Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 12
400 LÆKNAblaðið 2015/101 Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að finna þann mælikvarða á offitu barna sem hafði mest forspárgildi um frávik í blóðgildum. Hins vegar að fá heildstæða mynd af frávikum í efnaskiptum barna með offitu með því að skoða algengi frávika í blóðgildum hjá börnum sem vísað hefur verið til Heilsuskóla Barnaspítalans. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn lýsandi og náði til allra barna sem leitað höfðu til Heilsuskóla Barnaspítalans á tímabilinu frá 1. janúar 2011 til 15. mars 2013 (n=181). Upplýsingatæknisvið Land- spítalans tók saman þær mælingar sem teknar höfðu verið í fyrsta viðtali í Heilsuskólanum, það er að segja hæð, þyngd, BMI, mittis- mál og niðurstöður blóðrannsókna. Hæð var mæld í sentimetrum með stafrænum veggföstum hæðarmæli (Ulmer Stadiometer, Prof. Heinze). Þyngd var mæld í kílógrömmum á viðurkenndri vog (Marel, gerð C2) og voru þátttakendur í léttum fatnaði en skó- lausir. Mittismál var mælt á bert hold eða yfir þunnan bol miðja vegu milli mjaðmakambs og rifjaboga.16 Í samvinnu við norsku rannsakendurna voru staðalfráviksstig reiknuð út frá norskum staðalfrávikum fyrir mittismál og mittismál/hæð. Allar blóðrann- sóknir sem teknar voru innan 6 mánaða fyrir eða eftir fyrsta viðtal í Heilsuskólanum voru skoðaðar og leitað var eftir mælingum á insúlíni, glúkósa, lifrarensíminu alanín-amínótransferasa (ALAT), skjaldvakahormóni (TSH), fríu týroxíni (frítt T4), kólesteróli, þríglý- seríðum og háþéttnifitupróteini (HDL). Ef einstaklingur hafði farið í fleiri en eina blóðrannsókn á tímabilinu var sú notuð sem tekin var sem næst fyrsta viðtali í Heilsuskólanum. Ef einhverjar upplýsingar vantaði eða frávik komu fram í blóðrannsóknum var viðkomandi einstaklingum flett upp í Sögukerfi Landspítalans og frekari upplýsinga leitað. Í rannsókninni voru greiningarnar fitu- lifur og alvarleg insúlínhækkun flokkaðar sem alvarleg frávik. Einstaklingur taldist hafa greininguna fitulifur ef ómun af kviðar- holi benti til fitusöfnunar í lifur en aðeins þau börn sem höfðu hækkun á ALAT í blóði yfir 45,0 U/L voru send í ómun á röntgen- deild Landspítalans. Einstaklingur taldist hafa alvarlega insúlín- hækkun (hyperinsulinemia) ef fastandi seruminsúlín var hærra en 50 µU/L. Önnur frávik voru til dæmis væg insúlínhækkun, ALAT- hækkun án fitulifrar, einhliða TSH-hækkun og blóðfituröskun. Einstaklingur var útilokaður frá rannsókninni ef upplýsingar um hæð eða þyngd vantaði. Öll gögn voru færð inn í Microsoft Excel 2010. Við tölfræðilega úrvinnslu var forritið SAS Enterprise Guide 4.3 notað. Fylgni- greining var notuð til að sýna fylgni mælikvarða á offitu við blóðgildi. Vegna þess hve tengdir mælikvarðarnir voru var ekki unnt að nota margbreytu aðfallsgreiningu. T-próf fyrir óháða hópa voru notuð til að bera börn með alvarleg frávik saman við önnur börn í úrtakinu. Niðurstöður töldust marktækar ef p<0,05. Leyfi fyrir rannsókninni fengust hjá Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður 181 einstaklingi var vísað til Heilsuskóla Barnaspítalans á tíma- bilinu frá 1. janúar 2011 til 15. mars 2013. Þyngdar- og hæðarmæl- ingar vantaði fyrir tvö þeirra. Í úrtakinu voru því 179 börn og unglingar á aldrinum 4 til 18 ára. Tafla I tekur saman upplýsingar um þátttakendur við fyrstu skoðun í Heilsuskólanum. Evrópsk viðmið offitu hjá körlum yfir 18 ára aldri eru 94 cm16,17 en 37 af 48 drengjum voru yfir þeim mörkum. Hjá evrópskum konum liggja mörkin við 80 cm16,17 en 61 af 62 stúlkum voru yfir mörkunum. Niðurstöður blóðrannsókna, fyrir öll blóðgildi eða hluta þeirra, voru til fyrir 116 börn (tafla II). Frávik í einu eða fleiri blóðgildum komu fram hjá 54 börnum (46,6%), hjá 22 drengjum (46,8%) og 32 stúlkum (46,4%) (tafla II). Ellefu börn (9,5%, n=116) náðu grein- ingarskilmerkjum fitulifrar og/eða alvarlegrar insúlínhækkunar. Fjögur börn (3,9%, n=102) höfðu staðfesta fitulifur og 28 (28%, n=100) höfðu insúlínhækkun, þar af 8 (8%, n=100) að því marki að þörf væri á inngripi (tafla III). Eitt barn var bæði með staðfesta fitulifur og alvarlega insúlínhækkun þar sem þörf var á inngripi. Enginn hafði TSH-hækkun og frítt T4 lækkun sem bent gat til van- starfsemi skjaldkirtils. 64 þátttakendur höfðu bæði mælingar á mittismáli og insúlíni. Þessi hópur var borinn saman við þá þátttakendur sem aðeins höfðu insúlínmælingu en ekki mittismál. Ekki var marktækur munur milli hópanna á seruminsúlíni, aldri, hæð, þyngd, BMI eða BMI-SDS. Við frekari úrvinnslu á niðurstöðum tengdum seruminsúlíni var hópurinn sem hafði báðar mælingarnar aðeins skoðaður. Mittismál barna með alvarlegt frávik var 17,1 cm (0,2 SDS) meira en annarra þátttakenda í Heilsuskólanum og BMI var 5,3 kg/m2 (0,6 BMI-SDS) hærra. Þar sem BMI-SDS eru stöðluð fyrir aldri sýnir marktækt hærra BMI-SDS hjá þeim sem hafa alvarleg frávik að þau eru feitari en aðrir þátttakendur, óháð aldri. Samkvæmt fylgnigreiningu á okkar einsleita úrtaki hafði ald- ursstaðlað mittismál meiri fylgni en BMI-SDS við insúlín, glúkósa, heildarkólesteról, HDL og þríglýseríð (tafla IV). Þekkt er að margar af þessum breytur eru aldursháðar. Umræður Tæplega helmingur þeirra barna sem komu í Heilsuskólann höfðu frávik í einu eða fleiri blóðgildum og var hlutfallið milli drengja og stúlkna jafnt. Þetta er ákaflega hátt hlutfall og er í samræmi R a n n S Ó k n Tafla I. Upplýsingar um þátttakendur við fyrstu skoðun í Heilsuskólanum. Stúlkur Drengir n Meðaltal ± SD n Meðaltal ± SD Aldur (ár) 101 11,2 ± 2,9 78 12,1 ± 2,7 Hæð (cm) 101 151,1 ± 15,5 78 157,1 ± 15,6 Þyngd (kg) 101 72,0 ± 23,9 78 78,9 ± 25,5 Þyngd SDS 101 4,6 ± 1,3 78 4,3 ± 1,2 bMI (kg/m2) 101 30,5 ± 5,5 78 31,0 ± 5,0 bMI-SDS 101 3,3 ± 0,7 78 3,7 ± 0,8 Mittismál (cm) 62 101,3 ± 12,4 48 104,1 ± 14,8 Mittismál SDS 62 3,3 ± 0,4 48 2,8 ± 0,3 Mitti/hæð 62 0,66 ± 0,05 48 0,66 ± 0,06 Mitti/hæð SDS 62 3,1 ± 0,3 48 3,0 ± 0,3 bMI (líkamsþyngdarstuðull, body Mass Index), bMI-SDS (staðalfráviksstig bMI)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.