Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 48
n Sævar Ciesielski var gestur þeirra Frosta og Mána í úvarps- þættinum Harmageddon á X-inu á fimmtudag. Í viðtalinu kom margt áhugavert fram en athygli vakti frá- sögn Sævars af sjúkra- húsvist sinni í Kaup- mannahöfn. Sævar sagði að þar hefði læknir ráðlagt hon- um að hætta alls ekki að drekka áfengi. Slíkt gæti verið stór- hættulegt heilsu hans. Ennfrem- ur sagði Sævar að þessi sami læknir hefði gefið honum einn bjór og tvö skot með hverri máltíð á sjúkra- húsinu, honum til mikillar ánægju og yndisauka. Can‘t Walk Away! Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Um sextíu þúsund manns hafa skrif- að nafn sitt á undirskriftalista á veg- um dagblaðsins Manchester Evening News til að bjarga hinum heims- fræga Christie-spítala í Manchest- er. Spítalinn tapaði 6,5 milljón- um punda, eða rétt rúmlega einum milljarði íslenskra króna, í banka- hruninu. Stærstur hluti fjárins kom frá styrktaraðilum spítalans í gegn- um góðgerðarsöfnun og var fjárfest í dótturfélagi Kaupþings í Bretlandi, Kaupþing Singer and Friedlander. Meðal þeirra sem skrifað hafa undir eru Manchester United-stjörn- urnar Nemanja Vidic og Dimitar Berbatov ásamt þjálfara Manchester City, Mark Hughes. „Krabbamein hefur áhrif á svo margt fólk að það er mikilvægt að við styðjum Christie-spítalann svo hann fái peninginn aftur,“ segir Berba- tov í samtali við Manchester Even- ing News en málið hefur vakið reiði meðal íbúa Manchester-borgar enda er Christie-spítalinn leiðandi á sviði krabbameinsrannsókna. Rúnar Ívarsson, varaformaður stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, skilur vel reiði Vid- ics og Berbatovs út í íslenska bank- ann. „Það er ekkert óeðlilegt við það að menn séu argir. Ég held ekki að fólk á Íslandi sé ofboðslega sátt við bank- ana og ég geri ráð fyrir að þessir úti séu alveg jafn ósáttir.“ liljakatrin@dv.is Öl og skot með matnum Manchester United-stjörnur vilja endurheimta fé sem íslenskir útrásarvíkingar töpuðu: Hreinsa upp eftir kaupþing n Athafnamaðurinn Andrés Pétur Rúnarsson elskar fátt meira í þess- um heimi en Appelsín í gleri. Keyrir þessi hressi partípinni oft langar leiðir til að næla sér í eina ískalda Appelsín í gleri þar sem þær fást alls ekki á hverju götuhorni. Andrés Pétur hefur í nógu að snúast þessa dagana en eins og DV sagði frá fyr- ir stuttu skipuleggur hann nú teiti fyrir Borgfirðinga. Þar sem hann er afar lunkinn í veisluhöld- um þá ákvað hann að skipuleggja ann- að teiti sem er eins konar endurfundir fyrir þá sem stund- uðu skemmtistaðinn Astro hér í eina tíð. Teitið verður hald- ið á NASA í maí og allir gömlu Astro- plötusnúðarnir munu þeyta skífum ásamt því að Atli skemmtanalögga og Svali láta sjá sig. n Svala Guðbjörg Haraldsdótt- ir, fyrrverandi eiginkona Herberts Guðmundssonar tónlistarmanns, segir það hafa haft mikil og þrúg- andi áhrif á heimilið þegar Herbert frelsaðist til kristinnar trúar. Það gerðist eftir að Herbert fór í með- ferð og kynntist AA-samtökunum. Svala segir að eftir þetta hafi trúin átt hug Herberts allan og bæna- hópur farið að venja komur sínar á heimilið. Hún segir að það hafi verið „skelfilega óþægilegt að vakna upp við að Herbert stóð við rúmið að þylja bænir yfir mér og signa mig. Hann sagði við mig að ég „gengi með þeim dökka“ þar sem ég væri ekki jafn- áköf í trúnni og hann. Mér leið stundum eins og ég væri stödd í miðri hryllings- mynd.“ Í Hryllingsmynd með Herberti andrés elskar appelsÍn Hjartahlýir fótboltamenn berbatov og Vidic vilja bjarga Christie-spítalanum sem er leiðandi á sviði krabbameinsrannsókna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.