Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2009, Síða 21
fimmtudagur 26. mars 2009 21Brúðkaup Hvítar brúðartertur verða vinsælli með hverju árinu, enda er hvíti litur- inn táknrænn fyrir brúðkaupið. Sum- ir kjósa þó að skreyta hvítar kökur með skrauti í sterkum lit. Súkkulaðikökur eru líka vinsæl- ar en oft eru þær dulbúnar með hvítu kremi. Geómetrísk form, til dæmis fern- ingar og sexhyrningar, eru vinsæl. Það að raða til skiptis ferhyrndu og hring- laga kökulagi er frumleg lausn. Lög- unum er gjarnan staflað hverju ofan á annað án þess að hafa súlur á milli, en annars eru terturnar huldar með sykurblómum, ferskum berjum eða ávöxtum. Það er þó enginn sem segir að brúðartertur þurfi að vera hefðbundn- ar. Yfirleitt sýnir það karakter og skap- ar skemmtilega stemningu að gera eitthvað óvænt. Brúðartertur mega al- veg vera röndóttar. Eða í laginu eins og ferðatöskur. Brúðartertur eru jafnvel gerðar úr stafla af litlum kökum, ávaxtabökum eða múffum. Oft eru þá hjörtu eða upphafsstafirnir í nöfnum brúðhjón- anna settir ofan á hverja köku. Sum- ir stafla jafnvel upp konfekti, hvítu og brúnu, og enn aðrir litlum kaffibollum með gómsætum eftirréttum, til dæmis tíramisú – eða „skyramisú“. Kannski getur bakarinn þrykkt mynstur í kökuna sem fellur ykkur í geð; jafnvel í stíl við útsauminn á brúðarkjólnum eða blómin í vendin- um. Stundum er fallegt mynstur prent- að á þunnan ætan renning, eða upp- hafsstafirnir í nöfnum brúðhjónanna. Blóm eru líka fallegt og sígilt tertu- skraut. Hægt er að nota alvörublóm, sumir nota aðeins ekta blóm á topp- inn, aðrir þekja heilu terturnar með ekta blómum. Þá er einnig algengt að búa til blómablöð úr marsípani. Litlar styttur af brúðhjónunum eru einnig áberandi. Sumir móta þær úr leir en aðrir láta steypa þær úr súkku- laði. Stundum eru postulínsstyttur notaðar, jafnvel úr brúðkaupi foreldra. Sykursvanir og súkkulaðihjörtu eru líka vinsæl. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir n Samkvæmt hefðinni skera brúðhjónin saman fyrstu sneiðina af brúðartertunni, það er brúðguminn leggur hönd sína yfir hönd brúðarinnar um leið og hún sker. n Ef um kransaköku er að ræða skipta brúðhjónin efsta hluta kökunnar á milli sín. n Best er að láta starfsfólk skera kökuna. Annars er hætta á að hún klárist áður en allir gestirnir hafa fengið sneið en endi samt í ruslinu. n Miklu máli skiptir að velja brúðartertuna vel. Ef vel tekst til gleður hún bæði auga og maga, sem skraut og eftirréttur. Mögu- leikarnir eru endalausir, bæði hvað varðar útlit og innihald. Því ættu brúðhjón alltaf að fá að sjá nokkur sýnishorn og smakka á þeim áður en kakan er valin. fullkomin terta á fullkomnum degi Vandasamt getur reynst að finna réttu brúðartertuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.