Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 2
Grínistinn Pétur Jóhann er mikið á skjánum þessa dagana í auglýsingum símafyrirtækisins Vodafone. Þar bregður Pétur Jóhann sér í hlutverk Lykla-Péturs og tekur á móti hinum látnu í himnaríki. DV tók þrjá presta tali sem allir eru yfir sig hrifnir af auglýsingunni og sannfærðir um að Guð hafi húmor fyrir þessu góðlátlega gríni. föstudagur 17. apríl 20092 Fréttir hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni keyrir í boði fréttastofu Sigmundur Ernir Rúnarsson keyrir um á jeppa á vegum 365 á sama tíma og hann stendur í kosningabar- áttu fyrir Samfylkinguna. Bifreiðahlunn- indin eru hluti af kjarasamningi Sig- mundar Ernis og nýtur hann þeirra enn á uppsagnarfresti. „Ég nota hann bara í samræmi við mína samninga,“ segir Sigmundur Ernir. Ari Edwald, forstjóri 365, segist ekki hafa gert athugasemd við þetta. „En menn verða náttúrlega að eiga það við sína dómgreind ef þeir eru komnir í önnur störf eða önnur verkefni. Þá er ekki gert ráð fyrir stórnotkun á þessum tækjum og það á allt öðrum vettvangi.“ „hann hafði allt“ Milljarðamæringurinn Gísli Þór Reynisson lést aðfara- nótt sunnudags, aðeins 43 ára gamall. Hann skilur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Gísli var einn af auðugustu mönn- um landsins og átti meðal annars hið sögufræga danska lúxushótel d´Anglet- erre. Faðir Gísla Þórs, Reynir Þorgríms- son, segir það gríðarlega erfitt að þurfa að jarða son sinn. „Sorg okkar er þyngri en tárum taki,“ segir Reynir. Gísli hafði sjálfur rætt veikindi sín í tölublaði Séð og heyrt sem kom út í lok mars en þá taldi hann sig hafa náð sér að fullu. Skömmu síðar var hann látinn. Upp komst um veikindin þegar Gísli missti meðvitund í byrjun mars. Gefa ekkert eftir Engin áform eru uppi um að breyta reglum um starfs- og ferðakostnað þingmanna. Það vakti hörð viðbrögð þegar DV greindi frá því á síð- asta ári að starfskostnaður er greiddur út óháð því hvort þingmenn leggi út í fjár- útlát vegna starfs síns eða ekki. Verka- lýðsforkólfar sem DV ræddi við töldu ljóst að þarna væri um dulin laun að ræða. Þingmenn fá 66.400 krónur mán- aðarlega í starfskostnaðargreiðslur. 2 3 1 neytendur fólk dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð fIMMtudagur 16. apríl 2009 dagblaðið vísir 61. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 ekkI hætta að eyða fréttIrhræ af hestI vIð suMarhús keppInautar kynþokkafullIr fréttIr Sigmundur Ernir í koSningabaráttu: ennþá Með fyrIrtækIs- bíl eftIr brottrekstur frá stöð 2 „þetta eru bara ósköp eðlIleg not á bílnuM,“ segIr sIgMundur ernIr rúnarsson Á BÍL FRÁ STÖÐ 2 fólk svIðsljós sparIsjóðIrnIr vIldu eIgnast landsbanka foxx drullar yfIr MIley of blankur til að gera at í obama miðvikudagur 15. apríl 20094 Fréttir Guðbjartur Hannesson HALDA FAST Í LEYNILAUNIN Engin áform eru uppi um að breyta reglum um starfs- og ferðakostnað þingmanna. DV greindi frá því á síð- asta ári að starfskostnaður er greidd- ur út óháð því hvort þingmenn leggi út í fjárútlát vegna starfs síns eða ekki. Þetta vakti hörð viðbrögð verka- lýðsforkólfa sem DV ræddi við og töldu ljóst að þarna væri um dulin laun að ræða. Reglur þingsins kveða á um að þingmenn skuli fá greiddar 66.400 krónur mánaðarlega í starfskostn- að en að þeir verði að greiða tekju- skatt af upphæðinni ef þeir framvísa ekki reikningum. Nokkrir þingmenn hafa þó ákveðið að þiggja ekki fastar greiðslur heldur bara fá endurgreitt það sem þeir hafa keypt og geta lagt fram reikninga fyrir. Auk starfskostnaðargreiðslnanna fá þingmenn greiddan ferðakostn- að, sem er föst upphæð, og húsnæð- iskostnað, sem tekur mið af því fyrir hvaða kjördæmi menn eru kjörnir á þing, hversu mörg heimili þeir halda og hvort þingmenn ferðist á milli Al- þingis og heimilis í kjördæminu dag- lega. Ekkert rætt Guðbjartur Hannesson, forseti Al- þingis, segir ekki hafa komið til tals að breyta reglum um starfskostnað- argreiðslur. „Þetta hefur ekkert ver- ið rætt í þessari lotu. Það hefur ekki farið fram nein formleg umræða um að breyta þessu,“ segir hann. Hann bendir á að nýverið hafi verið tek- in ákvörðun um flatan niðurskurð á launum þingmanna en ekkert annað verið ákveðið varðandi launakjörin almennt. Guðbjarti finnst erfitt að segja til um hvort honum finnist þörf á að breyta reglum um starfskostnað. „Ég hef ekki litið á þetta sem viðbótar- launakostnað heldur tækifæri til að greiða ýmsan kostnað sem til fell- ur vegna þingstarfa,“ segir hann og tekur fram að hann hafi alltaf nýtt greiðslurnar til hlítar á þann hátt. Karl Kristjánsson, aðstoðarskrif- stofustjóri Alþingis, bendir á að greiðslurnar hafi í raun lækkað að raungildi. Venjan hafi verið sú að ferða-, starfs- og húsnæðiskostnað- ur hafi verið áætlaður einu sinni á ári og þá venjulega hækkað. Nú hafi það hins vegar ekki verið gert. Greiðsl- urnar hafi því ekki haldið í við verð- bólgu. Harðlega gagnrýnt Meðal þess sem gagnrýnt var, þeg- ar DV greindi frá framkvæmd starfs- kostnaðargreiðslnanna, var að þær væru í raun duldar launagreiðslur. Þetta sögðu meðal annars Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreina- sambandsins, og Vilhjálmur Birgis- son, formaður Verkalýðsfélags Akra- ness. Kristján benti þá á að almennu verkafólki væri gert að borga skatta af öllum greiðslum frá vinnuveitanda sem bætast ofan á laun. Honum finnst að sama eigi að gilda um þing- menn, jafnvel þótt þeir geti sýnt fram á kostnað með reikningum. „Menn eru að koma sér hjá því að borga af þessu skatta og skyldur eins og aðrir í þjóðfélaginu,“ sagði Kristján þá. Laun og lífeyrir lækka Á sama tíma og starfskostnaðar- greiðslurnar haldast óbreyttar hafa aðrar greiðslur til þingmanna lækk- að. Það eru annars vegar launin sem lækkuð voru eftir lagasetningu frá Al- þingi í fyrra og hins vegar eftirlauna- rétturinn sem var breytt til samræm- is við eftirlaunarétt ríkisstarfsmanna fyrr á þessu ári. brynjóLfur þór Guðmundsson oG ErLa HLynsdóttir blaðamenn skrifa: brynjolfur@dv.is og erla@dv.is uppHæð brEytinG forsætisráðherralaun* 935.000 -15,0% ráðherralaun* 855.000 -14,0% Þingforsetalaun* 855.000 -14,0% Þingfararkaup 520.000 -7,5% 50 prósent álag formanna** 260.000 -7,5% 15 prósent álag varaforseta alþingis 78.000 -7,5% 15 prósent álag nefndaformanna 78.000 -7,5% 15 prósent álag þingflokksformanna 78.000 -7,5% 10 prósent álag varaformanna nefnda*** 52.000 -7,5% Húsnæðis- og dvalarkostnaður 90.700 Óbreytt 40 prósenta álag ef tvö heimili 36.280 Óbreytt Húsnæðis- og dvalarkostnaður, skert 30.233 Óbreytt Ferðakostnaður innan kjördæmis 61.400 Óbreytt Starfskostnaður 66.400 Óbreytt „Það hefur ekki farið fram nein formleg um- ræða um að breyta þessu.“ *að meðtöldu þingfararkaupi **sem ekki eru ráðherrar ***á aðeins við um varaformenn utanríkis- og fjármálanefndar fimmtudagur 20. nóvember 20082 Fréttir Allir alþingismenn geta tekið sér rúm- ar sextíu þúsund krónur á mánuði vegna meints ferðakostnaðar, jafnvel þótt þeir ferðist ekki neitt. Þeir fá líka vel yfir sextíu þúsund krónur í starfs- kostnað, jafnvel þótt kostnaðurinn sé enginn. Þjóðin má hins vegar ekki vita hvaða þingmenn taka sér þessi dulbúnu laun af almenningi, vegna þess að þetta eru “persónuupplýsing- ar”, eins og þingið segir. Leynilaun þingmanna „Þetta eru bara dulbúnar launagreiðsl- ur,“ segir Kristján Gunnarsson, for- maður Starfsgreinasambands Íslands, um greiðslur til þingmanna vegna starfskostnaðar. Hver þingmaður á lögbundinn rétt til þess að fá mánað- arlega 66.400 krónur til viðbótar við föst laun og kallast þetta starfskostnaðargreiðslur. Þingmönn- um er þó í sjálfvald sett hvort þeir skila inn reikningum til að sýna fram á kostnaðinn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur undir orð Kristjáns. „Þetta eru ekkert annað en launagreiðslur,“ segir hann. Starfskostnaðargreiðslurnar eru þó fjarri því einu föstu greiðslurnar sem bætast við laun þeirra. Hver og einn þingmaður fær greiddar 61.400 krónur í fastan ferðakostnað. Þetta er óháð því hversu mikið þingmenn ferðast vegna starfs síns og fyrir hvaða kjördæmi þeir sitja. Við þetta bæt- ist að þingmenn í landsbyggðarkjör- dæmum fá greiddan húsnæðis- og dvalarkostnað. Þær greiðslur nema frá 30 þúsund krónum upp í 127 þús- und krónur. Þeir sem fá hæstu greiðsl- urnar halda tvö heimili. Þeir sem fá lægstu greiðslurnar fá borgað aukalega fyrir daglegar ferð- ir milli heimilis og vinnu- staðar. Leynd á Alþingi Á fjármálaskrifstofu Alþingis fást ekki upplýsingar um hvaða þingmenn skila inn reikning- um og hverjir ekki. Uppgefin ástæða er að þetta séu persónuupp- lýsingar um þing- menn. Kristján furðar sig á því fyrirkomu- lagi. „Ef þetta eru kostnaðargreiðslur getur það ekki verið neitt persónu- legt. Ekki nema menn séu að nota kostnaðargreiðslurnar til persónu- legra nota,“ segir hann. Skýrar reglur eru um greiðslur vegna starfskostnaðar. Þeir þingmenn sem fá þær sem fasta greiðslu borga af þeim skatt en ef reikningar koma til eru þær skattfrjálsar. Vilhjálmi finnst miður að Alþingi upplýsi ekki hvaða þingmenn nýta sér hvora leið fyrir sig. „Slíkt á ekki að vera neitt leyndarmál í mínum huga. Ég myndi vilja að launagreiðsl- ur þingmanna væru algjörlega gegn- sæjar en ekki með þeim hætti að erf- itt sé að átta sig á því hver laun þeirra eru nema sökkva sér ofan í rannsókn- arvinnu,“ segir hann. „Hluti af launakjörum“ Vegna þeirrar leyndar sem ríkir á Al- þingi um tilhögun greiðslna til ein- stakra þingmanna sendi blaðamaður DV öllum 63 þingmönnunum tölvu- póst í fyrradag og spurði út í þær. Aðeins níu svöruðu. Ellert B. Schram, þing- maður Samfylkingar- innar, er einn þeirra. „Starfskostnaðar- greiðslur eru hluti af launakjörum al- þingismanna,“ seg- ir hann aðspurð- ur hvort hann líti á greiðslurnar sem laun. Kolbrún Halldórsdótt- ir, þingmaður vinstri-grænna, er á sama máli. „Já, ef þing- maður hefur ekki kostnað af starfi sínu sem fellur undir reglur um starfskostnað er hann launagreiðsla,“ segir hún. Katrín Jakobsdóttir, þingmað- ur vinstri-grænna, segir að hjá þeim sem þiggja fasta greiðslu án þess að til komi reikningar hljóti starfskostnað- argreiðslan að teljast sem laun. Svo ég geti unnið vinnuna mína Jón Magnússon, þingflokksformað- ur Frjálslynda flokksins, tekur spurn- ingunni með meiri fyrirvara: „Það er í sjálfu sér ekki mitt að túlka það. Miðað við reglur skattayfirvalda er sá starfskostnaður sem ekki er skilað inn reikningum fyrir skattlagður sem tekjur,“ segir Jón. Guðbjartur Hannesson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, segir: „Ég lít á starfskostnað sem hluta af kjörum til að gera mér kleift að vinna mitt starf án þess að bera af því kostnað.“ Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, segist ekki líta á starfs- kostnaðargreiðslurnar sem launa- greiðslur. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er á sama máli. Hans svar er einfalt: „Nei.“ Hlutabréfaeign aðgengileg Tekið skal fram að á vefsíðu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs má finna upplýsingar um tekjur og eign- ir allra þingmanna flokksins, þar með talin hlutabréfaeign, hlunnindi og hagsmunatengsl. Hjá hverjum og ein- um þeirra kemur fram að þeir þiggi 66.400 krónur vegna starfskostnaðar. Helga Sigrún Harðardóttir, sem er nýsest á þing fyrir Framsóknar- flokkinn, svaraði einnig DV en sagði að þar sem hún væri aðeins búin að sitja á þingi í viku væri hún ekki búin að ganga frá hvernig hún myndi haga starfskostnaðargreiðslum. Framvísar alltaf reikningum Helgi sker sig úr hópi þeirra fáu þing- manna sem svöruðu DV að því leyti að hann fær starfskostnaðargreiðsl- urnar ekki greiddar að nokkru leyti án þess að skila inn reikningum. Ef reikningarnir ná ekki 66.400 krónum yfir mánuðinn fær hann mismuninn ekki greiddan. Aðrir þingmenn segja misjafnt hvort þeir skili inn reikn- ingum en allir fá þeir greiðsluna. Helgi seg- ir að fyrstu árin sín sem þingmaður hafi hann haft ann- an háttinn á. „Þá fékk ég þetta greitt sem laun en komst að því að nokkr- ir þingmenn, þeirra á meðal Guð- laugur Þór Þórðarson og Pétur Blöndal, tóku að- eins við greiðslum vegna kostnaðar. Mér fannst fara betur á því og ákvað að fara að þeirra fordæmi. Þetta er nokkuð sem ég ákvað fyrir mig og fel- ur ekki í sér gagnrýni á þá sem fara aðrar leiðir,“ segir hann. Flestir þeirra þingmanna sem svör- uðu DV vísa í reglur um starfskostn- aðargreiðslur þegar þeir eru spurðir um hvort þeir telji greiðslurnar vera einkamál hvers þingmanns. Kolbrún Halldórsdóttir tekur þó alfarið fyrir að um einkamál sé að ræða: „Nei. Þess vegna svara ég þessum spurningum með glöðu geði,“ segir hún í svari til blaðamanns. Atli Gíslason, þing- maður vinstri grænna, er henni sam- mála: „Nei. Ég vil hafa þetta allt uppi á borðinu og gegnsætt.“ Verkafólk borgar skatt Kristján Gunnarsson bendir á að al- mennu verkafólki sé gert að borga skatta af öllum greiðslum frá vinnu- veitanda sem bætast ofan á laun. Honum finnst að sama eigi að gilda um þingmenn, jafnvel þótt þeir geti sýnt fram á kostn- að með reikning- um. „Menn eru að koma sér hjá því að borga af þessu skatta og skyldur eins og aðrir í þjóðfé- laginu,“ segir Kristján enda lítur hann á greiðslurnar sem laun. Jón Magnússon varpar fram hugmynd að breyttu fyrirkomu- lagi starfs- kostnaðar- greiðslna. „Þá er jafn- vel spurn- ing hvort DULBÚIN LAUN ÞINGMANNA erLA HLynSdóttir ogbrynjóLFur þór guðmundSSon blaðamenn skrifa: erla@dv.is og brynjolfur@dv.is Viðbótargreiðsla allir þingmenn geta fengið 66.400 krónur mánaðarlega ofan á föst laun. upphæðin á að nýtast í kostnað vegna starfsins. nýkomin Helga Sigrún Harðardóttir er nýsest á þing og hefur ekki ákveðið fyrirkomu- lag starfskostnaðar- greiðslna. mynd Sigtryggur Ari ekkert einkamál Kolbrúnu Halldórsdóttur finnst það ekki einkamál þingmanna hvernig greiðslum vegna starfskostnaðar er háttað. mynd Vg Hluti af launum ellert b. Schram lítur á starfskostnaðar- greiðslur sem hluta af launakjörum þingmanna. mynd SteFÁn KArLSSon Sker sig úr Helgi Hjörvar hafnar greiðslum vegna starfskostnaðar nema hann hafi skilað inn reikningum. Hann segist hafa ákveðið fyrir sig að fara þá leiðina. mynd SAmFyLKingin Allt aðgengilegt Katrín Jakobsdóttir bendir á að upplýsingar um laun, eignir, hlutafé og hlunnindi þingmanna vinstri- grænna séu á netinu. mynd Vg Þingmenn og ráðherrar búa við ríflegan biðlauna- og eftirlaunarétt. Þannig eiga þeir rétt á allt að hálfs árs biðlaunum eftir að þeir láta af störfum. Þar að auki eiga þeir rétt á eftirlaunum samkvæmt umdeildum eftirlaunalögum sem þingið samþykkti á aðventunni árið 2003. Samkvæmt þeim geta eftirlaunin orðið hæst 879 þúsund krónur og eiga þá forsætisráð- herrar í hlut. ef litið er til þeirra þingmanna sem hafa hætt á þingi núna nýlega sést afdrif þeirra eru mjög ólík. guðni Ágústsson fær þannig sex mánaða biðlaun og eftirlaun sem nema að lágmarki 580 þúsund krónum á mánuði með hliðsjón af því að hann sat 21 ár á alþingi, var ráðherra í átta ár og nefndarformaður í nokkur ár þar á undan. bjarni Harðarson hættir hins vegar á al- þingi eftir mun skemmri starfsferil og það hefur sín áhrif. vegna þess að bjarni sat ekki á þingi heilt kjörtímabil á hann ekki rétt á biðlaunum. eftirlaun hans fyrir að hafa unnið eitt og hálft ár á alþingi nema 4,5 prósentum af þingfararkaupi eða 25 þúsund krónum á mánuði. talsverður munur er á hvenær bjarni og guðni geta hafið töku eftirlauna. guðni getur gert það um leið og hann hættir á biðlaunum, eða eftir hálft ár. bjarni verður hins vegar að bíða í nítján ár eftir að geta hafið töku eftirlauna. eftirlaunaréttur margra batnaði til mikilla muna með samþykkt eftirlaunalaganna. einkum batnaði hagur forsætisráðherra. eftirlaunaréttur davíðs Oddssonar hækkaði um tæpar fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði. eftirlaunaréttur Halldórs Ásgrímssonar hækkaði um 270 þúsund krónur. núverandi forystumenn ríkisstjórnarinnar njóta báðir góðs af breytingun- um frá 2003. vegna nýs kafla um eftirlaun forsætisráðherra fengi geir, ef hann hætti í dag tæpar 770 þúsund krónur í eftirlaun á mánuði, það er 205 þúsund krónum meira en hann hefði fengið samkvæmt gömlu lögunum. ingibjörg Sólrún fengi 196 þúsund krónur á mánuði, 29 þúsund krónum meira en gömlu lögin hefðu fært henni. Hér er sem fyrr segir miðað við það sem þau hafa þegar unnið sér inn. ef ríkisstjórnin situr út kjörtímabilið og verður ekki við kröfum um að kjósa að nýja hækka eftirlaun beggja. Þá yrði hagur geirs af lagabreytingunni 2003 um 270 þúsund krónur á mánuði. Rífleg biðlaun og eftiRlaun eftiRlaunin þeiRRa hækkuðu um... davíð Oddsson 392 þúSund Halldór Ásgrímsson 268 þúSund geir H. Haarde 205 þúSund Halldór blöndal 86 þúSund ingibjörg Sólrún gísladóttir 29 þúSund guðni Ágústsson 27 þúSund tómas ingi Olrich Gat farið beint á eftirlaun „Ef þetta eru kostnaðar- greiðslur getur það ekki verið neitt persónulegt.“ fimmtudagur 20. nóvember 2008 3Fréttir FALIN LAUN ÞINGMANNA Beinar launagreiðslur Þingfararkaup 562.020 formannsálag 281.010 varaforseti alþingis 84.301 formenn þingflokka 84.301 nefndarformaður 84.301 varanefndarformaður* 56.020 *varaformenn fjárlaganefndar og utanríkismálanefndar fá álag fyrir störf sín. Fastar greiðslur Húsnæðis- og dvalarkostnaður, 2 heimili* 126.980 Húsnæðis- og dvalarkostnaður * 90.700 Húsnæðis- og dvalarkostnaður, daglegar ferðir* 30.233 fastur ferðakostnaður 61.400 Starfskostnaður 66.400 *Þingmenn fyrir landsbyggðarkjördæmi fá greiddan húsnæðis- og dvalarkostnað. **Þingmenn fyrir landsbyggðarkjördæmi sem búa utan höfuðborgarsvæðis og fá greitt sérstaklega fyrir daglegar ferðir til þings fá greiddan þriðjung af húsnæðis- og dvalarkostnaði. Þingmenn fá tölvu til afnota utan skrifstofu sinnar. Þingmenn á ferðum erlendis fá greiddan hótelkostnað og áttatíu prósent dagpeninga. Þingmenn fá greiddan ferðakostnað fyrir ferðir á fundi og samkomur sé ferðast meira en 15 kílómetra hvora leið. Þingmenn fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis/ starfsstöðvar og alþingis. Þó með takmörkunum ef þingmaður fær greitt fyrir húsnæðis- og dvalarkostað. ferðakostnaður á fundi í öðrum kjördæmum er endur- greiddur. ferðist þingmaður með flugi skal greitt fyrir flug og leigubíl. ferðist þingmaður á eigin bíl er greitt kílómetragjald. Þingmenn geta fengið bílaleigubíl ef það er hagkvæmara en að þeir noti eigin bíl. greiða má gistikostnað í kjördæmi við sérstakar aðstæður þó þingmaður fá greitt vegna húsnæðis- og dvalarkostnað- ar. eigi þingmaður húsnæði í kjördæmi sínu sem hann leigir út eða leyfir börnum sínum afnot af fær hann ekki greitt vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar. alþingi greiðir allan kostnað við skrifstofurekstur. Líka er borgað fyrir farsíma og heimasíma. Þingmenn fá dagblöð send heim eða á skrifstofu og eiga rétt á að fá greidda áskrift að allt að þremur héraðsfréttablöðum. brynjolfur@dv.is lægstu Föstu greiðslur Þingfararkaup 562.020 fastur ferðakostnaður 61.400 Starfskostnaður 66.400 samtals: 689.820 Hæstu Föstu greiðslur Þingfararkaup 562.020 flokksformaður 281.010 Húsnæðis- og dvalarkostnaður, 2 heimili 126.980 fastur ferðakostnaður 61.400 Starfskostnaður 66.400 samtals: 1.097.810 689.820 1.097.810 ekki sé eðlilegra að hafa þann hátt á að afnema starfskostnaðargreiðsl- ur en taka tillit til áætlaðs starfs- kostnaðar í þingfararkaupi,“ segir hann. Þingmenn fengu í ágúst þriðju launahækkunina á rúmu ári sam- kvæmt ákvörðun kjararáðs. Hækk- unin var afturvirk um fjóra mánuði. Þá hækkuðu laun þeirra um 20.300 á mánuði og fengu þeir eingreiðslu að upphæð 81.200 krónur vegna aftur- virkninnar. DV leitaði einnig eftir upp- lýsingum hjá Alþingi um kostnað við aðstoðar- menn þingmanna. Þau svör fengust að ekki hefði enn ver- ið tekinn saman kostnaður vegna hvers og eins að- stoðarmanns. ekki launatengt Ásta möller telur greiðslur vegna starfskostnaðar ekki vera hluta af launum. mynd Ásgeir m. einarsson sameinaðar launum Jón magnússon leggur til að greiðslur vegna starfskostnaðar verði sameinaðar þingfararkaupi. mynd Karl Petersson Vel nýtt guðbjartur Hannesson segir lítinn ef nokkurn afgang vera af starfskostnaðargreiðslunni sem ekki fari í beinan kostnað. mynd Karl Petersson D arnbjörg Sveinsdóttir 864.823 V atli gíslason 720.053 S Ágúst ólafur Ágústsson 774.123 V Álfheiður ingadóttir 689.820 D Ármann Kr. ólafsson 689.820 S Árni Páll Árnason 746.022 D Árni Johnsen 780.520 D Árni m. mathiesen 1.211.012 V Árni Þór Sigurðsson 689.820 S Ásta r. Jóhannesdóttir 774.123 D Ásta möller 774.123 D birgir Ármannsson 774.123 B birkir J. Jónsson 780.520 D bjarni benediktsson 774.123 S björgvin g. Sigurðsson 1.211.012 B björk guðjónsdóttir 720.053 D björn bjarnason 1.120.312 D einar K. guðfinnsson 1.247.292 S einar már Sigurðarson 864.823 S ellert b. Schram 689.820 B eygló Harðardóttir 780.520 D geir H. Haarde 1.226.008 F grétar mar Jónsson 720.053 S guðbjartur Hannesson 804.356 D guðfinna S. bjarnadóttir 689.820 F guðjón arnar Kristjánsson 1.061.530 D guðlaugur Þór Þórðarson 1.053.912 S gunnar Svavarsson 774.123 B Helga Sigrún Harðardóttir 780.520 S Helgi Hjörvar 707.723 D Herdís Þórðardóttir 720.053 B Höskuldur Þórhallsson 780.520 S illugi gunnarsson 689.820 S ingibjörg Sólrún gísladóttir 1.120.312 S Jóhanna Sigurðardóttir 1.120.312 V Jón bjarnason 780.520 D Jón gunnarsson 689.820 F Jón magnússon 774.123 S Karl v. matthíasson 720.053 V Katrín Jakobsdóttir 689.820 S Katrín Júlíusdóttir 774.123 D Kjartan ólafsson 864.823 V Kolbrún Halldórsdóttir 689.820 F Kristinn H. gunnarsson 864.823 D Kristján Þór Júlíusson 836.722 S Kristján L. möller 1.247.292 S Lúðvík bergvinsson 864.823 B magnús Stefánsson 780.520 D ólöf nordal 864.823 D Pétur H. blöndal 707.723 D ragnheiður e. Árnadóttir 689.820 D ragnheiður ríkharðsdóttir 774.123 D Sigurður Kári Kristjánsson 774.123 B Siv friðleifsdóttir 774.123 V Steingrímur J. Sigfússon 1.061.530 S Steinunn valdís óskarsdóttir 774.123 D Sturla böðvarsson 1.061.530 B valgerður Sverrisdóttir 1.061.530 D Þorgerður Katrín gunnarsdóttir 1.120.312 S Þórunn Sveinbjarnardóttir 1.120.312 V Þuríður backman 864.823 V Ögmundur Jónasson 774.123 S Össur Skarphéðinsson 1.120.312 LAUN ÞINGMANNA umfjöll 20. nó r 2008 fámennt á þingi Þingmenn eiga rétt á starfskostnaðar- greiðslum sem eru greiddar út óháð því hvort þeir leggi fram reikninga eða ekki. mynd HEiða Séra Gunnar fær ekki að ferma Séra Gunnar Björnsson mun hefja aftur störf í Selfosskirkju 1. júní næstkomandi, ekki 1. maí eins og áður hefur verið tilkynnt. Séra Gunnar var í lok síðasta mánaðar sýknaður af ákæru um kynferð- islega áreitni eins og DV hefur fjallað um. Í tilkynningu frá Biskupsstofu segir að settur sóknarprestur, séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, þjóni Selfossprestakalli út maí og annist fermingar sem áformaðar eru í maí. Þetta er gert að beiðni for- eldra fermingarbarna. Séra Óskar Hafsteinn hefur annast ferming- arfræðslu. Ökuníðingur handtekinnn Lögreglumenn frá Selfossi stöðvuðu ökumann eftir að bíll hans hafði mælst á 146 kílómetra hraða á klukku- stund á Suðurlandsvegi til móts við Hellisheiðarvirkjun í fyrrinótt. Maðurinn jók hrað- ann eftir að lögreglumenn hófu eftirför og er talið að hann hafi þá verið á meira en 160 kílómetra hraða. Ökumaður stöðvaði fljót- lega. Með honum í bifreiðinni var einn farþegi. Strax vaknaði grunur um að ökumaður væri undir áhrifum fíkniefna. Hann og farþeginn voru handteknir og þeir fluttir til yfirheyrslu á lögreglustöðina á Selfossi. Braust inn í leik- skóla Þjófur braust inn í leikskólann Bergheima í Þorlákshöfn um páskana. Hann spennti upp glugga með sporjárni, fór inn og hafði á brott með sér Kodak stafræna myndavél og Canon myndbandsupptökuvél. Þetta var ekki eina innbrotið í Þorlákshöfn síðustu daga. Líka var brotist inn í verktakafyrirtæki og tvo sumarbústaði. Tölvuturni var stolið frá verktakanum en í sumarbústöðunum var stolið flatskjám og fleiri tækjum. Formaðurinn næði ekki kjöri Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar- flokksins, næði ekki kjöri til Alþingis ef kosið yrði nú. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem Gallup hefur gert fyrir RÚV í Reykjavíkurkjördæmi norður, en hún var birt nú síðdegis. Sjálf- stæðisflokkurinn tapar miklu fylgi og fengi aðeins 22 prósent en fylgi flokksins var 36,4 pró- sent í kjördæminu í kosningun- um 2007. Samfylkingin er stærst flokka í kjördæminu og fengi 34,3 pró- sent ef kosið yrði nú, VG fengi 29,1 prósent og bætir mestu við sig. Framsóknarflokkurinn er aðeins með 5,3 prósent, mun minna fylgi en Borgarahreyfing- in sem mælist með 8,1 prósent. Ekkert stjórnlagaþing að sinni Sjálfstæðismenn fögnuðu sigri þeg- ar stjórnarflokkarnir og Framsókn- arflokkurinn létu undan málþófi þeirra og andstöðu við stjórnarskrár- breytingar og slógu af hugmynd- ir um stjórnlagaþing. Því er ljóst að stjórnarskránni verður ekki breytt fyrir þingslit með þeim hætti að efnt verði til stjórnlagaþings. Óljóst er hins vegar um afdrif annarra stjórnarskrárbreytinga sem hafa verið lagðar til. Það eru tillög- ur í þá veru að stjórnarskrárbreyt- ingar verði samþykktar í þjóðarat- kvæðagreiðslu, að opnað verði fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur og að þjóð- areign á auðlindum verði bundin í stjórnarskrá. Sjálfstæðismenn, með Björn Bjarnason í fararbroddi, gerðu grein fyrir því við upphaf þingfundar að þeir væru hvergi nærri hættir að ræða stjórnarskrárbreytingar og ætl- uðu sér að koma í veg fyrir að efnt yrði til stjórnlagaþings. Björn sagði að hann myndi ræða málið eins oft og þörf krefði til að koma í veg fyrir að Alþingi afsalaði sér stjórnarskrár- valdi sínu. Stjórnlagaþing var eitt skilyrð- anna sem Framsóknarflokkur- inn setti fyrir stuðningi sínum við myndun minnihlutaríkisstjórn- ar Samfylkingar og vinstri-grænna. Óvíst er hver möguleikinn er á slíku stjórnlagaþingi á næstu árum eftir niðurstöðuna í gær. Verði samþykkt sú breyting að þjóðin greiði atkvæði um stjórnarskrárbreytingar verður hægt að breyta stjórnarskrá hvenær sem er á næsta kjörtímabili og þar með boða til stjórnlagaþings. Verði slík breyting ekki samþykkt yrði það ekki fyrr en í fyrsta lagi að loknum þarnæstu þingkosningum sem hægt væri að boða til stjórnlagaþings. Hlé var gert á þingfundi í gær á meðan á borgarafundi Sjónvarps- ins stóð í beinni útsendingu svo þingmenn gætu ýmist tekið þátt í umræðunum eða fylgst með þeim. Þingfundur byrjaði aftur á tíunda tímanum og var þá tekið aftur til við þingstörf. „GUÐ ER HÚMORISTI“ „Það sem ég hef séð af þessum aug- lýsingum hefur mér litist ágætlega á. Þetta er ekki meiðandi að mínu viti heldur varpar öllu heldur jákvæðu ljósi á líf að loknu þessu þar sem við heyrum fagra tóna og fallegar mót- tökur. Þótt hann bregði sér í gervi Lykla-Péturs vitum við að það hef- ur verið notað af ýmsum. Það særir mig ekki. Trúin er partur af lífinu og má nota í auglýsingum sem og ann- ars staðar. Trúin er bara hluti af líf- inu og hluti af mannlegri tilvist. Mér finnst skírskotun til eilífra og himn- eskra hluta vera góð í öllu tilliti ef það er ekki um niðurlægingu eða nei- kvæðni að ræða sem er ekki í þessu tilviki,“ segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum. Þvær þvott fyrir Guð Pétur Jóhann hefur aldrei ver- ið vinsælli á Íslandi eftir frábæra frammistöðu sína í þáttunum Næt- urvaktinni og Dagvaktinni þar sem hann fer á kostum í hlutverki „FM- hnakkans“ Ólafs Ragnars. Þá hefur grínistinn átt góðu gengi að fagna í Borgarleikhúsinu þar sem hann flyt- ur einleikinn Sannleikann um þessar mundir. Í auglýsingum Vodafone leikur Pétur Jóhann hvítklæddan Lykla- Pétur sem býður fólk meðal annars velkomið í himnaríki og kynnir það fyrir þessum himneska stað. Í einni auglýsingunni hringir Guð í Pétur í miðri kynningu og greinilegt að þeir tveir eru hinir mestu mátar: „Blessaður. Ég er bara í miðri kynningu. Já, ég tók úr vélinni,“ segir Pétur við Guð og heldur síðan áfram með kynninguna: „Eins og ég segi. Það er þrifið hálfsmánaðarlega hérna hjá okkur.“ Guð hlýtur að hafa húmor Gunnar hefur mikið álit á Pétri Jó- hanni og hefði ekkert á móti því að hafa hann í starfi Lykla-Péturs til frambúðar. „Mér finnst strákurinn feiknar- skemmtilegur. Hann er snillingur. Ég held að það væru margir mjög glað- ir að hafa hann sem móttökustjóra þarna. Hann tekur á móti manni brosandi.“ Vigfús Þór Árnason, sóknarprest- ur í Grafarvogi, er ekki síður aðdá- andi spéfuglsins og telur Guð hafa húmor fyrir auglýsingunum. „Ég er voða hrifinn af stráknum og mér finnst þetta bara húmor. Ég hef alltaf álitið að Guð hljóti að hafa mikinn húmor. Mér finnst þessar auglýsingar gleði- legar og fal- legar. Allt hvítt og fallegt. Þær virka ekkert illa á mig enda eru þær skemmtilegar.“ „Ég elska Pétur Jóhann“ Þórhallur Heimisson, sóknarprestur við Hafnarfjarðarkirkju, telur einnig að Guð hafi húmor fyrir símaauglýs- ingunum. „Það hlýtur að mega gera að gamni sínu eins og í leikritinu Gullna hliðið í gamla daga. Mér finnst vera tilvísun í það í þessum auglýsing- um og það er skemmti- legt. Ég er sannfærður um að Guð er slíkur húmoristi að hann hlýtur að hafa gam- an af þessu líka,“ segir Þórhallur sem sparar ekki fögru orðin um Pétur Jó- hann. „Ég elska Pétur Jóhann. Ég er mik- ill aðdáandi. Mér er alveg sama hvað hann gerir, hann er alltaf jafnskemmti- legur. Mér finnst þessar auglýsing- ar bráðsmellnar hjá honum eins og allar auglýsingarnar hans. Þetta er flott hjá hon- um.“ „Ég held að það væru margir mjög glaðir að hafa hann sem mót- tökustjóra þarna. Hann tekur á móti manni brosandi.“ LiLJa Katrín Gunnarsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Bráðsmellið Þórhalli finnst auglýsingarnar bráðsmellnar eins og allt sem pétur Jóhann gerir. Guð í símaauglýsingu pétur Jóhann talar við guð í auglýsingunum en prestunum sem dV talaði við finnst aug- lýsingin ekki meiðandi heldur skemmtileg. Pétur í hlutverki Lykla- Péturs gunnar telur að margir myndu ánægðir verða ef pétur Jóhann tæki á móti hinum látnu á himnum. miðvikudagur 15. apríl 200912 Fréttir „Sorg okkar er þyngri en tárum taki,“ segir Reynir Þorgrímsson, faðir at- hafnamannsins Gísla Þórs Reynis- sonar sem lést á gjörgæsludeild Land- spítalans við Hringbraut aðfaranótt sunnudags eftir skammvinn veikindi. Gísli hafði sjálfur rætt veikindi sín í tölublaði Séð og heyrt sem kom út í lok mars en þá taldi hann sig hafa náð sér að fullu. Upp komst um veikindin þegar Gísli missti meðvitund í byrjun mars en út úr rannsókn lækna kom í ljós að hann glímdi við innvortis blæðingar. Gísli var lífskúnstner sem brosti fram á síðasta dag. Hann sagði menn einungis verða ríka á því að vinna, vinna og aftur vinna. Reynir, faðir Gísla, er þessu sammála en þeir feðg- ar voru mjög nánir. Ósanngjarnt að kveðja barnið sitt „Okkur hjónunum finnst það afskap- lega ósanngjarnt að þurfa að horfa á eftir börnunum okkar. Þetta er ekki sanngjarnt,“ segir Reynir sem nú minnist ljúfra stunda með syni sín- um. Tárin eru þó aldrei langt undan þegar hugsað er til hans. „Veistu að það er kökkur í hálsin- um á mér. Það varð bara sprenging í mínum líkama og það rann meira úr augunum en sturtuhausnum. Kökk- urinn er þarna enn og ég næ honum ekki úr mér. Það er mikil eftirsjá að honum Gísla Þór og heimilið verður aldrei samt. Við verðum aldrei söm,“ segir Reynir og bætir við: „Þessi þjóð hefur tapað meiru þessa páskahelgi en menn í fljótu bragði grunar.“ Hugsaði og framkvæmdi Spurður hvað situr eftir spyr Reynir á móti hvað situr ekki eftir? „Málið með Gísla er að hann hafði allt. Óskaplega góða menntun en við hjónin kappkostuðum það að hann fengi bestu mögulega menntun. Eft- ir að hafa menntað sig töluvert fór hann í Harvard-háskólann og full- komnaði þá menntun. Í öðru lagi var hann einstaklega vel gefinn, greindur og hugvitssamur en því fylgdi vinnu- semi. Hann vann oft á tíðum í fjórtán, sextán og stundum átján tíma á sólar- hring. Hann var einn af þeim sem ekki bara hugsuðu, hann líka framkvæmdi. Hann var mesti framkvæmdamaður sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Hann framkvæmdi allar sínar hug- myndir og þess vegna vegnaði hon- um svo vel. Hann gerði það af mikilli einlægni og heiðarleika og þar af leið- andi hefur þú aldrei lesið neitt slæmt um Gísla Þór Reynisson,“ segir Reynir og bætir við að sonur hans hafi átt það svo sannarlega skilið. Orkumikill námshestur Gísli var vinnusamur maður og frá unga aldri stefndi hann hátt í við- skiptalífinu bæði hérlendis og heima. Útlönd áttu þó hug hans allan til að byrja með en hann réðst svo sannar- lega ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Gísli lauk grunnnámi hér á landi tvítugur og stefndi á Bandaríkin í frek- ara nám. Þar lauk hann B.Sc.-gráðu í hagfræði auk MBA-gráðu í fjármála- fræðum og tölfræði. Eftir góða dvöl vestanhafs flutti hann til Finnlands þar sem hann stundaði kennslu, rannsóknir auk þess sem hann vann að doktorsnámi í háskólanum í Tamp- ere. Þaðan lauk hann PH.Lic.-prófi árið 1994 en doktorsnáminu ári síð- ar. Gísli vann doktorsritgerðina sína í Harvard-háskólanum í Bandaríkjun- um þar sem hann stundaði rannsókn- ir á einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Gísli sagði í viðtali við Fréttablaðið að metnaðurinn hefði komið frá for- eldrum hans, Guðbjörgu Gísladótt- ur og Reyni Þorgrímssyni. Spurður af hverju erlendir háskólar hefðu orðið fyrir valinu frekar en Háskóli Íslands sagði Gísli: „Ætli það sé ekki bara uppeldið og hvatningin frá foreldr- unum.“ Heiðarlegur útrásarvíkingur „Hann var einn af þessum fáu útrásar- víkingum sem aldrei hefur verið skrif- að neitt slæmt um og hann á það svo sannarlega skilið. Hann vann heið- arlega og klókt en líka af kostgæfni. Þessu fylgdi hann eftir með mikilli vinnusemi sem reyndar fór síðan með líkama hans,“ segir Reynir. Gísli lét þó aldrei á sjá en hann greindi fyrst frá veikindum sínum í umræddu tölublaði Séð og heyrt. Gísli sagði þá í viðtali við tímaritið að hann hefði fengið innri blæðingar og að hann hefði verið í tíu daga á spít- ala vegna þess. Gísli taldi sig vera bú- inn að ná sér að fullu og sagði við það tilefni skælbrosandi: „Ég er sprækur sem lækur.“ Tæpum tveimur vikum síðar hafði Gísli kvatt þennan heim. Vinnan fór með líkamann „Líkaminn hans var gjörsamlega bú- inn þegar yfir lauk. Öll líffæri hans voru orðin ónýt út af of mikilli vinnu, miklu vinnuþreki, löngum vinnutíma, mikilli hugsun og mikilli framkvæmd. Þessu fylgdi að sjálfsögðu mikið álag,“ segir Reynir. Gísli lýsti því þannig þegar upp komst um veikindin að það hafi ver- ið eins og ljósin hafi verið slökkt: „Já, það má segja það, ég fékk ekki einu sinni verk.“ En það var ekki kreppan sem gerði útslagið hjá Gísla, að minnsta kosti vildi hann ekki meina það. „Þetta getur komið fyrir hvern sem er. Mínir lifnaðarhættir hafa ekkert breyst. Þetta er bara eitthvað sem var lagað og er ekkert varanlegt. Var bara þarna í nokkra daga á spítala og mál- ið búið,“ sagði Gísli í viðtali við Séð og heyrt. Góður félagi Gísli var vinur vina sinna og vildi öll- um vel. Foreldrar Gísla, þau Reynir og Rósa Guðbjörg Gísladóttir, fengu heldur betur að kynnast því en heim- ili þeirra var oftar en ekki fullt af fé- lögum hans. „Hann var sannur og vildi öllum vel, reyndist öllum vel og var vinur vina sinna. Hans heimili var alltaf opið fyrir hann og alla hans vini. Það var oft fullt hús hérna heima af vinum hans og þeir kölluðu okkur for- eldra sína og gera það meira að segja enn í dag,“ segir Reynir. „Þessir sömu strákar, viðskiptafé- lagar hans sem voru hérna áður fyrr, hafa hringt hágrátandi í mig og talað öllum þeim bestu orðum um hann sem íslensk tunga býr yfir.“ Viðskiptaveldið til fjölskyldunnar Gísli átti meirihluta í félaginu Nord- ic Partners sem hann stofnaði ásamt Lettanum Daumants Vitols en félag- ið á miklar eignir bæði hér á landi og erlendis. Rósin í hnappagati Gísla var án efa d’Angleterre-hótelið í Kaupmanna- höfn en auk þess eiga félög tengd honum Fiskisögu-verslanirnar, Osta- búðina, Gallerý Kjöt og einkaþotu- leiguna Icejet. Þá átti hann einnig viðskiptagarða víða um Lettland. Reynir, faðir Gísla, segist ekki vita hvað tekur við hvað viðskiptaveldi sonar hans varðar en að viðskiptafé- lagar hans og allir þeir sem störfuðu við hlið hans komi til með að koma að málinu. „Áfallið er í fyrsta lagi svo mikið, það er svo stutt síðan þetta gerðist. Það verða sjálfsagt ráðnir ráðgjafar til þess að aðstoða börnin hans og fjölskyldu. Hann átti góða viðskipta- félaga bæði erlendis og hér heima og þetta verður að sjálfsögðu unnið með þeim en það er of snemmt að segja til um það hvernig að því verð- ur staðið.“ Sárt saknað Það stendur ekki á svörum þegar Reynir er beðinn um að lýsa syni sín- um: „Ég myndi segja að hann hafi ver- ið einstaklega samviskusamur, dug- legur og heiðarlegur framkvæmda- maður. Hann var stórkostlegur viðskiptajöfur, stórkostlegur per- sónuleiki, hann var mikill Íslending- ur og hans verður ákaflega sárt sakn- að,“ segir Reynir um son sinn. Gísli Þór Reynisson Reynir Þorgrímsson „Þetta er ekki sanngjarnt“ Atli MáR GylfASOn blaðamaður skrifar: atli@dv.is „Það er mikil eftirsjá að honum Gísla Þór og heim- ilið verður aldrei samt. Við verðum aldrei söm.“ líkaminn gaf sig „líkami hans var gjörsamlega búinn þegar yfir lauk. Öll líffæri hans voru orðin ónýt út af of mikilli vinnu, miklu vinnuþreki, löngum vinnutíma, mikilli hugsun og mikilli framkvæmd,“segir reynir, faðir gísla. Rósin í hnappagatið kaupin á danska lúxus- hótelinu d’angleterre rís hæst í viðskiptum gísla. Eigum pústkerfi í flestar gerðir bifreiða Gott verð! NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.