Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2015/101 411
S J Ú k R a T i l F E l l i
Inngangur
Talið er að á milli 22-64% ferðalanga sem ferðast til
vanþróaðra ríkja veikist á ferðalaginu. Þar af þurfi um
8% einstaklinga að leita sér læknismeðferðar.1 Oftast er
um að ræða niðurgangspestir og útbrot. Í allt að 36% til-
vika koma sjúkdómseinkenni ekki fram fyrr en mánuði
eftir heimkomu.2 Fjölmargir smitsjúkdómar í þróunar-
löndum geta herjað á ferðamenn.3
Sjúkratilfelli
24 ára gömul kona kom til heimilislæknis vegna út-
brota á innanverðu hægra læri. Útbrotin voru upp-
hleypt, línuleg og þeim fylgdi mikill kláði, jafnvel sárs-
auki, sem var verstur á nóttinni. Konan var nýkomin
úr þriggja vikna ferðalagi um Kambódíu og Tæland
og tók fyrst eftir útbrotum á innanverðu lærinu síð-
ustu daga þeirrar ferðar. Hún skrifaði útbrotin fyrst á
moskítóbit en þegar heim var komið og um það bil 10
dögum eftir upphaf einkenna fóru útbrotin að aukast
og mikill kláði fylgdi. Útbrotin voru í einni röð á lærinu
og fóru að verða fleiri og mynduðu eina hlykkjótta 10
cm lengju (mynd 1). Unnusti konunnar, sem var með í
sömu ferð, fékk einnig svipuð útbrot á öxlina en þó með
minni kláða og ekki á jafn stóru svæði og hjá henni. Við
skoðun fundust ekki fleiri útbrot á konunni og engin
önnur einkenni fylgdu nema erfiðleikar með svefn
vegna kláðans.
Einkennin bentu til að um húðsýkingu væri að ræða
og var þeim vísað til smitsjúkdómalæknis vegna gruns
um húðskriðlirfusýki eða schistosomiasis.
Konan var greind með Cutaneous larva migrans eða
húðskriðlirfusýki og var greiningin byggð á hinu
dæmigerða útliti sjúkdómsins.
Ein algengasta ástæða þess að fólk leitar til læknis eftir ferðalög til hita-
beltislanda eru útbrot. Meðal helstu orsaka þessara útbrota eru sólbruni
og skordýrabit. Hér er lýst sjúkratilfelli þar sem tveir ferðamenn í Asíu
fengu útbrot og voru síðar greindir með húðskriðlirfusýkingu (Cutaneous
larva migrans). Erlendis er húðskriðlirfusýking algeng orsök útbrota eftir
ferðalög til svæða þar sem lirfan er landlæg. Þessi sýking er tiltölulega
sjaldgæf hér á landi en mun þó að öllum líkindum verða tíðari á komandi
árum með auknum ferðalögum. Greining sjúkdómsins er gerð með sögu
og skoðun og fengu viðkomandi einstaklingar meðferð með albendazole
og læknuðust alveg.
ÁgrIp
Ein algengasta ástæða þess að fólk leitar til læknis eft-
ir ferðalög til hitabeltislanda eru útbrot á húð. Samkvæmt
franskri rannsókn frá árinu 1995, þar sem 269 sjúklingar
leituðu á sjúkrahús vegna húðvandamála eftir ferðalag,
voru 53% þeirra að koma frá hitabeltislöndum. Algeng-
asta greiningin var húðskriðlirfusýki en af þessum 269
Greinin barst
11. maí 2015,
samþykkt til birtingar
12. ágúst 2015.
Höfundar hafa
útfyllt eyðublað um
hagsmunatengsl.
Útbrot og kláði eftir Asíuferð
– sjúkratilfelli
Guðmundur Dagur Ólafsson1 læknanemi, Emil L. Sigurðsson2, 3 læknir, Bryndís Sigurðardóttir4 læknir
1Læknadeild Háskóla Ís-
lands, 2Heilsugæslustöðinni
Sólvangi, Hafnarfirði, 3heim-
ilislæknisfræði Háskóla
Íslands, 4smitsjúkdómadeild
Landspítala.
Fyrirspurnir:
Emil L. Sigurðsson
emilsig@hi.is
http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.09.42
Mynd 1. Útbrot innanvert á læri, línuleg og hlykkjótt.
Myndir: Guðmundur Dagur Ólafsson