Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2015/101 405 Inngangur Á síðustu áratugum hefur þeim fjölgað mjög sem glíma við offitu hér á landi eins og víða um heim. Samtímis því hefur orðið mikil aukning á sykursýki af tegund 2, en talið er að tilfelli sjúkdómsins í heiminum hafi um það bil tvöfaldast á síðustu 20 árum.1 Rann- sóknir Hjartaverndar á heilsufari Íslendinga hafa sýnt fram á sömu þróun á Íslandi með mikilli aukningu á ofþyngd, offitu og sykursýki af tegund 2. Sérstaklega er breytingin áberandi meðal karlmanna, en algengi sykursýki af tegund 2 hjá 45-64 ára einstaklingum á Íslandi árið 2007 var 6,3% hjá körlum en um 3,0% hjá konum.2 Niðurstöður faraldsfræðilegra rannsókna hafa líka sýnt að þeir einstaklingar sem hafa sykursýki af teg- und 2 hafa allt að 2-3 falt auknar líkur á að fá hjarta- og æðasjúkdóma.3,4 Má því gera ráð fyrir að meðal þeirra sem koma til meðferðar og endurhæfingar vegna hjartasjúkdóma sé algengi sykursýki talsvert meira en almennt gerist. Grunnþættir í meðferð sykursýki af tegund 2 eru fræðsla um mataræði og reglubundin hreyfing, auk lyfjameðferðar.5 Þó gagnsemi lyfjameðferðar við syk- ursýki sé vel þekkt hafa nýlegar rannsóknir sýnt fram á vissar takmarkanir hennar til að ráða við afleiðingar sykursýki af tegund 2. Jafnvel getur áköf lyfjameð- ferð í sumum tilvikum ýtt undir þyngdaraukningu og aukið tíðni blóðsykurfalla.6 Því þarf að þróa og meta 1Hjartasviði Reykjalundar, Endurhæfingarmiðstöðvar SÍbS, 2Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands inngangur: Sykursýki af tegund 2 er vel þekktur áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Mikilvægt er að þróa og meta leiðir til að draga úr áhættu- þáttum og bæta heilsu þeirra hjartasjúklinga sem jafnframt hafa sykursýki. Efniviður og aðferðir: Framskyggn hóprannsókn meðal sjúklinga með sykursýki af tegund 2 sem komu til hjartaendurhæfingar á Reykjalundi frá 1/7 2011 til 31/12 2012. Algengi sykursýki af tegund 2 meðal sjúklinga í hjartaendurhæfingu var borið saman við algengi í rannsókn Hjartaverndar. Rannsóknarhópurinn með sykursýki var borinn saman við aðra sjúklinga í hjartaendurhæfingu á sama tímabili hvað varðar holdafar og þrek fyrir og eftir meðferð. Fylgst var með lífsháttabreytingum rannsóknarhópsins í þriggja og sex mánaða eftirfylgd, meðal annars varðandi reykleysi, hreyfi- venjur og göngugetu. niðurstöður: Algengi sykursýki af tegund 2 í hjartaendurhæfingu var miklu meira en í samanburðarþýði Hjartaverndar. Rannsóknarhópurinn var þyngri, hærra hlutfall hans hafði offitu, mittismál var meira og þrek minna, miðað við aðra hjartasjúklinga. breyting varð hjá báðum hópunum á meðferðartímanum, þeir léttust, mittismál minnkaði, en þó jókst þrek minna hjá rannsóknarhópnum. Eftir 6 mánuði hafði þyngd og blóðsykur rannsóknarhópsins farið í fyrra horf, en mittismál var minna og hópurinn hélt aukinni hreyfingu og göngugetu miðað við upphaf meðferðar. Ályktun: Sykursýki af tegund 2 er algengari í hjartaendurhæfingu en í almennu þýði á Íslandi. Hjartasjúklingar með sykursýki eru að jafnaði feitari og með heldur lélegra þrek og minni svörun við þjálfun en aðrir hjartasjúklingar. Eftirfylgd í 6 mánuði sýndi hins vegar að aukning varð í reglulegri hreyfingu meðal hópsins og það endurspeglaðist í bættri göngugetu. ÁgrIp Fyrirspurnir: karl kristjánsson karlk@reykjalundur.is Greinin barst 17. febrúar 2015, samþykkt til birtingar 6. ágúst 2015. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Áhrif endurhæfingar á þrek, holdafar og heilsueflandi hegðun hjartasjúklinga með sykursýki af tegund 2 Karl Kristjánsson1 læknir, Magnús R. Jónasson1 læknir, Sólrún Jónsdóttir1 sjúkraþjálfari, Hjalti Kristjánsson1 lífeðlisfræðingur, Marta Guðjónsdóttir1,2 lífeðlisfræðingur aðferðir til að meðhöndla þessa gerð sykursýki með breyttum lífsstíl til langs tíma. Það er því mjög aðkall- andi viðfangsefni að komast að því hvernig þessum þætti meðferðarinnar verður best háttað hér á landi á næstu árum til að ná sem bestum árangri. Rannsókn þessi var gerð á hjartasviði Reykjalundar, en skipulögð hjartaendurhæfing á stigi II hefur farið fram þar frá árinu 1982. Meirihluti þeirra sem koma þangað til endurhæfingar eru með kransæðasjúkdóm, eða um 70%, en helstu ástæður fyrir tilvísun sjúklinga í hjartaendurhæfingu eru þjálfun og aðlögun, meðal annars eftir kransæðaaðgerðir, hjartaáföll og kransæða- víkkanir en einnig eftir lokuaðgerðir og vegna hjartabil- unar. Markmið þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að kanna framvirkt algengi sykursýki af tegund 2 í hópi þeirra einstaklinga sem komu til hjartaendurhæfingar á stigi II á Reykjalundi og bera saman við almennt úrtak Hjartaverndar frá sama tímabili. Í öðru lagi að bera saman árangur endurhæfingar sykursjúkra hjartasjúklinga og annarra hjartasjúklinga. Fylgst var með hugsanlegri áhættu við þjálfun hjartasjúklinga með sykursýki af tegund 2, sérstaklega með tilliti til mögulegra blóðsykurfalla eða annarra áfalla. Sambærileg rannsókn á hjartaendurhæfingu sykursjúkra hefur ekki verið gerð áður hér á landi. R a n n S Ó k nhttp://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.09.41 Ef góð stjórn er á fastandi blóðsykri og HbA1c gildi eru samt há, er líklegt að meðhöndla þurfi blóðsykurshækkun í kjölfar máltíða1 Viltu bæta GLP-1-viðtakaörva við insúlínmeðferðina? Veldu Lyxumia!2 1. Bolli GB, Owens DR. Lixisenatide, a novel GLP-1 receptor agonist: efficacy, safety and clinical implications for type 2 diabetes mellitus, Diabetes, Obesity and Metabolism 2014. Jul; 16(7):588-601. 2. www.serlyfjaskra.is. Ábending: Lyxumia er ætlað til meðferðar fullorðinna með sykursýki af tegund 2, til þess að ná stjórn á blóðsykri í samsettri meðferð með sykursýkilyfjum til inntöku og/eða grunninsúlíni, þegar þau lyf ásamt sértæku fæði og hreyfingu hafa ekki nægt til þess að ná viðunandi blóðsykursstjórn 3. Scheen AJ. Lixisenatide (Lyxumia),a new agonist of glucagon-like peptide-1 receptors with a predominant postprandial ction. Rev Med Liege. 2014 Feb;69(2):102-9. 4. Bolli GB , Owens DR. Lixisenatide, a novel GLP-1 receptor agonist: efficacy, safetyand clinical implications for type 2 diabetes mellitus. Diabetes, Obesity and Metabolism 2014 Jul; 16(7):588-601. 5. Raccach D. Efficacy and safety of lixisenatide in the treatment of Type 2 diabetes mellitus: a review of Phase III clinical data. Expert Rev. Endocrinol.Metab. 2013;8(2),105-21 6. Lyxumia SPC 5.1, 22102014 For spørsmål om våre penner og produkter kontakt Sanofis diabetestelefon på 800 36 444 sanofi-aventis Norge AS Strandveien 15 1366 Lysaker Telefon (+47) 67 10 71 00 Fax (+47) 67 10 71 01 www.sanofi.no IS -L IX -1 5- 08 -0 1 – Prandial GLP-1-viðtakaörvi sem hentar sem viðbót við grunninsúlín og þarf einungis að nota einu sinni á dag3,4 – Marktæk lækkun á þyngd, HbA1c og blóðsykri eftir máltíð5,6

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.