Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Side 14
föstudagur 17. apríl 200914 Fréttir Sjóræningjar í hefndarhug Þrátt fyrir að fjöldi þjóða hafi gripið til þess ráðs að senda herskip til gæslu undan ströndum Sómalíu og á Aden-flóa láta sjóræningjar engan bilbug á sér finna. Bandarískir og franskir hermenn björguðu um síðustu helgi gíslum úr klóm sjóræningja, sem hafa heitið hefndum. Bæði Bandaríkin og Frakkland státa af áberandi björgunaraðgerð- um undanfarið vegna sjórána und- an austurströnd Afríku. Ráðist var til atlögu til bjargar gíslum sem sjó- ræningjar höfðu haft í haldi sínu svo dögum skipti og féllu fimm sjó- ræningjar í aðgerðunum. Reynd- ar féll skuggi á aðgerðir Frakka því einn gísla sjóræningjanna lét lífið í björgunaraðgerðinni. En aðgerðir Bandaríkjamanna og Frakka kunna að vera dropi í hafið og sérfræðingar segja að al- þjóðlegs samstarfs sé þörf til að tak- ast á við árásir sjóræningja sem hef- ur fjölgað verulega undanfarið. „Að okkar mati gerðu Frakk- land og Bandaríkin nákvæmlega það rétta, sem sjálfstæð ríki, og ef öll slík gripu til jafnafdráttarlausra aðgerða gegn sjóræningjum glímd- um við ekki við jafnumfangsmik- ið vandamál af völdum sómalskra sjóræningja og við gerum í dag,“ sagði Pottengal Mukundan, kaf- teinn og forstjóri hjá miðstöð um sjórán hjá Alþjóðlegu siglingamála- stofnuninni. Kokhraustir sjóræningjar Sjóræningjar réðust gegn banda- rísku skipi að kvöldi þriðjudags en höfðu ekki erindi sem erfiði og þurftu frá að hverfa án þess að hafa komist um borð. Þegar herskip Bandaríkjanna bar að höfðu sjó- ræningjarnir haft sig á brott. Örfáum klukkustundum síð- ar hafði franski sjóherinn hendur í hári ellefu manna sem grunaðir voru um aðild að sjóránum, undan ströndum Kenía. En gæsla á hafsvæðinu er eng- inn hægðarleikur því umrætt svæði; undan ströndum Sómalíu og Kenía, þar með talinn Aden-fló- inn, er meira en 1,1 milljón fermílur að stærð. Áður en Bandaríkjamenn réðust til atlögu til að bjarga bandarískum skipstjóra, Richard Phillips, síðast- liðinn sunnudag hétu sjóræningjar því að berjast við sjóher Bandaríkj- anna ef hann réðist til atlögu. Halda ótrauðir áfram Þrátt fyrir áföll síðustu daga halda sjóræningjar ótrauðir áfram og á miðvikudaginn komust þeir yfir tvö skip, auk þess sem þeir beindu skot- hríð að því þriðja. Sjóræningjarn- ir réðust að næturþeli um borð í gríska skipið Irene og tóku Sea Hor- se, sem siglir undir fána Tógó, á sitt vald. Innan NATO gætir sérstakra áhyggna vegna sjóránsins á gríska skipinu Irene, enda beittu sjóræn- ingjar þar nýrri aðferð og réðust til atlögu í skjóli myrkurs. Strangt til tekið gæti fjöldi þjóða hvenær sem er sent lið til gæslu á hafsvæðinu, en á meðan þjóð- ir reyna að samræma aðgerðir er upplýsingaflæði á milli þeirra tak- markað. Auk Bandaríkjamanna og þjóða innan Evrópusambandsins eru NATO, Rússland, Kína og Suð- ur-Kórea á meðal þeirra sem látið hafa vita af nærveru skipa sinna á hafsvæðinu. Allajafna er meira en tylft skipa á svæðinu í tilraun til að sporna gegn sjóránum og sum ríki láta einnig í té eftirlit úr lofti. En vegna víðfeðmis hafsvæðisins kann herskip að vera í margra daga siglingarfjarlægð frá kaupskipi sem verður fyrir árás sjó- ræningja. Áttatíu skip það sem af er ári Nú þegar hafa sjóræningjar ráð- ist gegn áttatíu skipum hið fæsta, það sem af er ári, og hafa haft er- indi sem erfiði í nítján tilfellum. Á síðasta ári réðust sjóræningjar á eitt hundrað og ellefu sjóför og rændu fjörutíu og tveimur. Í kjölfar aðgerða Bandaríkja- manna og Frakka hótuðu tveir sjó- ræningjanna hefndaraðgerðum gegn löndunum. „Við höfum ákveð- ið að drepa bandaríska og franska sjómenn ef þá verður að finna á meðal gísla okkar í framtíðinni,“ sagði Abdullahi Ahmed, meðlimur sjóræningjahóps sem hefur aðsetur í Harardhere, strandbæ í Sómalíu. Bandaríkjaher hefur viðurkennt að aðgerðir hans á sunnudaginn kunni að hafa aukið hættuna á of- beldi af hálfu sjóræningja, enda féllu nokkrir þeirra fyrir kúlum skyttna bandaríska sjóhersins. Ódýrara að greiða lausnargjald Innan varnarmálaráðuneyt- is Bandaríkjanna leita menn leiða til að koma í veg fyrir sjórán í sam- vinnu við önnur ráðuneyti á borð við innanríkisráðuneytið og dóms- málaráðuneytið þar sem reynt er að finna leið til að hjálpa ríkisstjórn Sómalíu og leiðir til að draga sjó- ræningja fyrir dómstóla. Nokkuð ljóst þykir að skipafélög muni ekki reyna að hindra sjóræn- ingjana upp á sitt einsdæmi vegna þeirrar fjárhagslegu byrði sem slík- ar aðgerðir hefðu í för með sér. Sé horft til þess mikla fjölda skipa sem fer um Aden-flóann árlega, um 30.000 skip á síðasta ári, er ljóst að um gríðarmikinn kostnað yrði að ræða ef skipafélög gripu til þess ráðs að hafa vopnaðar öryggissveit- ir um borð í skipum sínum, og jafn- vel ódýrara að greiða lausnargjald- ið. Hefnd, ekki sjórán Sem fyrr segir hafa sjóræningjar heitið hefndum vegna aðgerða bandaríska og franska flotans og þeir hafa ekki setið við orðin tóm. Síðastliðinn þriðjudag réðust sjó- ræningjar gegn Liberty Sun, banda- rísku flutningaskipi, sem var á leið til Afríku með matvæli sem koma á til sveltandi borgara álfunnar. Sjóræningjar réðust að skipinu á tveimur hraðbátum tæpum 300 sjómílum undan ströndum Sómal- íu. Stjórnandi skipsins brá á það ráð að auka hraðann og sigla þvers og kruss og kom þannig í veg fyrir að sjóræningjar gætu komist um borð. Að sögn foringja sjóræn- ingjanna, Abdis Garad, var ekki um tilraun til sjóráns að ræða heldur hefndaraðgerð. „Þessi árás var sú fyrsta gegn helsta skotmarki okkar,“ sagði Garad. Hann sagði að ætlun- in hefði verið að eyðileggja umrætt skip, en „því miður tókst þeim með naumindum að sleppa frá okkur“. Engin leið er að sannreyna full- yrðingu Garads, en hvað sem því veldur virðast sjóræningjar hafa yfirhöndina. Þeir hafa á sínu valdi sautján skip og hátt í þrjú hundruð sjómenn í gíslingu. „Við höfum ákveðið að drepa bandaríska og franska sjómenn ef þá verður að finna á með- al gísla okkar í framtíð- inni.“ Kolbeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is snekkja á valdi sjóræn- ingja tveir sjóræningjar og einn gísl létust í aðgerð franska hersins. Frakkar reyna að semja við sjóræningja samningar tókust ekki og frakkar réðust til atlögu gegn sjóræningjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.