Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 18
Ögurstund á Austurvelli
Árið 1876 var hinn örvum-glaði bandaríski herforingi George Armstrong Custer borinn ofurliði af herskara
indíána í sögufrægum bardaga við
Little Big Horn. Custer var mikið
hörkutól og ekkert á þeim brókunum
að gefast upp fyrr en í fulla hnefana og
barðist því vitaskuld til síðasta manns.
Herforinginn og menn hans áttu
þó ekki möguleika gegn meirihluta
indíánanna sem sviptu Custer og alla
hans menn höfuðleðrinu og sendu
hersinguna til heljar sundurskotna.
Áður en Custer þurfti að lúta í gras fyrir indíánunum hafði hann barist í borgarastríði Bandaríkjamanna og komst
í annála fyrir vaska framgöngu og að-
gangshörku á vígvellinum og auðvitað
ekki síst fyrir sinn hinsta bardaga sem
er yfirleitt ekki kallaður annað en
„Custer´s last stand“. Hern-
arðarbrölt hans og söguleg
endalok þykja enn þann
dag í dag svo merkileg
að leitarvélin Google
kannast við kauða. Sag-
an hefur hins vegar ekki farið
neitt sérstaklega mjúkum
höndum um Custer sem
þykir svona eftir á að
hyggja ekkert sérstak-
lega næs gæi.
Eitt hundrað þrjátíu og þremur árum síðar stóð stríðsmar-skálkur Sjálfstæðisflokksins, Björn Bjarnason, í spor-
um Custers. Að vísu ekki við Little
Big Horn. „Last stand“ Björns var
í ræðupúlti í þinghúsinu við Aust-
urvöll og Björn var ekki umkringd-
ur rauðskinnum heldur rauðliðum,
gólandi vaðmálskommum, krataskríl
og framsóknardurgum. Björn var rétt
eins og Custer tættur og laskaður eft-
ir borgarastyrjöld sem kennd er við
búsáhöld. Björn var hins vegar ekki af
baki dottinn eins og Custer.
Skrælingjaskrílinn sem veitt-ist að frjálshyggjuriddaraliði Björns ætlaði sér að uppfylla eina óuppfylltu kröfu bylting-
arskrílsins með pottana og pönnurn-
ar, að koma á stjórnlagaþingi sem
ætlað er að berja í fúna brestina í
undirstöðum stjórnskipunar á Íslandi
sem er fyrir löngu orðin gróðrarstía
spillingar
Sjálfstæðis-
flokksins.
Þegar indí-
án-
arnir gerðu Custer grein fyrir því að
dagar hans væru taldir skreið hann í
skjól á bak við dauðan hest í vonlausri
varnarbaráttunni.
Íslenski vígamaðurinn Björn Bjarnason veit að dagar hans eru taldir en leggst þó ekki flatur á ögurstundu. Minni spámenn
í herliði Björns höfðu náð að halda
aftur af ofurefli andstæðinganna með
gamaldags íslensku tuði. Liðsmönn-
um beggja fylkinga var þó farið að
leiðast þófið þegar hershöfðinginn
steig fram, horfðist í augu við fjendur
sína og sagði: „Ég ætla ekki að láta það
verða mitt síðasta verk hér á Alþingi
að svipta Alþingi stjórnarskrárgjafar-
valdinu. Og ég mun hér tala eins oft
og ég þarf til þess að koma í veg fyrir
að svo verði.“
Óneitanlega flott last stand hjá vígamanni sem axlar nú sín skinn. Vinstri skrælingj-arnir gerðu sér strax grein
fyrir því að þeir myndu aldrei vinna
umsátrið um Björn Bjarnason með
kappann í þessum ham, lögðu niður
vopn og draumur búsáhaldafólksins
var settur á ís.
Sagan á auðvitað enn eftir að dæma þennan sigur hins ís-lenska Custers og óneitan-lega er hætt við því að Björn
og blástakkarnir muni sitja uppi
með þann svartapétur í Íslandssög-
unni að hafa drepið þjóðþrifamáli á
dreif með leiðindum og stælum.
föstudagur 17. apríl 200918 Umræða
Sandkorn
n Kosningabarátta Sigmundar
Ernis Rúnarssonar í Norðaust-
urkjördæmi hefur ekki verið
honum dýr. Þingmannsefn-
ið ekur um á bifreið í eigu 365
og er með bensínkort fyrir-
tækisins í
vasanum.
Mikið hefur
gengið á í
akstrinum
ef marka má
að kappinn
klessti Ford
Escape-bif-
reið fyrir-
tækisins þannig að mikið tjón
hlaust af. Hann þurfti þó ekki
að ganga því 365 lagði honum
til bílaleigubíl á meðan á við-
gerð stóð. Ekki vildi þó betur til
en svo að hann olli tjóni á þeim
bíl líka. Í bæði skiptin var Sig-
mundur í órétti og allur kostn-
aðurinn lendir á fjölmiðlinum.
n Heldur bar það brátt að þegar
Arna Schram ákvað að hætta
sem formaður Blaðamannafé-
lagsins eftir fremur litlausan feril.
Þeir sem höfðu hug á embættinu
urðu að bregðast skjótt við þar
sem einungis nokkrar klukku-
stundir voru þar til vikufrestur til
að tilkynna formannsframboð
rynni út. Kristinn Hrafnsson,
atvinnulaus liðsmaður Kompáss,
var eldsnöggur að ákveða sig og
lagði inn tilkynningu. Þóra Krist-
ín Ásgeirsdóttir, varaformaður
félagsins, stökk svo einnig til á
elleftu stundu þannig að spenn-
andi kosning er fram undan hjá
blaðamönnum.
n Allt kapp er nú lagt á að græða
þau svöðusár sem hlutust í átök-
um Guðlaugs Þórs Þórðarson-
ar og Illuga Gunnarssonar um
efsta sætið í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins
í Reykja-
vík. Pásk-
arnir voru
Guðlaugi
erfiðir enda
var hann
krossfestur á
föstudaginn
langa vegna
styrkjamála Sjálfstæðisflokksins.
Nú virðist hann vera uppris-
inn eftir barninginn og var hinn
brattasti á aðalfundi sjálfstæðis-
félagsins Varðar. Sérstaklega vakti
athygli að Guðlaugur og Illugi
urðu samferða af fundinum.
n Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra er nú í óða önn
að brýna niðurskurðarhnífinn
og augljóst að hún reiknar með
að sitja áfram sem ráðherra eftir
kosningar. Meðal þeirra verkefna
sem við
henni blasa
er að taka
til í Ríkis-
útvarpinu
þar sem vel
aldir gull-
kálfar Páls
Magnús-
sonar kjaga
um ganga. Katrín boðar að tekið
verði á launamálum innan fjöl-
miðlarisans með launajöfnun að
leiðarljósi. Þar ber hæst ofurlaun
Páls sjálfs sem aukinheldur ekur
um á lúxusjeppa í boði hrjáðrar
þjóðar.
lyngháls 5, 110 reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn loftsson
framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50.
umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Árni Páll var
bara úti að aka.“
n Framsóknarmaðurinn Hlini
Melsted Jóngeirsson um Árna Pál Árnason,
oddvita Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hann kallaði andstæðinga sína fífl á fjölmennum
framboðsfundi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. –
Visir.is
„Ég á ekki inneign til þess
að hringja.“
n Vífill Atlason aðspurður hvort hann ætli að reyna
að gera símaat í Barack Obama Bandaríkjaforseta.
Árið 2007 gerði Vífill símaat í George Bush,
þáverandi forseta Bandaríkjanna. – DV
„Ég held að fjölmiðlar og
allir þrífist á svona fyrir-
komulagi.“
n Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Eitthvað
sem allir virðast hafa vitað nema HSÍ sem hefur
hringlað linnulaust með fyrirkomulagið
undanfarin ár. – DV.
„Ég geri þetta í sumarfrí-
inu mínu.“
n Katrín Jakobsdóttir aðspurð hvort hún hafi
tíma til þess að kenna við Háskóla Íslands í sumar.
– DV.
„Eftir fáeina mánuði
finnur maður fyrir því að
krydd vantar í tilveruna
og þá fer allt í sama farið.“
n Ingólfur H. Ingólfsson, ráðgjafi og eigandi
spara.is, um að fólk verði að varast að skera of
mikið niður hluti sem gefi lífinu lit. – DV.
Draumóralandið
Leiðari
Andri Snær Magnason rithöfundur dregur upp hjákátlega mynd af hjá-kátlegu landsbyggðarfólki í heim-ildarmynd sinni Draumalandinu
sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum. Andri
birtir myndskeið af fögnuði Húsvíkinga og
Reyðfirðinga yfir álversframkvæmdum, sem
virðist fádæma heimskulegur í ljósi drunga-
legs boðskapar myndarinnar.
Sú skoðun að Íslendingar ættu að beita
sér gegn verksmiðjum og „bara gera eitthvað
annað“ skaut rótum í þjóðarsálinni á þeim
tíma sem uppgangur í þjóðfélaginu var drif-
inn áfram af stórfelldum lántökum. Þjóð-
félagið virtist vera ósigrandi. Allt gekk upp,
þótt lítið væri reynt. Þegar allt kemur til alls
var það sá hæfileiki Íslendinga að taka lán,
taka áhættu, stunda spillingu og veðsetja
verðmætin sem olli góðærinu síðustu ár. Út
frá þessari forsendu, að allt kæmi af sjálfu
sér, spratt hugmyndin um að Íslendingar
gætu auðveldlega sleppt því að framleiða
verðmæti, án sérstakra afleiðinga. Öfgar aft-
urhaldssinna spretta úr hinu firrta samfé-
lagi, rétt eins og frjálshyggju-
stefna Sjálfstæðisflokksins á
sama tíma.
Margt fólk úti á landi
dreymir um að starfa við eitt-
hvað annað en sjávarútveg
eða sauðfjárrækt, en verður
að horfa upp á drauma sína
dofna út eða flytja burt. Ólíkt
því sem margir náttúruvernd-
arsinnar halda fram gat fólk
á Reyðarfirði ekki ákveðið
að vinna bara við eitthvað. Í
frjálsu hagkerfi verður ein-
hver að vilja borga fyrir vinn-
una. Blind trú á því að álver
leysi allt er skaðleg, en trúin á að sprotar
spretti sjálfkrafa um víðan völl óháð mark-
aðslögmálum er engu betri.
Útsýnið frá Austurvelli er mjög takmark-
að. Það sýnir ekki fábreytileikann í atvinnu-
málum margs landsbyggðarfólks. Andri
Snær hæðist að fögnuði fólksins, sem sá
drauma sína rætast um að brjótast út úr ein-
hæfni fiskvinnslu. Skilaboð
hans til landsbyggðarfólks-
ins eru í grófum dráttum:
Þið getið bara gert eitthvað
annað. Líkt og fólkið hafi
ekki reynt það sem minnsti
grundvöllur var fyrir. Við-
horfið gagnvart fólkinu
minnir um margt á meint
viðbrögð Frakkadrottning-
arinnar Marie Antoinette
við bón múgsins um brauð:
„Geta þau ekki bara borðað
kökur?“
Öfgafullir náttúruvernd-
arsinnar og frjálshyggju-
menn byggja kröfur sínar á þetta-reddast-
hagfræði. Nýtt Ísland verður að hreinsa sig af
kæruleysinu og firringunni, hvort sem hún
stafar af draumórum frjálshyggjumanna
um lánadrifna velgengni eða draumórum
um sjálfkrafa velferð án auðlindanýtingar.
Sjálfshjálp lánlausrar þjóðar felst í ábyrgri
verðmætasköpun. Þetta reddast ekki bara.
Jón trAusti reynisson ritstJóri skrifAr. Hugmynd öfgasinna í náttúruvernd sprettur úr jarðvegi firringarinnar.
bókStafLega
Sælir eru saklausir
Núna stýrir þjóðarskútunni heið-
arlegt fólk, fólk sem tók við rekaldi.
Núna á þjóðin von um bættan hag
þrátt fyrir að ástandið sé bágt og bölið
margt. En enn eru þeir til sem þykj-
ast vita betur, þeir lofa jafnvel mistök
sín í von um uppreisn æru. Bubbarn-
ir væla hver í kapp við annan, þeir eru
svo vissir um að enginn geti stjórnað
landinu betur en Sjálfstæðisflokk-
urinn. Þeir hræðast það einsog heit-
an eldinn að núverandi ríkisstjórn
stjórni eftir kosningar og svo óttast
þeir að stjórnin leyfi þjóðinni að njóta
þess að ríkisvaldið tók yfir húsnæðis-
lán bankanna eftir að erlendir kröfu-
hafar höfðu afskrifað stærstan hluta
lánanna. Ríkisvaldið mun ábyggi-
lega sýna þjóðinni réttlæti og afskrifa
til fjöldans það sem ríkið hefur þeg-
ar fengið afskrifað í útlöndum. Ef ég
hef skilið rétt, þá er staðan sú í dag,
að ríkið þarf ekki að greiða erlendum
kröfuhöfum nema um það bil fimmt-
ung þess fjármagns sem rataði til
landsmanna í formi húsnæðislána á
meðan bankarnir voru í einkarekstri.
Við eigum eftir að upplifa rétt-
læti. Við eigum eftir að horfast í augu
við það að ranglæti hefur fengið að
ráða hér ferðinni um langa hríð. Við
eigum eftir að fá svör við spurningum
þegar við heimtum að allt verði uppá
borðið sett.
Hvernig i ósköpunum ætli standi
á því að alltaf megi finna ný hneyksl-
ismál hjá þeim flokki sem kennir sig
við sjálfstæði? Ætli það sé vegna þess
að ríkir menn haldi að þeim hafi
hlotnast sjálfstæði frá sauðsvörtum
almúga? Eða er það vegna þess að
sjálfstæðismenn eru upp til hópa sið-
spilltir einstaklingar?
Staða lýðræðisins er slæm þegar
stjórnmálmenn og aðrir kjörnir full-
trúar fara um með brugðinn betlist-
af og biðja áhrifamenn í fyrirtækjum
um að styðja stjórnmálaflokka með
styrkjum uppá tugi milljóna króna.
Slíkt háttarlag er glæpsamlegt. Eymd
lýðræðisins er opinberuð þegar leið-
togar Sjálfstæðisflokksins, kjörnir full-
trúar og starfsmenn, ljúga hver um
annan þveran og sverja af sér alla að-
ild að máli sem teygir anga sína til
auraseggja sem fengu hér að valsa um
einsog landið væri þeirra einkaeign,
rétt einsog þegar Árni Johnsen hélt að
hann gæti fengið gólfdúkinn ókeypis.
Enn einn kjáninn kemur fram
og tafsar stöðugt á því að hneykslis-
mál sjálfstæðismenna séu útrædd.
Við hin vitum að munurinn á Árna
Johnsen og öðrum sjálfstæðismönn-
um er fyrst og fremst sá að Árni hef-
ur nú þegar afplánað sinn fangelsis-
dóm, hinir eiga eftir að taka út sína
refsingu.
Að Kvíabryggju gengur Geir
með Gulla vini sínum
og Árna Johnsen þakka þeir
að þar er nóg af dýnum.
kristján hreinsson
skáld skrifar
„Við eigum eftir að
horfast í augu við
það að ranglæti hefur
fengið að ráða hér
ferðinni um langa hríð.“
SkáLdið Skrifar
Svarthöfði