Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2015/101 427 l Ö G F R æ ð i 1 5 . P i S T i l l Læknar eru hvattir til að koma á framfæri við ritstjórn eða pistlahöfund ábendingum um efni. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur Læknafélags Íslands Dogg@lis.is Reglugerð nr. 467/2015 Áður hefur á þessum vettvangi verið fjallað um lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012, sem gengu í gildi 1. janúar 2013. Lög um heilbrigðisstarfsmenn eru heildarlöggjöf um alla heilbrigðisstarfs- menn. Við gildistöku laganna féllu niður öll lög og allar reglugerðir sem áður höfðu gilt um einstakar heilbrigðisstéttir. Í þeirra stað voru settar reglugerðir fyrir hverja og eina þeirra 33 heilbrigðisstétta sem teljast til löggiltra heilbrigðisstétta skv. upp- talningu í 3. gr. laganna. Um lækna var sett reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi nr. 1222/2012, sem tók gildi 1. janúar 2013 og hefur hún gilt síðan. Sú reglugerð byggði á eldri reglugerð frá 1997 um veitingu almenns lækningaleyfis og sérfræðileyfa nr. 305/1997 með síðari breytingum. Á þessum tíma hafði um nokkurt skeið staðið yfir heildarendurskoðun á reglum um almennt lækningaleyfi og sér- fræðileyfi. Endurskoðuninni var ekki lokið þegar reglugerð nr. 1222/2012 var sett. Í ársbyrjun 2013 setti velferðarráðherra því á laggirnar vinnuhóp sem falið var að endurskoða gildandi ákvæði um almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi. Vinnunni átti að ljúka á árinu 2013 en hún dróst af ýmsum ástæðum. Þessari vinnu hefur nú lokið með setningu nýrrar reglugerðar um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sér- fræðileyfi nr. 467/2015. Með reglugerðinni eru settar fram skýrari kröfur sem þarf að uppfylla til að hljóta almennt lækninga- leyfi og sérfræðileyfi. Varðandi almenna lækningaleyfið gerir reglugerðin ráð fyrir því að starfsnám kandídatsársins skuli byggjast á sérstök- um marklýsingum þar sem nákvæmlega er kveðið á um uppbyggingu, innihald og ýmsa aðra þætti námsins. Heilbrigðisráðherra hefur hinn 13. júlí sl. skipað 6 manna nefnd til fjögurra ára, sem falið er það verkefni að skipuleggja námsblokkir, fjölda þeirra og ráðningar- feril fyrir læknakandídata í starfsnámi, í samstarfi við þær heilbrigðisstofnanir, sem viðurkenndar eru til slíks náms. Í nefnd- inni eru 6 læknar, tveir tilnefndir af Land- spítala, einn af Sjúkrahúsinu á Akureyri, einn af heilbrigðisstofnunum utan höfuð- borgarsvæðisins, einn af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og einn af Félagi almennra lækna. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða með reglugerðinni taka þessar reglur um námsblokkir þó ekki til þeirra læknakandidata, sem hófu starfsnám til almenns lækningaleyfis vorið 2015. Um starfsnám þeirra fer samkvæmt ákvæðum eldri reglugerðar nr. 1222/2012. Varðandi sérfræðilæknisleyfi gerir nýja reglugerðin ráð fyrir því að heildar- námstími í sérfræðinámi skuli að jafnaði vera að lágmarki fimm ár (60 mánuðir) í aðalgrein og tvö ár í undirgrein. Það er lenging um 6 mánuði hvað sérfræðinámið varðar því það var að jafnaði 4 ½ ár í aðal- grein samkvæmt eldri reglugerð. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða með nýju reglugerðinni er lækni, sem fengið hefur almennt lækningaleyfi og sem hefur byrjað skipulagt sérnám fyrir gildis- töku reglugerðar nr. 467/2015 heimilt að sækja um sérfræðileyfi á grundvelli eldri reglugerðar innan fimm ára frá gildis- töku hennar. Reglugerð nr. 467/2015 öðlast skv. 20. gr. hennar þegar gildi. Það þýðir samkvæmt fyrirmælum 2. mgr. 8. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirt- ingablað að hún hafi öðlast gildi og orðið bindandi fyrir alla frá og með deginum eftir útgáfudaginn, eða hinn 22. maí 2015. Þeir sem þegar hafa byrjað sérfræðinám skv. eldri reglugerð fyrir 22. maí 2015 hafa því tíma fram til 22. maí 2020 til að ljúka því sérfræðinámi á grundvelli ákvæða eldri reglugerðarinnar, ef þeir svo kjósa. Í 8. gr. reglugerðar nr. 467/2015 er nánar fjallað um sérnám í læknisfræði. Þar kem- ur fram að það skuli uppfylla hvað varðar innihald og námstíma kröfur um sérnám sem gerðar eru í því ríki þar sem sérnámið er stundað. Sérnám sem unnt er að stunda hér á landi skal fara fram á heilbrigðisstofnun eða deild á heilbrigðisstofnun sem hlotið hefur viðurkenningu til slíks sérnáms af sérstakri mats- og hæfisnefnd og vera í samræmi við sérstaka marklýsingu sem setja skal fyrir sérgreinina. Í marklýsingu skal meðal annars kveðið á um inntöku í sérnám, innihald, fyrirkomulag og lengd sérnámsins og einstakra námshluta, gæða- kröfur, handleiðslu og hæfismat. Mats- og hæfisnefndin var skipuð 17. ágúst sl. til fjögurra ára. Nefndin er þriggja manna og í henni eiga sæti fulltrúar tilnefndir af læknadeild Háskóla Íslands, embætti land- læknis og Læknafélagi Íslands. Læknar eru hvattir til að kynna sér ákvæði hinnar nýju reglugerðar sem er að- gengileg á þessari vefslóð: stjornartidindi. is/Advert.aspx?ID=a3328029-d1d1-4f92- a079-51b925dc4735. & Victoza (líraglútíð) leiðir til allt að:1 1,5% lækkunar á HbA1c frá 8,4 % HbA1c til 6,9 % HbA1c 3,7 kg þyngdartaps Magi Victoza seinkar magatæmingu og veitir því aukna mettunartilnningu. 2,3 Briskirtill Victoza virkjar betafrumurnar sem losa insúlín þegar blóðsykur er hár. 2,3 Lifur Victoza hamlar seytingu glúkagons og dregur úr útskilnaði glúkósa frá lifur. 2,3 Matarlyst Victoza dregur úr matarlyst, sem leiðir til minnkaðrar fæðuneyslu. 2 líraglútíð Sykursýki tegund 2 IS /L R/ 04 14 /0 17 9

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.