Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2015/101 421 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R „Markmiðið með þessari rannsókn er að finna aðferð fyrir konur í Afríkulöndum til að verjast HIV smiti,“ segir Ásgeir Bjarnason þróunarstjóri hjá Stjörnu-Odda. Á myndinni er Ásgeir til hægri ásamt Sigmari Guðbjörnssyni framkvæmdastjóra fyrirtækisins en einnig má sjá starfsmenn í framleiðsludeild frá vinstri: Anton Sigmarsson, Laufeyju Tinnu Guð- mundsdóttur og Böðvar Ægisson. var í mikilli þörf fyrir að ræða verkefnið við einhvern. Það kom í minn hlut að eiga samskipti við hann og ég fræddist mikið um japanska skógarbirni meðan á þessu verkefni stóð.“ Hjartsláttarmælarnir gegna svipuðu hlutverki að sögn Ásgeirs og Holtermæl- arnir svokölluðu sem margir kannast eflaust við. „Ég vann sem sagt að þróun ígræðanlegra hjartsláttarmæla í meistara- náminu mínu og hef haldið því áfram síð- an. Þetta eru ígræðanlegir síritar sem skrá hjartslátt sem reiknaður er út frá hjartaraf- riti. Þetta er viðbót við hitamælana sem hafa verið okkar aðal framleiðsluvara.“ Strangara regluverk um mannarannsóknir Hann segir ekki auðvelt að færa sig úr dýrarannsóknum yfir í mannarannsóknir. „Það gilda miklu strangari reglur um allt sem lýtur að rannsóknum á mönnum og það er að mestu leyti mjög eðlilegt. En þetta er að vissu leyti einokunarmarkaður fárra stórra fyrirtækja og þau halda mjög stíft í reglurnar, stundum að því er manni finnst frekar til að tryggja markaðsstöðu sína en af umhyggju fyrir mannfólkinu. Þetta HIV-verkefni kemur upp í hendurnar á okkur þar sem við höfum verið það lengi á markaðnum með okkar tæki og reynslan af þeim er undantekningarlaust mjög góð. Það sem sérstaklega er strangt tekið á er hvert mælitækið sækir orkuna. Ef tækið sækir orkuna útfyrir líkamann, til dæmis í gegnum spantækni, er það kallað passíft en ef tækið er með rafhlöðuna í sér er það aktíft. Um aktíf ígræðanleg mælitæki fyrir fólk gildir mjög strangt regluverk og það er því verulega stórt skref fyrir okkur að hafa fengið hitamælana okkar samþykkta til notkunar í þessa HIV-rannsókn. Þetta er lokuð forstigsrannsókn þar sem aðeins 30 konur taka þátt, allt sjálfboða- liðar og kemur hún í kjölfarið á rannsókn sem unnin var með þessari aðferðafræði í öpum og birtist í maí síðastliðnum í tíma- ritinu PlosOne. Sú rannsókn var styrkt af WHO og var unnin af teymi sérfræðinga í klínískri aðferðafræði undir stjórn Karl Malcolm hjá Queens University í Belfast.“ Ásgeir segir að rannsóknir á þessum hring og virka efninu sem hann seytir hafi staðið yfir í 10 ár og niðurstöður hafa verið misvísandi. „Það hefur í rauninni aldrei verið fylgst náið með því hvort hringurinn er á sínum stað alltaf en með því að fylgj- ast náið með hitastigi telja rannsakendur sig geta séð hvort hringurinn er alltaf óhreyfður á sínum stað. Þessi lokaða 30 manna rannsókn snýst í rauninni fyrst og fremst um þetta og það er mjög spennandi að taka þátt í þessu. Ef vel tekst til taka IPM-samtökin við keflinu en markmiðið hjá þeim er að tryggja að þessir hringir séu raunveruleg aðferð fyrir konur í Afríkulöndum til að verjast HIV-smiti. Samtökin eru alfarið fjármögnuð af ríkis- og góðgerðastofnun- um og hafa til dæmis góðgerðasamtök Bill Gates styrkt samtökin um milljarða. Þessi hringur sem settur er upp í leggöng hjá konunum seytir efni í mánaðartíma sem hindrar HIV-smit við samfarir. Skipta þarf um hringinn mánaðarlega en konan getur gert það sjálf og það er mikilvægt við þær aðstæður sem nota á hringinn.“ Nýlokið er rannsókn með þátttöku 5000 kvenna í Afríkulöndum án hitanemans í hringjunum og niðurstöður úr þeirri rann- sókn eiga að liggja fyrir í janúar á næsta ári. Þrjátíu manna rannsóknin fer í gang í haust og niðurstöður liggja fyrir í byrjun næsta árs. „Þá verður hægt að bera saman niðurstöður og taka ákvörðun um hvort nauðsynlegt sé að gera aðra stóra rann- sókn með hitanemum í hringjunum. Það verður því spennandi að sjá niðurstöður úr þessum tveimur rannsóknum,“ segir Ásgeir að lokum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.