Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 8
föstudagur 17. apríl 20098 Fréttir Aðeins munar 7.477 krónum á grunnatvinnuleysisbótum og lág- markslaunum samkvæmt kjarasamn- ingum VR og Samtaka atvinnulífsins. Lægstu laun samkvæmt samning- unum eru 157.000 krónur á mánuði, miðað við starfsmann sem er eldri en 18 ára og hefur starfað hjá sama fyr- irtæki í fjóra mánuði. Atvinnuleysis- bætur einstaklings sem á fullan bóta- rétt nema 149.523 krónum á mánuði. Með fullri tekjutengingu geta þær að hámarki orðið 242.636 fyrstu mán- uðina. Fyrir suma hópa samfélagsins getur borgað sig að vera án vinnu. Betra heima setið Foreldrar sem eiga eitt barn á leik- skólaaldri, þar sem faðirinn er án at- vinnu en móðirin með vinnu, geta hæglega þurft að búa við skerta fjár- hagsstöðu ef faðirinn hefur störf í láglaunavinnu. Fyrir átta tíma vist- un eins barns í leikskólum Reykja- víkurborgar greiða foreldrar 20.655 krónur. Ef enginn annar kostnaður hlýst af vistun barnsins minnka ráð- stöfunartekjur heimilisins um 13.178 krónur ef faðirinn fær fulla vinnu á lágmarkslaunum. Þetta miðast við að foreldrarnir þurfi ekki að vista barnið sitt á leikskóla ef annað foreldrið er án atvinnu. Ferðakostnaður Fleira getur valdið því að það borgi sig ekki að þiggja starf sem er lágt launað, ef einstaklingur á fullan rétt á bótum. Miðað við 171 stunda vinnu- mánuð, eða 39,5 stundir á viku, má sá sem vinnur ekki eyða meira 356 krónum á dag í ferðalög til eða frá vinnu. Að öðrum kosti borgar sig, í fjárhagslegu tilliti, að sitja heima. Til viðbótar má nefna að frítt er fyrir at- vinnulausa í sund og víða er einnig frítt í líkamsrækt. Tekið skal fram að það er að sjálfsögðu ekki hagkvæmt fyrir ríkissjóð að stór hluti vinnuafls þiggi bætur úr atvinnuleysistrygg- ingasjóði. Samfélaginu að kenna Helgi Gunnlaugsson, prófessor í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands, seg- ir að Íslendingar hafi jafnan verið vinnufús þjóð og að viðhorf lands- manna hafi verið á þann veg að betra sé að vera með vinnu en að vera at- vinnulaus. Hann segir ákveðna hættu á því að þankagangurinn breytist ef mikið atvinnuleysi verði viðvarandi ástand í þjófélaginu. „Atvinnulausir eru nú fleiri en íbúar Akureyrar. Það er nýmæli á Íslandi þar sem við höf- um hingað til ekki búið við nema um 1 prósents atvinnuleysi,“ segir hann. Helgi segir að hingað til hafi at- vinnuleysi verið tengt við einstakl- inginn sjálfan. Litið hafi verið svo á að atvinnulaus maður hafi verið á milli vinna eða að eitthvað hafi ver- ið að hjá viðkomandi. Nú þegar at- vinnuleysi sé orðið áberandi í okkar veruleika geti menn farið að horfa öðruvísi á þá sem eru atvinnulausir og tengt það frekar við að eitthvað sé að í samfélaginu. Vinna er eftirsóknarverð Spurður hvort eðlilegt sé að atvinnu- leysisbætur séu svipaðar og lág- markslaun segir Helgi að slíkt þekk- ist vel í nágrannalöndum okkar. „Á Norðurlöndunum eru bætur ein- stakra stétta oft hærri en laun í öðr- um stéttum. Ég held það eigi ekki að vera keppikefli að halda bótunum lágum,“ segir hann og bætir því við að þó þeir sem vinni á lágmarkslaunum fái svipaðar tekjur og atvinnulausir, skapi það ekki í sjálfu sér mikla bit- urð eða upplausn, þar sem ekki telj- ist eftirsóknarvert að vera án vinnu. Hann bendir einnig á að ekki sé víst að margir fái laun samkvæmt lægstu töxtum, margir hafi mennt- un, hafi náð að vinna sig upp í starfi og launum eða vinni yfirvinnu eða vaktavinnu. „Það er kannski ekki lifandi veruleiki að margir vinni á lægstu töxtum. Hins vegar geta menn lækkað í launaflokkum í árferði sem þessu, eins og dæmin sanna. Fyrir- tækjum verður kannski nauðugur sá kostur að ráða fólk á lægstu töxt- um, til að hreinlega komast af,“ seg- ir hann. Vinstri sveiflan skiljanleg Sérsvið Helga innan félagsfræðinn- ar er afbrotafræði. Spurður hvort atvinnuleysi kunni að leiða til auk- innar afbrotatíðni segir Helgi að er- lendar mælingar beri þess ekki vitni, þegar um er að ræða atvinnuleysi til skemmri tíma. „Hins vegar hafa menn sagt að ef atvinnuleysi fer að festast í samfélaginu getur það mulið und- an siðferði og efnahagslegri undir- stöðu ákveðinna hópa í samfélag- inu. Þá fjölgar afbrotum, bæði auðgunar- og ofbeldisbrot- um,“ segir hann. Helgi segir enn fremur að með tilkomu kreppunnar verði hætt- an sú að bilið milli sam- félagshópa breikki. Hann hefur mestar áhyggjur af því að ómenntað, yngra fólk, með litla reynslu á vinnumarkaði verði út undan. „Þetta gæti orðið mjög mikil þrautaganga fyrir ungt, ómenntað fólk með lítil börn,“ segir hann og bætir því við að Íslendingar kunni afar illa við aukna stéttaskipt- ingu og séu henni ekki vanir. Sterk jafnaðarkennd ríki í okkur flestum og það kunni að skýra hið aukna fylgi sem félagshyggjuflokkar hafa fengið upp á síðkastið. „Menn leita í ör- yggi á þessum tímum. Við vilj- um heyra orð eins og velferð og öryggi. Menn hræðast núna markaðssveifl- ur og frelsið, þrátt fyrir að það hafi komið mörgum vel á góðu ár- unum. Eftir mikla ein- staklings- hyggju vilj- um við nú vita af öryggisneti í samfélaginu. Þess vegna hefur orðið vinstri sveifla í pól- itíkinni,“ segir hann. Aðeins munar um sjö þúsund krónum á lágmarkslaunum og atvinnuleysisbótum. Ef foreldri með barn á leik- skólaaldri er í láglaunavinnu getur borgað sig fjárhagslega að vera atvinnulaus, fá bætur og sleppa þannig við að greiða leikskólagjöld. Helgi Gunnlaugsson félagsfræðingur segir að langvarandi atvinnuleysi geti grafið undan siðferði þeirra þjóðfélagshópa sem verða illa úti í kreppunni. „Þetta gæti orðið mjög mikil þrautaganga fyrir ungt, ómenntað fólk með lítil börn.“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Borgar sig að vera á Bótum Frítt í sund og í líkamsrækt atvinnulausir geta haft meira upp úr því að vera á bótum en að vinna á lægstu launum ef þeir þurfa að vista barn á leikskóla. Atvinnuleysi er ekki eftirsóknarvert á Íslandi Helgi gunnlaugsson, prófess- or í félagsfræði, segir að það gæti breyst ef atvinnuleysi verður viðvarandi á íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.