Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 32
föstudagur 17. apríl 200932 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Friðrik J. Guðmundsson skrifstofumaður hjá mata Friðrik fædd- ist í Neskaup- stað og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Barna- skólann í Nes- kaupstað, lauk landsprófi frá Gagnfræða- skólanum í Neskaupstað 1965, stúdentsprófi frá MA 1969 og stundaði nám í viðskiptafræði við HÍ. Friðrik hóf störf hjá Eggerti Kristjánssyni & Co 1972 og vann þar við innflutning, bókhalds- og sölustörf og skrifstofustjórnun. Hann hóf störf hjá Mata ehf., heild- verslun, 1986 og hefur unnið þar við sölu-, innheimtu- og bókhalds- störf. Friðrik sat í stjórn íþróttafélags- ins Þróttar í Neskaupstað í nokkur ár og hefur verið stjórnarmaður og formaður Norðfirðingafélagsins í Reykjavík. Fjölskylda Friðrik kvæntist 11.10. 1975 Helgu Alexandersdóttur, f. 3.7. 1952, leikskólastjóra. Hún er dóttir Al- exanders Guðbjartssonar, bónda á Stakkhamri í Miklaholtshreppi, og Kristjönu Bjarnadóttur hús- freyju. Börn Friðriks og Helgu eru Bryndís, f. 13.8. 1976, bygginga- verkfræðingur í Kópavogi; Helgi Skúli, f. 4.12. 1981, doktorsnemi í vélaverkfræði í Lundi; Hlynur, f. 27.8. 1984, nemi í véltæknifræði við HR. Systkini Friðriks eru Sigfús Ól- afur, f. 18.5. 1940, fyrrv. umboðs- maður í Neskaupstað; Jón, f. 20.4. 1942, fasteignasali í Reykjavík; Ólöf Jóhanna, f. 11.4. 1946, leik- skólakennari í Reykjavík. Foreldrar Friðriks voru Guð- mundur Helgi Sigfússon, f. 25.8. 1909, d. 10.5. 1980, kaupmaður og útgerðarmaður í Neskaupstað, og Sigríður Jónsdóttir, f. 30.10. 1910, d. 27.3. 1975, húsmóðir. 60 ára á sunnudag 80 ára á laugardag Sigrún Sturludóttir húsmóðir Sigrún fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi og við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Sigrún var kirkjuvörður við Bústaðakirkju, var gjaldkeri á Póst- gíróstofunni og stundaði verslunar- og skrifstofustörf. Sigrún hefur tekið virkan þátt í fé- lagsmálum af ýmsum toga. Hún sat í stjórn Póstmannafélagsins, í stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík, í stjórn Kvenfélagasambands Íslands, í stjórn Félags framsóknarkvenna í Reykjavík og var formaður þess, sat í stjórn Landssambands framsókn- arkvenna og var formaður þess, sat í stjórn kvenfélagsins Ársólar í Súg- andafirði og var formaður þess og formaður leikfélagsins á Súganda- firði, sat í stjórn Kvenfélags Bústaða- sóknar og var formaður þess um skeið. Sigrún sat í áfengisvarnaráði, í orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík, situr í skólastjórn Hússtjórnarskól- ans í Reykjavík og hefur tekið mikinn þátt í starfi IOGT og starfað mikið með Framsóknarflokknum í Reykja- vík. Sigrún var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir félagsstörf 2006 og var veitt æðsta viðurkenning IOGT, Veteran orðan, 2008. Fjölskylda Sigrún giftist 17.4. 1949 Þórhalli Hall- dórssyni, f. 21.10. 1918, fyrrv. verk- stjóra. Hann er sonur Halldórs Jóns- sonar, bónda á Arngerðareyri við Ísafjörð, og Steinunnar Jónsdóttur húsfreyju. Dætur Sigrúnar og Þórhalls eru Inga Lára Þórhallsdóttir, f. 1.9. 1949, aðstoðarmaður sjúkraþjálfara á Ísa- firði, gift Elvari Bæringssyni bíla- sala og eiga þau þrjár dætur; Sól- ey Halla Þórhallsdóttir, f. 11.7. 1953, aðstoðarskólastjóri í Reykjanesbæ, gift Kristjáni Pálssyni, fyrrv. alþm. og eiga þau tvö börn, auk þess sem hann á tvö börn frá fyrra hjónabandi; Auður Þórhallsdóttir, f. 28.5. 1958, fræðslustjóri hjá Samskipum, búsett í Kópavogi, gift Siggeir Siggeirssyni rafeindavirkjameistara og eiga þau þrjú börn; Steinunn Þórhallsdóttir, f. 16.10. 1966, markaðsfulltrúi, búsett í Kópavogi, gift Einari Þór Einarssyni útsendingarstjóra og eiga þau tvo syni. Systkini Sigrúnar eru Eva Sturlu- dóttir, f. 7.9. 1928, fyrrv. fulltrúi, bú- sett í Reykjavík; Kristín Sturludóttir, f. 14.6. 1930, fyrrv. skrifstofumaður, búsett í Reykjavík; Jón Sturluson, f. 21.10. 1932, rafvirki, búsettur í Reykjavík; Eðvarð Sturluson, f. 23.3. 1937, fyrrv. oddviti, nú búsettur í Kópavogi. Foreldrar Sigrúnar voru Sturla Jónsson, f. 24.8. 1902, d. 2.10. 1996, oddviti og hreppstjóri á Suðureyri við Súgandafjörð, og k.h., Kristey Hallbjörnsdóttir, f. 22.2. 1905, d. 30.7. 1983, húsfreyja. Ætt Sturla var sonur Jóns, formanns og síðar íshússtjóra á Suðureyri Einars- sonar, b. á Meiribakka í Skálavík Jóns- sonar. Móðir Sturlu var Kristín Krist- jánsdóttir, útvegsmanns á Suðureyri Albertssonar. Kristey var dóttir Hallbjarnar, ættföður Hallbjarnarættar Odds- sonar, pr. í Gufudal Hallgrímssonar, pr. í Görðum á Akranesi Jónssonar, stiftprófasts á Hólum, bróður Skúla landfógeta. Móðir Hallgríms var Þórunn Hansdóttir Scheving, klaust- urhaldara á Möðruvöllum Lárusson- ar Schevings, ættföður Schevingættar. Móðir Þórunnar var Guðrún Vigfús- dóttir, stúdents á Hofi Gíslasonar, rektors á Hólum Vigfúsonar. Móð- ir Odds var Guðrún Egilsdóttir, systir Sveinbjarnar rektors, föður Benedikts Gröndal. Móðir Hallbjarnar var Val- gerður Benjamínsdóttir, b. í Langeyj- arnesi Björnssonar. Móðir Benjamíns var Ragnheiður Magnúsdóttir, sýslu- manns í Búðardal Ketilssonar. Móðir Valgerðar var Sigríður Sigmundsdótt- ir, gullsmiðs í Akureyjum Magnússon- ar, bróður Ragnheiðar. Móðir Sigríðar var Valgerður Jónsdóttir, pr. í Holti í Önundarfirði Eggertssonar, og Gunn- hildar Hákonardóttur, pr. á Álftamýri Snæbjörnssonar, bróður Magnúsar, langafa Jóns forseta. Móðir Kristeyjar var Sigrún Sig- urðardóttir, b. í Gufudal Jónssonar og Guðrúnar Níelsdóttur. Sigrún og Þórhallur eiga auk þess 60 ára brúðkaupsafmæli. Þau taka á móti gestum í safnaðarheimili Bú- staðakirkju á afmælisdaginn frá kl. 14.00. María fæddist í Langhúsi í Fljóts- dal en ólst upp á Þuríðarstöðum. Hún var í barnaskóla til fjórtán ára aldurs. Á unglingsárunum starfaði María í mötuneytum og stundaði fiskvinnslu. María flutti til Reykja- víkur 1954. Jafnframt heimilisstörf- um vann hún í mötuneytum um árabil. Hún lærði umönnun aldr- aðra, fatlaðra og sjúkra og starfaði síðan við umönnun á Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur, á Grensásdeild og í Hátúni. Hún hætti störfum við sextíu og sjö ára aldur. María hefur starfað mikið fyr- ir Rauða krossinn sl. tuttugu ár. Þá starfar hún í félagssamtökum eldri borgara. Fjölskylda Eiginmaður Maríu var Ólafur Ind- riðason, f. 4.10. 1921, d. 16.10. 1986, starfsmaður hjá Vegagerð ríkisins og bifreiðastjóri hjá KHB. Hann var sonur Indriða Jóhannssonar, bónda í Áreyjum og Grænuhlíð í Reyðar- firði, og Kristínar Hildar Einarsdótt- ur húsfreyju. Börn Maríu og Ólafs eru Indriði Páll Ólafsson, f. 6.12. 1951, d. 25.9. 2008, vagnstjóri hjá Strætó, búsett- ur í Reykjavík, var kvæntur Eddu Ármannsdóttur húsmóður; Soffía Guðbjört Ólafsdóttir, f. 13.6. 1956, bókbindari í Reykjavík, gift Jóni Emil Kristinssyni rafvirkja og eiga þau fjögur börn; Jónas Ólafsson, f. 1.5. 1963, kokkur, búsettur á Sel- fossi, í sambúð með Sæunni Sæv- arsdóttur, starfskonu við umönnun, og á hann tvö börn. Fósturdóttir Maríu á vegum SOS er Marita Saídí, f. 6.1. 1989, búsett í Lilongwe í Malaví í Afríku. Systkini Maríu: Ágústa, f. 9.4. 1927, d. 31.1. 1999, húsfreyja á Þur- íðarstöðum í Fljótsdal; Þórhildur, f. 18.9. 1930, fyrrv. starfsmaður við Sjúkrahúsið á Egilsstöðum; Þor- steinn, f. 11.4. 1932, fyrrv. bóndi á Arnaldsstöðum í Fljótsdal, nú bú- settur á Egilsstöðum; Hjalti, f. 12.12. 1933, fyrrv. verkamaður á Egilsstöð- um; Jón Þór, f. 5.5. 1935, fyrrv. bóndi í Hjarðarholti í Stafholtstungum í Borgarfirði, nú búsettur í Borgar- nesi; Skúli, f. 21.6. 1936, fyrrv. bóndi á Lynghóli í Skriðdal, nú búsettur á Egilsstöðum; Bergljót, f. 24.9. 1937, d. 1999, fyrrv. húsfreyja á Þorgerð- arstöðum í Fljótsdal; Benedikt, f. 7.8. 1939, múrari á Egilsstöðum; Ásgeir, f. 29.8. 1941, fyrrv. bóndi á Melum í Fljótsdal, nú verkamaður á Egilsstöðum; Unnur, f. 24.3. 1942, húsmóðir og starfar við dagheimili á Selfossi, búsett á Selfossi; Soffía, f. 21.6. 1944, húsmóðir og starfar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, búsett á Akureyri. Foreldrar Maríu voru Jónas Þor- steinsson, f. 16.5. 1898, d. 11.5.1968, bóndi á Þuríðarstöðum, og k.h., Soffía Ágústsdóttir, f. 8.7. 1906, d. 21.6. 1944, húsfreyja. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 80 ára á laugardag María Jónasdóttir húsmóðir í reykjavík Ásgeir A. Ásmundsson fiskeldisfræðingur á akureyri Ásgeir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og í Hlíðartungu í Ölfusi. Hann var í Foldaskóla og Grunn- skólanum í Hveragerði, stundaði nám við Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi og FÁ, stundaði síðan nám við Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan prófum í fiskeldisfræði 1998. Ásgeir stundaði ýmis sölustörf með námi á vetrum og sinnti sveitastörfum og var í bygginga- vinnu á sumrin. Hann hóf störf við fiskeldi á Núpum í Ölfusi 1998 og starfaði þar til 2006. Ásgeir átti og starfrækti fiskeldisstöð- ina Fellsmúla í Landssveit 2004- 2007. Hann hefur verið leigutaki með ýmsar laxveiðiár frá 1997, hefur starfað við það á undan- förnum árum og var starfsmaður í Hlíðarfjalli á Akureyri sl. vetur. Ásgeir var formaður hand- knattleiksdeildar Fjölnis um skeið. Fjölskylda Kona Ásgeirs er Íris Ósk Guðmunds- dóttir, f. 28.3. 1983, nemi í hjúkrunar- fræði við HA. Dætur Ás- geirs og Íris- ar eru Árný Alda, f. 15.5. 2004; Guðný Kristín, f. 28.2. 2007. Systkini Ásgeirs eru Bryn- dís Ásmundsdóttir, f. 1.3. 1974, leikskólakennari í Mosfellsbæ; Berta Þórhalladóttir, f. 8.8. 1985, nemi. Foreldrar Ásgeirs eru Guðný Kristín Tómasdóttir, f. 8.1. 1957, framkvæmdastjóri, og Ásmund- ur Ásgeirsson, f. 11.5. 1955, framkvæmdastjóri. Fósturfaðir Ásgeirs er Þór- halli Einarsson, f. 12.8. 1961, framkvæmdastjóri. 30 ára á föstudag Ingibjörg Grétarsdóttir nemi í vestmannaeyjum Ingibjörg er við nám við Fram- haldsskólann í Vestmanna- eyjum og er nú að ljúka stúdentspróf- um með öðr- um störfum. Ingibjörg vann við fiskvinnslu hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum á unglingsár- unum, afgreiddi í söluturni í Vest- mannaeyjum um skeið, vann á Bjössabar í nokkur ár og starfaði auk þess hjá Íslandsflugi í Reykja- vík og við fataverslunina Jazz í Vestmannaeyjum. Þá dvaldi hún í Bandaríkjunum á árunum 2001- 2002. Ingibjörg hefur starfað með Kvenfélaginu Líkn í Vestmannaeyj- um, situr í skemmtinefnd félagsins og er formaður Lady Circle í Vest- mannaeyjum. Fjölskylda Maður Ingibjargar er Frosti Gísla- son, f. 13.12. 1977, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Dætur Ingibjargar og Frosta eru María Fönn, f. 29.5. 2005; Tinna Mjöll, f. 1.1. 2008. Systkini Ingibjargar: Skarphéð- inn Rúnar Grétarsson, f. 14.2. 1966, d. 30.11. 2005, sjómaður; Bjarn- héðinn Grétarsson, f. 2.4. 1970, sölustjóri hjá Öryggismiðstöð Ís- lands; Margrét Grétarsdóttir, f. 13.7. 1983, nemi í sálfræði við HÍ. Foreldrar Ingibjargar eru Grét- ar Jónatansson, f. 7.10. 1949, veit- ingamaður í Vestmannaeyjum, og Margrét Áslaug Bjarnhéðinsdótt- ir, f. 3.1. 1950, kaupkona í Vest- mannaeyjum. 30 ára á föstudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.