Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2009, Blaðsíða 10
föstudagur 17. apríl 200910 Fréttir „Ísland er þriðja aðgengilegasta landið fyrir erlenda fjárfesta sam- kvæmt úttekt viðskiptatímaritsins Forbes,“ sagði í heilsíðuauglýsing- um Framsóknarflokksins í dagblöð- um fyrir alþingiskosningarnar 2007. Flokkurinn hafði þá verið í ríkis- stjórn í tólf ár og hreykti sér mjög af íslenska efnahagsundrinu sem hann taldi að stórum hluta sér að þakka. Góðærið stóð sem hæst þegar síðast var kosið til Alþingis. Sjálf- stæðisflokkurinn lagði einnig ríka áherslu á efnahagsmálin þegar kom að kosningaloforðum og í auglýs- ingum mátti lesa slagorð á borð við „Traust efnahagsstjórn“ og kjós- endur voru minntir á að hvergi væri betra að búa en einmitt á Íslandi. Á lista Sameinuðu þjóðanna þar sem ríkjum heims er raðað eftir lífs- kjörum var Ísland í öðru sæti fyrir síðustu kosningar. Stefnan var ein- faldlega sett á toppinn. Sjálfstæðismenn yfirgáfu þó framsóknarmenn það vorið og mynduðu ríkisstjórn með Samfylk- ingunni þar sem Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kys- stust eftirminnilega á Þingvöllum til að innsigla samstarfið. Eftir það lá leiðin niður á við. Verðbólga í hámarki Sjálfstæðismenn héldu fast við að draga úr umsvifum hins opinbera og var markmiðið að flytja verkefni í auknum mæli frá ríki og sveitar- félögum til einkaaðila. Í dag eru helstu viðskiptabankar landsins komnir aftur í ríkiseigu, öfugt við stefnumál flokksins. Í stefnuskrá Samfylkingar fyrir síðustu kosningar sagði að jafnvægi yrði tryggt í hagkerfinu enda væri það forsenda þess að vextir og verð- bólga lækkuðu og gengisstöðugleiki ykist. Staðreyndin er sú að vextir og verðbólga náðu sögulegu hámarki, frá því fyrir þjóðarsátt, eftir að Sam- fylkingin tók við stjórnartaumunum og gengismál hafa verið í gríðarlegu ójafnvægi. Samfylkingin lagði einnig mikla áherslu á aukið gagnsæi þegar kem- ur að stjórnvaldsaðgerðum. Í kjölfar bankahrunsins bárust almenningi hins vegar afar misvísandi upplýs- ingar frá ríkisstjórninni, ef þær bár- ust þá einhverjar. Ósannindi formannsins Traust á ríkisstjórninni fór hratt dvínandi eftir hrun bankanna. Ingi- björg Sólrún var þá í veikindaleyfi en Björgvin G. Sigurðsson, þáver- andi viðskiptaráðherra, stóð vakt- ina fyrir Samfylkinguna við hlið Geirs Haarde, þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Geir var ítrekað staðinn að ósannindum og erfitt að tengja traust við málflutning hans. Daginn áður en neyðarlögin voru sett í byrj- un október þar sem Fjármálaeftir- litinu var gefin heimild til að taka yfir bankana sagði Geir, aðspurður hvort Íslendingar væru í efnahags- legum vandræðum: „Nei, nei. Ég myndi ekki segja að við værum neitt sérstaklega verr stödd.“ Á næstu dögum hélt formaður Sjálfstæðisflokksins því staðfastlega fram að gjaldeyrisviðskipti væru við það að komast í eðlilegt horf. „Það má vel vera að það séu erfiðleik- ar, einhverjir tímabundnir hjá ein- staklingum eða fyrirtækjum, og þá verðum við bara að vona að það greiðist úr því sem allra fyrst,“ sagði Geir 13. október síðastliðinn. Í dag, rúmu hálfu ári seinna, eru þau enn í stórkostlegu ólagi. Samfylking hefur reyndar sagt skilið við Sjálfstæðisflokkinn og tók þess í stað upp samstarf við Vinstrihreyfinguna - grænt fram- boð. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra hefur þar talað fyrir skattahækkunum og lækkun launa, enda enginn góðærisbragur á kosn- ingaloforðum nú. BROSTIN LOFORÐ AUGLÝSINGANNA Erla HlynsdÓttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Traust efnahagsstjórn var meðal helstu kosningaloforða Sjálf- stæðisflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar og var mikið gert úr því í auglýsingum vorið 2007. Framsóknarflokkurinn ítrekaði að íslenska efnahagsundrið væri engin tilviljun og beindi því til kjósenda að leiðin til áframhaldandi viðskipta- tækifæra væri að kjósa Framsókn. Samfylkingin hét kjósend- um sínum því að nýju jafnvægi yrði náð í efnahagsmálum. DV rifjar upp auglýsingar flokkanna frá síðustu kosningum. xd.is Þegar öllu er á botninn hvolft er traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið Nýir tímar - á traustum grunni Samfylkingarfólk veit að hægt er að gera mikið betur í menntamálum hér á landi. Sig- urður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, virð- ist hins vegar vera á öðru máli í grein sinni í Fréttablaðinu 3. maí sl. Þar lýsir hann því hvernig allt sé í fínu standi í menntamál- um á Íslandi og segir okkur vera þar í fremstu röð. Sigurður Kári skammast heilmikið út í undir- rituð fyrir að styðjast í gagnrýni okkar við gögn frá OECD, sem þó sérhæfir sig í að bera saman töl- fræði á milli landa. Við studdumst við nýjustu skýrslu OECD um menntamál (Education at a Glance) frá 2006. Þar sést að við stöndum illa í al- þjóðlegum samanburði á stöðu framhalds- og háskóla. Þenn- an samanburð vill Sjálfstæðis- flokkurinn ekki heyra. Flestar samanburðartölur OECD í þess- ari skýrslu eru frá árinu 2004 og gefa því góða mynd af stöðu menntamála. Frammistaða íslenskra stjórn- valda er að sjálfsögðu mæld í samanburði við önnur lönd. Vörn Sjálfstæðisflokksins virðist hins vegar felast í að vilja bera saman framlög mismunandi ára milli landa. Það gengur auðvit- að ekki að bera saman framlög- in til framhaldsskóla eins og þau voru á Íslandi árið 2007 við fram- lög til framhaldsskóla í Svíþjóð árið 2004. Það er lenska hjá Sjálfstæðis- flokknum að véfengja ætíð óhag- stæðan samanburð, hvort sem hann kemur frá OECD, Lands- sambandi eldri borgara, ASÍ eða öðrum aðilum. Í töflu B2.1c á bls. 207 í skýrslu OECD um opinber útgjöld til há- skólastigsins sést að Ísland er að verja 1,2% af landsframleiðslu en meðaltalið í OECD er 1,4%. Danir, Norðmenn og Finnar verja 1,8% og Svíar 1,5%. Ísland er í 21. sæti af 30 þjóðum. Í sömu töflu má sjá hverju önnur ríki verja til framhalds- skóla en samkvæmt upplýsinga- þjónustu Alþingis varði Ísland 1,3% til þeirra. Sá samanburð- ur sýnir að Ísland er í 16. sæti af 30 OECD-þjóðum. Sigurður Kári reynir ekki að hrekja þennan samanburð í grein sinni og minn- ist ekki á hann. 68% á aldursbilinu 25-34 ára hafa lokið framhaldsskólanámi en á hinum Norðurlöndunum er þetta 86-96% skv. töflu A1 2a á bls. 38. Meðaltalið í OECD er 77% og í ESB 78%. Við erum hér í 23. sæti af 30 þjóðum. 31% á aldrinum 25-34 ára hafa lokið háskólanámi hér en á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall 35-42% skv. töflu A1.3a. á bls. 39. Hér er Ísland í 17. sæti af 30 þjóðum. Sigurður Kári rengir ekki þessa tölu. Sigurði Kára tekst því ekki að hrekja samanburðinn. Honum er bara illa við samanburðinn sjálf- an. Heimild sem hann vitnar sjálfur til í greininni styður mál okkar enn frekar. Samkvæmt töl- fræðiskýrslu norrænu Hagstof- unnar (Nordic Statistical Year- book 2006) sést að hlutfall fólks á aldrinum 15-74 sem hafði lokið námi á háskólastigi árið 2005 var 18,9% á Íslandi en 24,7% í Nor- egi, 23,3% í Svíþjóð, 22,2% í Dan- mörku og 26,5% í Finnlandi. Sigurður Kári heldur því fram að á þessu kjörtímabili hafi fjár- framlögin aukist svo mikið að samanburðurinn sé úreldur. Lítum því aðeins betur á hvað hefur gerst í þróun útgjalda til framhaldsskólanna frá árinu 2004. Á vef Hagstofunnar kemur fram að 2004-2005 hafi framlög til framhaldsskóla lækkað um 123,7 milljónir og hlutur fram- haldsskólans í landsframleiðsl- unni lækkað úr 1,41% í 1,33%. Á sama tíma fjölgaði skráðum nem- endum á framhaldsskólastigi um 873. Þá nemur niðurskurður til framhaldsskóla 2007, 650 milljón- ir króna. Það virtist koma stjórn- völdum á óvart að þeir einstakl- ingar sem fæddust í stórum ár- göngum 1989 og 1990 skiluðu sér í menntaskóla. Fjármagn hefur ekki fylgt þessari „óvæntu“ nem- endafjölgun. Loks hefur reiknilíkaninu sem nota á til að reikna út raunkostn- að á hvern nemanda í framhalds- skóla verið breytt þannig að nú er það notað til að dreifa niður- skurðinum. Sigurður Kári getur því ekki haldið því fram að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi tekið sig saman í andlitinu á kjörtímabilinu nema síður sé. En í samanburði á heildarút- gjöldum til menntamála komum við þó ágætlega út í skýrslu OECD. Sú staða er hins vegar til- komin vegna þess að við erum nálægt toppi þegar kemur að út- gjöldum til leik- og grunnskóla. Þau skólastig eru hins vegar rekin af sveitarfélögum en ekki ríkisvaldinu. Ríkisvaldið rekur framhalds- og háskólana þar sem við fáum hina alræmdu fallein- kunn. En það hafa verið jafnað- armenn í Reykjavík, Hafnarfirði og víðar sem hafa rekið flesta grunnskóla og leikskóla landsins undanfarinn áratug. Það er fjárfesting sveitarfé- laga í grunnskólum og leikskólum sem togar Ísland upp þegar litið er til heildarútgjalda til mennta- mála. Framlög ríkisvaldsins til framhalds- og háskólanna toga okkur hins vegar niður. Ísland er jafnframt hið eina af Norðurlöndunum sem ekki styrk- ir sína námsmenn heldur lánar þeim eingöngu. Sjálfstæðisflokk- urinn er búinn að stjórna men ta- málaráðuneytinu í 16 ár. Árang- urinn er falleinkun í menntamál- um. Við þessi orð stöndum við. Varnarleikur Sjálfstæðisflokks- ins er tilraun til sjónarspils, eins og ofangreindar staðreyndir sýna glögglega. Höfundar eru alþingismenn Samfylkingarinnar. Falleinkunn í menntamálum Höfundar þessarar greinar hafa sýnt með margvísleg- um hætti á liðnum misserum að hagur stórs hóps eldri borgara á Íslandi hefur ekki verið með þeim hætti sem skyldi. Lífeyris- þegar hafa dregist afturúr öðrum þjóðfélagshópum. Fernt hefur ráðið mestu um það. Í fyrsta lagi hefur sá hluti líf- eyris frá almannatryggingum sem flestir fá (grunnlífeyrir og tekjutrygging eins og hún var skilgreind til ársins 2006) ekki aukist jafn hratt og lágmarks- laun, meðaltekjur og hærri tekj- ur á vinnumarkaði. Í öðru lagi hafa tekjur úr flest- um lífeyrissjóðum fylgt verðlagi frá ári til árs en ekki kaupmátt- arþróuninni í samfélaginu. Vegna þeirrar kaupmáttaraukningar sem verið hefur frá 1995 hefur þessi þáttur lífeyristekna dregist afturúr tekjum á vinnumarkaði. Í þriðja lagi hafa skerðingará- kvæði vegna greiðslna frá Trygg- ingastofnun valdið því að ellilíf- eyrisþegi heldur minna eftir af tekjum sínum úr lífeyrissjóði en eðlilegt getur talist. Í fjórða lagi hefur skattbyrði lífeyrisþega og þeirra sem lægst- ar hafa tekjurnar aukist mun meira en hjá öðrum tekjuhópum. Það varð vegna rýrnunar skatt- leysismarka að raungildi. Lífeyr- isþegar hafa alla jafna lægri tekj- ur en fólk á vinnumarkaði og slík- ir hópar eru viðkvæmari fyrir raunlækkun skattleysismarkanna en fólk með hærri tekjur. Skatt- leysismörk eru nú 90.000 krónur á mánuði en ættu að vera hærri en 140.000 krónur ef þau hefðu haldið gildi sínu miðað við launa- vísitölu frá 1988. Ofangreind þróun hefur leitt til þess að hækkun kaupmáttar ráð- stöfunartekna dæmigerðs ellilíf- eyrisþega með t.d. um 53 þúsund krónur í tekjur úr lífeyrissjóði á mánuði og greiðslur almanna- trygginga, hefur verið mun minni en varð hjá meðaltekjufólki og hátekjufólki á síðasta áratug. Þannig hafa ráðstöfunartekj- ur hans hækkað um u.þ.b. 20% frá árinu 1995 á meðan hækkun- in er sögð yfir 60% fyrir heimil- in í landinu. Þegar þessi þróun er höfð í huga vekur furðu að stjórn- málaheimspeki- prófessor við Háskóla Íslands skuli halda því ítrekað fram, að kjör íslenskra lífeyrisþega séu betri en er hjá sambæri- legum hópum í grannríkjun- um. Það er gert með tilvísunum í talnaefni, m.a frá ráðuneyt- um, sem er ósambærilegt og vill- andi. Við höfum í fyrri grein bent á annað efni sem sýnir hið gagn- stæða, en í því voru notaðar sam- bærilegri reikniaðferðir. Fleira mætti tína til um það. Nýleg skoðanakönnun Gallup um mat einstaklinga á hvort kjör þeirra hafi batnað, staðið í stað eða versnað styður niðurstöður okkar fyllilega. Fólk finnur þessa þróun á eigin skinni. Mun færri í hópi eldri svarenda telja kjör sín hafa batnað á sl. 4 árum en er meðal þjóðarinnar alls og mun fleiri úr hópi eldri svarenda segja kjör sín hafa staðið í stað eða versnað. Þetta er afleitur vitnis- burður um misjafna kjaraþróun á góðæristíma í samfélaginu. Enginn skyldi því leggja trún- að á tal um að lífeyriskjör eldri borgara séu almennt betri hér á landi en í grannríkjunum. Það er væntanlega sagt til að fela ofan- greinda þróun lífeyriskjara og réttlæta áframhaldandi sinnu- leysi stjórnvalda um hag lífeyr- isþega. Einar Árnason er hagfræðing- ur Landssambands eldri borg- ara, Ólafur Ólafsson er formað- ur LEB og fyrrverandi landlækn- ir og Stefán Ólafsson er prófessor við Háskóla Íslands. Óviðunandi hagur Þegar öllu er á botninn hvolft er traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið xd.is Nýir tímar - á traustum grunni Það hefur aldrei verið betra að búa á Íslandi KG fiskverkun á Rifi., sem Hjálm- ar Kristjánsson, stjórnarmaður í Vinnslustöðinni, fer fyrir, keypti hlutabréf í Vinnslustöðinni fyrir um 61,9 milljónir króna á þriðju- daginn. Kaupgengið var 8,3 krónur á hlut sem er langt umfram það til- boðsgengi sem ráðandi hluthafar , er vilja taka Vinnslustöðina yfir, bjóða í bréf annarra hluthafa. Það hljóðar upp á gengið 4,6. Hjálmar er bróðir Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, sem hefur lýst því yfir að yfir- tökutilboðið sé of lágt. Saman eiga þeir feðgar, Guðmundur, Hjálm- ar og Kristján Guðmundsson, rúm þrjátíu prósent í Vinnslustöðinni. Að yfirtökutilboðinu standa Eyjamenn, félag sem m.a. er undir forystu Sigurgeirs B. Krist- geirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar. Miðað við 30 prósenta arðgreiðslu fyrir síðasta ár er kaupgengi KG fiskverkun- ar 70 prósentum yfir tilboði Eyja- manna. Kaupir langt yfir tilboðsgengi Orðrómur fór á kreik í gær að bresk-ástralska námu- og álfyrir- tækið BHP Biliton væri að undir- búa yfirtökutilboð í landa sinn og helsta keppinaut, Rio Tinto. Gengi bréfa beggja félaga hækkaði mikið, þó mest í Rio Tinto sem fór upp um 11 prósent í 99,69 dali á hlut í kaup- höllinni í Sydney í Ástralíu og hefur aldrei verið hærra. Talsmaður Rio Tinto vísaði orðrómnum á bug en Chris Lynch, forstjóri BHP, sagði félagið ætíð vera að skoða góða fjárfestinga- kosti. Greinendur sem breska ríkis- útvarpið ræddi við telja að yfir- tökutilboð í Rio Tinto, sem skilaði metafkomu í fyrra, verði vart undir 100 milljörðum dala, jafnvirði 6.426 milljarða íslenskra króna. Yfirtaka á Rio Tinto? Danski bjórframleiðandinn Carls- berg skilaði hagnaði upp á 45 millj- ónir danskra króna, jafnvirði 525,4 milljóna íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er umtals- vert betri afkoma en í fyrra en þá skilaði fyrirtækið tapi upp á 219 milljónir danskra króna, eða rúma 2,5 milljarða íslenskra. Bjórsala jókst um 21 prósent á milli ára á tímabilinu. Aukning- in dreifist nokkuð enda minnkaði bjórsala í heimalandi Carlsberg og í Bretlandi á meðan hún jókst talsvert í öðrum Evrópuríkjum og Rússlandi. Stjórnendur Carlsberg voru hæstánægðir með niðurstöðuna í gær og segja horfur á árinu góðar. Bjórinn skil- ar hagnaði Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis (SPRON) hagnaðist um 4,7 milljarða króna á fyrstu þrem- ur mánuðum ársins samanbor- ið við rúman 1,1 milljarð króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 318 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Eigið fé sparisjóðsins nam 30,5 milljörðum króna í lok fjórðungs- ins en það er nokkur samdrátt- ur frá áramótum þegar það nam tæpum 34,8 milljörðum króna. Guðmundur Hauksson spari- sjóðsstjóri segir afkomuna góða enda sé þetta næstbesta uppgjör sparisjóðsins á einum fjórðungi í 75 ára sögu hans. Næstbesti fjórð- ungur SPRON Í dag er kosið um hverjum er best treystandi fyrir stjórn landsins xd.is Nýir tímar - á traustum grunni Öfugmæli sjálfstæðismenn vildu meina að þeim væri best treystandi til að stjórna. annað kom á daginn. snúið til botns gott var að búa á íslandi í góðærinu en efnahagsstjórn undir forystu sjálfstæðismanna hefur gert að verkum að nú er hér varla búandi yfir höfuð. Vantraust stærsta velferðarmálið að mati sjálfstæðismanna snerist upp í andhverfu sína. Blekkingaleikur geir H. Haarde lagði sig fram um að vera táknmynd traustrar efnahagsstjórnar en varð þess í stað uppvís að því að beita landann blekkingum í kjölfar bankahrunsins. Enginn á þing Ómar ragnarsson lagði áherslu á umhverfismál í íslandshreyf- ingunni en hlaut ekki brautargengi. Samtals 685 ofbeldis- brot gegn lögreglumönnum voru tilkynnt á árabilinu 1998-2005. Þá urðu um 60 prósent lögreglu- manna fyrir ofbeldi í vinnu sinni á fimm ára tímabili, frá 2000-2005. Fimm þeirra urðu fyrir ofbeldi sem leiddi til líkamlegrar fötlun- ar, örorku eða útlimamissis. Þetta er meðal niðurstaðna úr tveimur rannsóknum á ofbeldi gegn lögreglumönnum sem emb- ætti ríkislögreglustjóra hefur látið gera. Þá leiða niðurstöður í ljós, að hótanir í garð lögreglumanna vegna starfs þeirra eru mjög algengar. Um 70 prósent þeirra sögðust hafa orðið fyrir slíku í vinnu og 26 prósent utan vinnu. Þeim sem helst var hótað voru karlar, yngri en 35 ára, sem gegndu stöðu almenns lögreglu- manns og unnu hjá minni lögreglu- embættum. Hótanir í garð fjölskyldna lög- reglumanna eru einnig tíðar. Spurningu þar að lútandi svöruðu 54 lögreglumenn játandi. Þeir greindu allir frá því að barni þeirra hefði verið hótað, auk fleiri fjölskyldumeðlima. Í rúmlega 20 prósentum tilvika var hótunin kærð eða tilkynnt til lögreglu. Þau 60 prósent, eða 238 lög- reglumenn, sem kváðust hafa orðið fyrir ofbeldi í vinnunni kváðu gerendurna ýmist hafa sparkað, slegið eða kýlt. Þá kemur í ljós að aukning hefur orðið á notkun vopna gegn lög- reglumönnum, úr fjórum prósent- um tilvika í fjórtán á tímabilinu. Einkum var um að ræða eggvopn, barefli, ökutæki eða annað. Í einu tilviki var um skotvopn að ræða. Það var árið 2001, en þá var lög- reglumanni ógnað með skamm- byssu. Um fjórðungur tilkynntra brota gegn lögreglu var framinn á lögreglustöð eða í lögreglubílum. Á tímabilinu 2000-2005 voru 479 einstaklingar kærðir 516 sinnum fyrir ofbeldi gegn lögreglumanni. Um fimmtungur þeirra mála fór í ákærumeðferð. Af þeim enduðu um 57 prósent fyrir dómi. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir að þegar hafi verið gripið til aðgerða til að styðja lögreglumenn sem hafi verið beittir ofbeldi í starfi. Hann bendir meðal annars á að dómsmálaráðherra hafi í því skyni veitt fjármagn til að auka félags- legan stuðning við þá í starfi, refsirammi brota gegn valdstjórn- inni hafi verið hækkaður úr sex ára fangelsi í átta og nýlegar breytingar á skipan lögreglumála auki öryggi lögreglumanna í starfi. Hundruð ofbeldis- brota gegn lögreglu Meirihluti lögreglumanna hefur orðið fyrir hótunum og ofbeldi í starfi, að því er nýjar rannsóknir leiða í ljós. Á sjö ára tímabili voru nær 700 ofbeldisbrot tilkynnt. Hótanir ná jafnvel til maka lögreglumanna og barna þeirra. Nicolas Sarkozy, verðandi forseti Frakklands, sætti í gær orrahríð gagnrýni, viku áður en hann tekur við embætti. Verka- lýðsleiðtogi hótaði harðri and- spyrnu við áformaðar umbætur hans og pólitískir andstæðingar kölluðu lúxussnekkjusiglingu þá sem hann fór í strax í kjölfar kosn- inganna „ósiðlega“. Sarkozy, sem dreif eiginkonu sína og son með í siglingu um eyjar í grennd við Möltu daginn eftir úrslitaumferð forsetakosn- inganna á sunnudaginn, var vænt- anlegur aftur í land á miðviku- dagskvöld. Óvíst var þó hvenær hann myndi snúa aftur til Parísar. Elisabeth Guigou, sem sat um skeið fyrir Sósíalistaflokkinn sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn- inni, kallaði siglingu hins verðandi forseta á 60 metra lúxussnekkju sem hann fékk að láni frá millj- arðamæringi „hneykslanlega“ og „ósiðlega“. „Öll þessi fjárútlát þegar hann þykist vera… forseti allra Frakka,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali. Slíkt „óhóf“ verkaði illa á þann hluta þjóðarinnar, sem berðist við að láta enda ná saman. Jean-Francois Cope, talsmaður ríkisstjórnarinnar, bað stjórnar- andstæðinga að hætta „persónu- legum árásum“ á Sarkozy. Hann tók fram að ríkið hefði ekki borið neinn kostnað af snekkjuferð hans. Meðal dagskráratriða í dag, 10. maí: Hörðuvallaskóli kl. 8.30. Ruslaskrímslið og Hörðuvallanaglarnir. Kynning á þemaverkefni og íþróttasýning. Bókasafn Kópavogs kl. 9.30. Leikbrúðuland sýnir Númi á ferð og flugi. Sýning fyrir öll börn. Leikskólinn Rjúpnahæð kl. 15.30. Opið hús og kynning. Digranesskóli kl. 16.00. Sólkerfisganga fyrir almenning. Myndlistarsýningar • danssýning • opin hús. Kynnið ykkur dagskrána nánar á kopavogur.is VOR Í ÍSLENSKRI VERKEFNASTJÓRNUN Opin ráðstefna MPM námsins Hótel Loftleiðum, Þingsal 1-4, 11. maí, frá kl. 13.00-17.30 Útskriftarnemendur í MPM náminu kynna fjölbreytt og hnitmiðuð lokaverkefni tengd verkefnastjórnun Dæmi um viðfangsefni eru: • Þjálfun og þekkingaruppbygging • Verkefnastofur og skipuheildir • Greiningartæki • Siðfræðileg álitaefni • Gæðastjórnun Ráðstefnan fer fram í þremur straumum og á hverjum tíma verða þrjú verkefni til kynningar. Sjá dagskrá á mpm.is. Allir velkomnir www.mpm.is Ójafnvægi Hið nýja jafnvægi sem samfylkingin lofaði kjósendum sínum var í raun hið mesta ójafnvægi sem þekkst hefur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.