rannsóknarhópurinn).   Hófu meðferð 56 sjúklingar Luku meðferð 54 sjúklingar, 96% Endurkoma 3 mán. 49 sjúklingar, 88% Endurkoma 6 mán 46 sjúklingar, 82% 2 hættu í endurhæfingu vegna stoðkerfisvandamála 5 hættu þátttöku vegna: krabbameins (1), náðist ekki í eða gátu ekki komið í endurkomu (4) 3 hættu þátttöku vegna: krabbameins (1), gátu ekki komið (2)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.