Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2015/101 399 Inngangur Offita hefur aukist um allan heim á undanförnum ára- tugum og er nú orðið alvarlegt heilbrigðisvandamál, meðal annars vegna aukinnar hættu á ýmsum lang- vinnum sjúkdómum.1, 2 Áhrif offitu hjá börnum hér á landi eru ekki jafnvel þekkt og hjá fullorðnum en er- lendar rannsóknir gefa til kynna að börn sýni í auknum mæli frávik í efnaskiptum og hafi jafnvel þegar þróað með sér ýmsa lífsvenjutengda sjúkdóma. Snemma í æsku getur offita haft áhrif á flest líffærakerfi líkam- ans.1,3,4 Nokkrir mælikvarðar eru notaðir til að meta offitu. Algengastur er BMI (Body mass index, líkamsþyngdar- stuðull) sem reiknaður er samkvæmt reikniformúlunni þyngd/hæð2 (kg/m2).5-7 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO, World Health Organization) skilgreinir of- þyngd fullorðinna einstaklinga sem BMI ≥25 kg/m2 og offitu sem BMI ≥30 kg/m2.8 Dreifing fitu um líkamann er mikilvægur þáttur þegar áhætta fyrir sjúkdómum er metin. Mittismálsmæling er aðferð notuð til að meta kviðfitu einstaklings, en sýnt hefur verið að kviðlæg fitudreifing er óhagstæðari en önnur með til- liti til áhættuþátta kransæðasjúkdóma hjá börnum og unglingum.9,10 Hlutfall og dreifing líkamsfitu barna er breytilegt eftir kyni, aldri og líkamsþroska. BMI hækkar hratt hjá ungbörnum en fellur svo á milli eins og sex ára aldurs þegar hann tekur að hækka á ný fram á fullorðinsár.11-14 Því er nauðsynlegt að meta BMI út frá kyni og aldursstöðluðum línuritum. Cole og samstarfs- inngangur: offita barna er vaxandi heilbrigðisvandamál í heiminum. Gegnum tíðina hefur líkamsþyngdarstuðull (body Mass Index, bMI) verið helsti mælikvarði á offitu en ágæti hans hefur verið dregið í efa hjá börnum. Heilsuskólinn var stofnaður árið 2011 þegar þverfaglegt teymi var sett saman á barnaspítala Hringsins til að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra við að bæta lífsvenjur sínar. Markmið rannsóknarinnar var að finna þann mælikvarða á offitu barna sem hafði mest forspárgildi um frávik í blóðgildum auk þess að fá heildstæða mynd af frávikum í efnaskiptum barna með offitu í Heilsuskólanum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn, lýsandi og náði til allra barna sem leitað höfðu til Heilsuskóla barnaspítalans á tímabilinu 1. janúar 2011 til 15. mars 2013 (n=181). Upplýsingatæknisvið Landspítalans tók saman upplýsingar um hæð, þyngd, bMI, mittismál og niðurstöður blóðrannsókna. niðurstöður: Frávik í einu eða fleiri blóðgildum fundust hjá 54 börnum (47%). Af þeim börnum sem upplýsingar voru til staðar um höfðu fjögur (4%) staðfesta fitulifur og 28 (28%) höfðu insúlínhækkun, þar af átta (8%) að því marki að þörf væri á inngripi (hyperinsulinemia). Eitt barn hafði bæði fitulifur og marktæka insúlínhækkun. Ályktun: Frávik í blóðgildum barna með offitu eru algeng. Mittismál virðist hafa meira forspárgildi um frávik í efnaskiptum tengdum offitu en bMI-SDS. Mittismál mætti nota til að skima fyrir þeim börnum sem þurfa á reglulegu eftirliti að halda með tilliti til frávika í efnaskiptum. Mittismál bætir mikilvægum upplýsingum við í áhættumati á börnum með offitu. Rannsóknin sýnir því mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsfólk mæli mittis- mál barna sem þeir hafa til meðferðar og eftirlits. ÁgrIp menn hans14 unnu viðmiðunarlínurit fyrir offitu barna í samstarfi við International Obesity Taskforce (IOTF) út frá landsmeðaltali 6 þjóða. Á Íslandi er ýmist miðað við viðmiðunarlínuritið frá Cole og samstarfsmönnum eða SDS (sænsk staðalfráviksstig) sem reiknuð eru út frá hæð, þyngd og aldri barns og eru annaðhvort jákvæð eða neikvæð tala eftir því hvort BMI barnsins er yfir eða undir meðaltali jafnaldra. Offita miðast við 2,5 BMI staðalfráviksstig ofan við meðaltal fyrir aldur og kyn.7,14 Árið 2011 birtust í norskri rannsókn15 nýjar tölur yfir aldurstaðlað mittismál (staðalfráviksstig mittismáls) og aldursstaðlað hlutfall mittismáls og hæðar (staðalfrá- viksstig mitti/hæð). Niðurstöður sýna að 1,6 staðalfrá- viksstig mittismáls er sambærilegt 95. hundraðshluta fyrir BMI (95th percentile) sem eru viðmiðunarmörk offitu. Heilsuskóli Barnaspítalans var stofnaður í nú- verandi mynd árið 2011 en hlutverk hans er að aðstoða börn með offitu og fjölskyldur þeirra við að bæta lífs- venjur sínar. Til Heilsuskólans geta börn á aldrinum 1-18 ára leitað hafi þau aldursstaðlað BMI yfir 25 kg/m2 og lífsvenjutengd vandamál. Frá stofnun hafa yfir 200 börn leitað til skólans að ósk foreldra eða fagaðila. Börnin hafa ýmist tekið þátt í einstaklings- eða hópmeðferð, hvoru tveggja með mikilli þátttöku foreldra. Teknar eru blóðprufur hjá þátttakendum þar sem skimað er fyrir áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki af tegund 2 og fitulifur. Greinin barst 29. janúar 2015, samþykkt til birtingar 13. ágúst 2015. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Mikilvægi mittismáls við eftirlit barna með offitu Alvarleg frávik í blóðgildum hjá íslenskum börnum með offitu Ásdís Eva Lárusdóttir, læknanemi1 Ragnar Bjarnason, læknir1, 2 Ólöf Elsa Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur2 Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur2 Anna Sigríður Ólafsdóttir, næringarfræðingur2,3 Tryggvi Helgason, læknir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, 3menntavísindasviði Háskóla Íslands. Fyrirspurnir Tryggvi Helgason: tryggvih@landspitali.is http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.09.40 Rannsókn unnin við læknadeild Háskóla Íslands og Barnaspítala Hringsins. R a n n S Ó k n H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A c ta v is 5 1 8 0 0 2 Virkt innihaldsefni: Hver freyðitaa inniheldur 400 mg af dísúlfíram. Ábendingar: Áfengissýki. Skammtar og lyagjöf: Fullorðnir: Byrjunarskammtur 800 mg daglega í 2–3 daga. Viðhaldsskammtur: 100–200 mg daglega eða 600–800 mg tvisvar í viku. Frábendingar: Ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar, háþrýstingur, staðfest geðrof, alvarlegar vefrænar heilaskemmdir, alvarlegar persónuleikatruanir, áfengisneysla, ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyaskrá – www.serlyaskra.is. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (ágúst 2015): 400 mg, 50 stk: 10.538 kr. Afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: G. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. Frekari upplýsingar: www.actavis.is, s: 550 3300. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins: 14. febrúar 2012. Ágúst 2015. – 400 mg freyðitöurAntabus Við áfengissýki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.