Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 30
Mikil spenna var á miðvikudaginn fyrir úrskurði áfrýjunarréttar Alþjóða akstursíþróttasambandsins varðandi loftdreifara aftan á bílum Brawn, Toyota og Williams. Fjögur önnur lið höfðu kært þremenningana og von- uðust auðvitað til að dreifarinn yrði dæmdur ólöglegur og stigin tekin af liðunum. Svo fór ekki. Dreifarinn var dæmdur löglegur og er nú loks kom- inn botn í þetta mál. Ökumenn og liðin halda stigum sínum og leiðir því Jenson Button keppni ökumanna og Brawn GP keppni bílasmiða. Ætli önnur lið að geta keppt við þessi þrjú, þá sérstaklega Brawn að því er virðist, verða þau nú að hefj- ast handa við að breyta bílum sín- um. Umtalsverðar breytingar þarf að gera þar sem ekki er einungis hægt að henda bara loftdreifara aftan á alla bíla. Sérstakar festingar þurfa að tengjast bílnum og verður því að hanna undirvagn bílsins meira og minna upp á nýtt. Nútímaleg braut Þetta er í sjötta skiptið sem keppt hefur verið á brautinni í Sjanghæ. Lewis Hamilton sigraði þar í fyrra en þrír ökumenn Ferrari, Kimi Raikk- onen, Michael Schumacher og Rub- ens Barrichello, eiga sigur á braut- inni ásamt Spánverjanum Fernando Alonso. Brautin hefur verið mun aft- ar í keppnisröðinni en það var ein- mitt í Sjanghæ sem Lewis Hamilton tapaði niður titlinum eftirminnilega á sínu fyrsta ári. Brautin í Sjanghæ er nútímaleg með mikið af öryggissvæðum sem eru malbikuð. Hún er nokkuð erf- ið, sérstaklega fyrstu beygjurnar en þrjár af fyrstu fjórum eru háhraða- beygjur. Þá er sú þriðja blindbeygja þar sem ökumenn verða að taka mið af stöng á áhorfendasvæðinu til að velja útgangspunkt fyrir beygjuna. Þessi beygjukafli er afar mikilvæg- ur ætli menn sér að ná almennileg- um brautartíma en mikið reynir á bremsukerfi bílsins á brautinni. Eltingarleikur við „Dreifaragengið“ Flavio Briatore, framkvæmdastjóri Renault-liðsins, kallar liðin þrjú sem voru fyrir rétti „Dreifaragengið“ og hefur sagt þá vera með forskot á alla aðra keppendur. Mikið er til í orðum Ítalans skemmtilega en nú verða önn- ur lið að fara að breyta bílum sínum á meðan Brawn, Williams og Toyota geta sankað að sér stigum. „Ákvörð- un réttarins gerir það að verkum, að sjö lið verða að fara í miklar fjárfest- ingar til að framkvæma nauðsynlegar breytingar á sínum eigin bílum,“ seg- ir liðsstjóri BMW, Mario Theissen, og bætir við að BMW þurfi nú eins og allir aðrir að fara að breyta sínum bíl. „Við tökum samt niðurstöðu rétt- arins. Hún þýðir að nú hafa reglurn- ar verið skýrðar. Úr þessu munu þær ekki leiða til lækkunar vængpressu og beygjuhraða eins og takmarkið var með gerð þeirra,“ segir Theissen sem segir jafnframt að framúrakstur verði sjaldgæfari vegna loftdreifar- anna. Ferrari langt frá toppnum Eitt allra sterkasta liða síðasta ára- tugar, Ferrari, er nú langt frá toppn- um sem það hefur verið á eða nærri svo lengi. Báðir ökumennirnir, Felipe Massa og Kimi Raikkonen, eru stiga- lausir og því augljóslega liðið líka. Ferrari-liðið neyðist nú til þess að breyta sínum bíl vegna úrskurðarins um loftdreifarann. Öðruvísi geti lið- ið ekki staðið jafnfætis öðrum liðum í Formúlunni á þessu ári. „Nú bíðum við eftir rökstuðningi áfrýjunarréttarins fyrir því að hafna áfrýjuninni. Því miður erum við til- neyddir til að breyta grundvallarat- riðum í hönnun bílsins til þess að geta keppt jafnfætis öðrum liðum. Það mun taka okkur tíma og kosta mikla peninga. Við munum gera allt til þess að koma okkur aftur í topp- slaginn,“ segir Stefano Domenicali, liðsstjóri Ferrari. föstudagur 17. apríl 200930 Sport Úrslitakeppnin á fullt Úrslitakeppnin í handboltanum er komin á fullt. Á fimmtu- daginn voru fyrstu leikirnir þegar undanúrslitin í N1-deild fóru af stað. Á föstudaginn eru svo leikirnir um umspil um sæti í efstu deild. selfoss og afturelding mætast þar og sigurvegari þeirrar viðureignar mætir annaðhvort stjörnunni eða ír um síðasta lausa sætið í N1-deild karla. Konurn- ar hefja leik á laugardaginn en þar mætast Haukar og fram annars vegar og Valur og stjarnan hins vegar. leikir tvö í N1-deild karla fara ekki fram fyrr en á mánudaginn en á undan því mætast umspilsliðin aftur á sunnudaginn. Konurnar leika síðan ekki aftur fyrr en á þriðjudagskvöldið. Eitt er víst, það er nóg af handbolta að sjá næstu vikurnar. Ekki verða neinir undanúrslitaleikir sýndir í sjónvarpinu vegna kosninga og því tilvalið að drífa sig á völlinn og sjá síðustu leiki ársins. umsjóN: tómas þór þórðarsoN, tomas@dv.is © GRAPHIC NEWSHeimild: FIA 3. keppni : 19. apríl Shanghai-brautin í Kína 5.451km 6 252 2 767 311 3 108 6 295 5 2206 270 4 152 Gír TímatökusvæðiBeygja Snúin svæði 4 187 4 185 2 85 6 250 4 159 7 317 1 km/h 1 2 3 5 67 8 9 10 11 12 13 14 15 16 3 1 2 56 hringir – 305,066km Hringurinn: Heildarlengd: 4 4 196 2 85 Þriðja Formúlumót ársins fer fram í Sjanghæ í Kína um helgina. Eftir úrskurð áfrýjunarréttar er ljóst að loftdreifarar Brawn GP, Toyota og Williams eru löglegir og geta því önnur lið nú lítið annað gert en hafist handa við að breyta bílum sínum. Það gerist ekki á einni nóttu og má búast við að Brawn haldi áfram stiga- söfnun sinni en nýliðarnir leiða keppni ökumanna og bílasmiða. Dreifararnir löglegir Sáttur með úrskurðinn ross Brawn, eigandi Brawn gp, sáttur með löglegan loftdreif- ara og stefnir á þriðja sigurinn í jafnmörgum mótum. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Ekki komnir á pall Hamilton og massa eru ekki kóngarnir þessa stundina. samtals hafa þeir eitt stig úr fyrstu tveimur mótunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.