Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 4
392 LÆKNAblaðið 2015/101 F R Æ Ð I G R E I N A R 9. tölublað 2015 395 Pétur B. Júlíusson Hvernig er best að mæla offitu barna? Aukið mittismál hjá börnum hefur verið tengt aukinni blóðfitu, háum blóðþrýstingi, hækkuðum fastandi in- súlínmælingum og hættu á lifrarfitu. Mæling á mittismáli er hluti af skil- greiningu International Diabetes Federation á efnaskiptavillu. Þrátt fyrir þetta eru mælingar á mittismáli eða mitti/ hæð hlutfallinu ekki út- breiddar. 399 Ásdís Eva Lárusdóttir, Ragnar Bjarnason, Ólöf Elsa Björnsdóttir, Berglind Brynjólfsdóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Tryggvi Helgason Mikilvægi mittismáls við eftirlit barna með offitu Frávik í blóðgildum barna með offitu eru algeng. Mittismál virðist hafa meira for- spárgildi um frávik í efnaskiptum tengdum offitu en BMI-SDS. Mittismál mætti nota til að skima fyrir þeim börnum sem þurfa á reglulegu eftirliti að halda með tilliti til frávika í efnaskiptum. Mittismál bætir mikilvægum upplýsingum við í áhættumati á börnum með offitu. Rannsóknin sýnir því mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsfólk mæli mittismál barna sem þeir hafa til meðferðar og eftirlits. 405 Karl Kristjánsson, Magnús R. Jónasson, Sólrún Jónsdóttir, Hjalti Kristjánsson, Marta Guðjónsdóttir Áhrif endurhæfingar á þrek, holdafar og heilsueflandi hegðun hjartasjúklinga með sykursýki af tegund 2 Sykursýki af tegund 2 er algengari í hjartaendurhæfingu en í almennu þýði á Íslandi. Hjartasjúklingar með sykursýki eru að jafnaði feitari og með heldur lélegra þrek og minni svörun við þjálfun en aðrir hjartasjúklingar. Eftirfylgd í 6 mánuði sýndi hins vegar að aukning varð í reglulegri hreyfingu meðal hópsins og það endurspeglaðist í bættri göngugetu. 411 Guðmundur Dagur Ólafsson, Emil L. Sigurðsson, Bryndís Sigurðardóttir Útbrot og kláði eftir Asíuferð – sjúkratilfelli Talið er að á milli 22-64% ferðalanga sem ferðast til vanþróaðra ríkja veikist á sínu ferðalagi. Þar af þurfi um 8% einstaklinga að leita sér læknismeðferðar. Oftast eru um að ræða niðurgangspestir og útbrot. Í allt að 36% tilvika koma sjúkdómseinkenni ekki fyrr en mánuð eftir heimkomu. 397 María Heimisdóttir Aukin ferðamennska – áskorun í heil- brigðisþjónustu Langflestir erlendir ferðamenn leita heil- brigðisþjónustu yfir sumarmánuðina - þegar mönnun er oft naum vegna sumarleyfa. Árið 2014 voru 46% af inn- lögnum ósjúkratryggðra í júlí-september. Áhrifa ferðamanna gætir því meira en ætla mætti af fjöldatölum. L E I Ð A R A R árgangar að baki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.